Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
H
MINNINGAR
INGIR.
HELGASON
Ingi Ragnar
Helgason fæddist
í Vestmannaeyjum
hinn 29. júlí 1924, en
fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni til
Reykjavíkur haustið
1930. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur föstudaginn
10. mars síðastliðinn.
Ingi var fjórði í röð-
inni af sex bömum
hjónanna (Einarínu)
Eyrúnar Helgadótt-
ur verkakonu, f. 16.
maí 1891, d. 31. maí
1980, og Helga Guðmundssonar,
sjómanns og verkamanns, f. 10.
október 1881, d. 31. mars 1937.
Systkini Inga: Guðmundur, f. 6.
nóvember 1911, d. 13. febrúar
1999, eftirlifandi eiginkona hans er
Elsa Guðmundsdóttur, f. 22. júh'
1935; Guðlaug, f. 9. nóvember
1913, d. 8. febrúar 1987, hennar
maður var Ragnar Elíasson, f. 1.
nóvember 1909, d. 13. október
1991; Sigdór, f. 18. janúar 1917,
eiginkona hans er Guðrún Egg-
ertsdóttir, f. 18. febrúar 1922;
4 Hulda, f. 4. september 1930, d. 1.
maí 1995, eftirlifandi eiginmaður
hennar er Pálmi Sigurðsson, f. 7.
mars 1934; Fjóla, f. 4. september
1930, eiginmaður hennar er Björn
Ólafur Þorfinnsson, f. 26. ágúst
1926.
Hinn 12. ágúst 1951 gekk Ingi að
eiga fyrri eiginkonu sína, Ásu Guð-
mundsdóttur, hannyrðakonu, f. 24.
ágúst 1927. Þau skildu. Dóttir
þeirra er Álfheiður, 1/ffra-ðingur,
f. 1. maí 1951, hennar maður er
Sigurmar Kristján Albertsson
- ^ hæstaréttarlögmaður, f. 7. maí
1946. Sonur þeirra er Ingi Kri-
stján, f. 12. febrúar 1991.
Dóttir Inga og Geirlaugar Sig-
urðardóttur, læknaritara, f. 1.
september 1933, er Ragnheiður,
bókari, f. 21. nóvember 1958. Hún
var gift Haraldi Hafsteini Helga-
syni, viðskiptafræðingi, f. 15. júlí
1953. Þau skildu. Sonur þeirra er
Magnús Ingi Haraldsson mennta-
skólanemi, f. 23. júní 1981.
Hinn 17. desember 1965 gekk
Ingi að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Rögnu Magneu Þorsteins,
fyrrv. flugfreyju, f. 5. desember
1938. Fyrir átti Ragna dótturina
Steinunni Ásmundsdóttur nema, f.
31. desember 1962, sem Ingigekk í
föðurstað. Hennar maður er Stef-
án Ingimar Bjarnason verslunar-
maður, f. 4. desember 1959. Ðóttir
þeirra er Áslaug Ragna Stefáns-
dóttir, f. 19. janúar 1995. Fyrir á
Stefán dótturina Kristínu Maríu, f.
25. júlí 1984. Börn Inga og Rögnu
eru Eyrún háskólanemi, f. 1. nóv-
ember 1968, eiginmaður hennar er
Birgir Ellert Birgisson verslunar-
maður, f. 26. ágúst 1965, og Ingi
Ragnar kvikmyndagerðarmaður,
f. 25. mai' 1971, unnusta hans er
Eva Þorgeirsdóttir háskólanemi.
Ingi lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1945
og hóf þá nám við
læknadeild við Há-
skóla íslands en eftir
tveggja ára nám færði
hann sig yfir í laga-
deildina og lauk þaðan
prófi með 1. einkunn
árið 1953. Sama ár
stofnaði hann eigin
lögfræðistofu sem
hann rak með dyggri
aðstoð Huidu systur
sinnar, allt til ársins
1981, lengst af við
Laugaveg 31. Hann
hlaut málflutningsréttindi fyrir
héraðsdómi 27. október 1956 og
fyrir hæstarétti 15. júní 1964.
Hann hóf afskipti af stjórnmálum
strax á námsárunum, var formað-
ur Félags róttækra stúdenta 1945
og ritari í Stúdentaráði Háskóla ís-
lands 1946. Hann var í fyrstu stjórn
Lánasjóðs stúdenta árið 1952.
Ingi átti sæti í miðstjórn Samein-
ingarflokks alþýðu - Sósíalista-
flokksins frá 1949 til 1968 er hann
var lagður niður, og var jafnframt
framkvæmdastjóri flokksins á ár-
unum 1956-1962. Hann var forseti
Æskulýðsfylkingarinnar 1950 og
1953. Hann var borgarfulltrúi í
Reykjavík fyrir Sósíalistaflokkinn
1950-1958 og varaborgarfulltrúi
1958-1962 og sat í hafnarstjóm
Reykjavíkur á árunum 1950-1957.
Ingi sat í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins um árabil og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum innan
flokksins. Hann var lengi í útgáf-
ustjórn Þjóðviljans og sat í stjórn
Sigfúsarsjóðs um árabil, allt til árs-
loka 1999. Hann sat í félagsráði
Máls og menningar um langt ára-
bil. Hann skipaði efsta sæti G-lista,
framboðslista Alþýðubandalag-
sins, í Borgarfjarðarsýslu við al-
þingiskosningamar 1956 og í Vest-
urlandskjördæmi 1959 og 1963.
Hann var landskjörinn varaþing-
maður og tók þrisvar sinnum sæti
á Alþingi, í nóvember 1961 _ og
október til desember 1965. Árið
1954 var hann kosinn í kosninga-
laganefnd og árið 1957 í yfírmats-
nefnd um skatt á stóreignir. Hann
var í yfírkjörstjórn Reykjavíkur
vegna borgarstjóraarkosninga ár-
in 1970, 1974, 1978, 1982 og 1986,
formaður hennar árið 1982.
Ingi gegndi einnig fjölmörgum
trúnaðarstörfum á vegum hins op-
inbera. Hann sat meðal annars i
bankastjóra Seðlabanka Islands
1957-1960 og í bankaráði hans
1961-1968 og 1973-1982, þar af
sem bankaráðsformaður 1979-
1980. Hann var í stjórn Sements-
verksmiðju rikisins á árunum
1960-1968 og var varamaður í
stjórn Innkaupastofnunar Reykja-
víkur frá stofnun hennar 1959 til
1962.
Hann var í viðræðunefnd um
orkufrekan iðnað á árunum 1971-
1982, í álviðræðunefnd iðnaðar-
ráðuneytisins 1981-1983, formaður
olíunefndar 1979, sat í olíuvið-
skiptanefnd 1980 og starfsskil-
yrðanefnd atvinnuveganna 1980-
1982. Hann var fulltrúi ríkisstjórn-
arinnar í stjórn íslenska
álfélagsins hf. 1972-1975 og 1979-
1981. Hann var formaður Iðnlána-
sjóðs á árunum 1972-1975 og aftur
1979-1983, varaformaður í stjóra
Iðnþróunarsjóðs 1978-1984.
Arið 1981 tók hann við starfi for-
stjóra Brunabótafélags íslands og
eftir sameiningu þess við Samvinn-
utryggingar g.t. árið 1989 tók
hann við starfi stjómarformanns
hins nýja félags, Vátryggingafé-
lags Islands, og gegndi því starfí til
ársins 1996 er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Hann var for-
sijóri BI Líftrygginga g.t. á árun-
um 1985-1990 og stjómarformað-
ur Líftryggingafélags Islands frá
1991-1996. Hann var í stjórn Lýs-
ingar frá upphafi árið 1986-1997, í
stjóra Bifreiðaskoðunar Islands
1988-1997 og í stjórn Viðlaga-
tryggingar íslands frá 1991-1995.
Hann var í stjórn Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga frá 1982-
1984, þar af formaður hennar frá
1983, hann var aftur valinn í
stjórnina 1988-1992 og sinnti for-
mennsku árin 1990-1992. Hann var
í stjórn Brunamálastofnunar ríkis-
ins 1982-1986 og frá 1991-1996, og
sinnti þar formennsku á árunum
1982-1986. Ingi átti sæti í nefnd fé-
lagsmálaráðuneytisins til að sam-
ræma matskerfi fasteigna hérlend-
is 1984-1986 og var formaður
nefndar fjármálaráðuneytisins um
sama efni 1990.
Hann sat einnig í nefnd félags-
málaráðuneytisins sem skipuð var
1990 til að gera úttekt á brunatjón-
um hérlendis á áranum 1980-1989.
Menningarmál og þá einkum
tónlist voru honum sérlega hug-
leikin og hann var í stjórn Sinfón-
íuhljómsveitar íslands 1978-1982.
Hann tók virkan þátt í stofnun
Samtaka um byggingu tónlistar-
húss, tók strax sæti í 1. fulltrúaráði
þeirra og fjáröflunarráði við stofn-
un þeirra árið 1983. I desember
1993 var hann kjörinn formaður
samtakanna og sinnti því starfi
fram á mitt ár 1996, er hann tók við
stöðu varaformanns, sem hann hélt
allt til dauðadags.
Hann átti sæti í vísindaráði
Krabbameinsfélags Islands á árun-
um 1988-1991, þar af sem formað-
ur 1990 og 1991. Hann var kjörinn í
sljóm félagsins og gjaldkeri fram-
kvæmdastjómar þess árið 1991 og
sinnti þeim störfum til dauðadags.
Hann átti sæti í ráðgjafaráði
Hollvinafélags lagadeildar Há-
skóla Islands.
Hann beitti sér fyrir því að kom-
ið var á fót Heiðurslaunum Bruna-
bótafélags Islands og síðar Menn-
ingarlaunum VIS. Hann kom
snemma að Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar og var formaður full-
trúaráðs þess frá árinu 1989 og var
í stjórn Styrktarsjóðs Svavars
Guðnasonar listmálara og Ástu
Eiríksdóttur frá stofnun hans árið
1993.
Utför Inga verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn. Sú stund sem ég
hef svo lengi kviðið er runnin upp.
Hér skilja leiðir okkar og tilhugsunin
er svo sár að erfitt er að henda reiður
á hugsunum sínum. Það er öfugsnúið
að hugsa til þess að einmitt nú við
andlát þitt, þaifnast ég þín mest, til að
huggamigogsefa.
Fráfall þitt snertir marga því þú
komst víða við á lífsleiðinni en í dag
verða aðrir til að tíunda það sem þú
fékkst áorkað á langri starfsævi.
Það sem mig langar að þakka þér
fyrir er hversu einstakur faðir þú
varst.
Slíkt er ekki öllum gefið. Hin síðari
ár minntistu stundum á samviskubit
yfir því að hafa ekki gefið okkur syst-
kinunum meira af tíma þínum og þá
gat verið erfitt að koma þér í skilning
um að eftirsjáin var óþörf því sú tími
sem við áttum var vel nýttur.
í frítíma þínum höfðum við forgang
og þú varst alltaf reiðubúinn að gefa
J^okkur afþér.
Aldursmunurinn gerði samband
okkar alla tíð sérstakt. Þegar ég kom í
þennan heim varst þú löngu búinn að
finna sjálfan þig, skoðanir þínar, hug-
sjónir og lífsviðhorf. A unglingsárun-
um ætlaði ég að gera kynslóðabilið að
einhverju tiltökumáli en þú varst nú
alls ekki á því og varst fijótur að sýna
mér að þó aðstæðumar væru ólíkar
þá voru viðfangsefnin enn þau sömu.
Þú varst alvörugefinn og staðfastur
en samt svo umburðarlyndur og op-
inn.
Jafnaðargeðið var hreint ótrúlegt,
alltaf var hægt að ræða hlutina. Þegar
ég rifja upp þennan tíma man ég ein-
ungis eftir einu tilviki þar sem okkur
varð sundurorða og auðvitað hafðir
þú rétt fyrir þér. Þú bjóst yfir svo
mikilli mannþekkingu og lífsreynslu.
Við bárum gagnkvæma virðingu
hvort fyrir öðru sem hóf samband
okkar langt yfir argaþras hversdags-
ins.
Æskuaðstæður okkar voru gjör-
ólíkar, þú misstir ungur föður þinn og
baráttan var erfið hjá ömmu Eyrúnu
sem vann hörðum höndum til að sjá
fjölskyldunni farborða. Fyrir tilstilli
nafnlausrar velgjörðarkonu gat hún
þó sent þig í háskóla og skapað þér
betri lífsskilyrði. Þér var því umhug-
að að bömin þín skyldi ekkert skorta
og lagðir mesta áherslu á mikilvægi
góðrar menntunar sem veganesti út í
lífið.
Þú varst alltaf reiðubúinn að taka
þátt og setja þig inn í það sem ég hafði
fyrir stafni. Þegar ég byrjaði í
menntaskóla, skömmu eftir sextugsa-
fmælið þitt kom að því að ég skyldi
læra á tölvu. Ég er viss um að fáir feð-
ur á þeim tíma hafi ákveðið að festa
kaup á tölvu og tileinka sér notkun
hennar, eða nennt að íylgja dætram
sínum á tölvusýningar til að vera með
á nótunum.
Samt þóttistu ekkert skilja í því
hvers vegna þú varst valinn sem þátt-
takandi í skólaverkefninu mínu í
haust, þegar framkvæma átti nyt-
semismælingar á upplýsingavef,
hvemig maður á þínum aldri gæti
komið að gagni við slíkt. Það kom mér
hins vegar ekki á óvart að þinn árang-
ur í prófununum var með besta móti.
Eftir að þú fórst á eftirlaun gafst
okkur rýmri tími til samvista.
Eftirminnileg er tveggja vikna
sumarleyfisferð stórfjölskyldunnar til
Gardavatnsins vorið 1998, þar sem þú
sast í svalanum og tefldir við Magnús
Inga og tengdasynina eða kvöldverð-
arveislumar okkar að hætti Mið-
jarðarhafsbúa þar sem voru saman
komnar 3 kynslóðir auk Ástu afasyst-
ur.
Svo ekki sé talað um fjölskyldu-
veisluna sem við héldum uppi í sum-
arbústað á 75 ára afmæli þínu, og
gleðin sem þai- ríkti langt inn í sumar-
nóttina.
Eftir að þú veiktist í október
breyttist margt, en öll eram við þakk-
lát fyrir að flestar helgar gastu samt
sem áður komið heim og leyft
mömmu að stjana við þig, og okkur
öllum að njóta samverunnar við þig.
Hægt og bítandi síast raunvera-
leikinn inn. Við vissum hvert stefndi
þó okkur óraði ekld fyrir að endalokin
væra svo nærri. I hönd fara erfiðir
tímar þar sem við öll og sérstaklega
mamma þurfum að læra að lifa án
handleiðslu þinnar.
Pabbastelpan þín þakkar þér allt
sem þú varst henni.
Eyrún.
Það er eitthvað svo óraunverulegt
að hugsa til þess að þú sért farinn-
,elsku pabbi. Þú sem varst stoð og
stytta allra þeirra sem tengdust þér.
Undanfama mánuði var líkaminn
bai-a farinn að gefa sig og það var
stundum erfitt að horfa upp á það. Nú
ertu búinn að fá hvíldina og það er
friðþæging að vita að þú hafir ektó
þurft að þjást lengi.
Ég vil þakka þér fyrir að hafa alltaf
verið til staðar þegar ég þurfti á þér
að halda. Það var alltaf hægt að leita
til þín, hversu lítilvægt sem það var.
Þú varst alltaf til staðar og mín hjálp-
arhella í svo mörgu gegnum árin, sér-
staklega eftir að ég var orðin ein með
Magga.
Eg minnist sérstaklega hvemig þú
ýttir undir skákáhuga hjá Magga úti
á Italíu fyrir tveimur árum þegar öll
fjölskyldan fór saman í frí. Þá sátuð
þið strákamir í skugganum ogteflduð
skák á meðan hinir sóluðu sig í hitan-
um. Eins þegar þú bauðst til að keyra
hann þegar hann var að fara í sveit í
fyrsta stópti. Ég minnist þess líka
þegar ég var á táningsaldri og fjöl-
skyldan fór til Rúmeníu og þú lést
Rósa hafa auga með okkur Lindu á
kvöldin. Þú fylgdist alltaf grannt með
þínum nánustu og það var sérstak-
lega aðdáunarvert hversu sterk
tengsl voru milli þín og tvíburasystr-
anna Huldu og Fjólu.
Svo ég vitni í orð Álfheiðar sem
sagði að þú værir besti pabbi í öllu
sólkerfinu. Það voru forréttindi að fá
að eiga samleið með þér.
Ragnheiður.
Það er ektó laust við að ég hafi ver-
ið feiminn og mér jafnvel staðið
stuggur af tengdafóður mínum þegar
ég fór að draga mig að dóttur hans
fyrir túmum tuttugu og fimm áram.
Manninn þekkti ég ekki nema af
þeirri afspum að hann væri störfum
hlaðinn lögfræðingur og sagt var að
hann stýrði í raun þeim stjórnmála-
floktó sem ég þá studdi. Hann hafði
að vísu löngu fyrr orðið þess valdandi
að ég sat í rúman sólarhring árið
1963, þá sextán ára, við útvarpið norð-
ur á Siglufirði og beið eftir fréttum af
því hvort hann yrði þingmaður eða
ektó. Mig minni að þar hafi aðeins Vw
úr atkvæði skipt sköpum og er ég
raunar enn ósáttur við þennan brota-
kennda kjósanda.
En feimnin og þessi hálfgerði ótti
var ástæðulaus. Mér var strax tekið
af þeiiri Ijúfmennsku sem Ingi var
þekktur fyrir og því lítillæti hans að
láta viðmælanda sinn, hver sem hann
var, aldrei finna annað en að jafnt
væri. Viðmótið eftir fyrstu kynni
breyttist ekkert, heldur styrktist
samband okkar við margháttaða
hljálp hans og ráðgjöf í stóra sem
smáu.
Ingi missti íoður sinn þegar hann
var þrettán ára gamall og var Eyrún
móðir hans fyrirvinna þriggja yngstu
bamanna á erfiðum tímum. Þrátt fyr-
ir fátækt gekk Ingi menntaveginn og
þurfti á stundum útsjónarsemi til að
láta enda ná saman. M.a. varð úr að
vinkona móður hans tók hann í há-
degismat yfir skólatímann til að létta
á heimilinu. En eins og aðeins á að
gerast í ævintýram eignaðist Ingi
leynilegan velgjörðarmann sem
studdi hann til mennta með fé og var
því komið til hans með sendiboðum
sem ætíð neituðu að segja til send-
andans. Raunar liðu áratugir þar til
Ingi vissi - og þá aðeins fyrir tilviljun
- hver það var sem hafði stutt hann á
þennan ævintýralega hátt en það
reyndist alls óskyld kona sem af
gæsku og góðsemi hafði ákveðið að
styrkja efnilegan námsmann á þenn-
an hátt.
Uppraninn og rík réttlætiskennd
gerðu Inga að sósíalista og stópaði
hantj.sér ætíð í flokk þeirra sem rót-
tækastir vora í stjórnmálum, fyrst í
Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðu-
bandalagið og var þar alltaf í forystu-
sveit. Hann var ætíð kallaður til ef
mitóð lá við og verk þóttu vandasöm
og flótón. Sjálfur sagði hann mér að
erfiðasta verk sem hann tók að sér
fyrir floktónn hafi verið að kalla inn
hlutafé sem flokksmenn, gjaman af
eldri kynslóð, höfðu látið í hin ýmsu
fyrirtætó sem komið hafði verið á fót,
mest til styrktar Þjóðviljanum. Til
áhrifa var komið fólk sem hvortó hafði
reynslu af því að safna fé né leggja
það fram sjálft í þágu sameiginlegs
málstaðar en fékk þá hugmynd að það
væri bæði ólýðræðislegt og hættulegt
að einstaklingar ættu hlutabréf í hús-
næði eða öðram eignum flokks og
blaðs. Það var ekki auðvelt að skýra
út fyrir þeim sem af litlum efnum
höfðu lagt fram fé til að styrkja bar-
áttuna fyrir frelsi og jafnrétti og
sannarlega aldrei skipt sér af flokks-
starfi með tilvísun í hlutabréf sín, sem
flestir höfðu týnt eða gleymt að væru
til, að nú væri svo komið að það væri
lýðræðinu, frelsinu og bræðralaginu
hættulegt að þeir ættu þessa hluti og
að þeim yrði að stóla. Það stóð svo á
endum að þegar Ingi hafði lotóð þessu
erfiða vertó höfðu þeir sem þessu
réðu tapað öllum eignum flokks og
blaðs á lýðræðislegan hátt.
Skemmtilegasta verkið að sögn
Inga var hins vegar þegar hann fór
fyrir ráðherra flokksins utan til að
kanna hvort eigendur álversins í
Straumsvík héldu samninga um
skattgreiðslur til íslenska rítósins.
Honum tókst með klókindum að
verða sér úti um upplýsingar um það
hvemig aðföng til álversins vora
verðlögð frá uppranalandinu sem var
Ástrah'a og bera það saman við verð-
lagninguna sem sýnd vai- þegar sömu
aðföngum var stópað upp í Straum-
svík en álverseigendur áttu bæði
báxítnámumar og framleiðsluna og
höfðu því allan ferilinn í hendi sér. Til
að ná þessum upplýsingum þurfti
Ingi m.a. að eiga fundi á laun með
sendifulltrúum ríkis sem Island hafði
shtið stjómmálasambandi við, eins og
raunar öll önnur sómakær rító. Þegar
nægra gagna var aflað var haldið til
Ástralíu og eftir að hafa í fyrstu verið
neitað um upplýsingar þar var öllum
brögðum beitt og líklega hefur Ingi
látið sig hafa það að gerast krati um
stund en einhvers konar sósíal-
demókratar stjórnuðu þá í Ástrahu.
Endirinn varð eins og í öðra ævintýri.
Ég held að aldrei hafi ferð eins manns
fært eins mitóð fé til landsins en fyrir
utan bætur vegna vangreiddra skatta
sem eigendur álversins þurftu að
stóla, var raforkuverð til þeirra tvö-
faldað og tilefni gafst til að skoða enn
aðra þætti í rekstri álversins sem bet-
ur máttu fara og líka skiluðu fé.
Lengstan starfsaldur sinn var Ingi
praktiserandi lögmaður. Ég mætti
honum ektó á þeim vettvangi þó svo
að ég hafi valið mér sömu starfsgrein
en hann var að hætta rekstri þegar ég
var að byija. Á þeim skemmtilegu ár-
um þegar stúdentapólitítón vai- rekin
fyrir dómstólum og Ingi var lögmað-
ur vinstri stúdenta var vinnustaður
minn Fógetaembættið í Reykjavík.
Ég spurði einu sinni Þorstein Thorar-
ensen, borgarfógeta, sem var dómari
í flestum málanna, hvemig lögmaður
Ingi væri en Þorsteinn, sem var dóm-
harður um menn stópaði lögmönnum