Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 33 Kjötsósan og krimma- höfundurinn ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga „DYING TO GET EVEN“ Eftir Judy Fitzwater. Fawcett Crest 1999.228 síður. JUDY Fitzwater er nýr banda- rískur höfundur laufléttra gaman- krimma sem líkt hefur verið við verk Susan Isaacs („Compromising Positions"). Fitzwater hefur aðeins sent frá sér tvær bækur, „Dying to Get Published", og þessa nýjustu, „Dying to Get Even“, sem kom fyr- ir nokkru út í vasabroti hjá Fawcett Crest - útgáfunni. Aðal- persónan í sögum hennar er krimmahöfundur eins og hún sjálf, Jennifer Marsh að nafni, en mun- urinn er sá að Fitzwater hefur fundið sér útgefanda, Marsh geng- ur það bölvanlega. Til þess að stytta sér stundir á meðan hún bíð- ur eftir að einhver kveiki á því hversu frábær spennusagna- höfundur hún er, leysir hún dular- fullar morðgátur. Á gamalli Bjöllu „Dying to Get Even“ stendur ágætlega undir nafni sem gaman- krimmi. Það er þekkilegur, femin- ískur húmor í Judy Fitzwater sem gerir sögu hennar meira broslega en spennandi og aðalpersónan, Jennifer Mars, er ágætlega sam- ansett úr öðrum kvenkyns áhuga- manna spæjurum gamankrim- manna. Hún býr ein en á í lauslegu sambandi við heiðarlegan blaða- mann (þeir eru ekki á hverju strái að hennar mati), á líka heimilisdýr og keyrir gamla Bjöllu. Aðalpersónan í sögum hennar er hörkutólið Maxie Malone, sem læt- ur sér ekki allt fyiir brjósti brenna, ólíkt Marsh. Malone er hennar fyr- irmynd en Marsh veit að hún kemst ekki með tærnar þar sem skáldsagnaspæjarinn hefur hælana - við það verða dauðlegir spæjarar líklega að una. „Maxie var allt það sem Jennifer var ekki,“ stendur á einum stað. „Hún var séð, klár, meistari í dulargeivum, gat hermt eftir hverjum sem var og hún mundi aldrei sitja föst uppi á girð- ingu líkt og Jennifer þessa stund- ina.“ Sósugreifi deyr Vinahópur Marsh leikur tals- verða rullu í rannsóknum hennar. Það eru allt konur á hennar aldri sem einnig vilja verða metsöluhöf- undar og hittast á hverju mánu- dagskvöldi í ritleikninámskeiði; þær gagmýna verk hver annarrar og oft af talsverðu tillitsleysi. Marsh fær þær í lið með sér þegar mikið liggur við en reyndar valda þær iðulega meiri skaða, að því er virðist, en hægt er að hafa af þeim gagn. Þannig er að ein af miklu eldri vinkonum Jennifer Marsh, Emilía, er sökuð um morðið á fyrrverandi eiginmanni sínum, sósugerðarsnill- ingnum Edgar Walker, og það sem verra er, Marsh er aðalvitni sak- sóknarans því hún kom að gömlu konunni með morðvopnið í hendi við sundlaugina þar sem lík sósu- gi-eifans flýtur um. Ef ekki á illa að fara fyrir Emiiíu verður Jennifer að hafa hraðar hendur og fínna raunverulega morðingjann og það þýðir að hún verður að kynna sér sósumallið, sem gæti verið milljóna virði, og ættir nýju konunnar í lífi Edgars, hörkutólsins Lísu, sem rekur veit- ingastað hins myrta af einstakri skapfestu. Ur þessum einfalda og óskaplega meinlausa söguþræði hefur Judy Fitzwater gert hina bærilegustu skemmtun þar sem ekkert er tekið of hátíðlega og allra síst aðalpers- ónan, sem orkar á mann eins og hún vildi fremur fínna útgefanda að bókum sínum en morðingjann. „Dying to Get Even“ bíður upp á spaugsaman lestur þar sem konur af öllum stærðum og gerðum eru í aðalhlutverkum og það er sannar- lega einn af stórum kostum hennar. Arnaldur Indriðason Nýjar bækur • LEIKRITIÐ HÆGAN, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er komið út. Leikritið, sem nú er verið að sýna í Þjóðleik- húsinu, fjallar um samband mæðgna. Sveinn Haraldsson, leiklistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifaði m.a.: „Leikritið er þaulskrifað og úthugsað og greinilegt að höfundur hefur velt merkingu og hljómi hvers orðs fyrir sér og hvort það átti við í málsniði persónanna og atrið- anna. Verkið er endalaus brunnur vangaveltna um efni og efnistök og því kærkomin tilbreyting frá léttvægari verkum." Hægan, Elektra er annað verk Hrafnhildar Hagalín Guðmunds- dóttur. Fyrsta verk hennar, Ég er meistarinn, færði henni Leik- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1992. Utgefandi er Mál og menning Hægan, Elektra er 76 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna hannaði Margrét E. Laxness. Verð: 1.680 kr. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Uppgjör einfeldningsins KVIKMYIVDIR Iláskolabfó SWEETYBARRETT ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Stephen Bradley. Tónskáld Stephen McKeon. Kvikmynda- tökustjóri Thomas Mauch. Aðal- leikendur Brendan Gleeson, Liam Cunningham, Lynda Steadman, Andy Serkis, Dylan Murphy, Tony Rohr. Lengd 92 mín. Irsk/Islensk. Handmade Films 1998. SWEETY Barrett (Brendan Gleeson), er treggáfaður, atvinnu- laus sirkustrúður. Hann heldur að lánið leiki við sig er bareigandinn Flick Hennessy (Tony Ruhr), hirðir hann allslausan upp af þjóðveginum og útvégar honum húsaskjól og íhlaupavinnu í litlum fiskibæ. Henn- essy er enginn skáti heldur ópnittinn smyglari sem hagnast vel á landasölu í skjóli Bone (Liam Cunningham), gjörspillts lögreglustjóra staðarins. Bone er illmenni sem hagnast á erfíð- leikum annarra, þ.á m. Leo King (Andy Serkis) fyrrverandi fangelsis- lims sem er að reyna að sjá sér og sínum farborða með leigubílsakstri, Hann er faðir Conors litla (Dylan Murphy), þeir Sweety hafa laðast hvor að öðnim og einfeldningurinn verið heimagangur hjá Conor og Anne móður hans (Lynda Stead- man), uns faðirinn kom heim úr tugt- húsinu. Að því kemur að illmennska Bones gengur of langt með ægilegum afleið- ingum. Þá rís Sweety úr öskustónni og gerir það sem gera þarf. Ohjákvæmilega freistast maður til að bera þessa írsk/íslensku smámynd saman við Sling Blade, aðra litla, há- dramatíska og mjög ódýra mynd um einfeldning (Billy Bob Thornton), vináttubönd hans og lítils drengs í vanda, og hrikalegt uppgjör þar sem einfeldningurinn leysii' málin á þann hátt sem hann skynjar réttlátastan. Það er ólíku saman að jafna þó samhljómur sé með efninu. Ur- vinnsla Billys Bobs og ennfrekar leikur hans og afburða gott handrit, allt gerði hann þetta miklum mun betur og trúverðugar en kollegar hans á Irlandi. Sagan er gallagripur, einkum persónur Sweetys og Bones. Sweety er svo tregur að maður tæp- ast botnar í því hvernig honum hefur hugkvæmst að færa annan fótinn fram fyrir hinn út myndina. Þegar karl er búinn að fá nóg af óréttlætinu í henni veröld gerir hann einfaldlega miklu erfiðari hluti en hann hefur sýnst fær um. Sama máli gegnir um Bone. Hann er alltof mikið úrþvætti til að fá að dafna í krummaskuði á borð við Docerty, eða hvað það heitir þetta grámuskulega samfélag. Þar sem allir virðast annaðhvort illgjarn- ir eða fávitar. Eða hvorttveggja - þeir sem betur mega, einsog stór- skáldið orðaði það svo ógleymanlega. Maðui' kaupir ekki þessa tvo kar- aktera, það er brotalöm Sweety BaiTetts. Þá er hversdagsleikinn í slíkum allsherjarvolæðis-grátón að hann virkar ekki heldur. Myndin er þó ekki laus við kosti, sem er einkum að finna í leik írsku gæðaleikai'anna. Með fremstan Brendan Gleeson, sem var svo eftirminnilegur sem The General meistai'a Boormans, en því miðui' er enginn meistai'abragur á hlutunum að þessu sinni. Sæbjörn Valdimarsson Skjalaskápar Traustir - vandaðir og á góðu verði! OLAFUR GISLASON & CO HF., SUNDABORG 3, SIMI 568 4800. EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR, ÁRMÚLA 20, SÍMI 533 5900. ÍMIílcíMcí Þvottavél handþvottakerfi fyrir ull og silki viktar þvottinn og reiknar út sápunotkun íslenskt stjórnborð á vétinni lífstióarábyrgð á uppfærslu þvottakerfa Miele afmæli í tilefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvík og Mieie ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsitegi Mercedes- Benz A-tína frá Ræsi. EIRVÍK, HOMiusnua - Sími 588 0200 - www.eirvik.is Verðtryggð skuldabréf Sparisióðs Reykjavíkur og nágrennis, 1. flokkur 2000, á Verðbréfaþing Islands. Verðbréfaþing hefur ákveðið að taka skuldabréf Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, 1. flokk 1999, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð mánudaginn, 27. mars nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 21. desember 2011, bera 6,75% fasta vexti og eru bundin vísitölu neyslu- verðs. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá Kaup- þingi hf. og Spron. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsing- unni. KAUPÞING HF Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sfmi 515-1500, fax 515-1509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.