Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsmenn bankans fá 120 ^ þúsund króna launaauka Launastrúktúrinn er óðum að skýrast. fslendingur ritstýrir alfræðibók um eldfjöll Bókin hlýtur lof í tímaritinu Nature ALFRÆÐIBÓKIN um eldfjöll, eða „Encyclopedia of Vol- canoes“ sem ritstýrt er af Haraldi Sigurðs- syni, prófessor í jarð- vísindum við Rhode Is- land-háskóla í Banda- ríkjunum, fær góða dóma í vísindaritinu Nature. I bókagagnrýninni, sem kom út 16. mars síðastliðinn segir að Haraldur Sigurðsson hafi leitt samstillt átak vísindamanna og að niðurstaðan sé mjög yfirgripsmikið og einkar vel skrifað visindarit. Fjallað sé á fag- legan hátt um mörg mismunandi efnisat- riði er tengjast eld- fjöllum, t.d. atriði sem sjaldan sé fjallað um í vísindaritum af þessu tagi, eins og eldfjöll og list, eldfjöll og bókmenntir og eld- fjöll og kvikmyndir. Bókin, sem kom út á síðasta ári, er 1.400 blaðsíður og er henni skipt í 83 kafla. Hún er skrifuð af eldfjalla- fræðingum og segir í gagnrýninni að í henni sé flóknum vísindalegum atriðum lýst á ein- faldan og greinargóðan hátt, án þess þó að einfalda hlutina of mik- ið. Þannig hafi bókin meiri mögu- leika á að ná til breiðari lesenda- hóps en ella, t.d. til vísindamanna úr öðrum fræðigreinum. í gagnrýninni segir að bókin muni eflaust hvetja vísindamenn, ekki síst úr öðrum fræðigreinum, til þess að kanna viðfangsefnið nánar og að í henni sé verið að gefa gott fordæmi, því alltof sjald- an séu vísindabækur skrifaðar þannig að þær geti náð til annarra en einhvers lokaðs hóps. Það var William I. Rose, eld- fjallafræðingur frá Tækniháskólan- um í Michigan (Michigan Techno- logical University), sem skrifaði bókagagnrýnina. sttaumar Laguna Laguna Lagun þægllegur sófi, klæddur mjúku, fallegu chem'lle-áklæfii. w " Sessur úr kaldsteyptum svampi, sem snúa má við. 3ja sæta sófi, LZZ7 sm. kr. 7S.Z90,-. Zja sæta sófi, Lf 70 cm. kr. 6Z.880,-. Nepai sófaborð kr. Z7.ZS0,-. | Bildshöffii 20-110 Reykjavík Sfmi' fi; Sálgæsluþing fyrir almenning Nærfærin hlustun Gunnar Rúnar Matthíasson FJALLAÐ verður um sálgæslu á þingi sem Biblíu- skóhnn við Holtaveg og Miðbæjarstarf KFUM&K standa að og haldið verður í húsnæði KFUM&K við Holtaveg. Einn af sex fyr- irlesurum er séra Gunnar Matthíasson sjúkrahús- prestur. Hann var spurður hvert væri inntak fyrir- lesturs hans? „Ég mun fjalla um hvernig fólk vinnur úr erf- iðri reynslu. Tilgangurinn með umfjöllun minni er að gefa áheyrendum aukna næmi eða getu til þess að hlusta á það sem er óþægi- legt að heyra aðra segja frá. Tilgangurinn er ekki að gera fólk að sérfræð- ingum í sálgæslu heldur að auka þeim fæmi í að geta veitt virka nærveru.“ - Er mikill hluti af þínu starfi sem sjúkrahúsprestur aðhlusta? „Það snýst eiginlega alfarið um það. Sálgæslan snýst um það að geta átt samfylgd með öðrum ein- staklingi og rofið þá einangrun sem þjáningar og erfiðleikar oft valda án þess að leiða einstakl- inginn eitthvað sem hann er óvan- ur að fara. Við verðum að fylgja einstaklingnum á hans leið - mæta honum þar sem hann er.“ - Gefíð þið fólki ráð í erfíðleik- um? „Vissulega er það stundum gert en það sem er mikilvægara er að hjálpa fólki til þess að greina hvar þess eigin styrkur liggur þannig að það geti unnið sem mest á þann hátt sem því er eiginlegt." - Hvað ætla hinir fimm fyrir- lesararnir að tala um? „Sigurður Pálsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, ætlar að gefa innsýn í það hvernig Kristur mætti öðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Hann kallar sinn fyrirlestur; Sálgæsluaðferð Jesú Krists. Sveinbjörg Pálsdótt- ir, guðfræðingur og starfsmaður Barnaheilla, ætlar að fjalla um úr- ræði sem eru til í samfélaginu, þ.e. hvert fólk getur leitað eftir stuðningi. Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur mun fjalla um hvað áfallahjálp er og hverj- um hún er ætluð. Sigurbjörn Ein- arsson biskup talar um bænina og spyr í titli erindis síns; Af hverju bænaiðkun? Ester Gunnarsson hjúkrunarfræðingur mun fjalla um sorgarsamtökin Nýja dögun, kynna þau og þann stuðning sem þangað er að sækja, en sjálf hefur hún bæði þegið stuðning þaðan og starfað innan samtakanna." - Eru margir aðilar sem sinna sálgæslu? „Sálgæsla er fyrst og fremst nafn á þeirri aðhlynningu sem prestar veita - hún er ekki með- ferð heldur tímabundin samfylgd þar sem leitast er við að virkja sjálfshjálp einstaklingsins. Hún miðar ekki að því að taka erfiðleika frá ein- staklingnum heldur að styðja hann til þess að hann geti risið undir mótlæti sínu. Hún hug- ar að afstöðu einstakl- ings til trúar og skoðar með honum þau lífsgildi hann set- ur. Sálgæsla er ekki trúboð en er opin fyrir spurningum sem lúta að markmiðum og tilgangi. Leitast er við að kalla fram þá lífssýn sem viðkomandi hefur tamið sér og hjálpa honum til að skerpa hana.“ - Hvar fer sálgæslan fram ? „Hún fer mjög oft fram á skrif- ► Gunnar Rúnar Matthíasson fæddist 4. aprfl 1961 á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og útskrifaðist guðfræðing- ur frá Háskóla íslands 1986. Einnig lauk Gunnar sérnámi í klíniskri sálgæslu frá University of Iowa 1989. Gunnar varð vígð- ur 1989 til prestþjónustu í Chic- ago í Bandaríkjunum. Jafnframt stundaði hann framhaldsnám í kennslu og þjálfun verklegrar sálgæslu og lauk því 1996. Þá kom hann heim til starfa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem núna heitir Landspítali Fossvogi og starfar þar. Gunnar er kvænt- ur Arnfriði Guðmundsdóttur, Iektor í guðfræði við HÍ, og eiga þau tvö börn. stofum presta í kirkjum en einnig á heimilum og öðrum þeim stöð- um sem sálgætir vitjar þess sem þjónustunnar leitar. Þeir sem leita sálgæslu finna stundum að þeir þurfa að vinna meira í sínum málum, þannig verður úr sálgæsl- unni oft tilvísun til frekari úr- vinnslu." -Er bænaiðkun þáttur í sál- gæslunni? „Já, mjög oft er það. Það fer þó nokkuð eftir þeim sem eftir sál- gæslunni leitar. Stundum leitar fólk eftir leiðsögn um hvemig það á að biðja og þá er það hlutverk sálgæslunnar að bregðast við þvi og hjálpa fólki að finna sitt bæna- mál. Trúvitund fólks er misjöfn og það er í mismiklum tengslum við sinn Guð. Sálgæslan hyggur jafnt að sögu einstaklingsins sem og þeim sárum sem hann kann að hafa hlotið á sína trúarvitund. Þá er og mikilvægt að sá sem sál- gæsluna veitir sé sér vel meðvit- andi um það að það sem hann heyrir geti stundum haft mikil áhrif á hann sjálfan. Því eru kjarnaatriði sálgæslunnar að vera sér meðvitandi um eigin þarfir og öðlast færni til þess að lesa og virða sínar eigin tilfinningar. Því vonast ég til að þeir sem sækja þingið verði sér jafn- framt betur meðvitandi um það að þeir geta sjálfir þurft umönnun- ar við er þeir sinna þörfum þeirra sem finna til.“ - Hverjir sækja svona sálgæsluþing? „I þessu tilviki er markhópur- inn fólk sem ekki hefur sálgæslu að meginstarfi en hefur viljað leggja sig eftir því að koma öðrum til aðstoðar á lífsleiðinni - þetta þing er með öðrum orðum opið öllum. Þegar hafa skráð sig um sextíu manns. Sálgæslan snýst um að eiga samfylgd með öðrum einstaklingi V. I' ' :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.