Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 4

Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra flytur erindi á aðalfundi Félags- ins Island-Palestína, en honum á hægri hönd situr Sveinn Rúnar Hauks- son, formaður félagsins. Formlegt stjórn- málasamband við Palestínu ÍSLENSK yfirvöld hafa tekið upp samskipti við Frelsissamtök Pal- estínu, PLO, sem talin eru jafn- gilda formlegu stjórnmálasam- bandi við Palestínu. Þetta kom fram í erindi Halldórs Asgríms- sonar utanríkisráðherra sem hann hélt á aðalfundi Félagsins Island-Palestína á sunnudaginn. Hann sagði að íslensk yfirvöld myndu virða sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna og að Islending- ar myndu fylgja hinum Norður- landaþjóðunum í afstöðu sinni til Palestínu. Formleg samskipti tókust þeg- ar sendiherra PLO í Ósló var ný- lega viðurkenndur af íslenskum stjórnvöldum sem yflrmaður aðal- sendinefndar í Palestínu á Islandi með aðsetur í Noregi. Halldór sagði fslendinga hafa átt góð samskipti við heimstjórn PLO á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu undanfarin ár og taldi að þau samskipti ættu eftir að eflast frekar. Hann tók sem dæmi að íslensk yfirvöld hefðu stutt skóla- starf í Palestínu í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Þó að lóð Islendinga vægju ekki þungt sagðist Halldór líta þannig á að þau væru engu að síður mikilvæg aðstoð í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. FRÉTTIR Útreikningar S A á aðalkröfugerð VMSÍ 40% hækkun algengra launa í fiskvinnslu Algeng launakjör í fiskvinnslu og kröfur VMSÍ: Aðalkröfur VMSÍ Launakjör nú Kröfur Hækkun Launakerfi (7 ára taxti) 73.709 kr. 79.257 kr. +7,5% Hækkun mánaðarlauna 15.000 kr. +20,4% Hámarksorlof 11,59% 14,54% Lífeyrissjóður 6,00% 11,50% Fræðslusjóður 0,30% Desemberuppbót 27.100 kr. 50.000 kr. 84,5% Orlofsuppbót 9.000 kr. 15.000 kr. 66,7% Veikindi barna 0,20% Lauslegt mat Samtaka Atvinnulífsins: Kostnaðarauki fiskvinnsli i x skv. kr Krafa VMSÍ Mán.laun öfum VMSÍ | I Algeng laun nú (7 ára taxti) | HÆKKUN | Einingar Verð Mán.laun Krónur Hlutf. Dagvinna 173,3 425,25 73.709 94.257 20.548 27,9% Bónus 149,1 170,00 25.341 32.405 7.065 27,9% Yfirvinna 13,0 765,45 9.951 12.725 2.774 27,9% Regluleg laun samtals: 109.001 139.387 30.387 89,9% Hámarksorlof 12.633 20.267 7.634 60,4% Lífeyrissjóður 6.540 16.030 9.490 145,1% Fræðslusjóður 0 Desemberuppb. á mán. 2.258 418 4.167 418 1.908 84,5% Orlofsuppbót á mán. 750 1.250 500 66,7% Launatengdir liðir samt.: 22.181 42.132 19.950 89,9% Launakostnaður samt.: 131.181 181.519 50.337 38,4% SAMTOK atvinnulífsins birtu um helgina lauslegt mat sitt á kostnað; aráhrifum aðalkröfugerðar VMSÍ fyrir fiskvinnslu. Er byggt á dæmi um algengan taxta í fiskvinnslu, bónus sem nemur 170 kr. á bónus- tíma og þremur yfirvinnustundum á viku. Niðurstaða samtakanna er sú að launakostnaður skv. kröfu- gerð VMSÍ hækki um tæp 40% eða um 50 þúsund kr. á mánuði í þessu tiltekna dæmi. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. laugardag tók SA. saman áhrif kröfugerðar VMSÍ á laun verkafólks í mjölverksmiðjum. Kom þar fram það mat SA að fjarri lagi væri að kröfur VMSI takmarkist við 15 þúsund kr. hækkun á ári. Nær væri að tala um 36% hækkun á fyrsta ári, að við- bættum ýmsum kröfum, t.d. um lengingu orlofs og hækkað fram- lags í lífeyrissjóð, en þær kröfur einar hækkuðu kostnaðinn um tæp 9% til viðbótar, eins og sagði í út- reikningum SA. Betra dæmi og almennara Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að það dæmi hafi verið gagnrýnt vegna sérstaks eðlis starfa í slíkum vinnslum og því hafi verið fundið dæmi sem telja megi betra og almennara og nái til fleiri félagsmanna VMSI. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSI, gagnrýndi Ara og SA harðlega í Morgunblaðinu sl. sunnudag fyrir mjölvinnsluút- reikningana og sagði þá jaðra við að vera atlögu að vinnulöggjöfinni. „Það var nú aldrei ætlun mín að hafa óviðurkvæmileg afskipti af innra starfi stéttarfélaga," segir Ari, aðspurður um gagnrýni Björns Grétars. „Hins vegar er jafnljóst að ég hlýt að áskilja mér allan rétt að leggja saman þær töl- ur sem felast í kröfugerð VMSÍ og leggja út af þeim fyrir einstakar greinar. Dæmi af algengum laun- um í fiskvinnslu, sem er nú ansi fyrirferðarmikil utan höfuðborgar- svæðisins, sýnir vel hversu langt kröfur Verkamannasambandsins ganga út fyrir þann ramma sem við getum með nokkru móti geng- ist við,“ sagði Ari. I Atlanta semur við FFF SAMNINGAR hafa tekist um kaup og kjör íslenskra flug- manna og nokkurra erlendra sem eru í starfi hjá Atlanta- flugfélaginu. Um er að ræða samning til þriggja ára og nem- ur grunnkaupshækkunin 13%. Samningurinn var gerður við Frjálsa flugmannafélagið (FFF), en í því eru svo til allir íslenskir flugmenn Atlanta og nokkrir erlendir sem búsetu hafa hér á landi. Alls nær samningurinn til milli 60 og 65 flugmanna. Þjónusta gagnasafns Morgunblaðsins bætt með tilkomu nýrrar leitarvélar Hægt að fá blaðagreinar sendar með tölvupdsti GAGNASAFN Morgunblaðsins hef- ur verið betrumbætt og þjónusta þess aukin verulega með tilkomu nýrrar leitarvélar sem tekin verður í notkun í dag. Leitarvélin, sem byggist á svo- kölluðu gervigreindarkerfi, eykur skilvirkni safnsins, sem þýðir að not- endur þess munu eiga mun hægara um vik við að finna blaðagreinar sem þeir vilja og hafa áhuga á að lesa. Þjónusta númer eittS Til sölu VW Passat 1800, 4 dyra Sedan 4x4, nýskráður 30.06.1999, ekinn 20.000 km, topplúga, viðarklæðning, 17“ álfelgur. Ásett verð 2.520.000. Nánarí upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINGflEKLU Nóryi&r eiff f nofv^vm írílvmf Laugavegi I74,105 Reykjavlk, slmi 569-5500 \vww,t>ilothiHf|,us * wvvw.hilathincjJs • www.hilathinn iiv Jakob Þorsteinsson, sölustjóri Morg- unblaðsins, sagði að með nýju leitar- vélinni gætu áskrifendur einnig feng- ið sendar, með tölvupósti, greinar sem þeir hefðu sérstakan áhuga á. „Það býður enginn annar fjölmiðill upp á þjónustu í líkingu við þetta,“ sagði Jakob. „Með þessari þjónustu gefst hinum almenna notanda kostur á sníða kerfið að sínum þörfum. Menn geta t.d. fengið sendar greinar sem tengjast tómstundum þeirra og fyrir- tæki geta fylgst með allri umfjöllun um þann markað sem þau eru á.“ Leitarvélin sem tekin verður í notkun í Gagnasafninu í dag kemur frá breska fyrirtækinu Autonomy Systems Ltd. og er t.d. notuð af BBC, Reuters, Associated Press og San Francisco Chronicle. Hægt að nota venjulegt málfar við leit, Hingað til hefur gagnasafnið að- eins boðið upp á orðaleit sem þýðir að menn hafa getað slegið inn einstök orð og fengið birtar greinar þar sem þau orð koma fyrir. Orðaleitin verður áfram til staðar en bætt verður við mun fúllkomnari leitarvél sem gefur fólki kost á því að nota venjulegt mál- far við leit á efni. Notendur geta sleg- ið inn heilar setningar t.d. væri hægt að slá inn eftirfarandi: „Verðbréfa- markaðurinn og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins.“ Þegar þessar upplýs- ingar hafa verið slegnar inn birtir leitarvélin þær greinar sem innihalda upplýsingar tengdar setningunni sem notuð var við leitina og fá greinamar ákveðið vægi eftir því hversu tengdar ÁJ fiTU V»9t(iirt AjStívj P I íi»«sw»*t«mS»kkwi tssUase*i((«aixfc(iB«W>: * iwtew PFwwMa* Ik þær eru setningunni sem slegin var inn. Leitarvélin gefur notandanum kost á því að þrengja leitina enn frekar með því að stilla vægið sjálfur og ákveða sjálfur hvað hann vill sjá margar greinar. Ef notandinn slær inn setningu og stillir vægið á 30% sér hann ekki þær greinar sem leitarvélin skilgreinir undir 30%. Notandinn get- ur líka ákveðið hvað hann vill sjá margar greinar. Það að áskrifendur geti fengið sendar með tölvupósti greinar sem þeir hafa sérstakan áhuga a er e.t.v. það byltingarkennd- asta við þessa breytinguna á gagnasafninu. Áskrifendur gagnasafnsins geta nýtt sér að kostnaðarlausu svonefnd- an Vaka, sem í raun hefur það hlutverk að vakta gagna- safnið íyrir notandann. Til þess að nýta sér þessa þjón- ustu þurfa notendur að setja upp Vaka, en aðferðin við það er mjög einfóld og er út- skýrð nákvæmlega á heima- síðu gagnasafnsins. í grófum dráttum þá nota menn Vakann á svipaðan hátt og þeir nota nýju leitar- vélina nema hvað þeir geta þjálfað hann sem þýðir ein- faldlega það að þeir geta skilgreint mjög nákvæmlega hvers konar greinar þeir vilja fá sendar. Ef ákveðinn notandi hefur áhuga að fá sendar allar blaðagreinai’ um ákveðið fyrirtæki sem birtast í Morgunblaðinu fær hann þær sendar. Notandinn getur síðan stofnað marga Vaka þar sem efnisleitin er skilgi’eind á mismunandi hátt. Þannig gæti sarm notandi einnig fengið sendar allar greinar um fjarskipti. Þess bera að geta að með öllum blaðagreinum í gagnasafninu fylgjR sömu myndir, kort og gröf og birtust í sjálfu blaðinu. Áskriftargjald að gagnasafránu er fr’á 2.000 krónum á mánuði og einnig er hægt að kaupa greinar í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.