Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 LISTIR MÖRGUNBLÁÐÍÍ) Davfð Guðbergur Vigdís Ólafur Oddsson Bergsson Gri'msdðttir Gunnarsson Steidl kaupir útgáfu- réttinn á smásögum Davíðs Oddssonar London. Morgunblaðid. ÞRITUGASTA bókamessan í Lond- on hófst um hclgina. Meðal þeirra, sem eru með aðstöðu í alþjóðlegu réttindamiðstöðinni eru starfs- menn Máls og menningar og Vöku - Helgafells og meðal forlaga, sem eru með sérstaka sölubása, er þýzka forlagið Steidl, sem hefur keypt útgáfuréttinn í Þýzkalandi á smásögum Davíðs Oddssonar og skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Ólafs Gunnarssonar og Vigdísar Grímsdóttur. Bókamessan er haldin í Olympia - miðstöðinni í London. Hún er sú önnur stærsta í Evrópu, gengur næst Frankfurtarmessunni, sem er sú stærsta, sem haldin er í heimin- um. Forlögin, sem eru með sýningar- bása á bókamessunni, ýmist ein eða í samstarfi við önnur, eru frá fimm- tán Evrópulöndum, sex Asíulönd- um, tveimur Mið-Austurlöndum, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kan- ada. í réttindamiðstöðinni eru bandarískir bókaútgefendur með 46 borð, þýzkir með 12 og aðrir eru m.a. frá Ástralíu, Búlgaríu, Kan- ada, Tékklandi, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi, íslandi, frlandi, íta- líu, HoIIandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi og Júgóslavíu. Starfsmenn Máls og menningar á bókamessunni eru Halldór Guð- mundsson, Sigurður Svavarsson og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Og frá Vöku-Helgafelli eru Bjarni Þor- steinsson og Kjartan Orn Ólafsson. I samtölum Morgunblaðsins við þau kom fram, að bókamessan sýndi heilmikla grósku í bókaútgáfu og sérstaklega væru áberandi gífur- lega fjölbreytt framboð og vaxandi samstarf útgefenda yfir landa- mæri. Konstantin Binder er fulltrúi þýzka forlagsins Steidl á bókamess- unni í London. Steidl hefur gefið út verk fslenzkra höfunda og sögðu Binder og Claudia Glenewinkel, blaðafulltrúi fyrirtækisins, að það hefði nú keypt útgáfuréttinn í Þýzkalandi á smásögum Davíðs Oddssonar og bókum Guðbergs Bergssonar, Ólafs Gunnarssonar og Vigdísar Grfmsdóttur. Þá nefndi Binder sérstaklega útgáfu í haust á verkum Halldórs Laxness með bók- arkápum eftir Roni Horn, sem Morgunblaðið hefur sagt frá. Betur af stað farið LEIKLIST L e i k 1 i s t a r h « p u r Fjölbrautaskóla Vestmannaeyja í samstarfi við Leik- félag Vestmannaeyja í Vestmannaeyjabfói ROCKY HORROR Höfundur: Richard O’Brien. Leikstjórn: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir. Föstudagur 17. mars. ÞAÐ er ekki sjálfgefið að vinsæll rokksöngleikur sé hið hentugasta verkefni fyrir unga og óharðnaða leikendur sem fæstir hafa stigið áður á leiksvið. Til að slíkt fyrirtæki gangi upp þarf margt að fara saman s.s. söngur, leikur, dans og tónlist. Allt þetta þarf rétta samstillingu og oftar en ekki er söguþráðurinn rýr að efni og innihaldi svo sviðsetningin á „sjó- inu“ skipir enn meira máli en ella. Því er þetta sagt þar sem sýningu unga fólksins í Vestmannaeyjum var í mörgu áfátt um þessi grundvallar- atriði en á móti kemur að gleðin og ánægjan sem fæst út úr sliku starfi verður ekki af þeim tekin og ef áhorf- endur taka viljann fyrir verkið er betur af stað farið en heima setið. Helsti vankantur þessarar sýning- ar felst í sviðsetningunni sjálíri, þeim þætti sem snýr að leikstjórninni þar sem jafnauðvelt er að búa til litríka sýningu með mikilli hreyfingu og krafti, þótt leikendur hafi litla reynslu af því að koma fram fyrir áhorfendur. Hér hefðu leikstjórar mátt leggja meiri áherslu á að svið- setja hópatriði og einnig huga að hreyfingum leikenda í söngatriðum þeirra. Ennfremur hefði mátt beita möguleikum lýsingar á fjölbreyttari hátt og huga betur að útliti leikmynd- ar. Allt þetta hefði hjálpað til við að veita leikendum þann stuðning sem þeir virtust þurfa á að halda. Svið- setningin virtist að mörgu leyti reiða sig á þekkingu áhorfenda á verkinu og að ekki skipti meginmáli hvort textinn skildist eða hvort tengingar milli atriða væru skýrar og tengsl persóna innbyrðis skýrt uppdregin. Það er stór hópur ungra leikenda sem stendur að þessari sýningu og verður frammistaða hvers og eins ekki tíunduð hér. Þó er ástæða til að nefna skemmtileg tilþrif Ófeigs Lýðssonar í hlutverki Riff Raffs og lagskonu hans, Magentu, í höndum írisar Sigurðardóttur. Gústaf Krist- jánsson var í hlutverki Frank’n’- Furthers og gerði því skil eftir föng- um en óneitanlega átti hann dálítið erfitt með að vera sá ógnvekjandi klæðskiptingur sem hlutverkið krefst. Leó Snær Sveinsson og Hild- ur Sólveig Sigurðardóttir voru sak- leysið uppmálað í hlutverkum Brads og Janetar. Ástþór Ágústsson var vel vöðvaður Rocky og Sindri Freyr Ragnarsson var skemmtilega geggj- aður sögumaður en hann mætti gæta að skýrleika í framsögn sinni. Svo er reyndar um fleiri leikendur. Það er sannkallað ánægjuefni að sjá að á fimmta tug ungmenna hefur lagt á sig mikla vinnu við að skapa þessa sýningu og minnug þess að æf- ingin skapar meistarann mega þau binda vonir við að árangurinn verði enn betri þegar næst verður ráðist í slíkt stórvirki. Aðgát skal höfð... SJONVARP Sunnudagsleikhósið ENGIN MISKUNN Eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Ásgrímur Sverrisson, leikendur: Valdimar Örn Flygenring, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Bergljót Arnalds, Júlíus Brjánsson, Gunnar Helga- son, Skúli Gautason, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Máni Svavarsson. ÞAÐ hvarflar óneitanlega að manni hvort einber tilviljun ráði því að þessum leikþætti skuli í flestum atriðum svipa til hins bandaríska metsöluleikrits Talk Radio sem Eric Bogosian samdi og lék aðalhlutverk- ið í um árabil í Bandaríkjunum á 9. áratugnum og Oliver Stone gerði síðan samnefnda kvikmynd eftir með Bogosian í aðalhlutverki. Sú mynd kom aldrei í kvikmyndahús hérlendis en er fáanleg á mynd- bandaleigum. Kannski má skyld- leikinn einu gilda en hugmyndin er í aðalatriðum hin sama; illskeyttur útvarpsmaður sem móðgar og sví- virðir þá sem leggja í að hringja til hans í þáttinn og endar á því að vekja slíka reiði eins hlustandans að hann leitar hefnda. Benóný fer þó sínar eigin leiðir með niðurlag þessarar sögu þar sem hann bætir við einni fléttu til viðbót- æ- við hið spillta fjölmiðlafólk. Árásin á Hrein Björnsson útvarps- mann er sviðsettur sjónvarpsþáttur án þess að hann viti af því fyrr en í lokin og þá er honum nauðugur einn kostur að fallast á rökin fyrir þætt- inum, rök sem hann hefur væntan- lega svo oft beitt sjálfur til að rétt- læta gjörðir sínar í fjölmiðlunum M-2000 Þriðjudagur 21. mars. Vetraríþróttahátíð ÍBR Kennsla og kynning á íþrótt- um fyrir almenning. Skíða- ganga, ganga, sund, <W’ skokk, skíði innan -A*- r borgarmarkanna í ( hádeginu og seinni hluta dags. Ath. viðburð- urinn er háður veðri. www.ibr.is. www.reykjavik2000.is. gagnvart viðmælendum og hlust- endum. Persónan Hreinn er skemmtilega samsett persóna, sóðakjaftur og ruddi í beinni útsendingu en engan veginn siðlaus því hann vill ekki að sonur hans fimm ára hlusti á hann og hann virðist hafa hálfgerða óbeit á sjálfum sér; kannski hefur hann enga persónulega skoðun á nokkru heldur felst fjölmiðlapersóna hans í því að vera ævinlega á öndverðri skoðun við viðmælandann hveiju sinni. Valdimar Örn Flygenring lék á als oddi í hlutverkinu, töffarinn í beinni útsendingu vafðist ekki fyrir honum en jafn auðvelt átti hann með að sýna hina viðkvæmari hlið persónunnar þegar raunveruleg lífshætta virtist blasa við. Elma Lísa Gunnarsdóttir var hins vegar ekki jafn sannfærandi í hlut- verki hinnar vitskertu stúlku sem reyndist þegar upp var staðið alls ekki vitskert heldur leikkona sem tekið hafði hlutverkið að sér fyrir sjónvarpsþáttinn. Að vissu leyti réttlætti það hinn ósannfærandi leik, að leikkonan væri bara einfald- lega ekki betri en þetta. Að Elma Lísa væri semsagt að leika leikkonu sem ekki væri verulega sannfær- andi. Öði-um leikendum brá fyrir í týpum sem ekki kröfðust mikils. Bergljót Arnalds var hin vonsvikna kærasta sem gegndi fremur því hlutverki að fylla út persónu Hreins en að leggja eitthvað til framvindu verksins. Guðlaug Elísabet var hin nútímalega dagskrárgerðarkona sem villti á sér heimildir um stund og reyndist svo hið raunverulega hörkutól verksins. Ekkert að því. Benóný skrifar hér lipran þátt með meiningu um hlutverk fjölmiðla og hefur allt að því boðskap fram að færa en vonandi hefur enginn móðgast við það því „boðskapur" er bannorð á þessum frjálslyndistím- um. Þrátt fyrir nokkra einföldun og klisjukennda hugmyndafræði um hversu siðlausir blaða- og frétta- menn og hversu blindir þeir geta orðið í endalausri leit sinni að „sannleikanum" þá hefur þessi leik- þáttur í sér fólgna áminningu að ekki sé sagt sannleikskorn. Áminn- ing um að ávallt skuli höfð aðgát í nærveru sálar. Að hin svokallaða gula pressa þurfi stöðugt aðhald svo hún fari ekki úr böndum. Nýleg dæmi staðfesta það. Almenningur þurfi sífellt að halda vöku sinni svo ásókn ákveðinna fjölmiðla í eitthvað „nýtt“ og „krassandi" fari ekki út yfir öll mörk eðlilegs siðferðis og heilbrigðrar skynsemi. Hávar Sigurjónsson Nýjar bækur • Út eru komnar þrjár kiljubæk- ur: Glataðir snillingar eftir Will- iam Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Þetta er eitt helsta verk færeyska sagnameistarans Williams Heinesen (1900-1991) og kom fyrst út árið 1950. Sögusvið þessarar dramatísku örlagasögu er höfuðstaður Færeyja á umbrotsár- unum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. í forgrunni eru strákarnir hans Kornelíusar hringjara; Márus, Síríus skáld og Kornelíus yngri, hinir glötuðu snillingar, en auk þeirra kemur fjöldi litríkra pers- óna við sögu: magister Mortensen, hið fríða óbermi Marti Gakk, að ógleymdum Ankersen spari- sjóðsstjóra sem fer fyrir öflugum hópi sértrúarmanna í bænum. Þess er nú víða minnst að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu Williams Heinesens. • Elskan mín ég dey eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þessi fjöl- skyldusaga gerist í íslensku sjáv- arþorpi. Þar býr ekkjumaður með fjórum sonum sínum. Yfir feðgana ganga ýmsar hremminga og lítil hjálp í að látnir fjölskyldumeðlimir vaki yfir þeim af áhuga. Elskan mín ég dey hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. • Frjálsar hendur eftir Carlo Lucarellií þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. Carlo Lucarelli (f. 1960) er einn fremsti sakamálahöfundur ítala og baksvið margra bóka hans er hið stormasama tímabil fasismans og fyrstu árin eftir seinni heimstyrj- öld. Frjálsar hendur er fyrsta bók- in í flokki sagna um De Luca lög- regluforingja sem notið hefur mikilla vinsælda á Italíu og verið þýddur á mörg Evrópumál. Útgefandi er Uglan - íslenski kiljuklúbburinn. Bækurnar eru a 11- ar prentaðar í Danmörku og kost- ar hver þeirra 999 kr. • BÓKIN um London, leiðsögurit um borgina er eftir Dag Gunnarsson, ljósmyndara og leiðsögumanns. Dagur Gunnarsson hefur búið í London um árabil. Hann leiðir les- andann um borgina, jafnt fomfræga staði sem aðra lítt þekkta. í bókinni er einnig aragrúi af hagnýtum upp- lýsingum og hún er prýdd fjölda ljósmynda eftir höfundinn. I fréttatilkynningu segir: „Lond- on er stórborg í orðsins fyllstu merkingu og ákaflega fjölbreytt. Þangað er afar margt að sækja: leik- hús og tónleika, verslanir og mark- aði, söfn og sögufrægar byggingar, fjörugt skemmtanalíf og ekki síst ið- andi mannlíf sem á rætur í mörgum heimshornum." Útgefandi er Mál og menning. Bókin erl91 bls., litprentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. ogkápu gerðiAlda Lóa Leifsdóttir. Verð: 2.980 kr. N V LITAPRENTVEL HÁGÆÐA FILMUÚTKEYRSLA HÖNNUN OG UMBROT FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA FILMUGERÐ: • mjög hraövirk útkeyrsla • stæröir allt aö 550 mm x 609 mm • Rastaþéttni allt aö 200lpi • upplausn allt aö 3000 dpi • útskot í A2 stæröum • útskotnar filmur geta komiö tilbúnar punchaöar • styöur PostScript Level 1 og 2. PostScript 3. PDF 1.2, TIFF 6.0, EPS og JPEG • múguleiki á útkeyrslu i slembirasta || PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA OFFSETPRENT ehf. AUÐBREKKU 8 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 564 6020 - 564 6021 • FAX 564 6022 Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.