Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 61 KIRKJUSTARF Bústaðakirkja Safnaóarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í safnaðarheimilinu kl. 10- 14.Léttur hádegisverður framreidd- ur. Mömmu- og pabbastund í safnað- arheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf i safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyr- ir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Lestur passíusálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Lestur passíu- sálma kl. 18. Laugarneskirkja. Ath. Fullorðins- fræðsla Laugarneskirkju fellur að þessu sinni inn í fræðsluþing sem hefst kl. 17 í höfuðstöðvum KFUM & K á Holtavegi. Spurt er: Hvernig er unnið úr erfiðri reynslu? Fjöldi frá- bærra fyrirlesara, léttur málsverður, þátttökugjald 1.500 kr. Kl. 20.30 er þinginu lokið. „Þriðjudagur með Þor- valdi“ kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðh- söng, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sóknarprestur flytur guðs orð ogbæn. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backman og Reynis Jónassonar. Ný- ir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Hjúkr- unarfræðingar frá heilsugæslustöð- inni í Árbæ koma í heimsókn og tala um svefn barna. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Sr. Gunnar Sigurjónsson kíkir inn. Kl. 17 TTT, 10-12 ára starf, á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund kl. 10-12. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf fyrh' 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf íýrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Kirkju- krakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7- 9 ára börn. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldri kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyimðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12.30. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10- 12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænh- kl. 18.30. Opið hús fyrir 8- 9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kh’kjuprakkarar, 7-9 ára krakkar, í leik og lofgjörð. Mætið tímanlega vegna heimsóknai’ í Sorpu. Grindavíkurkirkj a. F oreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT, tíu-tólf ára, starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Fíladelfía. Menn með markmið. Samvera kl. 20. Allir karlar velkomn- ir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimilinu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Ráðstefna um garð- yrkjuna á nýrri öld „GARÐYRKJAN á nýrri öld“ er yfirskrift á tveggja daga ráðstefnu, sem Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir fimmtudaginn 23. mars og föstu- daginn 24. mars í húsakynnum skólans. Ráðstefnan hefst með ávarpi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, kl. 9:30 á fimmtudaginn. Dagskrá ráðstefn- unnar er fjölbreytt, fjölmörg erindi verða flutt af innlendum og erlend- um fyrirlesurum. Þema ráðstefnunnar er framtíð- in, fræðslan og fagið. Erlendu fyr- irlesararnir koma frá Alnarp í Sví- þjóð, en það eru þau Helena Karlén, forstöðumaður garðtækn- ináms, SLU, Alnarp í Svíþjóð, og Paul Jensén, rektor SLU, Alnarp, og einn af „arkitektum" sameigin- legrar garðyrkjukandidatamennt- unar Dana og Svía, segir í fréttatil- kynningu. Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð fyrir ráðstefnu- gesti á fimmtudagskvöldið, en þar verða einnig veittar viðurkenning- ar garðykjunnar, og fjölbreytt skemrntidagskrá verður einnig í boði. Á föstudaginn eftir hádegi verða flutt 12 stutt erindi um til- raunir - rannsóknir og lausnir, ásamt sýn á framsækna garðyrkju á nýrri öld. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra skólans. Einnig er hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Garðyrkjuskólans, reyk- ir.is ----------------------- , Helgi Olafsson Islandsmeistari í atskák SKAK Skjár einn ÚRSLITAEINVÍGI AT- SKÁKMÓTS ÍSLANDS 18. mars 2000 HELGI Ólafsson sigraði Jó- hann Hjartarson í tveggja skáka einvígi um Islandsmeistaratitilinn í atskák. Einvígið fór fram í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Skjá einum á laugar- daginn. Jóhann hafði hvítt í fyrri skákinn og lék kóngspeðinu fram um tvo leiki í fyrsta leik. Aimennt var búist við að Helgi mundi svara með Caro-Kann vörn (l...c6), en hann kærði sig greinilega ekki um að vera svo útreiknanlegur og svaraði því með l...e5. Jóhann lék 2. Rf3 og þá bauð Helgi upp á Petroffs-vörn með 2...RÍ6. Þótt sú vörn sé ekki í flokki þeirra sem Helgi teflir mest, þá ákvað Jóhann að breyta yfir í enn aðra byrjun með því að leika 3. Rc3 og lokaniður- staðan varð loks fjöguira riddara tafl, sem Jóhann hefur alloft teflt áður í kappskákum, en Helgi sjaldan þurft að mæta því með svörtu. Reynsla Jóhanns af þess- ari byrjun virtist segja til sín og hann náði fljótlega forskoti á klukkuna og fékk rýmra tafl. Honum tókst þó ekki að ná um- talsverðum yfirburðum. Skákin þróaðist tiltölulega rólega og eftir 30 leiki voru öll peðin enn á borð- inu. Þá dró loksins til tíðinda þeg- ar Helgi fórnaði riddara fyrir þrjú peð Jóhanns. Drottning Helga komst inn fyrir víglínu Jóhanns og við þessar breyttu aðstæður virtist Jóhann missa þráðinn. I 38. leik lék Jóhann síðan af sér hrók og gafst upp. Helgi hafði hvítt í seinni skák- inni og upp kom kóngsindversk vörn. Helgi hrókaði á drottningar- væng, en Jóhann kóngsmegin. Það virtist því stefna í spennandi kapphlaup um það hvor yi-ði fyrri til í sókninni. Helgi ákvað hins vegar að fara sér að engu óðslega og beið átekta í stað þess að leggja í sókn. Jóhann þurfti hins vegar að leggja allt í sölurnar því jafntefli mundi færa Helga titil- inn. Líkt og fyrri skákin þróuðust mál rólega og staðan virtist í jafn- vægi. I 22. leik lék Jóhann hins vegar illa af sér og Helgi var ekki lengi að nýta sér mistökin. Skákin tefldist áfram fram í 43. leik, en þá gafst Jóhann upp. Helgi Ólafs- son varð þar með Islandsmeistari í atskák árið 2000. Hann hefur tvisvar áður unnið þennan titil. Einvígið var sýnt í beinni út- sendingu á Skjá einum. Hermann Gunnarsson var við stjórnvölinn, en þeir Áskell Örn Kárason og Þröstur Þórhallsson sáu um skák- skýringar. Samspil þeirra þriggja var liprara en stundum hefur ver- ið í útsendingum af þessu tagi og Þröstur stóð sig vel í skákskýr- ingarhlutverkinu. Góð- ar skiptingar á milli skákarinnar og skýr- ingarborðsins eru lyk- ilatriði í svona útsend- ingum og í flestum tilvikum gengu þær gi-eiðlega fyrir sig. Einungis eitt 'tæknilegt vandamál gerði vart við sig þegar skák- klukkan bilaði og helst til langan tíma tók að kippa því í liðinn. Að öðru leyti reyndist hinn nýi tæknibúnaður mjög vel. Skjár einn sýndi í þessari útsend- ingu að stöðin hefur yfir góðu starfsfólki að ráða sem er fullfært um að taka að sér útsendingu af þessu tagi. Næsta verkefni á þessu sviði er Heimsmótið í skák með þátttöku heimsþekktra meistara með þá Kasparov og Anand í broddi fylk- ingar. Kasparov hefur einstakt lag á að draga til sín athygli al- mennings og ekki síður fjölmiðla. Þannig var skák hans gegn heim- inum fjölsóttasti viðburður sem haldinn hefur verið á Netinu. Mér er ekki kunnugt um það hvort ákveðið sé hvaða sjónvarpsstöð tekur að sér útsendingar frá mót- inu, en ljóst er að hér er á ferðinni viðburður sem vekja mun mikla athygli, ekki eingöngu hér á landi heldur um allan heim. Shirov og Topaiov efstir á Amber-mótinu Fjórum umferðum er nú lokið á Amber-skákmótinu í Mónakó. Tefldar eru atskákir og blind- skákir. Staðan er þessi: 1. Alexei Shirov 6 v. 2. Veselin Topalov 6 v. 3. Anatoly Karpov 5 v. 4. Boris Gelfand 414 v. 5. Viswanathan Anand 4 v. 6. Vladimir Rramnik 4 v. 7. Loek Van Wely 4 v. 8. Jeroen Piket Z'k v. 9. Vassily Ivanchuk 314 v. 10. Ljubomir Ljubojeric 214 v. 11. Predrag Nikolic 214 v. 12. Joel Lautier 214 v. Frá Skákfélagi Akureyrar Það hefur verið mikil starfsemi hjá félaginu í vetur og góð þátt- taka í mótum. Þau eru fjölbreytt, sum eiga sér fastan sess í starf- seminni, en einnig hefur félagið bryddað upp á nýjum mótum. Þar má m.a. nefna Ákureyrardeildina (5-6 manna sveitir), mót þar sem gefin eru þrjú stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli, forgjafar- mót, parakeppni, atkvöld, klúbba- keppni (4 manna sveitir) og í næsta mánuði er keppni liða 45 ára og eldri gegn þeim yngri. Auk þess er Skákfélagið með barna- og unglingaæfingar og mót á laug- ardögum sem hefjast kl. 13:30. Skákfélagið var með tvö mót um síðastliðna helgi. Á fimmtán mínútna mótinu sigraði Ólafur Kristjánsson, fékk 6 v. af 7., 2. Gylfi Þórhallsson 6 v., en lægri á stigum, 3. Haki Jóhannesson 5 v., 4. Þór Valtýsson 414 v., 5.-8. Hall- dór Brynjar Halldórsson, Haukur Jónsson, Bragi Pálmason og Smári Ólafsson með 4 v., 9.-10. Jón Björgvinsson og Stefán Bergsson 314 v. Á atkvöldinu voru tefldar 6 hraðskákir og 3 atskákir. Þór Val- týsson sigraði, fékk 8 v. af 9, 2.-3. Halldór Brynjar Halldórsson og Ólafur Kristjánsson 7 v., 4. Gylfi Þórhallsson 614 v., 5. Hreinn Hrafnsson 414 v., 6. Jakob Þór Kristjánsson 4 v. Fyrir skömmu voru haldin tvö mót, parakeppni og mót fyrir 45 ára og eldri. Úrslit í parakeppn- inni: 1. Halldór Brynjar Halldórs- son og Einar Garðai’ Hjaltason 814 v. 2.-3. Stefán Bergsson og Hreinn Hrafnsson, Aj-í Friðfinn- sson og Ágúst Bragi Björnsson 714 v. 4. Gylfi Þórhallsson og Jón Heiðar Sigurðsson 7 v., 5. Þór Valtýsson og Skúli Torfason 614 v. Á skákmóti 45 ára og eldri urðu úrslitþessi: 1. Sigurður Eiríksson, 2. Ari Friðfinnsson, 3. Þór Valtýs- son, 4. Haukur Jónsson, 5. Svein- björn Sigurðsson. Um næstu helgi er Skákfélagið með fjórar sveitir í Deildarkeppn- inni. Næsta mót er 10 mínútna mót fimmtudaginn 30. mars kl. 20 í Skipagötu 18. Daði Örn Jónsson Helgi Ólafsson Fundur um klofinn hrygg GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins stendur fyrir fræðsludegi um klofinn hrygg miðvikudaginn 29. mars kl. 8:30-16:00 í Gerðubergi. Hann er ætlaður þeim sem starfa að málefnum barna og unglinga með klofinn hrygg, meðferðaraðilum, starfsfólki og kennurum leikskóla og grunnskóla, starfsfólki heilsugæslu- stöðva, aðstandendum, einstakling- um með klofinn hrygg og öllum sem áhuga hafa. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Greiningarstöð heldur opið námskeið um þetta efni. Meðal efnis: Eðli og afleiðingar klofins hi-yggjar. Sérstaklega verð- ur fjallað um truflanir á starfsemi blöðru og þarma, einkenni, fylgi- kvilla, hjálpartæki og meðferð. Einnig verður sjálfshjálp og um- hirða á dagskrá, aðstaða og aðlögun umhverfis, og hreyfifærni barna og ungmenna með klofinn hrygg. Flutt verður erindi um sjálfsmynd og að- lögun á unglings- og fullorðinsárum sem hefur verið unnið í samvinnu við hóp ungmenna með klofinn hrygg. Foreldri segir frá reynslu sinni og fulltrúi frá Félagi áhugafólks um hryggrauf kynnir félagið. Skráning fer fram 20.-24. mars m.a. á net- fangi: fraedsla@greining.is. Rætt um sköpun og velgengni FYRIRLESTUR um sköpun og vel- gengni verður haldinn í Gerðubergi 21. mars kl. 20. Hann verður endur- tekinn 23. mars á sama tíma. Aðgangseyrir: 1.000 kr. í fréttatilkynningu segir að m.a. verði fjallað um lykillinn að undir- meðvitundinni. Hvernig hægt er að auka afköst hugans? Hvernig hugur- inn starfar í raun og veru og einfald- ar aðferðh’ til að auka sköpun og vel- gengni á öllum sviðum. Fyrirlesari verður Jóhann Breið- fjörð. Samfylkingin fjallar um opinbera starfsemi og einkaframtak MÁLEFNAHÓPAR Samfylkingar- innar í Reykjavík um atvinnumál og hugmyndafræði ræða um það á fundi miðvikudaginn 22. mars kl. 20. í Al- þýðuhúsinu í Reykjavík hvaða starf- semi sé eðlilegt að opinberir aðilar sjái um í nútíma samfélagi og hvar einkarekstur sé heppilegur. Málshefjandi verður Ágúst Ein- arsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ræða þarf með- al annars um hugmyndir um einka- væðingu opinberra fyrirtækja og um hugsanlegar nýjar leiðir við fjár- mögnun á þjónustu ríkis og sveitar- félaga. Það er mikilvægt að leitað sé leiða til að veita íbúunum sem hag- kvæmasta þjónustu í því skyni að auka velferð í samfélaginu. Hver er stefna Samfylkingarinnar í þessum málum, er spurt í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.