Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Karlakór Reylgavíkur var rneðal þeirra sem fram komu á styrktartónleikum klúbbsins Geysis í Langholtskirkju.
Fullt hús hjá klúbbnum Geysi um helgina
Ætlunin að Geysisgos verði
með reglulegu millibili
Morgunblaðið/Jim Smart
Margir heimsóttu nýja húsnæði klúbbsins Geysis við Ægisgötu á laugar-
dag, en þar var opið hús og buðu klúbbmeðlimir gestum upp á kaffi og
meðlæti.
FULLT hús var á styrktartónleik-
um klúbbsins Geysis sem haldnir
voru í Langliolt skirkju á sunnudag.
Að sögn Önnu Valdemarsdóttur
framkvæmdastjóra klúbbsins gekk
Geysisgosið sem klúbburinn stóð
fyrir um helgina, vonum framar, en
auk tónleikanna var opið hús 1 nýju
húsnæði klúbbsins við Ægisgötu á
laugardag. „Þetta var alveg ofboðs-
lega skemmtilegt og eru allir í skýj-
unum yfir því hvernig til tókst,“
segir Anna.
Hún segir auk þess fjölda sem
fyllti kirkjuna á sunnudag hafi
fjölmargir heimsótt þau á laugar-
dag í nýja húsnæðið við Ægisgötu
og að þangað hafí verið stöðugur
straumur fólks frá klukkan 12 til
18.
„Fjöldi fólks kom og kynnti sór
starfsemi klúbbsins. Það kom fólk
sem hefur áhuga á að taka þátt í
starfinu, aðstandendur fólks sem á
við geðræn vandamál að stríða og
aðrir velunnanar."
Anna segir að undirbúningur og
framkvæmd Geysisgossins hafi ver-
ið skemmtileg vinna fyrir klúbb-
meðlimi en þeir hafi séð um fram-
kvæmdina að mestu leyti. Hún
segir að búast megi við fleiri upp-
ákomum af þessu tagi og ætlunin sé
að Geysisgos verði með reglulegu
millibili.
Anna segir að næsta skrefið hjá
klúbbnum sé að kynna hann fyrir
atvinnurekendum. Eitt af megin-
markmiðum klúbbins sé að aðstoða
fólk sem á eða hefur átt við geðræn
vandamál að stríða við að komast út
á vinnumarkaðinn og segir hún að
áhugasvið klúbbmeðlima muni ráða
því til hvaða atvinnurekenda verði
leitað.
„Næst á dagskrá er að fara út í
atvinnulífið og kynna starfsemi
klúbbsins fyrir atvinnurekendum.
Við ætlum að bjóða þeim hingað
til okkar í kynningu þar sem við
lýsum hugmyndafræði okkar og
stöðu fólks sem hefur lent í veikind-
um og hvernig þeir geta brugðist
við.“
Anna segir að þau vilji fá at-
vinnurekendur í heimsókn í klúbb-
inn svo þeir sjái það starf sem þar
fer fram og fái tækifæri til að fylgj-
ast með klúbbmeðlimum að störf-
um. Hún segir starfið í heild miða
að því að bijóta niður fordóma og
þau telji að afar mikilvægt sé að fá
atvinnurekendur í lið með sér.
Sveitarfélagamörk Vesturbyggðar
Sveitarfélög
á Vestfjörðum
0 o Bolungarvík
SuðureyrlA j' .
e V ® Isafjörður
Flateyri
Tálknafjarðar-
hreppur
Patreksfjörðuro
ísafjarðarbær
Þingeyri
Bildudalur
oSúðavfk
Súðavíkur-
hreppur
Árnes-
hreppur
.... „ Kaldrananes-
Holmavikur- hreppur
hreppur
Vesturbyggð
Reykhóla-
hreppur
50 km
O Hólmavík
Kirkjubóls-
hreppur
Broddanes-
hreppur
Hugsanleg sam-
eining Bfldudals
og Tálknafjarðar
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur óskað eftir að Vestur-
byggð tilnefni tvo menn til við-
ræðna um hugsanlega sameiningu
Bíldudals og Tálknafjarðarhrepps.
Tálknfirðingar hafa þegar tilnefnt
tvo menn til viðræðna. Páll segir
erfitt að mynda félagslega heild í
Vesturbyggð, því Tálknafjarðar-
hreppur klýfur sveitarfélagið í
tvennt.
Á sínum tíma var gerð tillaga
um sameiningu allra sveitarfélaga
á sunnanverðum Vestfjörðum. I at-
kvæðagreiðslu felldu Tálknfirðing-
ar hins vegar tillöguna. Engu að
síður var ákveðið að sameina Pat-
reksfjörð, Bíldudal og hreppana í
kring og búa til sveitarfélagið
Vesturbyggð. Tálknafjörður klýfur
hins vegar sveitarfélagið land-
fræðilega.
Páll segist telja að þegar Tálkn-
firðingar felldu tillögu um samein-
ingu hafi forsendur fyrir samein-
ingu í raun verið brostnar, Erfitt
sé að búa til félagslega heild í
Vesturbyggð af landfræðilegum
ástæðum.
„Ég hef hreyft þeirri hugmynd
að færa byggðina sem er sunnan
Arnarfjarðar, þ.e. Ketildalahrepp
hinn forna og Bíldudalshrepp, úr
Vesturbyggð og sameina hana
Tálknafirði. Tálknfirðingar hafa
tekið vel i þetta og hafa tilnefnt
tvo menn, að beiðni minni, til að
ræða frekar um möguleika í stöð-
unni. Ég hef jafnframt óskað eftir
að Vesturbyggð tilnefni tvo full-
trúa til viðræðna.
Ég skal ekki segja hvað gæti
komið út úr þessu. Eg tel þó að út
úr þessu gæti komið bærilega
stöndugt sveitarfélag með samnýt-
ingu á mannvirkjum að einhverju
leyti. Það yrði a.m.k. styttra á milli
þéttbýliskjarnanna en er í dag.“
Páll segir að ef þessi hugmynd
verður að veruleika verði að skipta
skuldum Vesturbyggðar milli
Bíldudals og Patreksfjarðar. Jafn-
framt sé ljóst að félagslegt hús-
næði á Bíldudal, sem Vesturbyggð
hefur innleyst, verður að fylgja yf-
ir til sveitarfélagsins sem myndað
verður með Tálknafjarðarhreppi.
Tálknafjörður er ágætlega
staddur fjárhagslega. Páll segir
hugsanlegt að Tálknfirðingar meti
það svo að þeir verði sterkari í fé-
lagi við Bílddælinga. Eins geti ver-
ið að Patreksfirðingar og aðrir
íbúar Vesturbyggðar hafi viðráðan-
legra sveitarfélag til þess að veita
þjónustu eftir þessa breytingu.
„Það hafa engar framkvæmdir
verið á Patreksfirði og í Bíldudal
síðan sveitarfélögin voru sameinuð.
Sveitarfélagið hefur verið í fjár-
hagslegri úlfakreppu. Verkefnið er
að leysa úr því og gera þessar ein-
ingar rekstrarhæfar. Ég vil taka
fram að þessi tillaga gengur ekki
út á að fjölga sveitarfélögum held-
ur að breyta sveitarfélagamörk-
um.“
Páll segist vilja láta reyna á
hvort samstaða getur tekist um
þessa hugmynd. Hann leggur jafn-
framt áherslu á að hún verði ekki
að veruleika nema að um hana tak-
ist sæmileg sátt meðal íbúa á
svæðinu. Hann segist ekki hafa trú
á því að þvinganir leiði til skyn-
samlegrar niðurstöðu í þessu efni.
I Atlas oq alfræði í sgnn
I
„Heimsatlasinn er einstaklega
skýr, fræðandi og þægilegur í
notkun. Kortin í bókinni eru
unnin eftir gervihnattamyndum
með stafrænum aðferðum sem
gerir þau einstaklega lifandi.
Samanbrotin kort sýna stærri
landsvæði. Hér er komin
landabréfabók 21. aldarinnar."
Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur
IM
Mál og menning
I
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500
ANDLÁT
RAGNHEIÐUR BRIEM
Dr. Ragnheiður Briem
kennslufræðingur lést á
Landspítalanum sunnu-
daginn 19. mars. Bana-
mein hennar var hvít-
blæði.
Ragnheiður var fædd
3. febrúar 1938, dóttir
hjónanna Sigríðar
Skúladóttur Briem og
Eggerts P. Briem. Hún
stundaði nám við Versl-
unarskóla íslands og tók
virkan þátt í félagslífi
nemenda, sat m.a. í
stjóm MFVÍ og var
fyrsta stúlkan sem var
ritstjóri Verslunarskólablaðsins.
Að loknu stúdentsprófi hlaut
Ragnheiður fimm ára styrk mennta-
málaráðs til framhaldsnáms og lauk
BA-prófi í ensku og þýsku við Há-
skóla Islands. Með náminu starfaði
hún sem flugfreyja hjá
Loftleiðum. Eftir að
hafa kennt þrjú ár við
Kvennaskólann og í
MR hélt hún áfram
námi í Bandaríkjun-
um, lauk MA-prófi í
málvísindum við Uni-
versity of Michigan,
Ann Árbor, bætti síðan
við Ed.S.-gráðu og
lauk doktorsprófi í
kennslufræði árið
1974. Fjallaði Ed.S.-
ritgerðin um hönnun
námsefnis til að nota í
kennsluvélum en dokt-
orsritgerðin var á sviði sálrænna mál-
vísinda og kennslufræði.
Lengst af starfaði Ragnheiður við
kennslu eða kennslutengd störf. Hún
var lektor í ensku við HI um fimm ára
skeið en lét af störfum að eigin ósk og
Ragnheiður Briem
réðst til Skýrr árið 1985, var for-
stöðumaður fræðsludeildar eitt ár en
starfaði sem sérfræðingur í kerfis-
fræðideild annað ár. Þá hannaði hún
ásamt Margréti Arnórsdóttur kerfis-
fræðingi fyrsta tölvustýrða kennslu-
efnið sem samið var hér á landi.
Árið 1987 hóf Ragnheiður að kenna
íslensku við Menntaskólann í Reykja-
vík og ritaði tvær kennslubækur í
þeirri grein, Réttritun og Hefð-
bundna setningafræði. Þá átti hún
um árabil sæti í íslenskri málnefnd. I
ársorlofi var hún gistifræðimaður við
Harvai-d, lauk námskeiðum í hönnun
tölvustýrðs námsefnis og kynnti sér
aðferðir í kennslu leshamlaðra.
Eftir tólf ára íslenskukennlu i MR
var Ragnheiði veitt orlof er hún var
ráðin verkefnisstjóri til að annast
þróunarverkefni á vegum félagsvís-
indadeildar HÍ og Fjölbrautaskólans
í Armúla. Fólst starfið í að skipu-
leggja kennslu í tölvu- og upplýsinga-
fræði kennsluréttindanema við HÍ.
Eftirlifandi eiginmaður Ragnheið-
ar er Guðmundur Elíasson læknir.
Þau eignuðust tvo syni sem báðir eru
uppkomnir.
fc