Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21.MARS 2000 49
HESTAR
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Gylfi Gunnarsson sigraði á fyrsta móti ársins í Reiðhöllinni í Víðidal á
hryssunni Gyðu frá Hólabaki.
Lullið í miklum
metum hiá Fáki
öllum og Sigurður V. Matthíasson (lengst til vinstri) hefur líklegast
aldrei glaðst annað eins þegar hann náði fjórða sætinu í lullinu.
Ingólfur, öruggur sigurvegari á Vísu (lengst til hægri), en á myndinni
eru líka Frfða á Knerri, Marianna á Hyl, Þórður á Svarti og Arna á
Nánös.
Aðalfundur
Hrossaræktar-
samtaka Suðurlands
Jón
Yilmund-
arson
kosinn
formaður
JÓN Vilmundarson var kjör-
inn formaður Hrossaræktar-
samtaka Suðurlands á aðal-
fundi samtakanna sem hald-
inn var nýlega. Tekur hann
við af Kristni Guðnasyni sem
nú er formaður Félags
hrossabænda. Jón er ekki al-
veg ókunnur högum samtak-
anna því hann var um árabil
framkvæmdastjóri þeirra en
auk þess verið í fjölda dóm-
nefnda á kynbótasýningum
hrossa á undanförnum árum.
Málefni í
góðum farvegi
Fundurinn var frekar ró-
legur enda málefnin flest
hver í góðum farvegi og fjár-
hagurinn fer batnandi. Stóð-
hesturinn Númi frá Þórodds-
stöðum var sýndur í reið-
höllinni á Ingólfshvoli en
fundurinn var haldinn í veit-
ingastofunni við reiðhöllina.
Varð nokkur umræða um
hvert beri að stefna með klár-
inn í vor og vildu þeir feðgar
Þorkell Bjarnason og Bjarni
Þorkelsson, sem er fyrrum
eigandi hestsins, að stefnt
yrði með hann í dóm og helst
að hann yrði sýndur á lands-
mótinu í sumar. Kom fram
tillaga á fundinum um að því
yrði haldið opnu að fara með
hann í dóm en hún dregin til
baka og ákvörðun færð í
hendur stjórnar. Búið er að
leigja Núma bæði gangmál í
sumar og fer hann fyrra
gangmál í Síðudeild en seinna
austur í Hornafjörð. Mun
Númi skila samtökunum 600
þúsund krónum en hann verð-
ur á húshaldi hjá Hrossa-
ræktarsamtökum Eyfirðinga
og Þingeyinga.
Jón Finnur Hansson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna,
sagði að Númi ætti talsvert í
land með að borga sig upp.
Hann væri að skila Sunnlend-
ingum 400 til 600 þúsund
krónum miðað við fulla nýt-
ingu en þeir eiga 2/3 hluta í
hestinum á móti Eyfirðingum
og Þingeyingum. Að fjár-
magnskostnaði meðtöldum
mun hann borga sig upp á tíu
árum. Af hestum Sunnlend-
inga skila þeir Feykir frá
Hafsteinsstöðum og Hrynj-
andi frá Hrepphólum tekjum
en Andvari frá Ey er enn að
borga sig upp en mun fara að
skila tekjum á næsta ári.
Þessir hestar njóta mikilla
vinsælda og að heita má fullt
hjá þeim öllum á hverju ári.
Jersey-
rúmfatasett
2 fyrir 1
Skólavörðustíg 21, Rvík, sími 551 4050.
Meðan Akureyringar héldu glæsi-
lega sýningu í skautahöllinni
héldu Fáksmenn vel heppnað tölt-
mót þar sem einnig var keppt í
lulli, sem virðist njóta vaxandi vin-
sælda. Mátti þar sjá marga kunna
snillinga spreyta sig á þessari van-
virtu gangtegund og allt lagt í söl-
urnar til að sem „best“ tækist til
en auðvitað var þetta allt í léttu
gríni og menn höfðu gaman af.
Þátttaka var býsna góð í töltinu
en alls voru skráningar 81 og
mátti þar sjá allnokkuð af efnileg-
um hrossum. Sérstaka athygli
vakti skjóttur stóðhestur undan
Gáska frá Hofsstöðum og er frá
Nýjabæ. Vignir Jónasson reið
klárnum, sem er mjög sérstakur á
lit, með hvítan stóran brúsk á
hnakkanum. Fengu þeir félagar
góðar undirtektir hjá brekkudóm-
urum en af einhverjum ástæðum
náðu þeir ekki hylli dómara og
komust ekki í úrslit. Þess ber að
gæta að sjónarhorn dómara sem
sitja á miðjum vellinum og svo aft-
ur áhorfenda er langt í frá að
vera sambærilegt í Reiðhöllinni og
sem dæmi má nefna að þegar rið-
in er langhliðin næst áhorfendum
getur hesturinn verið það nærri
veggnum að áhorfendur sjá
minnst af hestinum og kann skýr-
inganna að vera þar að leita.
En það voru húskarlar Sigur-
björns Bárðarsonar, þeir Gylfi
Gunnarsson og fsólfur L. Þóris-
son, sem stóðu fremstir í flokki at-
vinnumanna en Sigurbjörn sjálfur
náði þriðja sætinu, fyrst og fremst
fyrir góða yfirferð í úrslitum á
Húni frá Torfastöðum. Strákarnir
voru á góðum hryssum sem eiga
vafalítið eftir að gera garðinn
frægan síðar í sumar.
I flokki áhugamanna var Ingólf-
ur Jónsson á athyglisverðri
hryssu, Vísu frá Kálfhóli, og sigr-
aði örugglega, einhvernveginn
tekst Ingólfi alltaf að viða að sér
mjög góðum hrossum.
Hátt í fjögur hundruð áhorfend-
ur komu í höllina á laugardags-
kvöldið og voru Fáksmenn brattir
bæði með aðsóknina og þátttök-
una.
Snæfellingar hugðust halda mót
á Hellissandi og á Varmárbökkum
í Mosfellbsbæ átti að vera mót hjá
Herði en báðum þessum mótum
var frestað vegna veðurs og dap-
urlegs reiðfæris.
Um næstu helgi verða tvö mót
samkvæmt mótaskrá LH. Fákur
verður með vetrarmót utandyra
og hjá Gusti í Kópavogi verður
haldið hið árlega Barkarmót i ^
reiðhöll Gusts, sem er opið mót
með veglegum verðlaunum sem
Töltheimar gefa og sá sem fyrsta
sætið hlýtur fær þátttökurétt í ís-
móti Töltheima í SkautahöIIinni í
Laugardal 1. aprfl nk.
IæSM
ÁRSFUNDUR 2000
23. mars 2000, kl. 17:15 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík
_______________________Dagskrá:______________________
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjómar.
Brynjólfur Bjamason, formaður stjómar.
3. Ársreikningur 1999, tryggingafræðilegt uppgjör og kynning á fjárfestingarstefnu.
Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB.
5. Erindi: „Hvernig getum við ávaxtað eignir okkar? Hlutabréf eru besti kosturinn.“
Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB.
6. Önnurmál.
Þeim sjóðfélögum sem viija kynna sér tilMgur um breytingar á samþykktum
ALVÍB er benJt á að kœgt er að nátgast þœr á eftitfarandi háit
1. Samþykktimar eru fáanlegar hjá VÍB, Kirkjusandi.
2. Hægt er að fá samþykktimar sendar. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900.
3. Hægt er að fletta upp á samþykktunum á vefnum www.aMb.is
Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta ájundinn.
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Sími: 560-8900. Veffang: vib.is. Netfang: vib@vib.is
r