Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
PRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 35
Skólastarf er forvarnarstarf
„Heildstæð menntun stendur ekki
undir nafni nema henni takist að
tvinna saman það sem gerir nemend-
ur góða og fróða. Pað að vera fróður
felst ekki í þeirri hefðbundnu þekk-
ingarsöfnun, sem við þekkjum svo
vel í skólakerfinu, heldur því að
kunna að umgangast þekkinguna,
afla hennar og endurnýja, og nýta á
þann hátt sem gerir menn færari um
að aðlaga sig og hafa stjórn á hröð-
um breytingum samtímans. Eg er
þeirrar skoðunar að sé rétt á málum
haldið megi gera skólastarf að einni
öflugustu leið til forvarna sem sam-
félaginu er fær,“ segir Rúnar.
Rúnar talaði einnig um að það
væri löngu tímabært að endurskil-
gi-eina hvernig mæla á árangur
skólastarfs. „Pað þarf að losa skóla-
kerfið úr spennitreyju þröngsýnnar
áherslu á mælanlegan árangur á
samræmdum prófum og leggja mun
fjölbreyttari mælikvarða á gæði
skólastarfs," segir hann.
Uppeldisstefna skóla verður einn-
ig að taka á agamálum að sögn Rún-
ars. „Ogun er óaðskiljanlegur hluti
uppeldis og agi er ekki andstæða
góðra samskipta heldur eðlilegur og
sjálfsagður hluti af þeim. Engum er
greiði gerður með því að ekki séu
gerðar til hans kröfur um agaða og
þroskaða hegðun. Markmið ögunar
er að sjálfsögðu að byggja upp sjálf-
saga. Þá á ég við það vald sem ein-
staklingurinn hefur yfir sjálfum sér,
ábyrgðartilfinningu hans og heiðar-
leika, samviskusemi og hollustu við
þau störf sem hann tekur að sér,“
segir Rúnar.
Ekki hlutlaust fræðasetur
Að lokum minntist Rúnar á sam-
starf foreldra og skóla. „Skólar og
foreldrar verða að skilgreina sam-
eiginlega ábyrgð sína og báðir aðilar
verða að viðurkenna eigin skyldur og
skyldur hins aðilans. Það fer auðvit-
að ekki milli mála að það era for-
eldrar, sem hafa frumskyldurnar í
uppeldi barna sinna en það breytir
því ekki að skólinn er ekki bara hlut-
laust fræðasetur. Hann er stofnun
sem hefur uppeldislegar skyldur og
ber ásamt foreldrum ábyrgð á upp-
eldi barna og unglinga og hvorugur
aðilinn getur verið án hins ef vel á að
fara.
Næst tók til máls Jónína Bjart-
marz, formaður landssamtakanna
Heimili og skóli, en hún fjallaði um
uppeldishlutverk foreldra og skóla í
ræðu sinni. „Við verðum að skil-
greina fjölskylduna sem grunnein-
ingu samfélagsins en ekki sem
einkastofnun. Augljóst er að skólinn
getur ekki sinnt öllu því sem ætlast
er til af honum í aðalnámskrá og því
verða foreldrar og skólinn að taka
höndum saman. Uppeldi og menntun
eru samofin og verða ekki sundur
tekin. Fjölskyldan er uppspretta til-
finningatengsla fyrir börn og því
ætti fjölskyldan að sjá um uppeldi
einstaklingsins. Skólinn ætti hins
vegar að sjá um félagslegt uppeldi
bama og kenna þeim samstarf og
samábyrgð,11 segir Jónína.
Sterkar fyrirmyndir
Karl Frímannsson, skólastjóri
Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, flutti er-
skólar/námskeið
nudd
■ www.nudd.is
ýmislegt
■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN
SCHOOL OF ICELANDIC,
GERÐUBERGI 1, 3. hæð, R.
f-f@islandia.is-www.peace.is/f-f
Námskeið og námsaðstoð fyrir:
1) SAMRÆMDU PRÓFIN: STÆ, DAN,
ENS, ÍSL. 2) FRAMHALDSSKÓLA:
STÆ, EÐL, ÞÝS, ENS o.fl.
3) TÍ/HÍ: STÆ.
Námskeið: 1)ENSKA: Byrjunarstig.
2) TÖLVUGRUNNUR: 5 vikur x þri/fim
kl. 18:30—19:50. Kr. 21.800.
3) ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA/
ICELANDIC: Næstu 4-vikna morgun-
námskeið: 27. mars, 25. apríl, 22. maí,
19. júní og 17. ágúst.
Skráning í síma 557 1155.
indi um reynslu sína af hugmynda-
fræði City Montessori School á Ind-
landi og The Council for Global
Education (GCE). Þess má geta að
GCE er stofnað af Sunitu Gandhi,
dóttur hjónanna sem stofnuðu CMS.
„Við fyrstu kynni af stefnunni fannst
mér ég hafa himin höndum tekið.
Þarna rímaði eitthvað við minn
bakgrunn því hugsunin í þessu
skólafyrirkomulagi var með svipuð-
um formerkjum og mín draumsýn
leit út. Sú sýn byggðist og byggist á
jákvæðri og skapandi hugsun þar
sem sterkar fyrirmyndir og siðfræði
eru uppistaðan í mótun einstaklings-
ins. Ef það reyndist mögulegt að
koma slíkri skólastefnu í fram-
kvæmd við okkar aðstæður þá var
allt til þess vinnandi, ég skyldi verða
fyrstur í sjálfboðaliðahópinn," segir
hann.
Karl er byrjaður á að láta reyna á
þessar aðferðir í raun. „A þessu
skólaári breyttust aðstæður mínar
þar sem ég tók við skólastjórn síð-
astliðið haust í nýjum skóla. Þó að
hugmyndir að breytingum hafi þeg-
ar verið famar að mótast í mínum
huga þá komast þær ekki í verk með
hallarbyltingu eða með því að leggja
fram nýtt skipurit. Breytingar verða
að þróast og allir sem hlut eiga að
máli verða að vita að hverju er stefnt
og taka þátt í breytingunum. Þegar
um svo róttækar breytingar á skóla-
starfi er að ræða eins og skólastefna
The Council for Global Education
felur í sér er gott að líkja verkinu við
ræktun nýrrar jurtar við íslenskar
aðstæður. Kannski þarf að koma
jurtinni á legg í gróðurhúsi eða í
góðu skjóli suður undir vegg. Það
sem lagt er upp með er þó alveg á
hreinu, verkið skal takast," segir
hann.
Ólíkur bakgrunnur
I niðurlagi erindis síns velti Karl
því upp hvort aðferðir The Council
for Global Education henti hér á
landi þar sem bakgrunnur og um-
hverfi er gjörólíkt því sem stefnan er
sprottin úr. „í haust þegar ég hitti
Sunitu Gandhi og spurði þessarar
spurningar svaraði hún með annarri
spurningu, hentar núverandi skóla-
kerfi íslenskum aðstæðum þar sem
það á rætur sínar að rekja til iðnbylt-
ingarinnar og sprottið úr allt öðrum
jarðvegi en hér var og er? Spurning-
unni verður að ég held ósvarað hér
nema að því leyti að aðferðir sem
gefa af sér slíkan árangur sem raun
ber vitni eru vel þess virði að skoða
til fulls og láta á það reyna hvort þær
beri sama ávöxt hér. Það þarf að
gera með samstilltu átaki margra að-
ila,“ sagði Karl að lokum.
Þess má geta að tónlistaratriðin
milli fyrirlestranna voru sérlega
skemmtileg. Söngur nemenda
Smáraskóla undir stjórn tónlistar-
kennarans John Gear lífgaði upp á
ráðstefnuna. Hann minnti sterklega
á að ráðstefnan snerist fyrst og
fremst um hag nemendanna og hefði
skýran tilgang en væri ekki einungis
vettvangur fyrir skoðanaskipti
fræðimanna.
Norræni listaskólinn
í Karleby, Finnlandi
er sjálfstæður, tveggja ára listaskóli, með mögu-
leika á þriðja árinu til viðbótar.
Aðalfög skólans er teiknun, málun og listfræði, auk kennslu
í myndbandalist, skúlptúr, grafík, innsetningum og hug-
myndafræðilegum listaverkum o.fl. Kennslukerfi skólans er
einstakt, en tveir fastráðnir kennarar eru í hlutastarfi við
skólann auk 30-35 gestakennara og fyrirlesara á hverju ári
frá öllum Norðurlöndunum og fleiri Evrópulöndum. Nem-
endurnir eru valdir eftir mat á innsendum verkum og koma
frá öllum Norðurlöndunum. Kennt er á sænsku og jafnvel
ensku og finnsku. Árlega fá um 25 nemendur inngöngu og
50-75% af þeim fara í einhvern listaháskóla eftir námið í
Norræna listaskólanum.
Umsóknir, á sérstökum eyðublöðum, þurfa að vera í okkar
höndum í síðasta lagi 15. maí Verktil mats verða að berast
skólanum fyrir 22. maí.
UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ er haldið í skólanum 15. maí
— 26. maí 2000. Hægt er að innrita sig á námskeiðið með
því að senda bréf, fax eða hringja fyrir 28. apríl. Námskeiðið
er ekki skylda, en ætlað sem gagnleg kynning fyrir þá, sem
sækja um skólavist.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá:
Nordiska Konstskolan, Borgmástaregatan 32,
FIN 67 100 Karleby, Finnlandi.
Sími 00 358 6 8220906, fax 00 358 6 8317421.
Grand Vitara hefur margt fram yfir
aðra jeppa í sínum verðflokki
Þaö fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grii
sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve
sætin og hve góöan bakstuðning þau aö hækka hann ef |
veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu
bílsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg
að ekta hálendisbíl. svipuðu verði!
Grand Vrtara - Þægilegi jeppinn
TEGUND: VERÐ:
GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR.
GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR.
GR.VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR.
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Ólafur J. Kolbeins
Sölufulltrúi
F _ '
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, sími 482 37 00.