Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 21. MARS 2000 i í fjóra flokka og voru flestir í þriðja og fjórða. Án þess að vita af okkar tengslum og án þess að hika var svar- ið að Ingi væri fyrsta flokks. Þor- steinn bætti því raunar við að Ingi væri ekki alltaf vandlega undirbúinn en skemmtilegur í ræðupúlti og ákaf- lega fundvís á rök íyrir sínum málst- að. Oft er í lagakennslu vísað til dóms frá 1972 þar sem Ingi sótti mál fyrir mann sem hafði orðið fyrir talsverðu tjóni. Tjónvaldurinn bar fyrir sig að hann væri ósakhæfur og studdi það læknis- vottorðum en ósakhæfi veldur m.a. því að mönnum er ekki refsað og hefði því mátt ætla að þeir væru heldur ekld bótaskyldir. Til þess að ónýta þessa vörn þurfti að fara alla leið aft- ur tfi 1281 í mannhelgisbálk Jónsbók- ar sem segir að ef óður maður brýst úr böndum og verður hann manns bani, þá skal bæta af fé hans ef til er. Hæstiréttur féllst á að þetta ætti við í málinu og að Jónsbókarákvæðið væri enn gild lög og með þeim rökum vann Ingi málið. Ingi var verjandi í viðamestu meið- yrðamálaferlum sem í réttarsalina hafði ratað, í hinum svonefndu VL- málum, sem spruttu af pólitískri deilu um herstöðina í Keflavík og veru okk- ar í Nató. í dag ríkja allt önnur við- horf til tjáningarfrelsisins, ekki síst þess frelsis að mega tjá skoðanir sín- ar um jafn stórpólitísk ágreiningsmál. Flest enduðu VL-málin með einhvers konar áfellisdómi en mér er til efs að sama niðurstaða myndi fást nú. Rök Inga fyrir sýknu yrðu tekin gild. Annað sem einkenndi lögmann- sstörf Inga var að hann gat aldrei sagt nei við nokkum mann og fyrir starfandi lögfræðing af vinstri kanti hins pólitíska litrófs er auðvelt að ímynda sér hvernig skjólstæðinga- hópurinn var samsettur. Dagurinn hefur því oft verið langur og margt óunnið í lok hans enda var stundum gripið til þess ráðs að fara úr bænum eða fela sig til að vinna að málum þar sem enginn gat náð í hann nema Hulda systir hans sem var hans hjálp- arhella í áraraðir. Síðan gleymdist að senda reikning íyrir vinnuna enda oft til lítils og eitt er víst að Ingi varð ekki ríkur að fé af lögmennsku sinni. Ingi skipti um starfsvettvang í byrjun níunda áratugarins þegar hann tók við starfi forstjóra Bruna- bótafélags íslands. Ekki veit ég hvaða væntingar þeir sem þar voru fyrir höfðu til nýja forstjórans, en ekki leið á löngu þar til hann var orð- inn hvers manns hugljúfi enda var honum mjög annt um starfsmenn fé- lagsins. Ingi gekk að rekstri Bruna- bótafélagsins af krafti og ekki varð annað séð en að hann hefði beðið eftir því tækifæri lengi að komast til þeirra verka. Félagið óx hratt og bætti stöðu sína í harðnandi samkeppni. Þótt ganga þyrfti hratt til verks var af ör- yggi og nákvæmni ráðist í að sameina Brunabótafélagið öðru félagi og úr varð stærsta tryggingafélag landsins VIS hf. Þegar Landsbankinn keypti hlut Brunabótafélagsins í VÍS hf. varð ljóst að úr því litla félagi sem Ingi tók við 1981 var orðið peninga- legt stórveldi og er hlutur Inga í þeim vexti ómældur. I stuttri minningargrein er ekki hægt að koma að öllu því sem leitar á hugann á þessari stundu. Það væri hægt að skrifa langt mál um önnur áhugamál Inga en pólitík og vátrygg- ingar. Að öllu gekk hann af sama krafti og alls staðar náði hann ára- ngri. Það er líka hægt að skrifa margt um fjölskyldumanninn en til Inga leit- aði öll fjölskyldan og ættin með sín mál. Hann var sannkallaður pater familias. Þær verða ekki fleiri sím- hringirnar á kvöldin oftast öfugum megin við miðnættið, þar sem hann fór yfir atburði og pólitík dagsins með Alfheiði dóttur sinni en með þeim feðginum var ákaflega kært. Hennar harmur er mikill og Ingi litli saknar afa síns sem átti eftir að kenna honum svo margt. Sjálfur er ég ósáttur við þessi ótímabæru leiðarlok. Það er erf- itt að missa svo góðan félaga og vin. Sigurmar K. Albertsson. Kæri tengdapabbi, í mér togast á tvær tilfinningar. Annars vegar sorg yfir fráfalli þínu og hins vegar gleði yfir samverustundum okkar sem verða með mér alla tíð. Mér eru minn- isstæð okkar íyrstu kynni. Það var á þeim tíma er ég var að leggja snörur mínar íyrir stelputryppið, hana Eyrúnu dóttur þína. Fyrst fann ég sterka áru og þétt- ingsfast handtak en síðan hófst yfir- heyrslan. Viti menn, það kom á daginn að þú kunnir skil á háttum og högum fjöl- skyldu minnar og þekktir frændgarð minn allan, senniiega betur en ég sjálfur. Þetta gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þú varst hafsjór af fróð- leik um menn og málefni og komst mér sífellt á óvart í þeim efnum, hvort sem það var á ferð okkar um landið þegar ég fann hversu vel þú varst að þér í ömefnum og sögu landsins, eða þegar þú malaðir spumingakeppni framhaldsskólanna í stofunni heima á Hagamel. A einu sviði hafðirðu hins vegar ekki roð við mér, en það var í eldhús- inu. Þegar þið Ragna komuð í mat til okkar varstu alltaf jafn rasandi yfir því að húsbóndinn á heimilinu hefði virkilega sjálfur brúnað kartöflumar og stungið lærinu í ofninn og komist frá því skammlaust, enda varst þú af þeirri kynslóð karímanna sem litla þjálfun fékk í slíkum störfum. Þó var þér ekki alls vamað þegar matargerð var annars vegar, því af þér lærði ég það sælkera-„trikk“ að nota strausyk- ur út á saltfiskinn. Annað sem stendur uppúr í okkar kynnum er að það var ógemingur að fá þig til að hallmæla nokkrum manni og það áttir þú sameiginlegt með Rut, ömmu minni, sem var vinkona þín til margra ára. Ég hafði aldrei árangur sem erfiði í þeim tilraunum mínum að fá þig til þess að baktala aðra, það var ekki þinn stlll. Þú hafðir enga þörf fyrir að hefja þig yfir aðra með hálf- kæringi, kaldhæðni og sleggjudóm- um. Fráfall þitt var sannarlega ótíma- bært en ég held að almættið hafi laun- að þér öll góðverkin í lifanda lífi með því að leyfa þér að skilja við á sama hátt og þú lifðir þínu lífi. Með reisn. Missir Rögnu og fjölskyldunnar er mikill en eftir lifir minning um ein- stakan mann. Birgir E. Birgisson. Það er með miklum söknuði að ég sest niður og skrifa fátækleg orð um kærleiksríkan móðurbróður minn. Ég er fædd og uppalin í sannkall- aðri stórfjölskyldu á Hverfisgötu lOOb, æskuheimili Inga, en þar bjó amma Eyrún ásamt bömum sínum sem flest byrjuðu sinn búskap þar. A Hverfó var oft glatt á hjalla, mikill gestagangur og oft heitar umræður um málefni h'ðandi stundar. Amma Eyrún var dugleg kona sem lagði bömum sínum lífsreglumar um kærleika, virðingu og stuðning hvert við annað og þau systkinin fylgdu þeim reglum. Ingi var sá í fjölskyldunni sem flestir leituðu til. Hann hafði lag á því að setja sig fljótt og vel inn í öll mál og leysa úr þeim. Mér reyndist hann allt- af best og oft var til hans leitað hvort sem var í veikindastríði eða fyrirtækj- arekstri. En það var ekki bara talað saman þegar vandamál komu upp, það var oft glaðst saman. Ingi fór með okkur Alfheiði í ógleymanlega ferð til Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Lundúna. Og í aðra ferð austur undir Eyjafjöll var farið á þremur bílum, áð (með bita og sopa) við hvem merkis- staðinn á fætur öðram þar sem Ingi las upp úr hverri merkisbókinni á fætur annarri því alltaf var hann að miðla fróðleik. Og síðast en ekki síst minnist ég 75 ára afmælisveislu frænda míns í sælureitnum þeirra Rögnu við Rauðhóla en þar áttu þau sannkallað óðalssetur. Að leiðarlokum vil ég þakka Inga fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og foreldra mína en þeir syrgja hann sárt. Elsku Ragna mín, Álfheiður, Addý, Steinunn., Eyrún, Ingi Ragnar og fjölskyldur; góður maður er fallinn frá. Ykkar missir er mikfil en minn- ingin um yndislegan mann lifir. Inni- legustu samúðarkveðjur frá okkur Sigga og bömunum. Ema Bjömsdóttir. Svo mikið er víst að þegar ég var að alast upp í hreyfingunni með stórum staf og greini þá var Ingi jafnan kall- aður til þegar mikið lá við. Og þegar htið lá við. Hann var lögfræðingurinn sem menn leituðu til með skuldabasl- ið sitt, með íbúðina sína, með skipta- málin, með skilnaðarmálin. Þegar þurfti að ganga frá skuldabréfum fyr- ir Þjóðviljann eða flokkinn; þá var Ingi kahaður tU því hann kunni þetta lagamál sem aðrir kunnu ekki og vildu kannski ekki kunna af því að það var svo borgaralegt. Ingi kunni sig nefnUega hvar sem var; hann var „salonfáhig", salarhæfur, í hinum „finu“ boðum ekki síður en á baráttu- fundum. Hann var maðurinn sem var kallaður til eins og sjálfkrafa þegar okkur var stefnt fyrir meiðyrði, tug- um saman og að lokum jafnvel dæmd- ir fyrir tUvitnanir í Þorstein Erlings- son. Þó var vöm Inga svo fim að af bar og athygli vakti. Verkin fyrir hreyfinguna vann hann í sjálfboða- vinnu; það töldu allir sjálfsagt að hann ynni þau án þess að fá nokkuð íyrir nema í mesta lagi þakkir í orði. Það er reyndar einstaklega ólánlegt fyrir sögu hreyfíngarinnar og hreyf- inguna eins og hún var og hét að Ingi skyldi ekki hafa verið kallaður tU var- anlegrar pólitískrar forystu. Hann hafði svo mUda burði til forystu að flestu leyti; það era fáir eins glimr- andi og Ingi, sagði Einar um hann. Þeir voru vinir, Ingi og Einar Olgeirs- son. Einar treysti Inga algerlega aUt tU enda eins og þeir heyrðu sem hlust- uðu á útfararræðuna sem Ingi flutti við útför Einars fyrir fáum árum. Þegar ég öllum eða að minnsta kosti sjálfum mér að óvöram varð við- skiptaráðherra haustið 1978 þurfti oft að leita tU þeirra sem kunnu til verka. Ohuverðið var orðið skikkanlegt en þaut svo upp aftur. Á örfáum mánuðum hækkaði verð- ið um mörg hundruð prósent. Þá setti ég á fót ohuviðskiptanefnd tU þess að reyna að finna olíu annars staðar en í Sovétríkjunum og á lægra verði. Ingi fór í það verk fyrir mig og ég fékk Jó- hannes Nordal tU þess að verða for- maður ohuviðskiptanefndarinnar. Nefndin varð til með atbeina stjóma- randstöðunnar líka og ritari nefndar- innar varð reyndar seinna fjármála: ráðherra, Geir Hilmar Haarde. í þessari nefnd vann Ingi eins og hest- ur og gerði allt sem hann gat tU að finna ohu tíl kaups annars staðar en í Sovétríkjunum. Honum tókst það ekki frekar en olíufélögunum og Jó- hannesi Nordal. En hann var maður- inn sem allir treystu, líka pólitískir andstæðingar sem svo voru kallaðir, treystu Inga líka til þess að lækka ol- íuverðið frá Rússum eða til þess að finna ódýrari olíu annars staðar og hætta viðskiptum við Rússa. Stjóma- randstaðan kenndi mér aftur á móti um; bæði það að hækka verðið á olíu og eins hitt að finna hvergi ohu nema hjá Rússum. Það er gangur lífsins. En það er önnur saga sem ég ætla að segja nú; það er sagan af því þegar Ingi vann sigur með málafylgju sinni. Það er sagan af aðlögunargjaldinu sem allir hafa gleymt núna sem betur fer nema kannski Þórhallur fyrir utan mig. Þórhallur Ásgeirsson sá góði maður ráðuneytisstjóri, prúðmenni og vitmaður aht í senn fékk dreng horaðan síðhærðan inn á gafl í ráðu- neytinu 1. september 1978. Þórhallur var þá erlendis en hraðaði för sinni heim sem ákafast þegar hann frétti af sveinstaula þessum í ráðherrastóln- um. Þegar hann kom heim mátti lesa í stjómarsáttmálanum að það ætti að framlengja aðlögunargjald á innflutt- um iðnaðarvöram. Tilgangurinn var sá að veikja ekki á neinn hátt samkeppnisstöðu ís- lensks iðnaðar. Vinstristjómin ákvað að framlengja gjaldið. Þeir sem til þekktu fullyrtu að það yrði aldrei gert nema í stríði við EFTA. Sumir fullyrtu að framlenging að- lögunargjaldsins jafngilti hins vegar úrsögn úr Fríverslunarbandalaginu. Málið var talið algerlega óvinnandi nema þá í fullu opnu stríði við EFTA. Ég vildi fara aðra leið og kanna að minnsta kosti fyrst hvort unnt væri að ná þessum árangri með sáttum. Við brugðum þá á það ráð að gera út sendinefnd. Nefndin var skipuð fulltrúum stjómarflokkanna þriggja og það var vandi að finna formann í nefndina. Hann þurfti að uppfylla mörg skilyrði; fyrst það að ég sem skipaði nefndina væri sannfærður um að þar væri besti maðurinn. Annað það að hinir stjómarflokkarnir treystu viðkomandi. I þriðja lagi það skilyrði að samtök iðnaðarins treystu manninum og loks það að maðurinn væri þeirrar gerðar að íslandi væri sómi að honum á alþjóðlegum vett- vangi. Þessi maður varð Ingi. Sendi- nefnd undir forystu hans heimsótti allar höfuðborgir EFTA en aðildar- ríkin vora þá miklu fleiri en nú: Nor- egur, Finnland, Svíþjóð, Sviss, Portú- gal, Austurríki. Ferðalögin tóku ekki mörg ár heldur fáar vikur. Alls staðar voru haldnir fundir með ráðherrum og ráðuneytisstjórum við- komandi landa og alls staðar vora lögð fram þau einföldu rök að íslensk- m- iðnaður þyrfti aðeins lengri tíma til að aðlagast nýjum markaðsaðstæð- um. Niðurstaðan varð öllum á óvömm og þvert á allar hrakspár að öll aðild- arríki EFTA samþykktu beinlínis þá ákvörðun ríkisstjómar íslands að framlengja aðlögunargjaldið. Það var talinn stórsigur íyrir ísland. Þar vannst sigur sem flestir eða allir sem til þekktu höfðu talið óvinnandi áður en lagt var af stað í leiðangurinn. Hvaða erindi á aðlögunargjald inn í minningargrein? Það erindi að þetta kraftaverk var verk Inga R. Helga- sonar; myndugleiki hans var þvílíkur að hann tók upp herbergið eða salinn þar sem hann var hvar sem það var. Hann dró að sér athygli allra; hann hafði höfðinglegt fas og hélt athygli í útlistunum sínum og útskýringum, oft í löngu máli, nákvæmu og ítarlegu. Hann gekk beint, hiklaust og skýrt til verks. Ingi baðst aldrei afsökunar á sjálf- um sér; heldur gekk alltaf í verkin eins og það var kallað af fullum óskor- uðum myndugleika gjörsamlega án tillits til þess hvemig það kom honum sjálfum. Guðmundur J. sagði um Inga að hann kynni hvorki á klukku né - það sem er verra - almanak. Það skipti reyndar engu. Þótt hann kæmi þrem- ur korterum of seint á klukkutíma- fund hóf hann sín mál eins og ekkert væri og skilaði því svo að enginn mundi lengur eftir klukkunni frekar en Ingi. Margur maðurinn sem beið lengi á bekknum fyrir framan lögmannsstof- una hafði samið í huga sér ítarlegar samansaumaðar ræður; bókmennta- verk til þess að varpa framan í lög- manninn þegar hann loksins birtist. Þessi samansúrraðu snilldarverk hurfu eins og dögg fyrir sólu í sjarma lögmannsins þangað til minna en ekk- ert varð eftir af þeim. Þegar allt þetta svo lagðist saman; Vissa um málstað- inn, nákvæm þekking á því máli sem hann fjallaði um og sjarminn; - þá varð ekki margt um fyrirstöður á bæjum. Ingi R. Helgason var með öðrum orðum afburðamaður, ekki gallalaus. Því fór fjarri. En forystueiginleika hafði hann ótvíræða. Hann gekk í öll verk fyrir Einar og flokkinn. Stund- um vora þau kölluð skítverk, en hvort sem það var réttnefni eða ekki, þá er hitt víst að þessi málafylgja Inga bitn- aði oft á honum sjálfum. Varð oft til þess að hann var ekki kallaður til þeirra pólitískra forystuverka sem hann hafði burði til. Hann naut leið- togans stundum og galt hans oft. Þegar auglýst var laust starf for- stjóra Branabótafélagsins var það al- gjörlega rakið að ráða Inga. Forysta hans íyrir því félagi varð afbragð eins og tayggingamenn kunna betur á en ég. Eg er feginn að hafa átt hlut að þeirri ráðningu. Félagar mínir í þá- verandi ríkisstjórn Steingrímur Her- mannsson og Gunnar Thoroddsen gerðu engar athugasemdir við þau embættisverk mín. Ég tók eftir því í vetur að frétta- menn vora að reyna að ná til Inga vegna upplýsinga úr sögu Sósíalista- flokksins. Það náðist ekki til hans; það var þá af heilsu hans dregið. Það er miður. Þegar Ingi féll nú á sjötugasta og sjötta aldursári átti hann margt ógert og öragglega líka margt ósagt. Ingi Ragnar er nú allur einS og það er kallað og ég svo fjarri að ég get ekki einu sinni haldið undir kistuhornið þegar hann siglir út úr Dómkirkjunni til grafar. Ég bið fyrir kveðjur með þessum línum héðan af sléttunum þar sem nú er að herða upp vetur aftur í 20 stiga frost á nóttunni. Hér námu frændur okkar land fyrir áratugum; bráðum hálfum fimmta fjórðungi aldar. Ingi R. Helgason var hkæ.. landnámsmaður; landið var misjafiP" lega auðvelt yfirferðar eins og hjá landnemunum forðum á Nýja Islandi. En verk þeirra era virt að verðleikum og þökkuð. Með þessum línum bið ég fyrir kveðjur okkar Guðrúnar beggja, en hann var einlægur stuðningsmað- ur hennar í borgarmálum á sinni tíð. Kveðjur biðjum við fyrir til Rögnu og krakkanna og ekki síst Alfheiðar, Simma og Inga Kristjáns. Ég finn þegar ég set þessi orð á blað að ég þyrfti að skrifa lengra mál um Inga; ekki samt sagnfræði. Nóg er nú samt lagt á aðstandendur sem kveðja ásL^ vini sína þótt þeir þurfi ekki í ofanálag' að lesa minningargreinar sem þykj- ast vera sagnfræði. En mig langaði til að draga upp mynd af manni sem var treyst til allra erfiðustu verkanna, manni sem leysti þau oft glæsilega af hendi. Manni sem margur maðurinn - þar á meðal ég - þakkar langa sam- fylgdídag. Svavar Gestsson. Ingi R. Helgason verður samferð- armönnum sínum um margt eftir- minnilegur. Á löngum starfsferli kom hann víða við og var öflugur liðsmað- ur hveiju því máli sem hann studdi. Þannig atvikaðist að okkar leiðir lágu saman á ýmsum vettvangi við úrlauS#^ ólíkra viðfangsefna. Þess vegna urðu kynni okkar veraleg og fyrir þau kynni vil ég þakka nú. Fyrst lágu leið- ir okkar saman þegar hann sem lög- maður leitaði bóta fyrir slqólstæðinga sína hjá því vátryggingafélagi sem ég starfaði hjá. Mér fannst gott að vinna að slíkum málum með Inga því hann greindi fljótt aðalatriði hvers máls. Hann hélt vel á málum skjólstæðinga sinna en var jafiiframt sanngjam við- semjandi og orðum hans mátti treysta. Við voram sessunautai^K bankaráði Seðlabanka Islands um árabil en í því ráði starfaði Ingi lengur en nokkur annar. Skýr hugsun, lagni og fundvísi á úrræði reyndust honum vel á þeim vettvangi sem og víðar auk þess verðmæta eiginleika að vera öll- um hnútum kunnugur í þjóðfélaginu. Þegar Ingi var skipaður forstjóri Branabótafélags íslands varð starf- svettvangur okkar hinn sami. Þessi vettvangur var honum í upphafi fram- andi en okkur samkeppnis-aðilunum fannst hann fljótur að setja sig þar inn í öll mál. Ingi var verðugur and- stæðingur ekki síður en samstarfs- maður því þótt við værum samkeppn- isaðilar vora þó ýmis mál, einkum innan Sambands íslenskra trygginga- félaga, sem við áttum samstarf um. Tónlistin var sameiginlegt áhuga- mál okkar og við vorum sitt á hvað fulltrúar stjómvalda í stjóm Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Ingi var mikill áhugamaður um byggingu tónlistar- húss í Reykjavík og virkur félagi í samtökum áhugafólks um það mál- efni allt frá stofnun þeirra. Hann var um nokkur ár formaður samtakanna og var ég þá varaformaður og get því vel borið um þann eldlega áhuga sem einkenndi störf hans á þeim vett- vangi. Áttum við ófáar ferðir á fund ráðamanna til þess að vinna málinu brautargengi. Lagði hann þá málin fyrir af festu og rökhyggju og fylgdi þeim síðan eftir af þeirri málafylgju sem honum var lagin. Ekki höfðuíff við erindi sem erfiði þá en dropinn holaði steininn og ég hygg að fátt hefði glatt Inga meir en nýjustu frétt- ir af framgangi byggingar þessa húss sem svo lengi hefur sárlega vantað. Þótt margt sameinaði okkur Inga R. var þó Jjóst að við deildum ekki póli- tískri sannfæringu en við létum það aldrei trufla samvinnu okkar. Ingi var líka þeim hæfileikum gæddur að geta umgengist flesta og átti löngum inn- angengt bæði í austur og vestur. Ég held að Ingi hafi talið til vina sinna fólk af öllum gerðum sem spanniyjf*, allt hið pólitíska litróf. * Það var erfitt að tala um Inga R. án þess að tala um Rögnu líka, svo sam- rýmd og samtaka sem þau hjón vora. Missir hennar og fjölskyldunnar er mestur og þeim sendum við Jóhanna innilegar samúðarkveðjur, um leið og við minnumst ótal ánægjustunda, inn- Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.