Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 28 V atnslitamyndir á Kaffi Mílanó NU stendur yfir sýning á vatnslita- Kaffi Mílanó er opið virka daga myndum Sigurbjörns Eldon Loga- kl. 9-23.30, laugardaga kl. 19 og sonar á kaffi Mflanó, Faxafeni 11. sunnudaga kl. 13-18. Hnoð MYNDLIST i8, I ngó I f sstræti 8 LJÓSMYNDAPRENT & VAX - ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR Til 2. aprfl. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. SVÆÐANUDD er meðferð sem minntr óneitanlega á leirmótun í höggmyndalist eða leirlist. Svipuð- um hreyfingum er beitt; fingra- hreyfingum sem ekki eru ósvipaðar eltingu bakara á deigi. Hvers vegna heitin leir og hnoð fengu svo nei- kvæða merkingu í íslensku máli er ekki auðvelt að skilja því fátt er göf- ugra en verma efniviðinn svo hægt sé að móta hann, ellegar liðka svo stífa vöðva að blóðið nái að vökva heilasellurnar. Gaman væri að vita uppruna þeirrar neikvæðni sem stýrir bókmenntalegri notkun á orð- unum leir og hnoð. Aiiðvitað er mikið skopskyn fólgið í rauðbleiku bleksprautuprenti Olaf- ar af sjálfri sér í hlutverki græðar- ans engillíka - Florence Nightingale - sem stendur pollrólegur og ójarðneskur yfir öxlum hins vinn- andi fólks og kreistir þær. Myndirn- ar eru fallegar og fonkí; dreymnar á litinn líkt og nuddið væri ekki bein- línis raunverulegt heldur partur af óskhyggju skrifstofuþrælsins. Fátt virðist vera eins áhrifaríkt nú til dags - að frátöldum útboðsyfirlýs- ingum verðbréfasalanna - og auglýsingar á ýmiss konar þjálfun, heilun, megrun, nálastungum, ásamt kennslu í hvers kyns líkamlegri og andlegri rækt og slökun. Öll þessi þerapía ber vott um þanið jafnvægið sem við lifum við, ofþensluna, offit- una, offjárfestinguna og ofþreytuna. Hafi kerúbarnir - þessir blessuðu fjóivængjuðu himinangar - ein- hvern tíma verið nauðsynlegir þá er það einmitt núna þegar við komum heim kvöld eftir kvöld, örmagna og öll í hnút eftir erfiðan dag við skjá- inn og flæðilínuna. I staðinn fyrir mynd, til dæmis eftir Matisse - en hann ætlaði sér ekki háleitari hlut með list sinni en þann að afþreyta Frá sýningu Ólafar Björnsdótt- ur í Galleríi i8, Ingólfsstræti 8. lúinn hug viðskiptavinarins að lokn- um vinnudegi - gengur listamaður samtímans, Olöf í þessu tilviki, beint og milliliðalaust að kúnnanum og hnoðar úr honum bólguna. Vaxið á borðinu í miðjum salnum er eins konar vottur um einlægan vilja hennar til að hjálpa þjáðum með- bræðrum sínum. Enn verðum við vitni að hopandi sjálfsmynd listamannsins við lok postmódernískrar þróunar. Hann setur sig á bekk með sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, fóstrum og Ijósmæðrum, kvennastéttum með hverfula ímynd og ótrygga stöðu, einkum eftir að sumar þeirra voru sakaðar um að beita hópuppsögnum. Það þarf að fara hundrað ár aftur, til baka til Cézanne gamla, til að finna kynslóð listamanna með svo lélega sjálfsímynd. Hitt er mögulegt - en ólíklegt - að einhvers konar messíasarkomplex stjórni afstöðu Ólafar og listamanna skyldum henni. Franska listakonan Marie-Ange Guilleminot gaf göngu- lúnum gestum á útihöggmyndasýn- ingunni „Skulptur Projekte", í Múnster 1997, fótanudd gegnum skilvegg án þess að önnur samskipti ættu sér þar stað. Það þarf sterk bein og staðfasta sjálfsímynd til að þvo fætur lærisveina sinna. Halldór Björn Runólfsson I Utborgun 9.900 kr. Verð 21.900 kr. Nokia 3210 Ending rafhlöðu allt að 230 klst. ( bið og 3 klst. ( notkun Gengur bæði í GSM 900 og GSM 1800 farsímakerfið VIT sfmi Motorola Timeport Tri-band (900/1800/1900 farsímakerfin) Hægt er að nota hann ( Bandaríkjunum Raddstýring Upptökubúnaóur Gagnaflutningur Útborgun VIT sími 17.900 kr. Verð 29.900 kr. Nokia 6150 Ending rafhlöðu allt að 250 klst. ( bið og 4,5 klst. ( notkun Dagatal með áminningarhringingu Faxsending og viðtaka, tölvupóstur Gagnaflutningur VIT sfmi Útborgun 21.980 kr. Verð 33.980 kr. Léttkaupstilboð Símans GSM er hagkvæmur kostur við kaup á GSM síma. Þú greiðir hóflega útborgun og svo aðeins 1000 kr. á mánuði sem færist á símreikning þinn. Dreifikerfi sem nær til yfir 96% þjóðarinnar • Reikisamningar við 132 farsímafyrirtæki í 62 löndum • Sekúndumæld símtöl • EFR stafrænt hljóð • Vinir og vandamenn - 15% lægra verð í þrjú númer • Par - 50% lægra mánaðar- og mínútugjald • Mun ódýrara að hringja úr heimilissíma í farsíma hjá Símanum GSM • WAP-þjónusta • VIT-upplýsingaþjónusta FÆST 1 VERSLUNUM SÍMANS WWW.VEFVERSLUN.IS SIM1NN-<3SM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA hagkvæmur kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.