Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR H. INGÓLFSSON, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudag- inn 19. mars síðastliðinn. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + PÁLL SIGURÐSSON rakarameistari, lést sunnudaginn 19. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbeinn Pálsson, Vigdís Pálsdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir, Brynjar Pálsson. + Okkar elskulegi sonur og bróðir, ÖRLYGUR ÞÓRÐARSON, Keldulandi 15, lést á Landspítalanum laugardaginn 18. mars. Guðbjörg Benediktsdóttir, Gylfi Þórðarson. + Elskuleg systir mín, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, lést á Landakotsspítala föstudaginn 17. mars. Páll B. Oddsson. + Elskuleg móðir mín, ODDFRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, frá Elliða í Staðarsveit, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 17. mars. Sæmundur Ingólfsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru SESSELJU HRÓBJARTSDÓTTUR frá Söndu, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs. Guð blessi ykkur öll. Jón Áskell Jónsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Sigríður Kristfn Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT P. EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Kambsvegi 31, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 10. marz sl., verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 21. marz, kl. 13.30. Birgir Eyþórsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Þórarinn Eyþórsson, Sigríður Eiríksdóttir, Steinþór Eyþórsson, Eiríka Haraldsdóttir. SIGRIÐUR KRISTIN KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríður fæddist í Sandgerðisbót í Glerárþorpi 3. júlí 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 14. mars síðastliðinn. Banamein hennar var krabbamein. Foreldrar hennar voru Anna Péturs- dóttir, f. 23. júlí 1894, d. 14. desem- ber 1954 og Kristján Sigurjónsson, f. 24. júlí 1895, d. 17. júlí 1981. Sigríður var yngst átta systkina: Jóhann Bene- dikt, f. 1922, d.1976; Sigurður Lárus, f. 1923; Þórey Edith, f. 1924, d.1994; Anna Marín, f. 1926; Pétur Siguijón, f. 1929; Arngrím- ur Friðrik, f. 1930, og Kristján Guðmundur, f. 1930, d. 1951. Sigríður giftist 19. nóvember 1955 Halldóri Ámasyni, skósmið, f. 19. ágúst 1932, frá Hjalteyri. Þau áttu sex börn. Börnin eru: 1) Anna Gréta, f. 26.8. 1950, gift Að- alsteini Sigurgeirssyni og eru synir þerra Sigurpáll Árni, Geir Kristinn og Heiðar Þór. 2) Þórey Ólöf, f. 3.7. 1954 og eru dætur hennar Halldóra Steinunn, Katrín Anna, Margrét Harpa og Sólrún Dögg. 3) Kristþór, f. 16.6. 1956, kvæntur Ásu Björk Þor- steinsdóttur og eru börn þeirra: Sigríð- ur Kristín, Elmar Freyr og Agnes Þóra. 4) Oddur Helgi, f. 24.3. 1959, kvæntur Margréti Hörpu Þorsteins- dóttur og eru börn þeirra: Helga Mjöll, Halldór og Júlia Þóra. 5) Freydís Ágústa, f. 12.10. 1961, gift Jó- hanni Skírnissyni. Dætur þeirra eru: Hjördís Elma og Oddrún Assa. 6) Elma Dóra, f. 25.5. 1967, gift Kristjáni Frey Jóhannssyni. Dætur þeirra eru: Rakel Anna og Kristín Lena. Barnabörn þeirra eru 17 og barnabarnabörnin eru orðin 4. Sigríður ólst upp í Bótinni og hefur alla tíð búið í Glerárhverfi á Akureyri. Útför Sigríðar fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elskuleg tengdamóðir mín, hún Sigga amma, eins og hún var oftast kölluð í fjölskyldunni er látin eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm fyrir nokkrum vikum. Það voru viss forréttindi að hafa fengið að kynnast Siggu, og mér er minn- isstætt er ég kynntist Onnu Grétu, elstu dóttur Siggu og Dóra, þá lík- lega 15-16 ára, hvað ég mætti mik- illi hlýju og góðmennsku hjá þeim frá fyrstu tíð. Sigga var ekki gefin fyrir að flíka tilfínningum sínum, hafði meiri áhuga á fjölskyldunni sinni. Oft var ég búinn að heyra er ég kom í heimsókn: „Hvað er að frétta af strákunum þínum, unnustum og afastrákunum, eru ekki allir frísk- ir?“ Mér er minnisstætt frá þessum áratugum sem ég hef þekkt Siggu að þegar við Anna vorum á ferða- lagi um landið, t.d. til Reykjavíkur, en þangað fórum við nokkuð oft vegna fjölskyldunnar, þá var nokk- uð öruggt að hún hringdi nokkrum sinnum í bílinn til þess að fylgjast með og athuga hvort allt væri í lagi. Ég veit að ég á eftir að sakna þess- ara símtala. Það hefur verið aðdá- unarvert að fylgjast með Dóra skó og bömunum í veikindum Siggu. Þau hafa skipst á að vera hjá henni og passað að hún væri ekki ein í eina einustu mínútu síðan hún veiktist. Þar fer stór og samheldin fjölskylda. Einnig vil ég þakka starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir frábæra aðstoð í veikindum tengdamóður minnar. Sigga mín, ég veit að nú ert þú komin á æðra tilverustig og ég þakka þér kynnin góðu. Elsku Dóri, böm og aðrir ást- vinir, góður Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímamótum í lífi ykk- ar. Aðalsteinn Sigurgeirsson. Elsku amma mín er látin eftir skammvinn og erfið veikindi. Fyrir mig var hún ekki bara amma heldur einn af mínum bestu vinum. Ég var svo heppinn að mamma og pabbi bjuggu á neðri hæðinni í Miðholtinu hjá ömmu og afa á Akureyri. Síð- ustu daga hafa minningarnar hrannast upp er ég hugsa til baka. A yngri ámm var margt brallað en alltaf þegar eitthvert slys varð leit- aði maður til ömmu og satt að segja man ég ekki eftir að amma hafi nokkru sinni orðið reið; alltaf hugg- aði hún mann og sagði: Svona kem- ur fyrir alla unga drengi. Alltaf meðan ég bjó á Akureyri vildi ég eyða sem mestum tíma hjá ömmu og afa. Þá var oftar en ekki rætt um íþróttir, sérstaklega handbolta. Gegnum minn íþróttaferil má segja að amma og afi hafi fylgt mér og tekið þátt af lífi og sál, það sanna allar úrklippubækurnar hennar ömmu. Á uppvaxtarárum mínum fann ég virkilega fyrir því hvernig öll fjölskyldan stóð saman gegnum súrt og sætt; þannig fékk ég klapp á bakið frá ömmu og afa og öllum systkinum mömmu ef vel gekk á handboltavellinum og fékk stuðning ef illa gekk. Elsku amma, ég mun sakna þess innilega að geta ekki rætt við þig eins og ég hef alltaf gert, en eftir að ég flutti til Reykja- víkur hefur það verið meira í gegn- um síma þó að ég hafi alltaf heim- sótt þig þegar ég hef komið norður, en ég veit að ég get enn leitað til þín ef eitthvað bjátar á. Elsku amma, ég veit að nú líður þér vel eftir erfið veikindi og að þú munt fylgja mér áfram en ég bið góðan Guð að styðja afa, mömmu og systkini hennar og alla aðstandend- ur í þeirra sorg. Þú varst yndisleg, amma mín, aldrei ég mun þér gleyma, minningin um þig aldrei dvín meðan englar Guðs þig geyma. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson. Nú veit ég hve sár söknuðurinn getur verið. Elsku amma mín, þú ert nú farin að sinna þínum skyldu- störfum á æðri stað. Það sem við hin stöndum eftir með eru sannanir þess hve vel þú sinntir þínum störf- um á þessari storð. Sú samheldna fjölskylda sem ég tilheyri á þér og afa svo margt að þakka. Hve aðdá- unarvert það er, að alveg er sama hvað ég eða aðrir tóku sér fyrir hendur í leik eða starfi, alltaf vissir þú hvernig gekk. Enda ekki nema von. Þú linntir aldrei látum fyrr en þú hafðir fengið að vita hvernig gekk, sama hve lítilsvert verkefnið var. Væntumþykja er eitthvað sem alltaf hefur verið gegnumgangandi hjá þér og afa og vona ég innilega að ég muni erfa þennan eiginleika líkt og mamma erfði hann frá ykk- ur. Orð fá ekki lýst hve mikið ég mun sakna þess að heyra glaðlega rödd þína segja: „Halló, Geirsi minn, hvað er nú að frétta af ykk- ur?“ En nú ert þú komin í heiðurs- sæti og ég veit að þú munt halda áfram vaktinni yfir þessari stóru fjölskyldu sem þú annst svo heitt. Eftir stend ég, svo stoltur af því að bera nafn þitt og að hafa átt þig fyrir ömmu og að eiga Dóra afa enn, til að ræða allt á milli himins og jarðar. Sá styrkur sem þú og afi hafið sýnt í þessum erfiðu veikind- um þínum munu aldrei renna mér úr minni og ykkur mun ég taka mér til fyrirmyndar í mínum framtíðar- störfum. Guð styrki afa og aðra ástvini við þennan mikla missi. Bless, elsku amma, ég veit að ég mun heyra frá þér. Þinn Geir Kristinn Aðalsteinsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin, og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þó skyggi yfir skuggar stórir og skapi i bili kvöl og tár eins og tvisvar tveir eru fjórir tíminn læknar öll þau sár. (Ben. Ing.) Ég mun sakna þín sárt. Hvíl í friði, elsku amma. Heiðar Þór Aðalsteinsson. Mikill söknuður fyllti hug okkar þegar við fréttum af andláti Siggu hans Dóra skó. Allt frá því að við leiguðum hjá þeim á neðri hæðinni í Langholtinu hefur okkur hjónunum þótt svo innilega vænt um þau þótt við höfum éf til vill ekki haft nógu mikið samband undanfarin ár. Ung að aldri fluttum við í húsið til þeirra og bjuggum þar fyrstu árin. Viðmót þeirra hjóna gagnvart okkur var einstakt - svo góð voru þau og um- hyggjusöm. Þau tóku þessum krökkum sem voru nýfamir að búa eins vel og hægt er að hugsa sér og hreinlega báru okkur á höndum sér. Sigga var einstök kona. Það kom ekki til mála annað en við notuðum þvottavélina hennar, notuðum sím- ann hennar - það var allt sjálfsagt mál í hennar augum. Þeir voru ófáir morgnarnir sem hún kallaði hvort ég vildi ekki fá mér kaffisopa og ég sat í eldhúsinu hjá henni, drakk kaffi og við ræddum mál líðandi stundar. Alltaf létti það lund að tala við hana Siggu því hún var aldrei öðruvísi en hlæjandi og sá broslegu hliðina á málunum - lífið var ein- hvern veginn ekkert mál þegar maður var búinn að tala við hana. Við erum óumræðilega þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þessari konu sem gaf okkur svo mikla gleði í amstri og striti fyrstu búskaparár- anna. En nú er hún farin og aldrei heyrist aftur þessi rómur og aldrei hlær hún með okkur aftur. Það er þó víst að minningin um hana lifir björt í huga okkar um ókomin ár og enginn getur hana frá okkur tekið þótt leiðir skilji nú um stundarsak- ir. Elsku Dóri, Anna, Agnes, Þórey, Kristþór, Oddur, Freydís, Elma og fjölskyldur ykkar allra. Við biðjum góðan Guð að vemda ykkur öll og gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg og vonum að góðar minningar megi hjálpa ykkur að lifa við þenn- an missi um ókomin ár. Kær kveðja. Aðalbjörg og Páll (Adda og Palli). Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verld var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Sigga, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín lifir að eilífu. Hvíl í Guðs friði. Linda og Jason Orri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.