Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Námstefna um
nytsamlegar
ábendingar
fyrir alla
stjórnendur
5x5
STJÓRNUN
ENN BETRIYFIRSÝN
Tími: Miðvikudaginn, 5. apríl,
kl. 9:00-12:30
Staður: Hótel Saga, þingstofa A
jp
Nú haldið ý
í fjúrða sinn
Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leytí á þekkingu
stjórnenda, viðhorfi þeirra til starfsfólks, yfirsýn og viðbragðsflýti.
Á þessari námstefnu fá stofnar árangursríkrar stjómunar nýja
nálgun, sem ber með sér mikilvæga stjómunarreynslu verkfræðings
og markaðsmanns. Úr verður „5x5“ stjórnun, sem þarf að vera
Ijós hverjum yfirstjómanda og millistjómanda. Yfirsýnin verður
skýrari. Hugmyndir að lausnum verða fleiri.
Á 4 klst. verður fjallað um 5 atríði sem eru:
1. Framtíðin - og hvernig fyrirtækið er búið undir
breytingarnar sem eru framundan.
2. Ferlar - í öllum fyrirtækjum skipta vinnuferlamir miklu
máli - en allt of fáir gera sér grein fyrir því að ferlamir eru
samkeppnistæki sem verða að vera í lagi, skráð á blað og
undir eftirliti.
3. Frammistaða - Árangursstjórnun er mest umtalaða
stjómunaraðferð nútimans... Mælingframmistööu er
lykilatriðið.
4. Fyrirtækið - Dagleg stjórnun þarf að vera jafnvægi milli
agaðra vinnubragða og uppörvandi samskipta. Aðaleign
fyrirtækisins þegar öllu er á botninn hvolft er fólgin í
þekkingu, ímynd og stjórnunar„kúltur“.
5. Fólk - er það sem allt snýst um. Þekkir starfsmaðurinn
markmið fyrirtækisins, forgangsraðar hann sínum verkefnum
rétt, skipuleggur hann tíma sinn þannig að hámarksárangur
næst?
Þessi námstefna er fyrir stjómendur sem vilja ná enn betri árangri,
vilja fá betri yfirsýn yfir stefnur og strauma í stjómun eða vilja
endurhæfa þætti í stjómun sinni! Markmiðið er að þátttakendur
fái staðfestingu á því sem vel er gert og tugi hugmynda til að
breyta stjórnun og starfsháttum í fyrirtækjum/stofnunum sínum.
Um 2000 manns hafa hlýtt á stjómunarefni Thomasar Möller, sem
hann hefur stöðugt unnið við að þróa og er hér í fyrsta sinn tekið
saman í heildstæða nálgun um aðalatriði í umhverfi stjómandans.
Enginn stjórnandi lætur þessar fjórar stundir fram hjá sér fara.
Höfundur og leiðbeinandi er
Thomas Möller, hagverkfræðingur. Hann
hefur 18 ára stjómunarreynslu. Thomas
erframkvæmdastjóri markaðssviðs
þjónustustöðva OLÍS og var áður í
stjómunarstörfum hjá EIMSKIP. Hann er
höfundur metsölubókar um sljómun og
hefur verið eftirsóttur fyrirlesari í
fyrirtækjaumhverfi.
Skráning og nánari uplýsingar
í síma: 533 4567 og
www.stjornun.is
LISTIR
Brekkukotsannáll kemur
út í Bandaríkjunum
VAKA-HELGAFELL hefur geng-
ið frá samningum við bókaforlag-
ið Harvill Press um að gefa
Brekku-
kotsannál eftir
Halldór Lax-
ness út í
Banda-
ríkjunum. Áður
hafði forlagið
tryggt sér út-
gáfuréttinn á
Brekkukots-
annál og Sjálf-
stæðu fólki í
Englandi og í
um 50 löndum öðrum utan Norð-
ur-Ameríku. Sjálfstætt fólk var
sem kunnugt er gefið út í Banda-
ríkjunum af Random House en nú
hefur Harvill Press tryggt sér út-
gáfuréttinn á Brekkukotsannál
þar í landi ásamt Kanada.
Skáldsagan Brekkukotsannáll
kom út á enskri tungu í þýðingu
Magnúsar Magnússonar á sjöunda
árat ugnum, í Bretlandi 1966 og
Bandaríkjunum 1967. Þýðing
Magnúsar er lögð til grundvallar
nú. Brekkukotsannáll, sem fyrst
kom út árið 1957, hefur birst les-
endum i 16 löndum í 35 útgáfum
en auk þess var myndaflokkur
fyrir sjónvarp byggður á bókinni
gerður árið 1972. Bókin er vænt-
anleg á markað í Bretlandi á
þessu ári hjá Harvill Press.
Að sögn Péturs Más Ólafssonar
hjá Vöku-Helgafelli má segja að
Sjálfstætt fólk hafi þannig brotið
verkum Halldórs Laxness leið inn
á Bandaríkjamarkað á ný. Þegar
Random House gaf bókina út
snemma árs 1997 hafði verk eftir
Halldór ekki komið út hjá stóru
forlagi þar í landi í hálfa öld.
Sjálfstætt fólk hefur margsinnis
verið endurprentað í Banda-
rikjunum undanfarin misseri og
fengið lofsamlega dóma.
Washington Post fagnaði þess-
ari nýju útgáfu, sagði að Halldór
Laxness væri mikill rithöfundur
frá litlu landi og þetta væru
gleðilegir endurfundir. Þá sagði
gagnrýnandi blaðsins: „Sjálfstætt
fólk hefur i raun allt sem ein
skáldsaga getur boðið upp á.“
New York Times taldi söguna í
hópi eitt hundrað bestu bóka sög-
unnar. I öðrum blöðum var
skáldsagan kölluð „meistara-
verk“, „skáldleg veisla“og sögð
vera „ein af þessum stóru“. Þá
var mikið lof borið á pers-
ónusköpun höfundarins, - hún
ætti sér fáar hliðstæður.
Harvill Press er meðal kunn-
ustu bókaforlaga i hinum ensku-
mælandi heimi og gefur út verk
eftir marga af helstu höfundum
samtimans, bæði austan hafs og
vestan. Má þar nefna Jose
Saramago sem fékk bók-
menntaverðlaun Nóbels 1998,
Cees Nooteboom sem hlotið hefur
bókmenntaverðlaun Evrópu og
danska rithöfundinn Peter Hoeg.
Tyllidagsfágæti
TONLIST
Salurinn
AFMÆLISTÓNLEIKAR
60 ára afmælistónleikar F.Í.T. Verk
eftir Helga Pálsson, íslenzk
þjóðlög, Piazzolla, Fryba, Haydn,
Schubert, Debussy & Lamb. Eþos
kvartettinn (Auður Hafsteinsdóttir,
Greta Guðnadóttir, Guðmundur
Kristmundsson & Bryndís Halla
Gylfadóttir). Sverrir Guðjónsson
kontratenór. Áshildur Haralds-
dóttir, flauta & Einar Kristján
Einarsson, gítar. Hávarður
Tryggvason, kontrabassi. Joseph
Ognibene, horn; Greta
Guðnadóttir, fiðla; Bryndis Halla
Gylfadóttir, selló. Miklós
Dalmay & Peter Maté,
píanó. Laugardaginn
18. marz kl. 20:30.
FÉLAG íslenzkra tónlistarmanna
fagnaði 60 ára afmæli með vönduð-
um tónleikum í Salnum á laugardag-
skvöldið var. Efnisskráin var óvenju
fjölbreytt, og var þar margt á boð-
stólum sem sjaldan getur að heyra á
hérlendum hljómleikapalli.
Eftir stutt ávarp Margrétar Bóas-
dóttur formanns lék Eþos strengja-
kvartettinn „Eigið tema með variat-
íónum og fúgu“ eftir Helga Pálsson.
Það eru ekki nema örfá ár síðan
þetta verk, h.u.b. jafngamalt FIT,
var endurheimt úr gleymsku og dái,
og er því frekar til tyllidagaflutnings
fallið að það verður að teljast með fá-
gætari fjöðrum í hatti íslenzkrar
kammertónlistarsögu, sem var varla
hafin á ritunartíma þess um 1940.
Maður undrast við hverja endur-
heym hvað ritháttur þess er ótrú-
lega fágaður og heimsmannslegur
miðað við tilurðartíma þess og -stað.
Eþos kvartettinn lék af samsvarandi
fágun og samstillingu, svo varla væri
hægt að finna að neinu nema í hæsta
lagi smágerðu atriði eins og milli-
raddadýnamík í lokafúgunni, þar
sem mætti kannski forgangsraða
svolítið meðvitaðra milli aðalstefs,
kontrapunkta og aukaefnis á hverj-
um stað fyrir sig. Kvartettinn hljóm-
aði ekki svo afleitlega í Salnum, þó
að ómtími hans sé of stuttur fyrir
strokhljóðfæri. Virðist ekki með öllu
óhugsandi, að núverandi veggjaplöt-
ur hans og trébríkur drekki einmitt í
sig þá hálfu viðbótarsekúndu sem
upp á vantar til að bæta afgerandi
þar um, án þess um leið að spilla fyr-
irtaks píanóhljómburði salarins svo
neinu nemi.
Sverrir Guðjónsson laðaði magnað
andrúmsloft fram í íslenzku þjóðlög-
unum um Höllu kerlingu (Ljósið
kemur) og Sæmund Klemenzson
(Grafskrift), sem hann söng án und-
irleiks á inn- og útgöngu fyrir
myrkvuðum sal, er þess í milli var
sveipaður hjambláum fomeskju-
bjarma. Dulúðin var næsta áþreifan-
leg í upphafinni túlkun Sverris, sem
hann undirstrikaði enn betur með
stökum höggum á rörklukku í Líka-
bangar stað.
Áshildur Haraldsdóttir og Einar
Kristjánsson léku þamæst „Histoire
du Tango“ eftir argentínska bandon-
eonsnillinginn Astor Piazzolla undir
þáttaheitunum „Bordel 1900“, „Café
1930“ og „Night Club 1960“. Margt
var heillandi í ömggri meðferð
þeirra Áshildar á „stílsögu“ tangós-
ins, þrátt fyrir ívið of sterka flautu,
jafnt í iðandi 3-3-2 hrynjandi útþátta
og í hinum íhugula milonga-mið-
þætti. Fyrir aðra en hörðustu
piazzollista var tónlistin aftur á móti
í einfaldara og endurtekningarsam-
ara lagi fyrir heilar 20 mínútur.
Hlutfallsleg ómþurrð Salarins fór
sæmilega með flaututóninn, en gerði
fjarska lítið fyrir óuppmagnaðan
spænska gítarinn, sem átti fyrir í
vök að verjast í viðureigninni við sin-
fóníska hljóðfæri Böhms, og hefði
Piazzolla ugglaust náð betra jafn-
vægi með barokk-tréflautu.
Hávarður Tryggvason kontra-
bassaleiðari SÍ lék skondna litla ein-
leikssvítu eftir Hans nokkurn
Fryba; eftir verkinu að dæma einn
þeirra kontrabassaleikara sem eftir
beztu getu hafa lagt heldur fátæk-
legum einleiksbassabókmenntum
lið, án þess að hafa hlotið náðar-
neista Sesselju í vöggugjöf. Svítan
var samt ágætlega leikin og virtist
liggja nokkuð vel fyrir hljóðfærið, þó
að töluverðar tæknikröfur hennar
stæðu tæplega í hlutfalli við fremur
rýrt inntakið.
Þrátt fyrir hreinræktað skemmti-
hlutverk Divertimentos Haydns „a
tre“ íyrir fiðlu, selló og horn, sem
Joseph Ognibene, Greta Guðnadótt-
ir og Bryndís Halla Gylfadóttir léku
næst á eftir, bar tónsmíðin af „Kap-
ellspieler“-verki Frybas sem gull af
eiri. Flutningur þrímenninganna var
hress, jafn og þéttur, og homröddin,
sem trauðla hefur verið samin fyrir
neinn meðalhornleikara, glampaði
og skein í höndum Josephs, er hafði
nákvæmlega ekkert fyrir því að
vinda sér á milli hæsta clarino-sviðs
og dýpstu pedaltóna í sitt hvorum
enda á risatónsviði valdhornsins -
því stærsta sem þekkist í lúðraheimi.
Aðfluttu píanóljónin okkar frá
Balkanlöndum, Peter Máté og Mik-
lós Dalmay, settu fjörugan loka-
punkt á afmælistónleikana með því
að leika fjórhent þrjú lög, Mars nr. 1
úr Marches Militaires Op. 51 eftir
Schubert, En Bateau úr „Pétite Sui-
te“ Debussys og Champagne Rag
eftir samtímalanda bandaríska
slitruhöfundarins Scott Joplins (og
ekki ómerkari), Joseph Lamb.
Sú fyrrum útbreidda heimilis-
tóngrein, fjórhenda píanóið, er ekki
öll þar sem hún er séð. Það þarf
nefnilega þrotlausa samæfingu til að
skila 100% hrynrænnni nákvæmni á
hljóðfæri, þar sem míkrósekúndu
ósamræmi kemur miskunnarlaust
fram, hvað þá sannfærandi hend-
ingamótun. Þess hlaut stundum að
gæta í flutningi þeirra félaga framan
af, þótt hvor um sig væri vitaskuld
mílum ofar allri áhugamennsku.
Engu að síður höfðu áheyrendur
gaman að spilamennskunni, og létt-
ist brúnin á mörgum í Kampavíns-
slitrunni, sem leikin var með bobl-
andi kolsýrutrukki eins og vera bar.
Ríkarður Ö. Pálsson
Nýjar bækur
• Græna skyggnishúfan hefur
að geyma ferðaljóð eftir Sigurlaug
Elíasson.
í fréttatilkynningu segir: „Þar
vitjar hann staða, kunnra sem
ókunnra, sem tala til hans hver
með sínu móti. í krafti ljóðræns
ímyndunarafls og næmrar skynj-
unar skáldsins kviknar liðinn tími
á ný og lesandi er færður nær
horfnu mannlífi. Þessi heildstæði
ferðaljóðabálkur Sigurlaugs
einkennist jafnframt af
hlýju og virðingu fyrir nátt-
úrunni sjálfri sem ávallt er
í forgrunni."
Sigurlaugur Elíasson er
fæddur á Borgarfirði eystra
árið 1957. Að loknu stúd-
entsprófi nam hann við mál-
aradeild Myndlista- og
handíðaskóla Islands 1979-
83 og síðar kennslufræði við Há-
skóla íslands. Sigurlaugur hefur
Sigurlaugur
Élíasson
búið á Sauðárkróki frá
1984 og fengist við mynd-
list auk ritstarfa. Græna
skyggnishúfan er sjöunda
ljóðabók hans.
Útgefandi er Mál og
menning. Bókin er er 79
bls., unnin í Prentsmið-
junni Grafík h.f. Málverk á
kápu er eftir höfundinn
sem hannaði kápuna ásamt
Margréti E. Laxness. Verð 2.980
kr.