Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 76
ATLANTSSKIP
- ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM -
Leitið upplýsinga í síma 520 2040
www.atlantsskip.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl l, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS AKUREYRLKA UPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Golli
<-** Gömul
hleðsla
kemur í ljós
Þegar verið var að grafa fyrir við-
byggingti við veitingahúsið Gauk á
Stöng í gær var komið niður á
vegghleðsiu. Hleðslan er að öllum
líkindum gamall hafnargarður en
Margrét Ilallgrímsdóttir, for-
^stöðumaður Arbæjarsafns, vildi
ekki slá neinu föstu þar sem hún
hafði ekki skoðað hleðsluna.
Héraðsdómur hafnar ógildingu SR-mjöls vegna kaupa á veiði-
leyfí Skagfirðings fyrir dóm Hæstarettar og lagabreytingar
Þarf að greiða 120 milljónir
fyrir verðlaust veiðileyfi
SAMNINGUR um kaup SR-mjöls hf. á veiðileyfi
og úreldingarrétti togarans Skagfirðings af Fisk-
iðjunni Skagfirðingi hf. stendur, samkvæmt dómi
Héraðsdóms Norðurlands vestra, þrátt fyrir að
dómur Hæstaréttar í svokölluðu Valdimarsmáli
hafi skömmu síðar gert réttindin verðlaus. SR-
mjöl hf. fær því ekki endurgreiddar þær 60 millj-
ónir sem fyrirtækið hafði greitt fyrir réttindin og
þarf að auki að greiða 60 milljónir sem eftir var að
greiða þegar Hæstaréttardómurinn féll, standi
dómurinn óhaggaður.
SR-mjöl hf. keypti veiðileyfi Skagfirðings SK-4
af Fiskiðjunni Skagfirðingi með kaupsamningi
sem gerður var 25. nóvember 1998, ásamt endur-
nýjunarrétti skipsins. Hugðist SR-mjöl nota rétt-
inn vegna kaupa á eigin skipi eða vegna kaupa
viðskiptavinar á skipi til hráefnisöflunar fyrir fyr-
irtækið. Umsamið kaupverð var liðlega 120 millj-
ónir kr. og var helmingur þess greiddur 1. desem-
ber 1998 en eftirstöðvar áttu að greiðast 1. mars
1999. Réttindin skyldu afhendast þá en um leið og
fyrri hluti kaupverðsins var greiddur var þinglýst
á skipið þeirri kvöð að veiðileyfi þess og endur-
nýjunarréttur væri eign SR-mjöls.
Kaupsamningurinn grundvallaðist á þágildandi
lögum um stjórn fiskveiða. Hinn 3. desember
1998 gekk í Hæstarétti dómur í máli Valdimars
Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu að 5. grein lag-
anna væri í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnar-
skrár Islands. I kjölfarið voru gerðar breytingar
á lögum sem kollvörpuðu því kerfi sem notað
hafði verið um veitingu veiðileyfa. Eftir lagasetn-
inguna geta öll skip fengið veiðileyfi. Um leið
voru felld úr gildi ákvæði laga og reglugerðar um
heimild til að flytja veiðileyfi milli skipa.
SR-mjöl hf. ritaði Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að forsendur
viðskiptanna væru brostnar og samningur aðila
því ógildur og endurgreiðslu krafist á þeim 60
milljónum sem greiddar höfðu verið. Því hafnaði
Fiskiðjan Skagfirðingur og höfðaði SR-mjöl mál
til ógildingar samningsins.
Sýknað af öllum kröfum
Með dómi í gær féllst héraðsdómarinn ekki á
þá aðalkröfu SR-mjöls að staðfest yrði ógilding
samningsins sem fyrirtækið taldi sig hafa gert
með bréfinu 10. desember 1998. Bent er á að rift-
un samnings verði að gerast með skýrri og vafa-
lausri yfirlýsingu en þannig hafi bréf SR-mjöls
ekki verið úr garði gert.
Dómurinn hafnaði einnig varakröfu SR-mjöls
um að samningnum yrði rift með dómi. SR-mjöl
byggði riftunarkröfu sína á því að hið selda hefði
farist í vörslu stefnda og því væri heimilt að rifta
samningnum. Fiskiðjan hefði ekki verið búin að
afhenda réttindin. Af hálfu Fiskiðjunnar var því
hins vegar haldið fram að afhending hefði átt sér
stað með útgáfu yfirlýsingar sem þinglýst var á
skipið áður en Valdimarsdómurinn gekk og féllst
dómurinn á það. Telur hann ýmislegt benda til að
Fiskiðjan hafi einungis geymt réttindin á skipi
sínu fram að þeim tíma sem seinni greiðslan átti
að fara fram enda SR-mjöl ekki tilbúið að taka við
þeim. Verði stefndi því ekki gerður ábyrgur fyrir
því að hafa ekki afhent réttindin áður en þau urðu
verðlaus.
Loks hafnaði dómurinn þeirri kröfu SR-mjöls
að samningurinn yrði lýstur ógildur og óskuld-
bindandi fyrir aðila vegna þess að forsendur hans
hefðu brostið. Fram kemur að báðum aðilum
mátti vera ljóst að urn áhættusöm viðskipti væri
að ræða og að alltaf hefði mátt búast við að ytri
aðstæður, sem gætu haft áhrif á verðmætin,
breyttust. Því taldi dómurinn að hvor aðili um sig
ætti að bera þá áhættu sem til staðar var í við-
skiptum þeirra.
Niðurstaðan varð sú að Fiskiðjan Skagfirðing-
ur var sýknuð af öllum kröfum SR-mjöls. Hins
vegar var málskostnaður felldur niður.
Skilningi Is-
lendinga fag*nað
Kaupmaiinahöfn. Morgunblaðið.
„ÞETTA eru mér fréttir og mér þyk-
ir mikið til þeirra koma,“ sagði Hogni
Hoydal sem fer með sjálfstæðismálin
í færeysku landstjórninni, þegar
Morgunblaðið bar undir hann um-
mæli Davíðs Oddssonar forsætisráð-
k' .'..■Aierra á Alþingi í gær um skilning á
aðstöðu Færeyinga, en að íslenska
stjórnin hygðist ekki blanda sér í við-
ræður Dana og Færeyinga að fyrra
bragði. „Við höfum ekki rætt það sér-
staklega að leita stuðnings Islend-
inga, en ég gleðst yfir að málið skuli
vekja athygli á íslandi."
„I mínum huga er það góð afstaða
að íslenska ríkisstjórnin skuli vilja
styðja málstað okkar á hlutlausan
hátt,“ sagði Hpgni. „Þetta er mjög
siðmenntuð afstaða til málanna og ég
er fullur aðdáunai' á að íslenska ríkis-
stjómin skuli fylgjast með málum
okkar án þess að taka afstöðu í mál-
inu.“ Hogni sagði ennfremur að Fær-
eyingar hefðu þegar þegið stuðning
r*%ográð frá Islandi í samningu hvítbók-
ar sinnar um leiðir í sjálfstæðismál-
inu. „Islendingar vita víst flestir að
ísland er okkur fjrirmynd að því leyti
að það er sambandslagasamningur
þeirra frá 1918, sem við styðjumst við
og tökum mið af í sjálfstæðisviðleitni
okkar.“
A fundi dönsku stjórnarinnar með
fulltrúum Færeyinga kom það á óvart
að Poul Nyrup Rasmussen forsætis-
ráðherra stóð á því fastar en fótunum
að með því að fara fram á sjálfstæði
fengju Færeyingar ekki lengri aðlög-
unartíma en 3-4 ár, andstætt 10-15
árum, sem Færeyingar hafa sjálfir
farið fram á.
Um hugsanlegar ástæður fyrir
þessari afstöðu Nyrup, sem að mati
Færeyinga er mjög harkaleg, sagði
Hogni, að ýmsar getgátur væru uppi í
Færeyjum. Hpgni tók undir að þar á
meðal væru getgátur um að afstaðan
byggðist á því að hugsanlega væri eft-
ir olíu að slægjast á færeysku svæði.
Hogni benti á að um það hefði verið
samið á milli landstjómarinnar og
danskra yfirvalda að Færeyingar
færu með stjóm leitar og þar væm
dönsk fyrirtæki að sjálfsögðu jafnvel
komin og annarra landa fyrirtæki.
Hins vegar væri enn ekki búið að
semja um eignarrétt á landgrunninu
þar sem hugsanlega gæti verið olía.
■ Myndu ekki/10
^ Morgunblaðið/RAX
Éljagangurinn heldur áfram
Vegna snjóélja og slæmra brautarskilyrða á Reykja-
víkurflugvelli fór innanlandsflug úr skorðum um
helgina og komst ekki í lag fyrr en um miðjan dag í
gær. Éljagangurinn heldur áfram, að minnsta kosti
norðanlands. Veðurstofan spáir því að í dag verði
norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og él norðan-
lands en mun hægari og úrkomulítið sunnanlands.
Líkur eru því á að betra veður verði í dag í Grinda-
vík en var þar í gær þegar þessi stúlka barðist á
móti snjóéli.
■ Flugsamgöngur/12
Hvetur til athugunar á samruna Islands- og Landsbanka
Ríkið heimili viðræður
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
bankaráðs Islandsbanka, sagði í
ræðu á aðalfundi bankans í gær að
vonandi yrði þess ekki langt að bíða
að ríkið, sem er stærsti hluthafinn í
Landsbankanum, heimilaði stjóm-
endum bankans að hefja viðræður við
stjómendur Islandsbanka um sam-
rana bankanna tveggja.
Kristján nefndi víðtækar samein-
ingar stórra banka erlendis sem
gerðar væru vegna þess að menn
sæju kosti hagræðingar sem leitt geti
til ódýrari og betri þjónustu og bætts
hags hluthafa. „Það vekur því nokkra
furðu að viðskiptaráðherra skuli hafa
sagt nýlega að það sé ekki forgangs-
verkefni að stuðla að samrana banka.
Það liggur þó fyrir að slíkur samruni
geti skilað á annan milljarð króna í
spamað á ári,“ sagði Kristján
Hann sagði sérstaka ástæðu til að
gleðjast yfir jákvæðum viðhorfum
stjórnenda Landsbankans og ljóst að
markaðurinn hefði sýnt jákvæð við-
brögð við hugsanlegum samruna.
Það væri því mjög bagalegt ef máhð
drægist frekar.
■ Mjög bagalegt/20