Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skerpt á samkeppnislöggjöfinni í nýju frumvarpi viðskiptaráðherra Bann við samkeppnishaml- andi samstarfi fyrirtækja Tekið fyrir misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu fyrirtækja SKERPT er á samkeppnislöggjöf- inni í frumvarpi sem viðskipta- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi en frumvarpið felur m.a. í sér bann við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja, bann við mis- notkun á markaðsráðandi stöðu og ennfremur eru samrunaákvæði samkeppnislaga styrkt til muna. Við frumvarpsgerðina var höfð hliðsjón af tillögum nefndar sem skipuð var í nóvember 1998 til að meta hvort breytingar á viðskipta- umhverfi íslensks atvinnulífs frá því að gildandi samkeppnislög tóku gildi kölluðu á endurskoðun á samkeppnisákvæðum samkeppnis- laga, en nefndin lauk störfum 1. nóvember 1999. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram það mat að gildandi samkeppnislög séu ekki það verk- færi sem dugi til að sporna við samkeppnishömlum markaðsráð- andi fyrirtækja eða þróun í átt til fákeppni á mikilvægum sviðum markaðins. Við þær aðstæður sem nú ríki í efnahagslífi íslendinga sé því þörf á að breyta samkeppnis- lögum til samræmis við lög og reglur sem virkastar eru til að taka á þeim vanda sem aukin sam- þjöppun geti haft í för með sér. Núgildandi samkeppnislög eru í greinargerð frumvarpsins sögð fela í sér samband svokallaðrar bannreglu annars vegar og mis- beitingarreglu hins vegar en þó með mun meiri áherslu á misbeit- ingaraðferðina. Bannreglan felur í sér þá meginreglu að nær allar samkeppnishömlur eru bannaðar en þau lög sem byggjast á eftirliti með misbeitingu fela hins vegar ekki í sér að samkeppnishömlur séu fyrir fram bannaðar heldur á möguleikum til að grípa inn í sam- keppnishömlur í einstökum tilvik- um séu þær taldar skaðlegar. Fram kemur hins vegar að þró- unin hafi orðið sú að í flestum vestrænum ríkjum sé nú byggt á bannreglum og þær þjóðir sem ekki byggjast á bannaðferðinni séu að taka hana upp. Segir í greinar- gerðinni að þessi þróun þýði að ís- lensku samkeppnislögin séu frá- brugðin og mun veikari en samkeppnislög sem gilda í nær öll- um vestrænum ríkjum. Það sé ekki í samræmi við markmið löggjafans með setningu samkeppnislaganna um að samræma íslenskar sam- keppnisreglur þeim reglum er giltu erlendis. „í frumvarpinu er því lagt til að fylgt verði nýlegu fordæmi Dana, Hollendinga og Breta og tekið upp fyrir fram bann við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og misnotkun á niark- aðsráðandi stöðu,“ segir m.a. 1 greinargerðinni, en jafnframt hef- ur víða verið stuðst við ákvæði EES-samningsins. Samrunaákvæði samkeppnis- laga styrkt til muna Helstu breytingar á gildandi lögum eru annars þær að til að efla samkeppni er lagt til í frum- varpinu að sett verði mun víðtæk- ara bann við samstarfi og samráði fyrirtækja. Þýðir þetta að hvers konar samstarf milli fyrirtækja sem raskað getur samkeppni verð- ur bannað. Hins vegar geti fyrir- tæki fengið undanþágu frá bann- inu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. í frumvarpinu er ennfremur lagt til að misnotkun á markaðsyfirráð- um verði bönnuð fyrir fram. „Þetta er til þess fallið að efla samkeppni og auka réttaröryggi fyrirtækja þar sem þau eiga að vita í hvers konar háttsemi er fólg- in misnotkun og geta áttað sig á því að misnotkun þeirra á mark- aðsstöðu sinni getur varðað viður- lögum,“ segir m.a. í greinargerð. Einnig eru samrunaákvæði sam- keppnislaga styrkt til muna. Þann- ig er tryggt að samrunareglur taki til styrkingar á markaðsráðandi stöðu ásamt því að unnt verður, eins og skv. gildandi lögum, að beita reglunum þegar markaðsráð- andi staða verður til við samruna. Unnt verður að grípa til íhlutunar í samruna ef hann leiðir til svo- nefndrar fákeppnismarkaðsráð- andi stöðu, en í því felst að fækkun keppinauta við samruna leiði til fá- keppni þar eð fyrirtækin sem eftir verða á markaðnum taka gagn- kvæmt tillit hvert til annars og hætta að keppa. Ákvæði um frest til ákvörðunar í samrunamálum verður gert skýrara og frestur rýmkaður og er þessi breyting tal- in nauðsynleg til að tryggja vand- aða málsmeðferð í samrunamálum en núverandi skipan mála er sögð gera samkeppnisyfirvöldum nánast ókleift að fjalla um samruna. Loks verður samkeppnisráði veitt heim- ild til að fresta samruna á meðan á rannsókn stendur og koma þannig í veg fyrir samkeppnislega röskun vegna ólögmæts samruna. Alþingi ÞINGFUNDUR hefst á Al- þingi í dag kl. 13.30. Að aflokn- um atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál þar á dagskrá: 1. Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna, síðari um- ræða. 2. Schengen-upplýsingakerf- ið á Islandi, 2. umræða. 3. Þátttaka íslands í Scheng- en-samstarfinu, 2. umræða. 4. Bráðabirgðasamningur milli ríkja Fríverslunarsam- taka Evrópu og Frelsissam- taka Palestínu (PLO), síðari umræða. 5. Fjármálaeftii'lit, 2. um- ræða. 6. Kjarasamningar opin- berra starfsmanna, 2. umræða. 7. Vaxtalög, 1. umræða. (af- brigði fyrir frumskjali). 8. Landsvirkjun (aðild að fjarskiptafyrirtækjum), 2. um- ræða. 9. Ábúðarlög, 2. umræða. 10. Erfðafjárskattur, 2. um- ræða. 11. Verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir, 1. umræða. 12. Húsgöngu- og fjarsölu- samningar, 1. umræða. 13. Samkeppnislög, 1. um- ræða (afbrigði fyrir frum- skjali). 14. Viðskiptabankar og sparisjóðir, 1. umræða (afbrigði fyrir frumskjali). 15. Fjárfesting erlendra að- ila í atvinnurekstri, 1. umræða. 16. Vátryggingarsamningar, 1. umræða. 17. Jöfnunargjald vegna al- þjónustu árið 2000,1. umræða. Hvolpar kljást Morgunblaðið/Ingólfur Það var fjör í þessum labradorhvolpum þar sem þeir kljáðust á stofugólfi í einni kös þannig að vart má greina hvaða skrokki útlimirnir tilheyra. Hvolparnir þrír eru úr hópi tíu hvolpa sem komu í heiminn á Akranesi fyrir rúmum sjö vikum. Sjálfstæðismál Færeyinga Myndu ekki skorast undan milligföngu DAVÍÐ Odds- son forsætisráð- herra sagði á Alþingi í gær að íslensk stjórn- völd myndu ekki bjóðast til þess af fyrra bragði að miðla málum í deilum Færey- inga og Dana um fullveldi Færeyja. Hann sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld myndu ekki skorast undan slíkri milligöngu ef eftir því yrði sérstaklega leitað. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafði gert stöð- una í sjálfstæðis- málum Færey- inga að umtals- efni í óundir- búnum fyrir- spurnatíma og spurði hann for- sætisráðherra m.a. að því hvort hann væri til- búinn til að skoða að íslendingar byðu fram aðstoð sína eða milli- göngu í deilum frændþjóðanna. Mikil samúð með sjónarmiðum Færeyinga ALÞINGI Munu athuga reglur um heimsóknir erlendra gesta FRAM kom í svari Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær að ríkisstjómin myndi taka til athugunar þær reglur sem gilda um heimsóknir erlendra gesta hingað til lands. .Sagði Halldór að marka mætti lýsingar Ástu Ragnheiðar væri sannarlega ástæða til breytinga á þessu sviði. Ásta Ragnheiður hafði gert að umtalsefni þá ís- lendinga sem ættu t.d. tengdafólk frá öðrum lönd- um EES-ríkjunum. Þeir gætu ekki fengið þessa ættingja sína í heimsókn nema í samræmi við mjög úrelt lög, m.a. þyrftu þeir að ábyrgjast greiðslu farseðils fram og til baka og greiða fyrir- fram inn á bankareikning 58 þúsund krónur fyrir hvern mánuð dvalarinnar, en slíkir gestir fengju þriggja mánaða dvalarleyfi í senn. Ásta tók dæmi af íslenskum manni sem hún sagði hafa verið giftan konu frá Filippseyjum í ell- efu ár. Þau ættu saman tvö börn og von væri á því þriðja. „Hann hugðist bjóða tengdaforeldrunum, þ.e. ömmunni og afanum, hingað til hálfs eða eins árs dvalar núna þegar þriðja barnið kemur í heim- inn,“ sagði Ásta. „Til að fá leyfið þarf hann að leggja út fargjaldið fyrir þau bæði og leggja inn á bankareikning eina milljón og fjögur hundruð þús- und krónur til að tryggja framfærslu þeirra fyrir- fram ef þau ætla að dvelja hjá honum í eitt ár.“ Sagði Ásta að ef maðurinn ætti hins vegar konu frá EES-ríki þyrfti hann hvorki leyfi fyrir fólkið né þyrfti hann að leggja peninga inn á bankareikn- ing. Ásta kvaðst telja þessar reglur gallaðar, með þessu væri verið t.a.m. verið að hindra heimsóknir ættingja nýbúa því fæstir væru með svona fjár- hæðir á lausu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kvaðst ekki gjörkunnugur þeim reglum sem um þessi mál giltu en taldi eðlilegt að breytingar á þeim yrðu ræddar í samhengi við umfjöllun um Schengen- samstarfið, en mál þar að lútandi eru til meðferðar á Alþingi um þessar mundir. Hann sagði hins vegar að dómsmálaráðherra hefði upplýst sig um að þessar reglur væru til end- urskoðunar. Tók Halldór einnig fram að frásögn Ástu Ragnheiðar gæfi sannarlega til kynna að ým- islegt mætti betur fara í þessum efnum. Ríkis- stjórnin myndi því taka þessi mál til frekari athug- unar. Davíð svaraði því til að ríkis- stjórnin hefði haft þá stefnu að sjálfstæðismál Færeyinga hlytu að vera þeirra einkamál en jafnframt að vel yrði tekið umleitunum rétt- kjörinna stjórnvalda í Færeyjum ef svo færi að þau leituðu atbeina Is- lendinga við að ná sínum málum fram. Sagði Davíð augljóst að Fær- eyingum hefði þótt þeir kostir sem við þeim blöstu í Kaupmannahöfn fyrir helgi nokkuð harðir. „Ég held mér sé óhætt að segja, án þess að það hafi verið rætt í rík- isstjórn, að ef aðilarnir báðir myndu til okkar leita um millij göngu í þessu mikilvæga máli þá myndum við ekki skorast undan slíku,“ sagði Davíð. Kvaðst hann telja hyggilegast að taka ekki dýpra í árinni en þetta og lagði áherslu á að íslensk stjórnvöld myndu ekki að fyrra bragði sýna neina framhleypni hvað þetta varð- aði. Hann tók hins vegar fram að á Islandi væri mikil samúð með sjón- armiðum Færeyinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.