Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Ingimundur Starfsmenn Vírnets í Borgarnesi í morgunleikfími. Heilsuefling er nú í gangi hjá fyrirtækinu. Vírnetsfólk í morgunleikfimi Borgarnesi - Starfsmenn Vírnets í Borgarnesi fara í leikfími á hverj- um morgni í einum vinnusal fyrir- tækisins og það hafa þeir gert í þijú ár. Upphaflega voru það þijár kon- ur sem byrjuðu en hópurinn hefur stækkað hægt og bítandi og taka um 30% starfsmanna þátt íþessari líkamsrækt. Þóra Þorkelsdóttir, ein þeirra sem byrjuðu á þessari morg- unleikfími, stjórnar æfingunum. Blaðamaður sá að æfingarnar eru fjölbreyttar og markvissar og greinilegt var að hópurinn hafði mikla ánægju af þessari samveru- stund. Forráðamenn Vírnets hafa nú efnt til heilsuátaks og komið til móts við starfsfólkið. Frá því í síð- ustu viku og fram til næstu mán- aðamóta er starfsmönnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttamið- stöðinni. Eftir þann tíma geta starfsmennirnir keypt sér heilsu- kort sem veitir að gang að þreksal, sundlaug, eimbaði og heitum pott- um og fyrirtækið greiðir kortið nið- ur. Nú þegar hafa margir starfs- menn nýtt sér þetta tilboð fyrir- tækisins. Búnaðarsamband Austurlands Heldur stofu- fundi með bændum Norður-Héraði - Þórarinn Lár- usson, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Austurlands, hélt stofufundi með bændum á Norð- ur-Héraði nú á dögunum. Fund- irnir voru haldnir í Hálsakoti, á Giljum og í Merki. Stofufundir eru haldnir eins og nafnið bendir til heima í stofu hjá bændum alla jafnan, og eru í spjallformi þar sem ráðunautur leiðir spjallið. Þórarinn segir að ekki sé hægt að komast nær einstaklingsleið- beiningum en á þennan hátt. Hugmyndin er komin frá því að Þórarinn var hjá ræktunarfélagi Norðurlands en þar voru haldnir svona fundir. Síðan var þráður- inn tekinn upp aftur er Þórarinn var orðinn ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Austurlands fyrir fímm árum. Viðfangsefni þess- ara funda var sauðfjárrækt og meðal fundarefnis: Um heygæði og niðurstöður heysýna á svæði BsA, orku- og prótínþarfir sauð- fjár og helstu atriði, sem liggja til gi-undvallar núgildandi fóður- matskerfa, fóðuráætlanagerð á sauðburði miðað við ýmsar hey- gerðir og umræða um afurða- semi og hagkvæmni í sauðfjár- rækt og framtíðarstefnu í þeim málum meðal annars í ljósi nýs sauðfjársamnings. Sólrún Hauksdóttir, bóndi í Merki, sagði fundinn hafa verið gagnlegan og þetta stofuform hentaði vel. „Menn þora að segja meira í spjallformi ef ekki þarf að biðja um orðið og fara í pontu og umræðurnar urðu ansi fjör- ugar með köflum." Sólrún sagði að mest hefði verið rætt um fóð- urfræðina svo sem gerð og upp- byggingu Fiskimjöls sem hefði verið gagnlegt fyrir sig. Auk þess var fróðlegt að fá útskýr- ingar á nýja sauðfjársamningn- um. Helsta kostinn við samning- inn sagði Sólrún vera hækkun til bóndans, ef menn fara í gæða- stýringuna verður hækkunin meiri. Rúmlega tíu manns mættu á hvern fund að sögn Þórarins og voru umræður góðar og bændur fúsir að tjá sig um efni fundanna. Sérstaklega voru fjörugar um- ræður um nýjan sauðfjársamn- ing. Aðalsteinn Jónsson, formað- ur Landssambands sauðfjár- bænda, skýrði samninginn. Nokkur gagnrýni kom fram á samninginn en það sló á hana þegar búið var að skýra innihald samningsins fyrir fundarmönn- um, að sögn Þórarins. Morgunblaðið/Aðalheiður Það eru mörg atriði sem þarf að skoða þegar dæma skal hross. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur lítur á hófana en nýliðarnir Arn- þrúður Heimisdóttir úr Fljótum í Skagafirði, Valberg Sigfússon úr Kópavogi og Svanhildur Hall, kennari á Hvanneyri, fylgjast með. Kynbótadómurum hrossa fjölgar Námskeið vegna mikilla anna Hellu - Nú stendur yfír námskeið fyr- ir nýliða sem koma til með að bætast í raðir þeirra 10-12 kynbótadómara hrossa sem fyrir starfa hér á landi. Agúst Sigurðsson hrossaræktarráð- unautur og Jón Vilmundarson kyn- bótadómari standa fyrir þessu nám- skeiði sem fram fer í reiðhöllinni í Árbæ í Holtum og á Hellu, en verk- legi hluti námskeiðsins er lokahnykk- urinn á margs konar fræðslu og nám- skeiðahaldi sem þátttakendur hafa gengið í gegnum. Þrír kandídatar þreyja lokaprófið en þeir hafa allii- BS-gráður eða æðri framhaldsmennt- un í búvísindum. Að sögn Agústs Sig- urðssonar er á námskeiðinu bókleg upprifjun og verkleg þjálfun þar sem sett er upp kynbótasýning eða æf- ingamót. Gerðar eru mjög miklar kröfur um fagmennsku þar sem nýlið- unum er uppálagt að dæma hrossin rétt og sanngjamt og geta rökstutt ákvarðanir sínar. Dagskrá nám- skeiðsins lýkur með mjög ströngu prófi sem sker úr um hæfi einstakl- inganna til að takast á við þá miklu ábyrgð sem dómstörfunum fylgir. Annatími framundan „Það má segja að það sé vertíð framundan hjá kynbótadómurum, en árlegar kynbótasýningar byrja í lok mars í Kanada, en íslenskir dómarar hafa yfirleitt verið fengnir á sýningar erlendis, þeir þykja hafa mesta reynslu og sitja oftast sem formenn dómnefnda. Síðan verða sýningar í Sviss, Austurríki og á Norðurlöndun- um og þannig má áfram telja, en á Is- landi hefjast þær 20. maí og standa yfir nánast daglega í heilan mánuð. Alagið er einnig meira í ár, þar sem við þetta bætist val á einstaklingum sem sýndir verða á landsmóti hesta- manna, en það verður haldið í júlí í Reykjavík," sagði Ágúst í samtali við fréttaritara. Sjúkrahús Þingeyinga á Húsavrk Fékk fullkominn hj artalínurita að gjöf Húsavík - Krabbameins- félag Suður-Þingeyinga færði nú nýlega Sjúkra- húsi Þingeyinga á Húsa- vík nýjan og mjög full- kominn hjartalínurita. Margrét Lárusdóttir formaður félagsins af- henti yfirlækninum Sig- urði V. Guðjónssyni tæk- ið og sagði læknirinn að þetta væri mjög kær- komin gjöf, þar sem hinn eldri hjartariti hefði verið að gefa sig. Yfirlæknirinn sagði að þetta væri mjög fullkom- ið tæki og gæfi meiri upplýsingar en hið gamla enda væri það eitt af því besta, sem nú væri á boðstólum. Friðfinnur Hermanns- son framkvæmdastjóri þakkaði gefendum og sagði að með þessari og öðrum gjöfum hefði sjúkrahúsinu tekist að vera vel tækjum búið. Morgunblaðið/Silli Sigurður V. Guðjónsson yfirlæknir og Guðrún Aðalsteinsdóttir röntgentæknir. Morgunblaðið/Silli Yfirlæknir og stjórn Krabbameinsfélagsins; Margrét Lárusd., Sigríður B. Ólafsd. og Ingigerður Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.