Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Halldór Björn Fyrirgefðu, frá 1996, er meðal margra heillandi verka Önnu Líndal í Gerðubergi. Baðstofulesturinn er aldrei laus við matarlyktina. Þannig er fokið í flest skjól fyrir öllu hinu tæra, hreina og háleita í menningunni því samkvæmt Onnu Líndal - og Rosemarie Trockel - má alltaf finna vott af fitubrákinni úr eldhúsinu á yfirborði fágunarinnar. Vissulega væri hægt að fá stofupíu með tusku til að halda hlutunum hreinum en þá væri þrælahaldið of augljóst. Hið skondna við opinberun Önnu er einmitt allur afsökunar- tónninn. Hin góða húsmóðir biðst auðvitað forláts á tilveru sinni um leið og hún reynir að troða meira kaffi ofan í fullan bollann. Hún er fangi þráðanna sem hún spinnur utan um alla skapaða hluti eins og köngurló - tvinnakeflin kall- ast snjallt á við lopaþræðina í verk- um þeirra Louise Bourgeois og Ann- ette Messager - sumpart til að sýna hvað hún getur, sumpart til að skýla sér eins og fanga í púpu. Með verk- um sínum - sem einnig eiga það sam- merkt með þýsku elhúsvalkyrjunum Trockel og Katarinu Fritsch að ná yfir ótrúlega breitt svið myndmiðla svo sem saumaskap, vefnað, högg- myndalist, ljósmyndun og mynd- bandagerð - er Anna Líndal einn af helstu brautryðjendum okkar í stniktúralískri hugmyndlist. Yngsta verkið á sýningunni, ljós- myndin Það jafnast ekkert á við raunveruleikann, frá 1999, sem sýnir listakonuna bera að ofan með hatt, mála lítið málverk á ferðatrönum af seigveltandi jökulruðningnum á Vatnajökli - trúlega blandaðan hraunvellingi úr Grímsvatnagosinu 1996 - er ekkert minna en verðug til- einkun til Vermeer, sem mér finnst Anna alltaf andlega skyldust, og allra hinna raunsæismannanna sem hafa skynjað sannleikann í hinu smáa - saumaskapnum og mjólkur- krúsinni - andspænis óendanlegum stórfengleik tilverunnar. Þótt eiginlegt sjónþing Önnu Líndal sé liðið er sem betur fer hægt að sjá valin sýnishorn af áratugar- langri listsköpun hennar í Gerðu- bergi, allt til 19. apríl. Halldór Björn Runólfsson Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuöurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrirframúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu krómi. Vola - Dönsk hönnun U |, Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5G4 1088 • Fax: 564 1089 • tengi.is Raunveru- leikinn er óvið- jafnanlegur og veitingahússrekstur nú til dags. Til dæmis er það lenska að sjá konur og karla flokka sig í veislum, hvort kynið á sínum bás, líkt og þau eigi sér enga málefnalega samleið. Þótt eflaust sé þessi siður á undanhaldi loðir hann þó býsna langvinnur við kynslóðirnar sem komnar eru yfir miðjan aldur. Það eru slík ósýnileg lögmál sem verða Önnu Líndal tilefni til listsköp- unar. En líkt og lögmálin eru verk Önnu engar upphrópanir. Þau eru gagnrýnin á þann hátt sem gagnrýni ætti að vera; ísmeygilega upplýsandi og meinfyndin, en hógvær og yfir- veguð um leið. Hvað varðar svo hófstillta afstöðu - það mætti kalla það eðalboma meinhæðni - svipar Ónnu mest til þýsku listakonunnar Rosemarie Trockel, sem festir elda- vélahellur ofan á „hvíta kubbinn". Einmitt í þessa veru er verk Önnu, Fyrirgefðu, 1996, þar sem hún ham- ast við að strauja með kraumandi straujárni í skugga karlmanns sem stendur keikur og les upp úr bók. Ef- laust er það skyrtan hans sem hún er að strauja en það kemur ef til vill ekki málinu svo mjög við. Hitt er augljósara - reyndar eins og í elda- vélarhellunum hennar Trockel - að kristalskenndur tærleiki menning- arinnar verður ekki lengur aðskilinn frá undurstöðunni hversu ómerkileg og soðningsmenguð sem sú hlóða- kompa er. Víxlverkandi tónlistar- miðstöð ÞAÐ er arkitektinn Frank O. Gehry sem á heiðurinn af þessari sérstæðu tónlistarmiðstöð sem nú rís í Seattle í Bandaríkjunum. Bygging- in, sem er að mestu fjármögnuð af milljarðamæringnum Paul Allen einum stofnanda Microsoft, er lofuð sem undur hátækni þar sem gestum sé tryggð þátttaka. Tónlistar- miðstöðin er sögð vera óður til djass, blús, hipp-hopp, pönk rokk og „grunge“ og eftir 3 ára undir- búning er lag að komast á bygging- una sem er húðuð ryðfríu stáli. MYNDLIST Til leigu atvinnuhúsnæði í Keflavík Menningarmiðstiiðin G e r ð n b e r g i LJÓSMYNDIR, HÖGGMYNDIR & TEXTÍL - ANNA LÍNDAL Til 19. aprfl. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-21; föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga til sunnudaga frá kl. 12-16. ÞAÐ er ekki nema áratugur síðan Anna Líndal brautskráðist frá Slade í Lundúnum. Á þeim tíma hefur hún markað sér mjög ákveðna og áhuga- verða stefnu sem listamaður. Reynd- ar var það verkið Viðgerðarmaður- inn, frá 1994, sett saman úr nærri tólf hundruð tvinnakeflum, sem kom Önnu á kortið svo um munaði. Þetta snjalla verk sem endurspeglaði að nokkru leyti bakgrunn hennar sem kjólameistara var um leið inngangur að áleitinni gagnrýni á stöðu og hlut- verk konunnar í hefðbundnu, kyn- greindu samfélagi. Þótt íslenskt þjóðfélag sé ekki sem verst þegar kemur að stöðu kvenna er ýmislegt merkilegt í fari okkar sem telja verður vafasamt frá jafn- ræðislegu sjónarmiði séð. Til dæmis fannst útlendingum það merkilegt að sjá íslenskar konur standa við uppvartningar meðan karlarnir hámuðu í sig kostinn. Til eru lýsing- ar erlendra gesta á því sem þeir tóku fyrir fullkomið kvennaplagerí hér á landi og líktu við múslímska mis- munun. Þar nefndu þeir gjarnan fyrst þann sérkennilega sið að konur sáust aldrei matast. Reyndar eru það bara hin verstu flögð sem taka hraustlega til matar síns eins og sannast á vondu stjúpunum í ævin- týrunum. Enn eimir eftir af þessari merki- legu kynjaskiptingu sem vísast á sér saklaust upphaf í skýrri verkaskipt- ingu fyrri tíðar þegar eldhússtörf voru ámóta flókin og umfangsmikil Til leigu glæsilegt fullbúið atvinnuhúsnæði, staðsett við Framnesveg í Keflavík. Húsnæðið er 900 fm og leigist í 225 fm einingum. Til afhendingar fljótlega. Upplýsingar í síma 898 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.