Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21.MARS 2000 49 HESTAR Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Gylfi Gunnarsson sigraði á fyrsta móti ársins í Reiðhöllinni í Víðidal á hryssunni Gyðu frá Hólabaki. Lullið í miklum metum hiá Fáki öllum og Sigurður V. Matthíasson (lengst til vinstri) hefur líklegast aldrei glaðst annað eins þegar hann náði fjórða sætinu í lullinu. Ingólfur, öruggur sigurvegari á Vísu (lengst til hægri), en á myndinni eru líka Frfða á Knerri, Marianna á Hyl, Þórður á Svarti og Arna á Nánös. Aðalfundur Hrossaræktar- samtaka Suðurlands Jón Yilmund- arson kosinn formaður JÓN Vilmundarson var kjör- inn formaður Hrossaræktar- samtaka Suðurlands á aðal- fundi samtakanna sem hald- inn var nýlega. Tekur hann við af Kristni Guðnasyni sem nú er formaður Félags hrossabænda. Jón er ekki al- veg ókunnur högum samtak- anna því hann var um árabil framkvæmdastjóri þeirra en auk þess verið í fjölda dóm- nefnda á kynbótasýningum hrossa á undanförnum árum. Málefni í góðum farvegi Fundurinn var frekar ró- legur enda málefnin flest hver í góðum farvegi og fjár- hagurinn fer batnandi. Stóð- hesturinn Númi frá Þórodds- stöðum var sýndur í reið- höllinni á Ingólfshvoli en fundurinn var haldinn í veit- ingastofunni við reiðhöllina. Varð nokkur umræða um hvert beri að stefna með klár- inn í vor og vildu þeir feðgar Þorkell Bjarnason og Bjarni Þorkelsson, sem er fyrrum eigandi hestsins, að stefnt yrði með hann í dóm og helst að hann yrði sýndur á lands- mótinu í sumar. Kom fram tillaga á fundinum um að því yrði haldið opnu að fara með hann í dóm en hún dregin til baka og ákvörðun færð í hendur stjórnar. Búið er að leigja Núma bæði gangmál í sumar og fer hann fyrra gangmál í Síðudeild en seinna austur í Hornafjörð. Mun Númi skila samtökunum 600 þúsund krónum en hann verð- ur á húshaldi hjá Hrossa- ræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga. Jón Finnur Hansson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði að Númi ætti talsvert í land með að borga sig upp. Hann væri að skila Sunnlend- ingum 400 til 600 þúsund krónum miðað við fulla nýt- ingu en þeir eiga 2/3 hluta í hestinum á móti Eyfirðingum og Þingeyingum. Að fjár- magnskostnaði meðtöldum mun hann borga sig upp á tíu árum. Af hestum Sunnlend- inga skila þeir Feykir frá Hafsteinsstöðum og Hrynj- andi frá Hrepphólum tekjum en Andvari frá Ey er enn að borga sig upp en mun fara að skila tekjum á næsta ári. Þessir hestar njóta mikilla vinsælda og að heita má fullt hjá þeim öllum á hverju ári. Jersey- rúmfatasett 2 fyrir 1 Skólavörðustíg 21, Rvík, sími 551 4050. Meðan Akureyringar héldu glæsi- lega sýningu í skautahöllinni héldu Fáksmenn vel heppnað tölt- mót þar sem einnig var keppt í lulli, sem virðist njóta vaxandi vin- sælda. Mátti þar sjá marga kunna snillinga spreyta sig á þessari van- virtu gangtegund og allt lagt í söl- urnar til að sem „best“ tækist til en auðvitað var þetta allt í léttu gríni og menn höfðu gaman af. Þátttaka var býsna góð í töltinu en alls voru skráningar 81 og mátti þar sjá allnokkuð af efnileg- um hrossum. Sérstaka athygli vakti skjóttur stóðhestur undan Gáska frá Hofsstöðum og er frá Nýjabæ. Vignir Jónasson reið klárnum, sem er mjög sérstakur á lit, með hvítan stóran brúsk á hnakkanum. Fengu þeir félagar góðar undirtektir hjá brekkudóm- urum en af einhverjum ástæðum náðu þeir ekki hylli dómara og komust ekki í úrslit. Þess ber að gæta að sjónarhorn dómara sem sitja á miðjum vellinum og svo aft- ur áhorfenda er langt í frá að vera sambærilegt í Reiðhöllinni og sem dæmi má nefna að þegar rið- in er langhliðin næst áhorfendum getur hesturinn verið það nærri veggnum að áhorfendur sjá minnst af hestinum og kann skýr- inganna að vera þar að leita. En það voru húskarlar Sigur- björns Bárðarsonar, þeir Gylfi Gunnarsson og fsólfur L. Þóris- son, sem stóðu fremstir í flokki at- vinnumanna en Sigurbjörn sjálfur náði þriðja sætinu, fyrst og fremst fyrir góða yfirferð í úrslitum á Húni frá Torfastöðum. Strákarnir voru á góðum hryssum sem eiga vafalítið eftir að gera garðinn frægan síðar í sumar. I flokki áhugamanna var Ingólf- ur Jónsson á athyglisverðri hryssu, Vísu frá Kálfhóli, og sigr- aði örugglega, einhvernveginn tekst Ingólfi alltaf að viða að sér mjög góðum hrossum. Hátt í fjögur hundruð áhorfend- ur komu í höllina á laugardags- kvöldið og voru Fáksmenn brattir bæði með aðsóknina og þátttök- una. Snæfellingar hugðust halda mót á Hellissandi og á Varmárbökkum í Mosfellbsbæ átti að vera mót hjá Herði en báðum þessum mótum var frestað vegna veðurs og dap- urlegs reiðfæris. Um næstu helgi verða tvö mót samkvæmt mótaskrá LH. Fákur verður með vetrarmót utandyra og hjá Gusti í Kópavogi verður haldið hið árlega Barkarmót i ^ reiðhöll Gusts, sem er opið mót með veglegum verðlaunum sem Töltheimar gefa og sá sem fyrsta sætið hlýtur fær þátttökurétt í ís- móti Töltheima í SkautahöIIinni í Laugardal 1. aprfl nk. IæSM ÁRSFUNDUR 2000 23. mars 2000, kl. 17:15 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík _______________________Dagskrá:______________________ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjómar. Brynjólfur Bjamason, formaður stjómar. 3. Ársreikningur 1999, tryggingafræðilegt uppgjör og kynning á fjárfestingarstefnu. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB. 5. Erindi: „Hvernig getum við ávaxtað eignir okkar? Hlutabréf eru besti kosturinn.“ Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB. 6. Önnurmál. Þeim sjóðfélögum sem viija kynna sér tilMgur um breytingar á samþykktum ALVÍB er benJt á að kœgt er að nátgast þœr á eftitfarandi háit 1. Samþykktimar eru fáanlegar hjá VÍB, Kirkjusandi. 2. Hægt er að fá samþykktimar sendar. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900. 3. Hægt er að fletta upp á samþykktunum á vefnum www.aMb.is Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta ájundinn. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Veffang: vib.is. Netfang: vib@vib.is r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.