Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 53
ingaskeið sem yílr mannkynið hefur
gengið, í fyrstu ógnaröld en síðan vel-
megunarskeið í okkar hluta heimsins,
að vísu í skugga kjamorkusprengj-
unnar. Ingi fæddist sama ár og Þór-
bergur sendi frá sér Bréf til Láru.
Þar sá meistarinn fyrir sér ...sam-
eignarmannfélag, ímynd mannúðar,
vitsmuna og réttlætis. Þá er ekki
lengur um það barizt, hvort þessi eigi
að svelta hrjáður og fyrirÚtinn, en
hinn verði dýrlegur af óhóíi og stjóm-
leysi á dýrslegum gimdum. - í upp-
vextinum kynntist Ingi kröppum
kjöram alþýðu manna. Hann var í
menntaskóla þegar hildarleikur
seinni heimsstyijaldarinnar stóð yfir
og á háskólaárum hans var tekist á
um kröfur Bandaríkjamanna um her-
stöðvar hérlendis og inngöngu í
NATO.
Um tvítugt skipaði Ingi sér í raðir
ungra sósíalista, fyrst í Félag rót-
tækra stúdenta og síðar Æskulýðs-
fylkinguna, en forseti þennar varð
hann tvívegis á árunum 1950-1954.
Sá félagsskapur mun ekki í annan
tíma hafa látið meira að sér kveða, gaf
meðal annars á þessum ámm út tím-
aritið Landnemann sem náði tals-
verðri útbreiðslu.
Ingi var glæsimenni, harðgreindur
og hæfileikaríkur og gæddur pers-
ónutöfrum sem hvorki fóm fram hjá
samherjum né andstæðingum. Marg-
ir vina hans áttu von á því að hann
yrði brátt í fremstu röð í stjórnmál-
um. Ingi var framkvæmdastjóri Sós-
íalistaflokksins 1956-1962 og hafði
náin tengsl við formann þess flokks,
Einar Olgeirsson. Til Alþýðubanda-
lagsins var stofnað sem kosninga-
bandalags 1956 og var Ingi efstur á
framboðslista þess í Vesturlandskjör-
dæmi við haustkosningamar 1959 og
aftur 1963. Munaði í síðara skiptið að-
eins hársbreidd að hann næði kjöri
sem landskjörinn þingmaður en sem
varamaður tók hann á þessum ámm
tvívegis sæti á Alþingi. Þá átti hann í
tvö kjörtímabil sæti í borgarstjóm
Reykjavíkur, var kjörinn borgarfull-
trúi 1950, þá aðeins 25 ára gamall.
Deilur innan Alþýðubandalagsins
leiddu á sjöunda áratugnum til klofn-
ings þessara lausbeisluðu samtaka og
stofnunar tveggja stjómmálaflokka,
Alþýðubandalagsins og Samtaka
ftjálslyndra og vinstri manna. Atökin
sem þessu fylgdu urðu ekki til að
greiða götu Inga í pólitíkinni. Það dró
hins vegar ekki úr liðveislu hans,
hvort heldur var við einstaklinga sem
áttu undir högg að sækja eða mál-
gögn og stjómmálafélög á vinstri
kantinum. Honum hætti að vísu til að
taka meira að sér en auðvelt var að
uppfylla, auk þess sem tímaskynið
var aldrei hans sterka hlið. Við félags-
málin bættist rekstur eigin lögfræði-
skrifstofu sem átti auðvitað að
tiyggja viðurværið en mætti ósjaldan
afgangi. Ingi skildi 1958 við fyrri
konu sína, Asu Guðmundsdóttur, og
tók það á hann. Dóttir þeirra er Álf-
heiður líffræðingur, nú ritstjóri
N áttúrafræðingsins.
Þótt Ingi hefði aldrei stjórnmál að
aðalstarfi reyndi ekki síður á hann
sem fjölhæfan og ósérhlífinn liðs-
mann. Þannig hlóðust á hann ótal
verkefni ekki síst þegar Alþýðu-
bandalagið átti hlut að ríkisstjómum
eins og á ámnum 1971-74 og 1978-83.
Hann átti sæti í stjóm Iðnlánasjóðs
um áratugi, tvívegis sem formaður,
og sat einnig í stjóm Iðnþróunar-
sjóðs. Öðlaðist hann mikla innsýn í
iðnaðarmálefni og beitti sér fyrir
bættum starfsskilyrðum þessa vax-
andi atvinnuvegar. Árið 1979 fór Ingi
fyrir sendinefnd ráðuneyta til ann-
arra EFTA-ríkja og til ESB og leiddi
sú fór, sem ekki var spáð vel fyrir af
embættismönnum, til þess að svo-
nefnt aðlögunargjald á innfluttar
samkeppnisvörur fékkst samþykkt.
Sem iðnaðarráðherra leitaði ég
ósjaldan ráða hjá Inga og naut ráðu-
neytið krafta hans við úrlausn ýmissa
vandasamra verkefna. Frægur varð
1980 þáttur hans í að upplýsa „hækk-
un í hafi“ sem snerist um skattamál
Alusuisse vegna reksturs dótturfé-
lagsins ísals hf. Þeim málarekstri
lyktaði með tvöföldun á raforkuverði
álversins í Straumsvík. í þessu sam-
bandi tók Ingi í nóvember 1980 að sér
ferð til Ástralíu, þar sem hann aflaði
undirstöðugagna, auk þess sem hann
heimsótti sérfræðinga í álheiminum
vestanhafs. Á hæfari erindreka varð
tæpast kosið og lagðist þar á eitt
þekking, reynsla og viðmót.
Árið 1981 urðu þáttaskil í lífi Inga
þegar hann var skipaður forstjóri
Bmnabótafélags Islands. Upp frá því
helgaði hann krafta sína trygginga-
málum, átti m.a. frumkvæði að stofn-
un Vátryggingafélags Islands og var
starfandi stjómarformaður þess til
1996. Á þessum vettvangi nýttust
kraftar hans, margþætt reynsla og
hæfni afar vel. Hann aflaði sér al-
menns trausts og virðingar á þessum
vettvangi, meðal annars hjá sveitar-
stjórnarmönnum sem tengdust
Bmnabótafélaginu. Samhliða þessu
sinnti Ingi margbrotnum áhugamál-
um og stækkandi fjölskyldu. Árið
1966 kvæntist hann Rögnu M. Þor-
steins flugfreyju sem lifir mann sinn.
Var sambúð þeirra með ágætum og
eignuðust þau saman tvö böm,
Eyrúnu 1968 og Inga Ragnar 1971.
Hjá þeim ólst líka upp Steinunn, dótt-
ir Rögnu, auk Álfheiðar sem var elst í
hópnum. Fimmta bam Inga, Ragn-
heiður, fæddist 1960 og um tíma bjó
hún einnig á námsámm sínum á
heimilinu á Hagamel 10.
Ingi R. Helgason var alla tíð sósíal-
isti og varði miklu af kröftum sínum í
þágu þess málstaðar. Eins og fleiri
batt hann vonir við þjóðfélagstilraun-
ina í austurvegi fram eftir öldinni en
svo fór að hún snerist í andhverfu sína
og hmndi fyrir áratug. Eftir stendur
kapítalisminn að heita má óheftur
með vaxandi misskiptingu og harðn-
andi vistkreppu sem ekki sér fyrir
endann á. Margt af því sem lesa má í
Bréfi til Lám vekur enn til umhugs-
unar þótt heil mannsævi skilji á milli
- og ekki sakar húmor meistarans,
undir það hefði Ingi áreiðanlega tek-
ið. „Grunntónn tilverunnar er mein-
laust grín“ - sagði Þórbergur.
Ég sá Inga R. síðast með Rögnu
sinni í 1. maí-kaffi hjá Vinstri-græn-
um í vor sem leið. Brosið var enn kan-
kvíst og blik í augum. Hann gladdist
með okkur yfir þeim fjölda sem þama
var á ferð. Blikið er nú slokknað en
minningin um góðan félaga og sam-
ferðamann fylgir okkur sem höldum
göngunni áfram.
Við Kristín sendum Rögnu, syst-
kinunum og öllu venslafólki samúðar-
kveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Sumarið 1989 var unnið að því á
vegum Islenskrar málnefndar að
undirbúa stofnun sjóðs til styrktar ís-
lenskri málrækt. I því skyni var m.a.
boðað til fundar með ýmsum forystu-
mönnum athafna- og menningarlífs
til að kynnast viðbrögðum þeirra og
áhuga og þiggja góð ráð, einkum um
fjármögnun sjóðsins. Meðal þeirra
sem til máls tóku og lýstu afdráttar-
lausu fylgi við hugmyndina vom þeir
Ingi R. Helgason, Ottó A. Michelsen
og Ólafur B. Thors.
Þetta varð upphaf að kynnum okk-
ar Inga og samstarfi við að koma mál-
ræktarsjóði á fót. í framhaldi þessa
fundar tók hann að sér að semja
fyrstu drög að skipulagsskrá sjóðsins
í samræmi við þær óskir og hug-
myndir sem mótast höfðu á vettvangi
Islenskrar málnefndar. Þetta var
dýrmæt liðveisla því að Ingi var van-
ur slíku verki og vel til þess fallinn.
Síðan fómm við saman yfir þessi drög
sem málnefndin hafði einnig til með-
ferðai', og fyrir lok ársins var mennta-
málaráðherra afhent tillaga nefndar-
innar um skipulagsskrá Mál-
ræktarsjóðs. Samkvæmt henni skyldi
höfuðstóll sjóðsins verða 100 milijónir
króna, en enginn vissi á þeirri stundu
hvemig gengi að afla þess fjár.
Málræktarsjóður var formlega
stofnaður 7. mars 1991 þó að höfuð-
stóllinn væri þá aðeins um 5,4 milJjón-
ir króna. Þetta vom framlög sem ís-
lenskri málnefnd höfðu áskotnast í
þessu skyni. Það kom í minn hlut að
vera stjórnarformaður sjóðsins
fyrstu árin meðan hann var að vaxa.
í árslok 1993 hafði tekist að reyta
saman liðlega 18 miHjónir króna, en
sú fjárhæð hrökk skammt, og það var
nokkurt áhyggjuefni að geta ekki
veitt styrki úr sjóðnum meðan höfuð-
stóllinn hafði ekki náð settu marki.
Mig dreymdi um að geta notað 50 ára
afmæli lýðveldisins 1994 til að koma
sjóðnum upp og hafði rætt það við
ýmsa málsmetandi menn. Eftir sér-
stakt samráð við Ottó Miehelsen, sem
ávallt var nærtækur, var afráðið að fá
Inga R. og Ólaf B. Thors til skrafs og
ráðagerða. Við áttum saman nokkra
hádegisfundi, allir fjórir ásamt fram-
kvæmdastjóra sjóðsins, Kára
Kaaber, snemma árs 1994, og urðu
þeir fundir að lokum mjög árangurs-
ríkir. Þeir leiddu m.a. til þess að Ingi
kom okkur í samband við Gunnar
Stein Pálsson sem síðar beitti sér fyr-
ir því að Mjólkursam-salan í Reykja-
vík fór að styrkja íslenska máfrækt.
Enn fremur var þá um vorið efnt til
kynningar á málefninu í fjölmiðlum,
en undirbúningur hennar og það um-
tal sem fylgdi stuðlaði svo að því, sem
að lokum réð úrslitum, að á hátíðar-
fundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní
1994 var samþykkt þingsályktun um
stofnun Lýðveldissjóðs sem átti m.a.
að styrkja íslenska málrækt. Það varð
svo eitt af hlutverkum hans að koma
Málræktarsjóði endanlega í höfn.
Ingi R. Helgason var kunnur af
stuðningi við mörg góð málefni. Hlut-
ur hans í stofnun og vexti Málræktar-
sjóðs má ekki gleymast, en hann er
eflaust færri mönnum kunnur en ým-
islegt annað sem Ingi lét til sín taka.
Því vildi ég með þessum orðum minna
á þennan þátt í störfum hans og
þakka um leið fyrir sköralegan at-
beina og einkar notaleg samskipti.
Það var engin hálívelgja í liðveislu
hans.
Stuttum en góðum kynnum okkar
lauk með samfundum af allt öðmm
toga.
Það vildi svo til að við Ingi voram
tengdir Svavari Guðnasyni listmálara
hvor á sinn hátt. Vorið 1997 áttum við
samleið ásamt eiginkonum og vinum
austur á Höfn í Hornafirði, þegar
minnst var 100 ára afmælis kaupstað-
arins þar. Við það tækifæri var efnt til
merkilegrar sýningar á verkum Svav-
ars á þessum bemsku-slóðum hans.
Samferðarfólkið minnist nú Inga með
sérstöku þakklæti, og við hjónin
sendum Rögnu og fjölskyldu þeirra
samúðarkveðjur.
Baldur Jónsson.
Þegar ég frétti fyrir skömmu að
vinur minn, Ingi R. Helgason, væri
sjúkur, sagði ég við Eddu, konu mína,
að ég hygðist líta til hans. Ég á afar
góðar minningar frá kynnum okkar
Inga R. Helgasonar. Ingi R. var einn
sá viðræðubesti maður sem ég hef
kynnst.
Við Ingi kynntumst vel í stóriðju-
nefnd á áttunda áratugnum. Ég hafði
að vísu heyrt af Inga fyrr og ekki síst
að hann væri róttækur kommúnisti.
Svo reyndist alls ekki vera. Ingi var
að vísu vinstrisinnaður en fyrst og
fremst einlægur stuðningsmaður
jafnræðis ogvelferðar.
Það var mikils virði að hafa Inga
með í viðræðum við hin ýmsu erlendu
stóriðjufyrirtæki. Hann var fljótur að
gera sér grein fyrir mikilvægustu at-
riðum hvers máls en jafnframt tals-
maður mátulegra og nauðsynlegra
efasemda. Islensku sjálfræði vildi
hann ekki fóma. Hann lagði áherslu á
að skoða sérhvem samning vandlega
einnig frá þeirri hlið. Fann ég fljót-
lega að lítið bar á milli okkar í þeim
efnum. Við urðum strax góðir vinir og
hélst sú vinátta alla tíð þótt fundir
okkar yrðu færri síðari árin.
Þau vom mörg kvöldin sem við
Ingi sátum saman eftir fund, ýmist
vestan hafs eða austan, og ræddum
um málefni lands og þjóðar. Ingi var
ákaflega vel að sér um menn og mál
efni og hafði ákveðnar skoðanir. Þær
var hann þó alltaf tilbúinn að ræða.
Því fór fjarri að við væmm ætíð sam-
mála, en skoðanir Inga vora á rökum
reistar, umræðumar málefnalegar og
þessi kvöld mér mjög minnisstæð.
Við Edda minnumst með ánægju
þeirra skipta sem Ingi leit við hjá
okkur að Kletti í Borgarfirði ásamt
konu sinni, Rögnu Þorsteins. Þá gafst
tækifæri til að endumýja kynnin og
ræða það sem efst var á baugi. Eins
og fyrr var ekki komið að tómum kof-
unum hjá Inga R.
Því miður náði ég ekki að líta inn
hjá Inga. Því verða þessi fátæklegu
orð að nægja til að þakka Inga R.
Helgasyni okkar kynni, sem ég met
mikils.
Við sendum eiginkonu Inga, Rögnu
Þorsteins, börnum og fjölskyldum
innilegustu samúðarkveðju.
Steingrímur Hermannsson.
Inga R. Helgasyni kynntist ég
fyrst þannig og í gegn um aðra að
hann var maðurinn sem leitað var til,
þegar mikið lá við. Þegar fá þurfti
óyggjandi niðurstöðu í vandasöm lög-
formleg álitamál eða ganga þannig
frá mikilsverðum hlutum að engir
hnútar gætu þar upp raknað var gott
að eiga hann að. Þá var gjarnan við-
kvæðið; eigum við ekki að fá Inga til
að líta á þetta?
Sérstaklega var hann reyndur og
fróður um allt sem laut að kosningum,
kosningalögum og einnig hlutum eins
og fundarsköpum, fundastjóm og
öðm þvíumlíku.
Reyndar skipti ekki öllu máli virt-
ist mér hver viðfangsefnin vom sem
fyrir Inga R. Helgason vora lögð.
Hann hafði þá hæfileika að vera af-
burða fljótur að átta sig á aðstæðum
og greina þau aðalatriði sem máli
skipti hveiju sinni. Þegar við bættist
að hann kom vafningalaust að hlutun-
um og orðaði meiningu sína eða lýsti
niðurstöðu sinni skýrt og skorinort
var ekki að sökum að spyrja. Fáa
menn var betra að spyrja ráða og þau
reyndust haldgóð, fengist hann til að
gefa slík á annað borð sem ekki var
sjálfgefið.
Þegar ég hóf bein afskipti af stjóm-
málum hafði Ingi að mestu lokið sín-
um og snúið sér að þeim málum sem
hann helgaði starfskrafta sína síðari
hluta ævinnar, þ.e.a.s. tryggingamál-
um. Hann var þó nálægur og til hans
leitað eins og áður sagði þegar mikið
lá við. Róttækum skoðunum sínum í
þjóðmálum var hann trúr, það best ég
veit, þar til yfir lauk. Heiðarleiki hans
og mannkostir áunnu honum virðingu
og vináttu samstarfsmanna og jafnt
pólitískra samherja sem andstæð-
inga. Mér er minnisstætt það breiða
þversnið þjóðfélagsins sem gaf að líta
þegar hann hélt uppá stórafmæli sitt
fyrir nokkmm áram.
Fyrir utan okkur sem minnumst
Inga sem samheija úr stjómmálabar-
áttunni og fyrir framlag hans á því
sviði, munu þau spor sem hann mark-
aði með starfi sínu að tryggingamál-
um halda nafni hans lengi á lofti.
Branabótafélagi Islands stýrði hann
um langt árabil af skömngsskap, en
sigldi því svo loks í heila höfn með
sameiningu þess og Samvinnutrygg-
inga í Vátryggingafélagi Islands. I
þeirri sameiningu var hlutur hans
stór og ég hef ástæðu til að ætla, enn-
þá meiri bak við tjöldin en almennt er
vitað.
Rétt eins og Ingi R. Helgason var
jafnan skammt undan ef sá flokkur
sem næst stóð hans hugsjónum þurfti
á að halda þá stóð hann vaktina yfir
afkvæmi sínu í tryggingaheiminum
og sérstaklega Bmnabótafélaginu
þar á bakvið, meðan fjörið entist. Af
því tilefni leitaði hann stundum til
mín síðustu árin. Ég minnist þess
glöggt að hann hringdi eitt sinn og
sagðist þurfa að hitta mig. Hann
þyrfti rúman hálftíma til að setja mig
inn í hluti sem væra að gerast í trygg-
ingamálum og fjármálaheiminum og
afhenda þar um nokkur gögn. Ingi
kom, hélt hálftíma snarpan fyrirlest-
ur um aðalatriði málsins og afhenti
mér síðan möppu með efnisyfirliti og
fylgigögnum, sem hann hafði númer-
að mér til hægðarauka. Nú verða slík-
ar heimsóknir ekki fleiri.
Ég kveð Inga R. Helgason með
virðingu og þökk og votta fjölskyldu
hans samúð mína.
Steingrímur J. Sigfússon.
Þegar Ingi R. Helgason haslaði sér
völl í vátryggingastarfsemi og varð
forstjóri Bmnabótafélags Islands ár-
ið 1981, var hann vátryggingamönn-
um ekki með öllu ókunnur. Ingi hafði
þá stundað lögmennsku í yfir aldar-
fjórðung. í því starfi hafði hann komið
fram fyrir hönd tjónþola gagnvart
vátryggingafélögunum við uppgjör
slysabóta. Af þeim samskiptum höfðu
vátryggingamenn þegar fundið fyrii-
þrennu í fari Inga, en það var jafnað-
argeð hans, ákveðni og sanngimi.
Hann gætti hagsmuna skjólstæðinga
sinna af festu, en var þó ætíð yfir-
vegaður og réttsýnn. Þessum eðlis-
kostum Inga fengu menn svo að
kynnast enn frekar, þegar hann fór
að láta að sér kveða á sviði íslenskrar
vátryggingastarfsemi. Þar reyndist
Ingi málafylgjumaður. Að tala fyrir
málum og þoka þeim áfram stundaði
Ingi nánast sem listgrein. Mun hann
snemma hafa tileinkað sér þetta í því
stjómmála- og þjóðmálastarfi, sem
hann af ástríðu hafði löngum teldð
þátt í.
Ingi hafði ekki starfað hjá Bmna-
bótafélaginu nema í rúmlega hálft ár
er hann var fyrst kjörinn í stjóm
Sambands íslenskra tryggingafélaga
(S.Í.T.), og formennsku gegndi hann
þar tvisvar. Lét Ingi sig þar að vonum
mjög varða lög og reglur, sem beint
og óbeint tengjast vátryggingum, og
raunar vom starfsskilyrði íslenskrar
vátryggingastarfsemi almennt hon-
um afar hugleikin.
Ingi sökkti sér ofan í sögu Brana-
bótafélagsins og upphaf vátrygginga
hér á landi, ekki síst bmnatrygginga.
Varð hann hafsjór fróðleiks um það
efni. Féllst hann á að taka að sér
nokkra kennslu við Tryggingaskóla
S.Í.T. á því sviði. Fórst honum það
sérlega vel úr hendi. Höfðu nemend-
ur orð á hversu skemmtilegar og
fróðlegar kennslustundimar hefðu
verið hjá Inga. Vafalaust hefði Ingi
orðið mikill fræðari, hefði hann lagt
það fyrir sig.
Þótt Ingi hafi þannig horft til fyrri
tíma og sögunnar, var honum líka
gjamt að líta til framtíðar. Undir lok
níunda áratugarins hófst þróun í ís-
lenskri vátryggingastarfsemi, sem • -
hefur staðið fram undir þetta. Stjóm-
endur vátryggingafélaganna hófu
með stórfelldari og skipulegri hætti
en áður að hagræða, og leita leiða til
að lækka rekstrarkostnað. Liður í
þeirri viðleitni var að sameina félög
og skapa á þann veg sterkari og sam:
keppnishæfari vátryggingafélög. í
þessum efnum fremur en öðram sat
Ingi ekki aðgerðarlaus, heldur tók
virkan þátt í því að sameina krafta
Samvinnutrygginga g.t. og Bmna-
bótafélagsins með stofnun Vátrygg-
ingafélags íslands hf. árið 1989. Þar
varð Ingi starfandi stjómarformaður,
þar til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Við sem að þessum línum stöndum
áttum þess nokkmm sinnum kost að
sækja fundi og ráðstefnur erlendis
með Inga. Við slík tækifæri var hann
jafnan í essinu sínu. Menn tóku eftir
honum, enda maðurinn stór og stæði-
legur. Það hefur löngum verið sagt að
margur íslendingurinn hafi nokkra
minnimáttarkennd í samskiptum við
fulltrúa milljónaþjóðanna. tyki jafn-
vel eðlilegt að fulltrúum hinna stærri
sé hossað hærra og fái meiri tfrna fyr-
ir málefni sín en fulltrúar dvergríkis-
ins íslands. Slíkur hugsunarháttur
var fjarri Inga. Hann kom frá merki-
legu landi, þar sem bjó enn merki-
legri þjóð. Málefni sem vörðuðu að-
stæður á íslandi skyldu fá jafnmikla
umfjöllun og hugðarefni hinna stóm.
Stór-íslendingurinn Ingi R. Helga-
son sá til þess.
Fyrir Inga var tilveran pólitík í víð-
asta skilningi þess orðs. Þeir sem
ekki deildu skoðunum með honum,
þurftu þó engu að kvíða. Hann rök-
ræddi mál, en virti gagnstæðar skoð-
anir annarra. Hann naut þess að um-
gangast fólk, allt litrófið, jafnt háa
sem lága. Með Inga er genginn mað-
ur, sem lifði athyglisverða tíma og
setti mark sitt á þá.
Það fór ekki fram hjá nokkram
manni, hversu miklir dáleikar og -
gagnkvæm virðing ríktu milli þeirra
hjóna, Inga og Rögnu Þorsteins. Við
og aðrir vátryggingamenn vottum
henni og fjölskyldunni allri innilega
samúð á sorgarstund.
Samband íslenskra tryggingafé-
laga, ^
Einar Sveinsson formaður og
Sigmar Ármannsson,
framkvæmdcistjóri.
Krabbameinsfélag íslands er
áhugamannafélag sem verður 50 ára
á næsta ári. Það var stofnað af fram- t
sýnu og metnaðarfullu hugsjónafólki
sem sá að mörg verk biðu fúsra handa
í baráttu við krabbamein. Allar götur
síðan hafa fjölmargir einstaklingar
lagt félaginu og verkefnum þess lið og
em aðildarfélögin nú tæplega 30 en
þar af em fimm stuðningshópar
Sjá næstu síðu