Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 45
NÝLEGA birtist í
sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins umfjöllun
um fæðubótarefni og
gagnsemi þeirra. Meðal
viðmælenda var Ólafur
Sæmundsson. Hann
var við sama hey-
garðshornið og áður því
einu fæðubótarefnin
sem hann tiltók að
væru gagnslaus voru
blómafrjókorn og
drottningarhunang. Ól-
afur hefur af einhverj-
um ástæðum tekið það
upp hjá sjálfum sér að
halda í krossferð gegn
afurðum býflugnabús-
ins líkt og Don Kíkóti Cervantes
forðum gegn vindmyllum.
Hætta er á að barátta Ólafs verði
jafn árangurslítil og riddarans hug-
umstóra, enda lækningamáttur og
næringargildi bæði frjókoma og
drottningarhunangs vel þekkt.
Grasalæknar nota hunang til að
bragðbæta blöndur sínar en ekki ein-
göngu, enda hunang velþekkt sem al-
Blómafrjókorn
Blómafrjókorn eru
margrannsökuð, segír
Ragnar Þjöðólfsson,
og eru einfaldlega
næringarríkasta
fæða sem til er.
þýðlegur læknisdómur. Seyði af
grösum og hunangi var notað til að
mýkja og hreinsa sáran háls og enn
er til fólk sem drekkur hunang í heitu
vatni við kvefi. Hunang er algengt á
morgunverðarborðum alls staðar í
heiminum vegna næringargildisins
og það er hollasta sætuefni sem til er.
En Ólafur Sæmundsson veit það sem
aðrir menn eru ekki tilbúnir að viður-
kenna, nefnilega að hunang inniheld-
ur engin næringarefni. Vísindamenn
hafa margoft efnagreint hunang og
tilgreint allan þann fjölda vítamína
og steinefna sem í því er að finna.
Drottningarhunang er öðruvísi en
annað hunang að því leyti að það er
fjörutíu sinnum öflugra.
Hunang er fæða allra flugnanna í
býflugnabúinu nema drottningarinn-
ar.'Við fæðingu er hún ekki öðruvísi
en hinar. Eftir ákveðinn tíma fer hún
að nærast á drottningarhunangi og
þá breytist hún í dýr sem er helmingi
stærra en hin og lifir fjörutíu sinnum
lengur. Hún framleiðir margfalda
þyngd sína af eggjum og ekkert lát er
á frjóseminni fram í
andlátið. Eini munur-
inn á henni og hinum
dýrunum er fæðið og
eitthvað í því gerir það
að verkum að hún verð-
ur miklu öflugri en hin.
Vísindamenn sem
rannsaka býflugnabúið
hafa orðið uppnumdir
yfir þessu litla krafta-
verki. Þeir ættu að
sjálfsögðu að endur-
skoða niðurstöður sínar
og færa þær til sam-
ræmis við vitneskju Ól-
afs Sæmundssonar um
að drottningarhunang
sé gagnslaust.
Næringarríkasta fæðan
Blómafrjókom eru margrannsök-
uð og eru einfaldlega næringarrík-
asta fæða sem til er. Afurðir bý-
flugnabúsins eru landbúnaðarafurðir
og jafn hollar og slíkar afurðii1 eru
þegar vandað er til framleiðslunnar.
Grænmeti sem er lífrænt ræktað er
bragðbetra og hollara en annað og af-
urðir úr býflugnabúum sem staðsett
eru fjarri mengun og í nágrenni við
frjósama akra og engi eru betri fæða
en það sem kemur frá búum sem ekki
er jafnvel búið að. Ef blómafijókom
og drottningarhunang era næringar-
laus og gagnslaus hljóta aðrar land-
búnaðarafurðir að vera það líka.
Maðurinn hefur öldum saman rækt-
að sér til lífsviðurværis það sem hann
hefur fundið nýtanlegt í náttúranni
og vitað er að hunang hefur verið á
borðum manna frá örófi alda. Mörg
dýr sækja einnig í býflugnabúin eftir
bæði frjókomum og hunangi.
Þótt náttúran sé fjölbreytt er hún í
sjálfu sér einföld. Allt líf þai-f í grand-
vallaratriðum það sama til að komast
af og það sem dýrin leggja sér til
munns getur gagnast manninum.
Vesturlandabúar geta valið og hafn-
að því sem er hollast og best hvaðan
sem er úr heiminum og hunang er
fæðutegund sem þeir kjósa. ðlafi
Sæmundssyni hefur orðið tíðrætt um
að blómaftjókorn og hunang séu
ágæt fæða fyrir flugur en ekki menn
því þessi matur sé ekki sérhannaður
íyrir þá. Sé það svo hlýtur hið sama
að gilda um flestar okkar fæðu-
tegundir.
Eina fæðan sem er í raun sérhönn-
uð fyrir manninn er móðurmjólkin en
engum nægir að nærast á henni til
æviloka. Við borðum því annan mat
sem oftar en ekki hefur verið sér-
hannaður fyrir aðrar lífverur en okk-
ur sjálf. Menn finna og nýta það sem
reynist þeim best og afurðir bý-
flugnabúsins era margreyndar af
ótal kynslóðum.
Ólaifur Sæmundsson virðist einnig
efast um að menn þurfi almennt á
fæðubótarefnum að halda. Hann
gengur þar þvert á skoðanir ýmissa
mætra manna, þeirra á meðal Ólafs
Ólafssonar, fyrrum landlæknis, sem
er formaður Beinvemdar og hvetur
konur til að taka inn kalk og járn til
að koma í veg fyrir beinþynningu.
Fæðuval hefur breyst mikið hér á
landi og jámskortur er stöðugt al-
gengara vandamál. Fæðubótarefni
era því nauðsynleg. Margir neyta of
einhæfs fæðis og vita það sjálfir. Þeir
kjósa að bæta sér það upp með fæðu-
bótarefnum og það ætti að vera
hveijum og einum frjálst.
Eitt af því sem alltaf rýrir rök-
semdafærslu manna er of mikil
einsýni.
Margoir heldur mig sig
Sjálfir era þeir sannfærðir um sitt
og gera því stórlega lítið úr öðram
sem telja annað. Slíkur hroki er
sannarlega hvimleiður. Ólafur Sæ-
mundsson virðist telja Islendinga al-
mennt svo skyni skroppna að þeir
kaupi aftur og aftur dýram dómum
gagnslausa vöra fyrir mátt auglýs-
inga. Hver og einn ætti að skoða í
hugskot sitt og spyrja sig hvort sú sé
raunin. Auglýsingar era hannaðar til
þess að tæla fólk til að kaupa og þær
geta gert það einu sinni en menn
kaupa ekki aftur nema þeim líki var-
an. Undarlegt er sömuleiðis að mað-
ur sem vinnur starf sem mun minni
eftirspum væri eftir ef ekki kæmi til
ímyndarmáttur auglýsinganna skuli
skera upp herör gegn auglýsinga-
skiTimi.
Ólafur er næringarfræðingur og
fær stóran hluta tekna sinna af því að
ráðleggja fólki hvemig það eigi að
grenna sig.
Hann vinnur einnig fyrir Náttúra-
lækningafélagið en hefur að því er
virðist skömm á öllu sem er náttúra-
legt. Hann mælir t.d. með því að
menn leggi sér til munns Cheerios á
morgnana þótt sýnt hafi verið fram á
að rottur töldu pakkann næringar-
ríkari en innihaldið. Hvað sterkast
virðist þó vera hatur Ólafs á blóma-
frjókomum og drottningarhunangi.
Menn ættu stundum að fullyrða sem
minnst enda má nefna hér að sumar-
lína snyrtivörafyrirtækisins
Lancome er blönduð drottningar-
hunangi og blómafrjókomum og fyr-
irtækið fullyrðir að þessi næringar-
ríku efni séu notuð til að hindra
ofþomun og skaðleg áhrif sólar á
húðina. Fyrirtækið hefur þegar eytt
milljónum í að auglýsa gæði þessarar
vöra og það væri nú gustuk ef Ólafur
Sæmundsson ofan af íslandi hefði nú
samband við þá og léti þá vita að þeir
geti sparað púðrið því efnin séu
gagnslaus.
Höfundur er verslunarmaður og
áhugamaður um náttúruefni og
sjálfslækningar.
-
www.fenger.is
Netverslun
Islenskur
Don Kíkóti
Ragnar
Þjóðólfsson
VasHhugi
A L H L I Ð A
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
i Fjárhagsbókhald
I Sölukerfi
) Viöskiptamanna
kerfi
) Birgðakerfi
) Tilboðskerfi
) Verkefna- og
Gleraugnasalan,
Laugavegi 65.
adidas
VÖRN FYRIR AUGUN
Gleraugu fyrir unga fólkið
GLli G G AKAPPAR
og Z-BRAIJTIR §
<Ti
Smíðaöar eftir málí ^
1,11 og 111 brautir °°
AUí fy^giuggann
Les ailar íegundir greiöslukorta
sem notuö eru á íslandi.
tr meö lesara fyrir
snjallkort og segulrandarkort.
Hraövirkur hljóðlátur prentari.
Léítur og meðfærilegur
CSM posi
með niiibyggðiim prentara
Hringdu núna!!!
Við drögum út nýjan Toyota bíl í hverri viku
- síðast var það Avensis
Þú gætir t.d. unnið Land Cruiser eða Yaris
Tryggðu þér þátttöku með því að hringja
strax í 907 2000!
Auktu sigurlíkurnar oghringdu oft!
|k R •1
1 .