Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Ingimundur
Starfsmenn Vírnets í Borgarnesi í morgunleikfími. Heilsuefling er nú í gangi hjá fyrirtækinu.
Vírnetsfólk
í morgunleikfimi
Borgarnesi - Starfsmenn Vírnets í
Borgarnesi fara í leikfími á hverj-
um morgni í einum vinnusal fyrir-
tækisins og það hafa þeir gert í þijú
ár. Upphaflega voru það þijár kon-
ur sem byrjuðu en hópurinn hefur
stækkað hægt og bítandi og taka
um 30% starfsmanna þátt íþessari
líkamsrækt. Þóra Þorkelsdóttir, ein
þeirra sem byrjuðu á þessari morg-
unleikfími, stjórnar æfingunum.
Blaðamaður sá að æfingarnar eru
fjölbreyttar og markvissar og
greinilegt var að hópurinn hafði
mikla ánægju af þessari samveru-
stund.
Forráðamenn Vírnets hafa nú
efnt til heilsuátaks og komið til
móts við starfsfólkið. Frá því í síð-
ustu viku og fram til næstu mán-
aðamóta er starfsmönnum boðinn
ókeypis aðgangur að íþróttamið-
stöðinni. Eftir þann tíma geta
starfsmennirnir keypt sér heilsu-
kort sem veitir að gang að þreksal,
sundlaug, eimbaði og heitum pott-
um og fyrirtækið greiðir kortið nið-
ur. Nú þegar hafa margir starfs-
menn nýtt sér þetta tilboð fyrir-
tækisins.
Búnaðarsamband Austurlands
Heldur stofu-
fundi með
bændum
Norður-Héraði - Þórarinn Lár-
usson, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Austurlands, hélt
stofufundi með bændum á Norð-
ur-Héraði nú á dögunum. Fund-
irnir voru haldnir í Hálsakoti, á
Giljum og í Merki. Stofufundir
eru haldnir eins og nafnið bendir
til heima í stofu hjá bændum alla
jafnan, og eru í spjallformi þar
sem ráðunautur leiðir spjallið.
Þórarinn segir að ekki sé hægt
að komast nær einstaklingsleið-
beiningum en á þennan hátt.
Hugmyndin er komin frá því að
Þórarinn var hjá ræktunarfélagi
Norðurlands en þar voru haldnir
svona fundir. Síðan var þráður-
inn tekinn upp aftur er Þórarinn
var orðinn ráðunautur hjá Bún-
aðarsambandi Austurlands fyrir
fímm árum. Viðfangsefni þess-
ara funda var sauðfjárrækt og
meðal fundarefnis: Um heygæði
og niðurstöður heysýna á svæði
BsA, orku- og prótínþarfir sauð-
fjár og helstu atriði, sem liggja
til gi-undvallar núgildandi fóður-
matskerfa, fóðuráætlanagerð á
sauðburði miðað við ýmsar hey-
gerðir og umræða um afurða-
semi og hagkvæmni í sauðfjár-
rækt og framtíðarstefnu í þeim
málum meðal annars í ljósi nýs
sauðfjársamnings.
Sólrún Hauksdóttir, bóndi í
Merki, sagði fundinn hafa verið
gagnlegan og þetta stofuform
hentaði vel. „Menn þora að segja
meira í spjallformi ef ekki þarf
að biðja um orðið og fara í pontu
og umræðurnar urðu ansi fjör-
ugar með köflum." Sólrún sagði
að mest hefði verið rætt um fóð-
urfræðina svo sem gerð og upp-
byggingu Fiskimjöls sem hefði
verið gagnlegt fyrir sig. Auk
þess var fróðlegt að fá útskýr-
ingar á nýja sauðfjársamningn-
um. Helsta kostinn við samning-
inn sagði Sólrún vera hækkun til
bóndans, ef menn fara í gæða-
stýringuna verður hækkunin
meiri.
Rúmlega tíu manns mættu á
hvern fund að sögn Þórarins og
voru umræður góðar og bændur
fúsir að tjá sig um efni fundanna.
Sérstaklega voru fjörugar um-
ræður um nýjan sauðfjársamn-
ing. Aðalsteinn Jónsson, formað-
ur Landssambands sauðfjár-
bænda, skýrði samninginn.
Nokkur gagnrýni kom fram á
samninginn en það sló á hana
þegar búið var að skýra innihald
samningsins fyrir fundarmönn-
um, að sögn Þórarins.
Morgunblaðið/Aðalheiður
Það eru mörg atriði sem þarf að skoða þegar dæma skal hross. Ágúst
Sigurðsson hrossaræktarráðunautur lítur á hófana en nýliðarnir Arn-
þrúður Heimisdóttir úr Fljótum í Skagafirði, Valberg Sigfússon úr
Kópavogi og Svanhildur Hall, kennari á Hvanneyri, fylgjast með.
Kynbótadómurum hrossa fjölgar
Námskeið vegna
mikilla anna
Hellu - Nú stendur yfír námskeið fyr-
ir nýliða sem koma til með að bætast í
raðir þeirra 10-12 kynbótadómara
hrossa sem fyrir starfa hér á landi.
Agúst Sigurðsson hrossaræktarráð-
unautur og Jón Vilmundarson kyn-
bótadómari standa fyrir þessu nám-
skeiði sem fram fer í reiðhöllinni í
Árbæ í Holtum og á Hellu, en verk-
legi hluti námskeiðsins er lokahnykk-
urinn á margs konar fræðslu og nám-
skeiðahaldi sem þátttakendur hafa
gengið í gegnum. Þrír kandídatar
þreyja lokaprófið en þeir hafa allii-
BS-gráður eða æðri framhaldsmennt-
un í búvísindum. Að sögn Agústs Sig-
urðssonar er á námskeiðinu bókleg
upprifjun og verkleg þjálfun þar sem
sett er upp kynbótasýning eða æf-
ingamót. Gerðar eru mjög miklar
kröfur um fagmennsku þar sem nýlið-
unum er uppálagt að dæma hrossin
rétt og sanngjamt og geta rökstutt
ákvarðanir sínar. Dagskrá nám-
skeiðsins lýkur með mjög ströngu
prófi sem sker úr um hæfi einstakl-
inganna til að takast á við þá miklu
ábyrgð sem dómstörfunum fylgir.
Annatími framundan
„Það má segja að það sé vertíð
framundan hjá kynbótadómurum, en
árlegar kynbótasýningar byrja í lok
mars í Kanada, en íslenskir dómarar
hafa yfirleitt verið fengnir á sýningar
erlendis, þeir þykja hafa mesta
reynslu og sitja oftast sem formenn
dómnefnda. Síðan verða sýningar í
Sviss, Austurríki og á Norðurlöndun-
um og þannig má áfram telja, en á Is-
landi hefjast þær 20. maí og standa
yfir nánast daglega í heilan mánuð.
Alagið er einnig meira í ár, þar sem
við þetta bætist val á einstaklingum
sem sýndir verða á landsmóti hesta-
manna, en það verður haldið í júlí í
Reykjavík," sagði Ágúst í samtali við
fréttaritara.
Sjúkrahús Þingeyinga á Húsavrk
Fékk fullkominn
hj artalínurita að gjöf
Húsavík - Krabbameins-
félag Suður-Þingeyinga
færði nú nýlega Sjúkra-
húsi Þingeyinga á Húsa-
vík nýjan og mjög full-
kominn hjartalínurita.
Margrét Lárusdóttir
formaður félagsins af-
henti yfirlækninum Sig-
urði V. Guðjónssyni tæk-
ið og sagði læknirinn að
þetta væri mjög kær-
komin gjöf, þar sem
hinn eldri hjartariti
hefði verið að gefa sig.
Yfirlæknirinn sagði að
þetta væri mjög fullkom-
ið tæki og gæfi meiri
upplýsingar en hið
gamla enda væri það eitt
af því besta, sem nú
væri á boðstólum.
Friðfinnur Hermanns-
son framkvæmdastjóri
þakkaði gefendum og
sagði að með þessari og
öðrum gjöfum hefði
sjúkrahúsinu tekist að
vera vel tækjum búið.
Morgunblaðið/Silli
Sigurður V. Guðjónsson yfirlæknir og Guðrún Aðalsteinsdóttir röntgentæknir.
Morgunblaðið/Silli
Yfirlæknir og stjórn Krabbameinsfélagsins; Margrét Lárusd., Sigríður B. Ólafsd. og Ingigerður Jónsdóttir.