Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Formaður bankaráðs íslandsbanka segir að þess verði vonandi ekki langt að bíða
að ríkið heimili viðræður um samruna Islandsbanka og Landsbanka
Mj ög baga-
legt ef mál-
ið dregst
frekar
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
bankaráðs íslandsbanka, sagði í
ræðu sinni á aðalfundi bankans, sem
haldinn var í gær, að þess yrði von-
andi ekki langt að bíða að stærsti
hluthafinn í Landsbankanum, þ.e.
ríkið, heimilaði stjómendum bankans
að hefja viðræður við stjórnendur Is-
landsbanka um samruna bankanna
tveggja.
„Við höfum að undanfömu heyrt
um víðtækar sameiningar stórra
banka erlendis. Þær gerast bæði inn-
an landa og yfir landamæri. Þetta er
gert vegna þess að menn sjá kosti
hagræðingar, sem leitt geti til ódýr-
ari og betri þjónustu og bætts hags
hluthafa. Það vekur því nokkra furðu
að viðskiptaráðherra skuli hafa sagt
nýlega að það sé ekki forgangsverk-
efni að stuðla að sammna banka. Það
liggur þó fyrir að slíkur sammni geti
skilað á annan milljarð króna í spam-
að á ári. Það er sérstök ástæða til að
gleðjast yfir jákvæðum viðhorfum
stjómenda Landsbankans í þessu
efni. Ljóst er að markaðurinn hefur
sýnt með jákvæðum hætti ákveðin
viðbrögð við hugsanlegum sammna
og er því mjög bagalegt ef málið
dregst frekar,“ sagði Kristján.
Óljós stefnumörkun stjómvalda
hefur valdið vonbrigðum
Hann sagði að bankaráð íslands-
banka hefði fylgst grannt með um-
ræðu um möguleika á sammna
banka og haft frumkvæði í að vekja
athygli á að ná megi fram veralegum
spamaði í rekstri fjármálafyrirtækja.
Bankaráðið hafi lýst áhuga á viðræð-
um um hverja þá lausn sem stuðlað
gæti að auknu hagræði í bankastarf-
semi, sem leiði til betri og ódýrari
þjónustu en nú er.
„Islandsbanki er gott og arðsamt
fyrirtæki sem er ekki háð neinu sam-
starfi eða samrana, en vill stuðla að
hverju því sem betur má fara eigend-
um sínum og viðskiptamönnum til
hagsbóta. Það hefur valdið okkur og
mörgum öðmm vonbrigðum hve
stefnumörkun stjórnvalda varðandi
ríkisviðskiptabankana hefur verið
óljós. Við vanmetum þó ekki það sem
vel hefur verið gert. FBA hefur nú
verið að fullu einkavæddur og eignar-
hlutur ríkisins í ríkisviðskiptabönk-
unum er kominn niður undir 70%. En
með því að ríkið hefur selt hluta af
eign sinni í ríkisviðskiptabönkunum
og þeir nú skráðir á markaði með
tugþúsunda hluthafa, þá er mikil-
vægt að stjómvöld átti sig á breyttu
hlutverki sínu. Þau era ekki lengur
einu eigendur bankanna og þau geta
ekki lengur farið með eignarhlut sinn
eins og stjómvald. Ríkið er nú ein-
ungis hluthafi í bönkunum, að vísu
langstærsti hluthafinn, en stjómvöld
verða hér eftir að taka tillit til hags-
muna annarra hluthafa. Vegna hags-
muna þeirra geta stjómvöld ekki
lengur tekið ákvarðanir um þróun
ríkisviðskiptabankanna á pólitískum
grandvelli. Akvarðanimar verða að
vera á viðskiptalegum grandvelli og
þjóna hagsmunum allra hluthafa.
Þetta krefst viðhorfsbreytingar af
stjómvalda hálfu,“ sagði Kristján.
Áhersla lögð á að treysta tengsl
starfsmanna við bankann
í máli Kristjáns um stefnumótun
íslandsbanka kom m.a. fram að aukin
áhersla verði í framtíðinni lögð á sér-
þekkingu starfsfólks bankans og lögð
áhersla á að treysta tengsl starfs-
manna við bankann. Starfsmenn
eignist hlutabréf í bankanum í enn
ríkari mæli en verið hefur og þannig
verði tengdir saman hagsmunir hlut-
hafa og starfsmanna til lengri tíma.
„Sérstök ástæða er til að kanna
hvort heppilegt sé að leita samninga
við helstu stjómendur eða allt starfs-
fólkið um launakerfi er byggist á
árangri. Hér er um vandasamt mál-
efni að ræða, sem skoða þarf af var-
fæmi, en af markaðsástæðum er ekki
Frá aðalfundi Islandsbanka sem haldinn var í gær. Við borðið sitja bankaráðsmennimir Helgi Magnússon, Öm
Friðriksson og Guðmundur H. Garðarsson, Valur Valsson bankastjóri og Kristján Ragnarsson, formaður banka-
ráðsins, en standandi er Einar Sveinsson sem sæti á í bankaráðinu.
hægt að leiða það hjá sér,“ sagði
Kristján.
Hann sagði að bankaráðið teldi að
hlutafjáreign starfsfólks væri ákaf-
lega mikilvæg og til þess fallin að
sameina hag starfsmanna og hlut-
hafa. í ljósi þessa hafi bankaráðið
ákveðið snemma á síðasta ári að
kaupa hlutabréf í bankanum á mark-
aði í samræmi við heimild aðalfundar
og bjóða þau síðan starfsmönnum til
kaups með hagstæðum greiðsluskil-
málum. Sagði Kristján tilboð þetta
hafa fengið afar góðar undirtektir og
samtals hefðu 524 starfsmenn skrifað
sig fyrir rúmlega 27 milljónum króna
að nafnvirði og því til viðbótar kaup-
rétti fýrir 22 milljónir króna. I lok árs
1999 hefðu 580 starfsmenn átt hluta-
fé í bankanum íyrir tæpar 50 milljón-
ir króna að nafnvirði og væri þá ekki
tekið tillit til kaupréttarins sem
starfsmenn geta nýtt sér um mitt
þetta ár.
Til að auka enn hlutabréfaeign
starfsmanna ákvað bankaráð í byrj-
un febrúar síðastliðins að færa öllum
starfsmönnum að gjöf hlutabréf að
markaðsvirði 100 þúsund krónur í
þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í
bankanum.
„Bankaráð telur mikilvægt að
áfram verði haldið á þeirri braut að
hvetja starfsmenn til að fjárfesta í
bankanum því í því felst mikil hvatn-
ing til starfsfólks og jafnframt trygg-
ir það best að hagur hluthafa og
starfsmanna fari saman,“ sagði
Kristján Ragnarsson.
Arðsemi með því besta í banka-
starfsemi í Evrópu
Hagnaður Islandsbanka á síðasta
ári var 1.752 milljónir króna saman-
borið við 1.415 milljónir króna árið
áður, og á aðalfundi bankans var
samþykkt að leggja 87,6 milljónir í
lögbundinn varasjóð, 12 milljónir í
Menningarsjóð íslandsbanka og
samþykkt var að færa 1.653 milljónir
til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé.
Samþykkt var að greiða hluthöfum
12% arð á árinu 2000, eða samtals
462,2 milljónir króna.
í ræðu Vals Valssonar, banka-
stjóra íslandsbanka, um ársreikning
bankans kom fram að hagnaður
bankans hefði vaxið jafnt og þétt
undanfarin ár og svo hefði einnig ver-
ið um arðsemi eiginfjárins.
,Á síðasta ári var arðsemin 27,4%.
Þessi arðsemi er með því besta í
bankastarfsemi í Evrópu. Algengt er
að arðsemi eigin fjár fjármálafyrir-
tækja sé á bilinu 15-20% og gera
verður ráð fyrir að svipað verði upp á
teningnum hér á landi þegar til
lengdar lætur,“ sagði Valur.
í ræðu sinni gerði Valur m.a. net-
viðskipti að umtalsefni, en hann sagði
fá viðskiptasvið falla jafn vel að Net-
inu og bankastarfsemi.
„í ljósi þessa höfum við hjá íslands-
bankasveitinni lagt mikla áherslu á að
þróa þennan þátt starfseminnar und-
anfarin ár. Fýrsti netbankinn á ís-
landi, Netbanki Islandsbanka, hóf
starfsemi árið 1996. Nú nýta um 17
þúsund viðskiptavinir Netbanka
sveitarinnar reglulega og framkvæma
þar um 600 þúsund færslur á mánuði.
Færslum á Netbanka hefur síðustu
misserin fjölgað um 10-20% á mánuði,
enda bætast stöðugt nýir möguleikar
við. Nú er hægt að framkvæma 40
mismunandi aðgerðir í Netbanka ís-
landsbanka," sagði Valur.
Hann sagði að á síðasta ári hefði
stefna íslandsbankasveitarinnar í
netviðskiptum verið endurmetin.
„Við teljum að markviss hagnýting
Netsins sé ein af meginforsendum
góðs árangurs í framtíðinni og við
höfum sett okkur að vera áfram í for-
ystu á þvi sviði fjármálaþjónustunn-
ar. I samræmi við þessa stefnu var á
síðasta ári ráðinn sérstakur netstjóri
fyrir sveitina. Jafnframt hefur hvert
afkomusvið eigin vefstjóra. Unnið er
að því að yfirfæra sem flesta þjón-
ustuþætti sveitarinnar yfir á Netið,“
sagði Valur.
Afkoma Sparisjóðs Hafnarfjarðar árið 1999
Hagnaður j ókst
um 110,8%
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skil-
aði 251,3 milljóna króna hagnaði eft-
ir skatta árið 1999. Hagnaður var
119,2 milljónir króna árið 1998 og
jókst hagnaðurinn því um 110,8%.
Hagnaður fyrir skatta var 368,6
milljónir árið 1999 en var 183,2 millj-
ónir árið áður. Hreinar vaxtatekjur
sparisjóðsins námu 856,7 milljónum
króna en vora 588,3 milljónir árið á
undan. í fréttatilkynningu frá Spari-
sjóði Hafnarfjarðar segir að aukinn
hagnað megi að verulegu leyti rekja
til aukinna tekna af dótturfélögum,
en þær jukust frá árinu áður um
173,5 milljónir króna.
Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafnarfjarðar, segir í
samtali við Morgunblaðið að stærst-
ur hluti hagnaðaraukningar hjá dótt-
ur félögunum sé gengishagnaður hjá
Scandinavian Holdings sem keypti
hlutabréf í FB A þegar það félag fór á
markað, og seld vora á seinasta ári.
„Þetta er stærsti hluti skýringar á
því hvers vegna hagnaður Sparisjóðs
Hafnarfjarðar eykst svona mikið
milli áranna 1998 og 1999,“ segir
Jónas.
Hreinar vaxtatekjur jukust um
45,6% milli áranna og segir Jónas að
efnahagsreikningur hafi stækkað
mjög mikið, eða úr tæpum 15 millj-
örðum í rúma 23 milljarða. „Stærst-
ur hluti þeirrar aukningar kemur til
vegna aukinna útlána til viðskipta-
manna, sem jukust um 52,4% og
námu 17 milljörðum í árslok 1999.
Hreinar vaxtatekjur aukast því mjög
vegna aukningar útlána og stækkun-
ar efnahagsreiknings."
Arðsemi eigin fjár 16,7%
í tilkynningunni segir að arðsemi
eigin fjár hafi verið 16,7% á árinu
1999 en var 8,9% árið áður. Eigin-
fjárhlutfall sparisjóðsins samkvæmt
svokölluðum CAD-reglum var 11,0%
í árslok 1999, en þarf að lágmarki að
vera 8,0%. í tilkynningunni segir
einnig að vaxtamunur hafi minnkað í
prósentum á árinu, en hafi hins veg-
ar aukist í krónum vegna hækkunar
á niðurstöðutölu efnahagsreiknings.
Sparisjóður Hafnarfjarðar ÍPPjjl Úr reikningum ársins 1999
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting I
Vaxtatekjur Milljónir króna Vaxtagjöld Aðrar tekjur 2.194,9 1.338,2 526.8 1.148,3 560,0 266,4 +91% +139% +98%
Hreinar rekstrartekjur Önnur gjöld Framlag í afskriftareikning útlána Skattar 1.383,5 875,0 139,9 117,3 854.7 593.8 77.8 63.9 +62% +47% +80% +84%
Hagnaður ársins 251.3 119,2 +111%
Efnahagsreikningur 3i.des,: 1999 1998 Breyting
Eignir samtals Milljónír króna 23.146,1 14.839,6 +56%
Eigið fé Skuldir og skuldbindingar 1.781,9 21.364,2 1.465,2 13.374,4 +22% +60%
Skuldir og eigið fé samtals 23.146,1 14.839.6 +56%
Þar segir og að búast megi við enn
frekari lækkun vaxtamunar á næstu
árum samhliða stöðugt vaxandi sam-
keppni á fjármagnsmarkaði.
Um árið 2000 segir Jónas Reynis-
son að sér lítist mjög vel á það, og
telur hann að það verði ekki síðra í
heildarhagnaði Sparisjóðsins en hið
fyrra. „Ég sé ekkert annað, enda
hefur Sparisjóðurinn stækkað mjög
efnahagsreikninginn, en við höfum
einnig aukið við aðra liði eins og
verðbréfaeign og verðbréfaviðskipti.
Tekjur af þessum liðum era að
hækka, svo mér líst vel á hvernig ár-
ið fer af stað,“ segir Jónas að lokum.