Morgunblaðið - 21.03.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 67
I DAG
BRIDS
Um.sjón (iiiðniiindiir
l'áll Arnarson
NS eiga átta spaða á milli
handanna og fjórir spaðar
er þægilegur samningur,
sem oftast vinnst. En norð-
ur ákvað að þegja yfir
fimmta spaðanum og
treysta makker sínum fyi’ir
þremur gröndum.
Suður gefur; allir á
vör
* KD1094
» 654
♦ K103
* 42
Suður
*G63
VÁK3
♦ D92
*ÁKD3
hættu.
Vestur Norður Austur Suður
- _ _ 1 lauf
Pass 1 spaði Pass 2grönd
Pass 3grönd Allir pass
Vestur kom út með smátt
lauf og suður tók gosa aust-
urs með drottningu. Hann
fór strax í spaðann, en vest-
ur reyndist hafa byrjað
með ásinn þriðja og dúkk-
aði auðvitað tvisvar til að
slíta samganginn. Síðan
spilaði vestur lauftíu og
austur fylgdi lit. Hvernig er
nú hægt að tryggja níu
slagi?
Við borðið fór sagnhafi
þá leið að spiia fyrst tígli á
tíuna og síðan að kóngin-
um. En því miður átti aust-
ur bæði ás og gosa, svo
samningu^im^tapaðist:
* KD1094
v 654
♦ K103
+ 42
Vcstur
+Á52
vD108
♦ 65
+109765
Austur
+87
vG972
♦ ÁG874
+G8
Suður
+G63
VÁK3
♦ D92
+ÁKD3
Sagnhafi komst aldrei
inn í borð til að ná í fríslag-
ina á spaða og fékk því að-
eins átta slagi: tvo á spaða,
tvo á hjarta, einn á tígul og
þrjá á lauf.
Suður missti af fallegri
leið. Hann átti að spila tíg-
ulníunni og láta hana rúlia
yfir til austurs. Ef austur
tekur þann slag verður
hægt að brjóta sér leið inn
á blindan síðar, en ef austur
dúkkar sækir sagnhafi ann-
an tígulslag, sem dugir
honum til vinnings.
SKAK
IJm.sjóii Ilclgi Áss
Grctarsson
Svartur á leik.
í JANÚAR síðastliðnum
var haidið sterkt opið al-
þjóðlegt mót í Linares á
Spáni og er meðfylgjandi
staða þaðan. Svart hefur al-
þjóðlegi meistarinn Levon
Aronian (2587) frá Armeníu,
en andstæðingur hans var
alþjóðlegi meistarinn Olli
Salmensuu (2418) frá Finn-
landi. 32...Hxb3!! 33.axb3
Bxh4! 34.Dxh4 Aðrir leikir
gátu ekki bjargað hvitu
stöðunni þar sem eftir t.d.
34.Dd2 er 34...Bg5 banvænt.
34....a2 35.c3 35.Kd2 Dc3 og
hvítur verður mát í næsta
leik. 35....al=D+ 36.Bbl
Dcxc3+ og hvítur gafst upp
þar sem eftir 37.Hc2 er hann
mát eftir 37...Dxc2.
Arnað heilla
Ljósm./Ástvaldur Jóhannesson
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 13. nóvember sl. í
Bústaðakirkju af sr. Gunn-
ari Matthíassyni Eygló Ólöf
Birgisdóttir og Hilmar
Björnsson.
Ljósmyndastofan Nærmynd.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 21. ágúst sl. í Háteig-
skirkju af sr. Jóni Helga
Þórarinssyni Ingibjörg
Heiðarsddttir og Guðmund-
ur Jónasson. Heimili þeirra
er að Alfheimum 27.
Hlutavelta
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu
kr. 7.576 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau
heita: Heiðrún Svala Aronsdóttir, Ágústa Ósk
Aronsdóttir, Hrefna Björk Aronsdóttir, Þrúður
Kristjánsdóttir, Arnar Benjamín Kristjánsson, fris
Sigurjónsdóttir, Þórdís Lísa Valdimarsdóttir og
Kristín Tryggvadóttir.
Med morgunkaffinu
Ast er...
2-16
... að fínna sterkt
fyrir nærveru hans.
Ég hélt að ég hefði kennt
þér að SÆKJA blaðið.
LJOÐABROT
STORMUR
Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund,
en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
og bjarkirnar treystir, um leið og þú þýtur.
Þú skefur burt fannir af foldu og hól,
þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,
og neistann upp blæs þú og bálar upp loga
og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.
Hannes Hafstein.
STJ ÖRNUSPA
eftir Franees Urakc
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Pú missir ekki svo a uð-
veldlega sjónará takmarki
þínu og ert þviþekktur af
þvíað koma hlutunum í
verk.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Hlustaðu á það sem líkami
þinn er að segja þér og láttu
það ekki sem vind um eyru
þjóta heldur leitaðu þér að-
stoðar tii að fá bót meina
þinna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Augun eru spegill sálarínnar
svo þú skalt ekki líta framhjá
því sem þau segja. Vendu þig
á að líta á björtu hliðarnar því
þannig hefur lifið mest gildi.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní) AA
Aðrir geta ekki lesið það sem
þú hugsar svo þú verður að
segja hvað þú vilt og verður
þá að gæta þess að bjóða ekki
upp á neinn misskilning.
Krabbi
(21.júní-22.júlí)
Það er alltaf gott að hugsa
svolítið fram í tímann jafnvel
um hluti sem lítið virðist
liggja á. Því fyrr sem þú
ákveður þig, þeim mun betra
fyrir alla aðila.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Láttu ekki löngunina í einskis
verða hluti leiða þig út á hála
braut í fjármálum. Leggðu
frekar fyrir það sem þú
mögulega getur hverju sinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gefðu þér góðan tíma til þess
að lesa smáa letrið því það
eru einmitt oft smáatriðin
sem hafa mestar afleiðing-
arnar hvort heldur er til hins
betra eða verra.
(23. sept. - 22. október) A 4*
Það er allt á ferð og fiugi í
kringum þig svo þú þarft eig-
inlega að draga þig í hlé svo
þú fáir lokið þeim verkefnum
sem þú þarft að skila í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur verla mátt vera að
því að líta upp að undanförnu
en þú þegar færi gefst skaltu
bæta vinum og vandamönn-
um upp fjarvistir þínar.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) AO
Það væri ákaflega misráðið af
þér að byrja á nýju verkefni
áður en þú hefur lokið við það
sem þú vinnur að nú. Lofaðu
aldrei upp í ermina á þér.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) «
Það er sjálfsagt að taka nýj-
ustu samskiptatækni í þjón-
ustu sína og láta hana hjálpa
þér við að halda nauðsynlegu
sambandi við ættingja og
vini.
Vatnsberi , .
(20. jan.r -18. febr.)
Engan hlut skyldi dæma eftir
útlitinu einu saman. Gefðu
þér því tíma til þess að kanna
innihaldið áður en þú gerir
endanlega upp hug þinn.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú stendur frammi fyrir
ákaflega áhugaverðu verk-
efni sem þú skalt einhenda
þér í, jafnvel þótt það krefjist
bæði mikils tíma og mikillar
orku.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
EVO-STIK | EVO-StÍÍT
TJ0RUB0ND
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
*TTs7> ^
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
SJALFSSTYRKING
MEÐ SJÁLFSDÁLEIÐSLL
Námskeið/einkatímar sími 694 5494
Ný námskeið hcfjast 28. niars og 12. apríl
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hringdu núna
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
%
Handmáluð brúðhjónaglös
Ný sending af antik-húsgögnum
Opið kl. 10-18 mánud. til föstud., laugardag frá kl. 10-14.
(|hítífc&NÝTj)
Ármúla 7
rr
" ^ \y /
XX
AÍIur er
varinn
góður!
Húðkrabbamein er vaxandi vandamál.
Þú getur varið þig og þína.
Sólarljós og sólbekkir eru helstu orsakavaldar húðkrabbameins.
Stundaðu sólböð í hófi. Forðastu hádegissólina þegar geislarnir eru
sterkastir. Sólbruni er sársaukafullur og getur leitt til húðkrabbameins.
Notaðu sólarvörn, ekki undir styrkleika 15. Hatt í mikilli sól. Sólgler-
augu til að vernda augun. Ljósar og léttar flíkur sem verja hörundið.
Hugsaðu vel um börnin þín, þeirra húð er sérlega viðkvæm.
Varastu endurkast af snjó, ám og vötnum.
AAundu, sólin getur valdið sama skaða á íslandi og í sólarlöndunum.
Leitaðu til læknis ef þú tekur eftir húðblettum sem eru stækkandi,
hreistrandi, blæðandi eða eru að breytast í lögun eða lit.
Landlæknisembættið
Nánari upplýsingará www.landlaeknir.is
Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu
www.landlaeknir.is