Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flokksstjórn Kristilegra demókrata tilnefnir Angelu Merkel formannsefni flokksins Tákn tímamóta í sögu CDU Nú er ljóst að Angela Merkel verður næsti formaður Kristilegra demókrata í Þýska- landi. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, segir hana um margt vera óvenjulegan formann CDU. Á FRÉTTAMANNAFUNDI í gær tilkynnti fráfarandi formaður Kristi- lega demókrataflokksins (CDU), Wolfgang Schauble, að stjóm flokks- ins hefði ákveðið einróma að styðja Angelu Merkel, núverandi aðalritara flokksins, í embætti flokksformanns á þinginu sem haldið verður eftir þrjár vikur. Ekki verður um mót- framboð að ræða og því er víst að Merkel er verðandi formaður CDU. Fimm vikur eru liðnar frá því að Wolfgang Scháuble tilkynnti að hann gæfí hvorki kost á sér til endurkjörs í embætti formanns þingflokks CDU/ CSU né í formannsembætti CDU. Eftir að ljóst varð að Friedrich Merz tæki við formannsembætti þing- flokksins tók athyglin að beinast að baráttunni um formannsembættið. Auk Merkel voru forsætisráðherr- arnir Bernhard Vogel og Kurt Bied- enkopf, vamarmálaráðherrann fyrr- verandi, Volker Rúhe og formaður flokksdeildar Nordrhein-Westfalen, Júrgen Rúttgers, í sviðsljósinu. Stuðningurinn við Merkel hafði vaxið jafnt og þétt dagana áður en tilkynna átti um framboð og í kjölfarið drógu samkeppnisaðilamir sig smám sam- an til baka. Utslagið gerði svo ein- róma ákvörðun stjómar flokksdeild- ar Nordrhein-Westfalen að styðja Merkel á flokksþinginu í apríl. Hún er stærst flokksdeilda CDU og þaðan kemur tæpur þriðjungur þeirra þús- und flokksfulltrúa sem kjósa arftaka Scháubles á flokksþinginu í Essen. Flokksdeildin í Saxlandi hafði einnig lýst því yfir að hún myndi veita Merkel atkvæði sitt. Auk þess hefur Merkel mikið fylgi í Sachsen-Anhalt, Thúringen og Mecklenburg-Vor- pommem þar sem hún fer með for- mennsku. Ákvörðun óbreyttra flokksfélaga Að þessu sinni var undirbúningur flokksformannskosninganna talsvert frábmgðinn því sem áður hefur þekkst innan CDU. í kjölfar fjár- málahneykslisins ákvað stjóm CDU að hlýða í auknum mæli á skoðun óbreyttra flokksfélaga um það hver væri hæfasti arftaki Scháubles. Óbreyttir flokksfélagar nefnast þeir sem láta sér nægja að borga félags- gjöldin. Frá því á tímum Adenauers hefur stjóm CDU sjaldan leitað ráða hjá óbreyttum flokksfélögum þegar taka hefur átt ákvarðanir um málefni eða embætti. Fámennur hópur tók slíkar ákvarðanir og hlutverk ann- arra meðlima takmarkaðist við að styðja ákvarðanir sem þegar lágu fyrir. Umdæmisfundir á borð við þá níu sem Merkel og Scháuble eiga að baki vora því yfírleitt ekki hugsaðir sem tækifæri óbreyttra flokksfélaga til að hafa áhrif á gang mála. Nú var málum þó öðravísi háttað og Ijóst er að það vora óbreyttir flokksfélagar sem tóku ákvörðun um að Merkel skyldi verða næsti formaður CDU. Að þessu leyti hefur talsverð um- breyting átt sér stað innan CDU. Merkel hefúr ferðast um landið líkt og kristileg-demókratísk Jóhanna af Örk og boðað nýtt upphaf. Síðasti fundurinn af níu var haldinn í flokks- deild Baden-Wúrttemberg á laugar- daginn var. Þrátt fyrir að deild þessi teljist íhaldssöm „karladeild“ ákvað stjómin að styðja Merkel. Víst er að forsætisráðherra Baden-Wúrttem- berg, Erwing Teufel, hefði frekar viljað sjá Vogel eða Biedenkopf í for- mannsembættinu en þar sem Ijóst var orðið að Merkel nýtur mikilla vin- sælla óbreyttra flokksfélaga sá hann sig, líkt og Rúttgers, knúinn til að styðja Merkel. Að loknum fundunum níu lýsti Scháuble ástandinu með eft- irfarandi hætti: „Maður þarf að vera ansi heymarskertur til að heyra ekki hvað það er sem flokkurinn vill: AIls staðar er sama svarið að fínna. Merz, formaður þingflokks CDU/CSU, benti á að óbreyttir flokksfélagar hefðu tekið þessa ákvörðun löngu áð- ur en stjómin tilkynnti tillögu sína. Merz sagði þá staðreynd að kona verði næsti formaður flokksins mikil- vægt skref í átt að jafnrétti kynjanna hvað stjómunarstöður varðar. Óvíst hvort Riihe nær kjöri Þótt nokkrir dagar séu síðan Ijóst varð hver verður næsti formaður flokksins ríkir enn óvissa um það hverjir verða kjömir í embætti hinna fjögurra varaformanna. Lengi kom til greina að formaður flokksdeildar Nordrhein-Westfalen, Júrgen Rúttg- ers, byði sig fram gegn Merkel. Á svipuðum tíma og ljóst varð að óraunhæft væri að keppa við Merkel tilkynnti fyrrverandi atvinnumála- ráðherra í ríkisstjóm Kohls, Norbert Blúm, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í embætti varaformanns. í kjölfarið ákvað Rúttgers að bjóða sig fram í embætti varaformanns. Auk Rúttgers er talið að Annette Schavan, kirkjumálaráðherra Bad- en-Wúrttemberg, Christian Wulff, formaður flokksdeildar Neðra-Sax- lands, og Volker Rúhe, varaformaður þingflokksins, bjóði sig fram. Ólíkt Rúttgers, Wulff og Schavan styður engin hinna stóru flokksdeilda Rúhe. Þar sem engin flokksdeild hefur lýst yfir stuðningi við Rúhe er hann ekki öraggur um embætti varaformanns ef forsætisráðherra Saarlands, Peter Múller, ákveður að gefa kost á sér. Verði Múller kjörinn á kostnað Rúhes verður enginn hinna fímm for- ystumanna CDU eldri en 50 ára. Menntamálaráðherra Thúringen, Dagmar Schipanski, hefur einnig komið til tals. Schipanski, sem bauð sig fram gegn núverandi forseta Þýska sambandslýðveldisins, Jo- hannes Rau (SPD), hefur lengst af verið óflokksbundin. Fyrir stuttu ákvað hún þó að ganga til liðs við CDU á þeirri forsendu að flokkurinn þyrfti nýtt fólk fyrir nýtt upphaf. Átök fhalds og fijálslyndra Margir era óánægðir með þá stað- reynd að meðal frambjóðenda sé hvorki að finna fulltrúa kristilega-fé- lagslega armsins né hins þjóðlega- íhaldssama arms. Lausn á þeim vanda gæti falist í að kjósa fram- kvæmdastjóra úr íhaldssama armin- um. I því sambandi hefur athyglin beinst að Christian Böhr, formanni flokksdeildar Rheinland-Pfalz, og Gúnther Oettinger, formanni þing- flokks CDU á landsþinginu í Stutt- gart. Böhr höfðar til stuðningsmanna Kohls og stjómar CSU. En að end- ingu er það þó Merkel sem á rétt á að gera tillögu um nýjan aðalritara og eftir fimmtán mánaða starf í því em- bætti veit hún betur en nokkur annar hversu mikilvæg sú staða er. I lok vikunnar eða í byijun þeirrai' næstu kemur í ljóst hvort Merkel leitar slíkrar málamiðlunar eða hvort hún velur konu/mann úr eigin röðum. Andstæðingar á íhaldssama armin- um hafa ítrekað kvartað yfir því að Merkel sé of vinstrisinnuð eða of frjálsynd. Merkel þótti fremur „hlut- laus“ í stjóm Kohls en eftir að hún varð framkvæmdastjóri Scháubles hefur hún fengið á sig þann stimpil að vera frjálslynd. Hún hitti homma og lesbíur að máli og kom á nýrri stefnu í fjölskyldumálum sem eflaust hefði sætt meiri gagnrýni íhaldssamra ef flokkurinn hefði ekki verið á kafi í fjármálahneykslinu. Merkel var jafn- framt á móti undirskriftarsöfnun Rolands Kochs (CDU), forsætisráð- herra Hessens, gegn tvöfóldum rflds- borgararétti á þeim forsendum að herferðin væri fjandsamleg í garð út- lendinga. í kjölfarið hefur hinn íhaldssami systurflokkur, CSU, haft uppi efasemdir um að Merkel sé fær um að innlima hinn íhaldssama arm flokkanna tveggja. Margir hafa spurt sig hvort kjör hins nýja formanns muni jafnframt marka skref í átt að frjálslyndi. Á blaðamannafundinum var Merkel beðin um að skilgreina hugtakið „íhaldssamur og svaraði hún því til að íhaldssemi sé það „að varðveita það sem vert er að varð- veita og breyta því sem þörf er á að breyta. Bros Mónu Lísu Á teikniborði skopteiknara dag- blaðanna verður hið dularfulla bros Merkel að Mónu Lísu og á samkom- um flokksins kalla ungir kristilegir demókratar „Angie, Angie.“ Gárang- ar hafa grafið upp gamla Rolling Stones lagið þar sem )rAngie“ er spurð hvenær óveðursskýin muni hverfa og að án ástar og peninga sé vart að búast við ánægju. Þótt Merk- el sé í raun með öllu ótengd Leonardo da Vinci og Miek Jagger er hún þó óvenjulegur frambjóðandi í embætti flokksformanns CDU. Fram til þessa hafa karlmenn stjómað flokknum: Konrad Adenauer (1950-66), Ludwig Erhard (1966-67), Kurt Georg Gies- inger (1967-71), Rainer Barzel (1971-73), Helmut Kohl (1973-1998) og Wolfgang Scháuble (1998-2000). í fyrsta sldpti verður kona formaður Angela Merkel, framkvæmdastjóri CDU og nýútnefnt formannsefni flokksins, heldur hér ræðu á fundi í Stuttgart sl. laugardag, með yfir- skriftina „Breyting" á bak við sig. valdamikils stjómmálaflokks í Þýska sambandslýðveldinu. En Merkel er ekki bara kona heldur jafnframt ung (45 ára), mótmælendatrúar og gekk auk þess í flokkinn eftir óvenjulegum leiðum. Þegar múrinn féll var hún starfsmaður á stofnun fyrir eðlis- efnafræði í vísindaakademíunni í Austur-Berlín. Sérsvið hennar var skammtaefnafræði. Eftir fall Austur- Þýskalands (DDR) gerðist hún félagi hinnar „Lýðræðislegu viðreisnar sem naut vemdar evangelísku kirkjunnar. í ágústmánuði 1990, stuttu fyrir sameiningu Þýskalands; gerðist Merkel meðlimur í CDU. I desembermánuði sama ár var hún kjörin þingmaður sambandsþingsins og mánuði síðar gerð að ráðherra í málefnum kvenna og ungmenna. Ári síðar var hún kjörin varaformaður CDU og eftir sambandsþingskosn- ingamar 1994 gerði Kohl hana að umhverfismálaráðherra. Kohl studdi við bakið á „stelpunni sinni“ allt þar til að hann tapaði í sambandsþings- kosningunum í nóvember 1998. Þeg- ar Scháuble tók við formannsem- bættinu studdi hann Merkel í stöðu aðalritara. Á næstu tólf mánuðum fylgdu sex sigrar í landsþingskosn- ingum. Það var þó ekki fyrr en með fjármálahneykslinu sem vinsældir Merkel tóku að aukast veralega. Hún gagnrýndi Kohl vægðarlaust fyrir að taka eigin loforð fram yfir lögum um starfshætti stjómmálaflokka. Hún krafðist þess að Kohl nefndi nöfn styrktaraðilanna og lýsti því yfir að tími hans væri liðinn. í kjölfarið varð Merkel smám saman tákn fyrir nýja byijun án Kohls. Merkel býður erfltt verkefni I kjölfar fjármálahneykslisins er talið að CDU vanti 100 milljónir marka til að endar nái saman. Auk þess getur flokkurinn átt von á fleiri sektum og enn er óljóst um upprani 9.4 milljóna marka í bókhaldi áranna 1989-92. Flokkurinn ætlar að greiða niður skuldirnar á fimm áram. Svo gæti farið að CDU segi upp 150 starfsmönnum og fækki flokksþing- um um helming en hvert þing kostar 2.5 milljónir marka. Einnig era uppi hugmyndir um að leita í pyngjur flokksdeildanna. Víst er að deildirnar taki slíkum hugmyndum illa enda hafa margar þeirra lítið fé til ráðstöf- unar. Aðrar flokksdeildir standa frammi fyrir kostnaðarsamri kosn- ingabaráttu og sú tíð er löngu liðin þegar helsta meðalið í kosningabar- áttu var plakatið og penninn með auðkenni CDU. í dag þarf sá sem vill ná áheym að kaupa sér dýran auglýsingatíma í sjónvarpi. í kjölfar- ið má búast við því að samkeppnin við SPD gæti orðið mjög erfið á næstu áram. Fjárskortur CDU kemur því til með að takmarka möguleika Merkel. En þrátt fyiir slíkar hömlur er víst að hún og aðrir forystumenn ungu kynslóðarinnar munu leiða CDU inn á ný mið. Áður fyrr talaði kanslari Kohl oft á léttum nótum um „hina ungu og viltu. Þessi kynslóð er nú eitthvað eldri en ljóst er að tími hennar er kominn. Líklegast munu róttækar breytingar eiga sér stað með yfirtöku yngri kynslóðarinnar og margir spyrja sig hvert hún muni leiða flokkinn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti í Austurlöndum fjær Ýtir á um minni vígbúnað Dhaka. AP, AFP. BILL CLINTON, forseti Banda- ríkjanna, hældi stjórnvöldum í Bangladesh fyrir að hafa undirritað alþjóðlegan sáttmála um bann við út- breiðslu kjamavopna er hann kom í heimsókn til landsins í gær. Clinton er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsækir Bangladesh en hann er nú á ferð um Austurlönd fjær. Meg- intilgangur ferðarinnar er að leita leiða til að binda enda á vígbúnaðar- kapphlaup Indverja og Pakistana og reyna að stuðla að lausn á deilu þjóð- anna um yfirráð yfir Kahmir-héraði. Hvorki Pakistan né Indland hafa staðfest sáttmálann um bann við út- breiðslu kjarnavopna. Clinton mun verja mestum hluta ferðar sinnar um Austurlönd fjær í Indlandi en mun einnig hafa viðdvöl í Pakistan undir lok vikunnar. Clinton tilkynnti í gær að Banda- ríkjastjórn hygðist veita Bangla- desh-búum, Indveijum og Nepal-bú- um fjárstyrk að upphæð 50 milljónir dollara, jafnvirði um 3,7 milljarða króna, til að stuðla að nýtingu vist- vænnar orku. Einnig greindi Banda- ríkjaforseti frá því að bandarísk stjórnvöld ætluðu að veita 97 millj- ónum dollara, um 7,2 milljörðum ís- lenskra króna, í matvælaaðstoð til handa Bangladesh. Að auki sagði Clinton að Bandaríkjastjórn hygðist leggja fram alls 6 milljónir dollara, um 450 milljónir króna, til að stuðla að varðveislu regnskóga í landinu. í Bangladesh búa um 128 milljónir manna en lífskjör era þar almennt með því lakasta sem gerist í heimin- um. Gagnrýna heimsóknina Clinton hitti forseta Bangladesh, Sheikh Hasina Wajed, að máli í gær sem sagði heimsóknina sögulega fyr- ir þjóð hennar. Stjómarandstæðing- ar í Bangladesh gagnrýndu hins veg- ar heimsókn Clintons og sögðu hana vera lið í tilraunum Bandaríkja- Veggspjöld með myndum af Clinton forseta prýddu víða göt- ur og torg í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í gær. manna til að fá stjórnvöld í landinu til að hygla bandarískum fyrirtækjum sem hafa þar umsvif. Bein fjárfesting bandarískra fyrirtækja í Bangladesh er nú metin á um 700 milljónir doll- ara, um 5,2 milljarða íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.