Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 31 Málverk úr Darossafni í Zttrich * I Moderna museet í Stokkhólmi stendur nú yfír sýning á málverkum úr Daroseinka- safninu í Ziirich. Þetta er, að sögn Ingu Birnu Einarsdúttur, sem skoðaði sýn- inguna, einungis lítið brot af þeim fjölda verka sem safnið hefur að geyma. Andy Warhol: Do-It-Yourself (Sailing Boats), 1962. ÞAÐ voru tveir Svisslendingar, Tomas Ammen og Alexander Schmidheiny sem hófu að safna samtímalist á skipulegan hátt fyrir um 25 árum síðan. Lögðu þeir áherslu á verk sem voru gerð eftir 1950 og þá helst bandaríska lista- menn. A sýningunni eru 33 verk eft- ir Bandaríkjamennina Andy War- hol, Brice Marden, Ross Bleckner og Cy Twombly og þjóðverjana Sigmar Polke og Gerhard Richter. Verkin eru unnin á nær 40 ára tíma- bili, frá 1950 til 1989. Það er vel til fundið að stefna saman bandarísku og þýsku málverki í ljósi þess að þungamiðja myndlistarinnar fluttist til Bandaríkjanna frá Evrópu eftir stríðið. Polke og Richter voru svo í fararbroddi að koma þýskri mynd- list til metorða á nýjan leik og koma Evrópu aftur á myndlistarkortið. Sigmar Polke taldi ekki mögulegt að gera upp við fortíðina með því að mála abstrakt. Að hans mati varð málverkið að vera fíguratíft. Hann er með ýmsa tilraunastarfsemi og málar á ullarteppi og mynstruð bómullarefni. Hann gerir út á ýmsa þætti í fari landa sinna sem honum þótti miður fara. Femingar í mál- verkinu eiga að vera tákn fyrir fer- kantaða þjóðarsálina. Hann málar olíumyndir af pálma- trjám og baðstönd á þeim tíma er landar hans taka að flykkjast til sól- arlanda. í verkinu Burda blandar hann klippimyndum af Marilyn Monroe saman við gólfmottu sem hann málar á rósótt bómullarefni. Gerhard Richter er sannkallað kamelljón í myndlistinni. Hann fæst við ýmar stefnur með góðum ára- ngri. Hann er mjög flinkur málari og það sést vel í málverkum sem hann málar eftir landslagsljósmyndum. Hann málar einnig eftir myndum úr blöðum og tímaritum. Kona með regnhlíf er dæmigerð slík mynd þar sem málverkið verður eins og óskýr ljósmynd sem er vart í fókus. Hann málar einnig abstrakt og minnir það einna helst á yfirlitsmyndir af borg- um sem teknar eru úr lofti. Andy Warhol málaði talsvert í olíu áður en hann einbeitti sér að stóru silkiþrykksmyndunum af fræga fólkinu. Þessi málverk endurspegla tómleika og kulda neyslusamfélags- ins sem hann var naskur að koma auga á. Warhol var uppalinn í Tékk- landi í stríðinu en fluttist síðar til Bandaríkjanna. Elstu myndimar eru frá 1960 og þar má sjá líflega pensildrætti sem hverfa svo alfarið úr hans málverki. Myndaröðin „mál- að eftir númerum" sem er unnin á árunum 1962-5 gekk út frá þeirri hugmynd að allir gætu verið lista- menn og málað sjálfir í reitina á striganum. Myndir Ross Bleckner eru við fyrstu sýn verulega hrífandi og fal- legar. Risastórar olíumyndir sem við nánari skoðun einkennast af innilokunarkennd og stöðugri bar- áttu Ijóss og myrkurs. Þetta er hægt að rekja til aðstæðna í lífi lista- mannsins sem er búsettur í New York. A 9. áratugnum einkenndist öll umræða vestanhafs af alnæmi og það hefur sett sín spor á hann. I myndinni „2 artists" má sjá tvær fíg- urur innilokaðar bak við rimla og áþekkt myndefni í „circle of us“ þar sem litskrúðugir smáfuglar fljúga fyrir framan rimla. Eftir því sem líð- ur á 9. áratuginn verður stfll hans meira abstrakt og myndin „over- expressions" frá 1989 einkennist af organískum formum sem líta næst- um eins út og frumur í mannslík- amanum. Brice Marden einbeitir sér á 8. áratugnum að þróun myndflatarins. Hann málar stórar einlitar myndir. Hann blandar olíulitina með bý- Gerhard Richter: Frau mit Schirm, 1964. flugnavaxi og terpentínu og fær hann þannig fram einstaka hálf- matta áferð þar sem birtan virðist koma innan úr myndinni. Þegar líða tekur á 9. áratuginn tekur hann til við að bæta abstrakt formum sem líkjast mest austurlenskum rittákn- um inn í myndir sínar og skapar þannig líf og hreyfingu inn í mynd- flötinn. Á þessum árum var honum falið að hanna glugga í dómkirkju í Sviss sem því miður hefur ekki orðið að veruleika. Cy Twombly er á margan hátt sérvitringur í myndlistinni. Hann þróar með sér sinn eigin stfl sem hefur haft áhrif á marga listamenn. Hann málar abstrakt í byrjun ferils síns, geometrisk form þar sem olíu- litimir eru bornir í þykkum lögum á strigann. Á sýningunni má sjá fyrstu olíumyndin sem hann málar. Nefnist hún Ritual og er frá 1949. Á 7. ára- tugnum dvaldist hann á Ítalíu og varð fyrir miklum áhrifum af öllu þvi gamla og sögufræga. Þá breyttist tjáningarformið og er eins og óskipulögð og ósjálfráð skrift spretti fram úr myndfletinum og skapar enn nýja abstraktsjón. Alla 20. öldina hafa verið kveðnir upp dauðadómar yfir málverkinu en það lifir enn. Verkin á sýningunni gefa tækifæri á að fylgjast með þró- un málverksins út frá mismunandi sjónarhornum allt frá hápunkti módernismans fram að þeim tíma er póstmódemisminn kemur fram. Sýningin stendur til 26. mars næstkomandi. Heimasíða safnsins er www.modernamuseet.se og þar er hægt að fræðast frekar um sýn- inguna. Sigmar Polke: Lumpi hinter dem Ofen, 1983. LISTMUNAUPPBOÐ Næsta listmunauppboð verður á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 26. mars. Getum enn bætt við góðum verkum. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Louisu Matthíasdóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving og Nínu Tryggvadóttur. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. fold@artgalleryfold.com www.artgaUeryfold.com ART GALLERY í Hádegisverðarfundur ^►ÍMARK á Radisson SAS Saga Hótel, Ársölum, 2. hæð, fimmtudaginn 23. mars frá kl. 12.00 til 13.30 ■ Er símgjaldastríð í uppsiglingu? Margt hefur gerst í símamálum þjóðarinnar að tmdanfömu og í kjölfar nýrra laga hafa millilanda- símtöl hríðlækkað í verði. Landssíminn, Íslandssími og Halló (Frjáls Fjarskipti) hafa auglýst mikið og hart er barist um símnotendur. Hvert stefnir á þessum markaði og hvað þýðir aukin samkeppni fyrir neytendur. •Hvert stefna símagjöldin? •Koma notendur til með að hringja frítt? • Á samkeppni í símamálum eftir að verða alþjóðleg? Ræðumenn • Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma. • Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. • Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Frjálsra fjarskipta. 1 ,,ri Fundarstjóri Auður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. 1 V’ r Verð 1.850 kr. fyrir þá sem greitt hafa félagsgjöld ÍMARK fyrir veturinn 1999-2000 en 2.850 kr. fyrir aðra. Innifalinn er hádegisverður og kaffi. MARK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.