Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tímamót í vetnistækni NÝLEGA var undir- rituðum boðið að sitja ársfund bandarísku vetnissamtakanna. Vissulega vermdi það þjóðarstoltið að flnna hversu mikla athygli Island hlaut á þessum ársfundi. Á fjórða hundrað manns sat fundinn, þekktir vís- indamenn, viðskipta- fólk og stjórnmála- menn. Þrennt var einkar athyglisvert á þingi þessu. í fyrsta lagi áhugi Hjálmar manna á Islandi sem Árnason forystuþjóð við vetnis- væðingu. M.a. var ríkisstjóm Davíðs Oddssonar sæmd sérstakri viður- kenningu fyrir stefnumörkun sína varðandi vetnissamfélagið. í öðru lagi ræða Bill Richardson, orku- málaráðherra BNA, þar sem lýst er yfir jákvæðri afstöðu og áhuga Bandaríkjastjórnar til vetnisvæð- ingar. í þriðja lagi voru kynntar í tengslum við ráðstefnuna ýmsar tímamótanýjungar á sviði vetnist- ækni. Áður en að þeim verður vikið þykir mér rétt að fara nokkrum orð- um um raforkuþörf tengda vetnis- framleiðslu. Meira en nóg til af rafmagni Ýmsir hafa velt því fyrir sér í fjölmiðlum að undanförnu hvort við eigum nóga raforku til að framleiða vetni sem orkubera á bíla og fiski- skip. Hafa sumir gengið svo langt að fullyrða að svo væri ekki. Þessu er fljótsvarað. Samkvæmt tölum, stað- festum af Orkustofnun, er áætlað að nýta megi um 50 TWH á ári úr jarð- hita og stærri vatnsföllum. í dag eru aðeins nýtt 8-9% af þeirri stærð. Þannig nýtum við ekki nema um 1% af jarðhita okkar í dag. Til að fram- leiða vetni fyrir alla bfla og öll fiskiskip á íslandi þarf 4-5 TWH á ári. Er þá ekki talin með sú orka sem nýta má með öðrum aðferðum. Bendi ég t.d. á sjávar- föllin, vindorkuna, öld- ur og minni vatnsföll, s.s. bæjarlæki. Við þetta má svo bæta met- angasinu og vísa til þeirrar staðreyndar að um 20 metangasbflar eru á leið til landsins fyrir elju og framsýni Ogmundar Einarsson- ar og hans fólks í Sorpu. Ekki er ég viss um að þau hafi alltaf mætt mikilli tiltrú við nýs- köpun sína. Nú er hún orðin að veru- leika. Auk þess kunna að koma upp jafnvel enn frekari leiðir til að fram- leiða rafmagn hér á landi. Kjarninn er þessi: Orkugetan er til staðar hérlendis til að mæta þörf- um vetnissamfélagsins. Þá er rétt að minna á að vetni á efnarafólum hefur 2-3 sinnum betri orkunýtingu en bensín/olía í sprengivél og er algjör- lega mengunarlaust. Geymsla vetnis Meginvandi í vetnistækni hefur tengst geymslu efnisins. Á fyrr- greindu þingi í BNA var kynnt lang- þráð lausn á þessum vanda. Banda- ríska fyrirtækið Ovinon sýndi tank af sömu stærð og venjulegur bens- íntankur. I honum má geyma vetni í svonefndum málmhydríðum þannig að bflar komast a.m.k. 500 km á fyll- ingunni. Þar með má segja að björn- inn sé unninn. Skal það ekki koma á óvart því bflaframleiðendur og margir aðrir dæla milljörðum króna til rannsókna og þróunar í vetnis- tækni. Þar eru miklir tekjumögu- Orka Orkugetan er til staðar hérlendis, segir Hjálmar Arnason, til að mæta þörfum vetnissamfélagsins. leikar og vilja því allir verða fyrstir til að hasla sér völl á nýju sviði. Fyr- irtækið Stuart kynnti t.d. einfalt tæki, komið á markað, þar sem fram- leiða má vetni fyrir allt að sjö bíla í einu, á einni nóttu. Því er stungið í samband við venjulega innstungupg leitt inn í það rennandi vatn. Ut- koma: Vetni á bflana. Stjórnendur þessa fyrirtækis eru ólmir í að kom- ast til Islands og kynna tækni sína. Fjöldaframleiðsla vetnisbfla á samkeppnisfæru verði hefst hjá nokkrum fyrirtækjum þegar árin 2003-5. Fyrirtæki og viðskiptajöfrar keppast nú við að laga sig að þeirri staðreynd. íslandi hefur verið ætlað það merka hlutverk að stíga fyrstu skrefm. Njótum við þar styrkleika smæðarinnar. Vert er að hafa í huga orð Bill Richardson þar sem hann telur að næsta bylting í atvinnulífi á eftir upplýsingatækninni verði í vetni. Þau orð segja reyndar altt sem segja þarf. Islendingar geta orðið leiðandi á þessu sviði. Við eig- um þar hugsanlega meii-i sóknarfæri en nokkurn órar fyrir. Til þess að nýta þá möguleika verðum við að hafa skýran vilja og trú á framför- um. Liður í því er auðvitað að upp- lýsa úrtölufólk og efasemda. Slíkt er þungur liður í allri nýsköpun. Höfundur er alþingismaður. Eflum lög- gæslu strax UNDANFARIN fimm ár hefur Vá- tryggingafélag Islands náð umtalsverðum ára- ngri í því að fækka um- ferðarslysum meðal ungs fólks með mark- vissu forvarnastarfi. Á umferðarfundi VÍS hafa nú mætt 12.500 manns á aldrinum 15- 25 ára. Reynslan sýnir að þeir, sem mætt hafa á umferðarfundi VÍS, valda 26% færri um- ferðarslysum en aðrir ungii- ökumenn sem Ragnheiður ekki hafa notið slíkrar Davíðsdóttir fræðslu sem þar fer fram. En áróður dugar ekki einn og sér. Öflug umferðarlöggæsla verður einnig að vera fyrir hendi svo hægt sé að gera kröfur um enn meiri fækkun umferðarslysa. Á undan- förnum árum höfum við horft upp á alvarlega þróun í umferðarlöggæsl- umálum hér á landi. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur nán- ast verið aflögð og þar með einnig vegalöggæsla sem gerð var út frá embætti Lögreglustjórans í Reykja- vík. Nú er svo komið að einungis fimm menn annast sérhæfða um- ferðarlöggæslu í umdæmi lög- reglunnar í Reykjavík á hverri vakt þar sem að meðaltali einn bfll er mannaður og e.t.v. 2-4 bifhjól. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að halda uppi mannsæmandi umferðar- löggæslu með svo fáum mönnum - enda er umdæmi Reykjavíkurlög- reglunnar frá ysta tanga Seltjamar- ness og inn í Hvalfjarðarbotn. Það þarf ekki meira en einn harðan árekstur á Miklubrautinni til þess að þessi lögreglutæki séu öll upp- tekin um ótiltekinn tíma. Hver sinn- ir sérhæfðu umferðareftirliti á með- an? Hversu margir ölvaðir ökumenn komast leiðar sinnar um götur borg- Til hvers að greiða atkvæði? ÞAÐ ER að gerast sem ég vissi svosem fyrirfram: Ómögulegt ætlar að reynast að stöðva ruglfram- kvæmdimar við Reykjavíkurflugvöll. Þeir sem hafa bitið það í sig að flugvöllurinn skuli vera þarna hlusta ekki á rök. Nú síðast talaði forstjóri einok- unarflugfélags íslands pg sagði að innan- landsflug myndi leggj- ast af ef flugvöllurinn yi-ði færður. Hann Egill hafði engar röksemdir Helgason fyrir þessu - þetta var bara fullyrðing sem hann slengdi fram. Þetta er hans kredda. Formaður samgöngunefndar Al- þingis er á svipuðu róli og einokun- arforstjórinn. Hann umturnast þeg- ar farið er að ræða af yfirvegun og hugans rósemd um jámbraut frá höfuðborginni til Keflavíkur. Hann segir líka að innanlandsflug muni leggjast af. Og bætir við, án þess að sjá þversögnina, að Islendingar vilji bara bfla. Það sé eðli þeirra. Öll viðhorf í flugvallarmálinu ger- breytast ef rétt er að hagkvæmt sé að leggja járnbrautina til Keflavík- ur. Ef hægt er að komast með lest og kanriski líka á työfaldri Reykja- nesbraut til Keflavíkur á innan við hálftíma er ekki nein ástæða til að hafa flugvöllinn lengur í Vatnsmýr- inni. Þessi skoðun virðist sem betur fer vera að eignast tals- menn í hópi valda- manna - bæði varafor- maður samgöngu- nefndar _ þingsins, Hjálmar Árnason, og formaður umhverfis- nefndar Reykjavíkur, Hrannar B. Amarson, hafa sagt hversu skynsamlegt þeim virðist að leggja járn- brautina. Borgarstjórinn í Reykjavík og sam- gönguráðhema eru hins vegar enn í sama farinu og þau hafa verið allt síðásta ár. Þau benda hvort á annað. Þau vilja bæði koma sér undan því að bera pólitíska ábyrgð á endurbygg- ingu flugvallarins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir reynir að aftengja póli- tíska tímasprengju með þvi að lofa atkvæðagreiðslu um flugvöllinn. Hún segir að kosið verði í haust. At- kvæðagreiðslan verður að líkindum vita marklaus, enda virðist eiga að kjósa um hvort stefna eigi að því að flugvöllurinn fari kannski einhvern tíma eftir 2016. Ákvörðunin um framkvæmdirnar við Reykjavíkurflugvöll er afar ólýðræðisleg. Hún var tekin í sam- eiginlegu leynipukri landsbyggðar- höfðingjanna á þingi og í ráðuneyt- inu og skipulagsbýrókrata Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Flugvöllurinn Borgarstjórinn í Reykjavík og sam- gönguráðherra, segir Egill Helgason, eru hins vegar enn í sama farinu. borgarinnar. Sama og ekkert var aðhafst til að gera borgarbúum við- vart; kynning á framkvæmdunum fór fram á einhverjum kontór á skipulagsskrifstofunni. Kröfum um að þetta fari í umhverfismat hefur ekki verið svarað. Reykvíkingum var einfaldlega tilkynnt að þeir stæðu frammi fyrir orðnum hlut. Umræðan um flugvöllinn hófst ekki neitt að ráði fyrr en eftir að borgar- stjóri og ráðherra höfðu ákveðið að hann yrði endurbyggður, steyptur niður á klöpp fyrir marga milljarða króna. Vinstri menn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa kvartað sáran undan ólýðræðislegum aðförum í Eyjabakkadeilunni; hér hafa þeir sýnt að þeir eru ekki hótinu elskari að lýðræðinu. Sú fyrirætlan að láta borgarbúa kjósa um eitthvað sem kannski gerist eftir tvo áratugi er ekki annað en ámátleg tilraun til að drepa málinu á dreif. Líklegt þykir mér að flestir muni husa slíka at- kvæðagreiðslu - hver nennir að kjósa upp á svona býti? Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn hafa lýst fyrir- litningu á þessum málatilbúnaði og varla nema von. Þeir hafa þó ekki úr háum söðli að detta, enda hafa þeir ekki árætt að taka aðra afstöðu í flugvallarmálinu en landsbyggðar- forkólfarnir í flokksforystunni fyr- irskipa. Það borgar sig ekki til lengdar að gera ráð fyrir að fólk sé asnar, eða það vona ég. Eg held að R-listanum verði ekki kápan úr því klæðinu að þvæla flugvallarmálið með þessum hætti. Þvert á móti þykir mér sennilegt að flugvöllurinn verði að- alkosningamálið í næstu borgar- stjórnarkosningum - sem munu að miklu leyti snúast um borgarskipu- lag. Ef flokkarnir í borgarstjórn fara ekki að hreyfa sig er reyndar ekki ólíklegt að spretti upp nýtt framboð sem gæti ruglað öllu valda- kerfinu í Reykjavík, ekki ósvipað og Ken Livingstone hefur sett allt á rú og stú í pólitíkinni í Lundúnum. Umræða um skipulagsmál er að komast á mikla ferð. Fólk er farið að hyggja meira að umhverfi sínu en áður. Bráðum verður vakning. Menn líta í kringum sig og sjá þau hrikalegu spjöll sem hafa verið unn- in í Reykjavík: Sinnuleysið, ljótleik- ann og hið menningarsnauða skipu- lag. Ef menn gá ekki að sér er hætt við að myndist tvær borgir hér á höfuðborgarsvæðinu: Önnur verður úti á nesinu, þar sem flugvélarnar hringsóla enn yfir gamla Miðbæn- um. Þangað mun fólk aðallega koma til að drekka sig fullt. Hin verður uppi í hæðunum, með miðju í Kópa- vogsdalnum. Það verður aðalborgin, verslunarkringluborg að amerískri fyrirmynd þar sem bfllinn drottnar og þar sem þéttleiki byggðar er svipaður og í Los Angeles, einni leiðinlegustu stórborg í heimi. Þá munu stjórnvöld hafa afrekað það að eyðileggja Reykjavík. Höfundur er binðanmður. arinnar og hve margir forhertir einstaklingar geta stundað glæfra- akstur á meðan lög- gæslan er lömuð? Nú kann einhver að segja að aðrar deildir lög- reglunnar sinni einnig umferðareftirliti - en við, sem til þekkjum, vitum sem er að þær deildir eiga fullt í fangi með að sinna öðrum aðkallandi verkefnum sem tengjast mismun- andi afbrotum - og því miður er mest þörf á öflugri umferðariög- gæslu þegar annatími er einnig í öðrum málum. Á undan- förnum tuttugu árum hefur bflum hér á landi fjölgað um 103.000 bfla (96.000 árið 1980 en 199.000 árið 2000) en á sama tíma hefur sérhæfð umferðarlöggæsla nánast lagst af. Umferðin Við gerum þá iágmarkskröfu, segir Ragnheiður Davíðs- dóttir, að þjóðkjörnir menn virði landslög. Árið 1980 voru 10-20 sérhæfðir um- ferðarlöggæslumenn á vakt á hverj- um tíma í Reykjavík og unnu þeir á 2-4 bílum og 10-15 bifhjólum. Auk þess voru 6-8 vegalögreglubflar mannaðir út á þjóðvegi landsins. I áhöfn þeirra bíla voru sérhæfðii’ umferðarlöggæslumenn sem sinntu eingöngu vegaeftirliti sem fólst að- allega í eftirliti með ölvunarakstri og hraðakstri. Víða í smærri sveitar- félögum er löggæsla afar frumstæð, svo ekki sé meira sagt, enda oft að- eins einn maður á vakt á hverjum tíma með eftirlitssvæði sem spannar hundruð kflómetra. Við slíkar að- stæður geta menn aðeins sinnt nauðsynlegustu útköllum en fyrir- byggjandi löggæsla eða kærur fyrir umferðarlagabrot nánast útilokaðar - enda er einyrki í starfi lögreglu- manns nánast múlbundinn sem kærandi umferðarlagabrots. Á slík- um stöðum, þar sem allir þekkja alla og kunningjasamfélagið þrífst, nýt- ist vegaeftirlit mjög vel. Nú er svo komið að vegfarendur geta ekið landshornanna á milli án þess að mæta lögreglubfl. Þetta vita síbrota- menn umferðarinnar og aðrir þeir sem kjósa að túlka umferðarlögin að vild; sérstaklega ákvæðin sem kveða á um hámarkshraða á vegum, bann við ölvunarakstri og skyldunotkun bflbelta. 1 flokki þeirra síðasttöldu má finna ökumenn og farþega úr öll- um þjóðfélagsstigum, jafnvel menn í virtum embættum. Sorglegast er þó að horfa upp á þá, sem eiga að vera fyrirmyndir okkar hinna, brjóta þessi lög, þ.e. alþingismennina sjálfa sem sumir hverjir voru í hópi þeirra sem samþykktu bflbeltalögin á sín- um tíma! Við, sem förum að lögum í þessu landi, til þess að minnka lík- urnar á að lenda í umferðarslysi, gerum þá lágmarkskröfu að þessir þjóðkjörnu menn virði landslög. Við gerum einnig þá kröfu til stjórn- valda að þau tryggi okkur mann- sæmandi löggæslu í þessu landi svo afbrotamenn umferðarinnar fái við- hlítandi móttökur þegar þeir mæta á vígvöll umferðarinnar til að gera usla sem því miður endar oftar en ekki með mannlegum harmleik. Þá gerum við þær sjálfsögðu kröfur að Rannsóknarnefnd umferðarslysa verði annað og meira en orð á blaði, þ.e. að tillögum hennar, m.a. um aukna löggæslu, verði hrint í fram- kvæmd. Mælirinn er einfaldlega fullur. Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.