Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skrifað undir kjarasamning rafíðnaðarmanna og atvinnurekenda 13% launahækkun og 90 þús. króna lágmarkslaun Sýknaður af kæru um líkamsárás í knatt- spyrnuleik Morgunblaðið/Jim Smart Frá undirskrift samningsins í gær. F.v.: Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, Ómar Hannesson, for- maður SART, Finnur Geirsson, formaður SA, og Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ. KJARASAMNINGUR milli Sam- taka atvinnulífsins og Samtaka at- vinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Rafíðnaðarsambandsins var undir- ritaður í húsakynnum sáttasemjara síðdegis í gær. Samningurirm gildir til mars 2004, eða í tæp fjögur ár, og er það lengsta samningstímabil sem um getur á almenna vinnumarkaðn- um hér á landi. Heimild er þó til að segja honum upp að þremur árum liðnum. Samningurinn nær til tæplega tvö þúsund félagsmanna í RSI. Launa- hækkun við upphaf samningsins nemur 3,9% og hækka öll laun svo um 3% þrisvar sinnum á samningstíma- bilinu -1. janúar ár hvert. Lágmarkslaun 90 þús. kr. Samningurinn kveður á um að lágmarkslaun í rafiðnaði, að meðtöld- um kostnaðarliðum, skuli frá undir- skriftardegi vera 90 þúsund kr. og er tekið fram að hann hafi einungis að geyma ákvæði um lágmarkslaun starfsmanna. I samningsforsendum er kveðið á um hlutverk sérstakrar nefndar ASÍ og SA sem árlega fjalli um það hvort kjarasamningsbundin launaþróun hafi almennt þróast á annan veg en gert var ráð fyrir við undirritun samningsins. Er béinlínis vísað til 17. gr. í samningi SA og Flóabandalags- ins i þessum efnum. Samningnum fylgir sérstök bókun um launakerfi rafiðnaðarmanna og er þar vísað til sk. markaðslauna. Þar segir: „Samtökum atvinnulífsins er kunnugt um að frá 1987 hafi launa- kjör rafiðnaðarmanna, sem samning- ur þessi nær til, almennt verið miðuð við umsamið launakerfi SART og RSÍ, nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Samtök atvinnulífsins telja að fyrirtæki, sem greitt hafa laun skv. þessu launakerfi, hafi bakað sér fjármunaréttarlegar skyldur til þess að greiða áfram laun samkvæmt því, nema um annað sé sérstaklega samið í ráðningarsamningi." í bókun um virkjunarframkvæmd- ir eða aðrar sambærilegar stórfram- kvæmdir, segir að mánaðarlaun iðn- lærðra rafiðnaðarmanna við slíkar framkvæmdir skuli ekki vera lægri en 145.000 kr. fyrir fulla dagvinnu. Bókun þessi tekur aðallega til er- lendra rafiðnaðarmanna sem komið hafa hingað til lands á vegum er- lendra verktaka í tengslum við stór- framkvæmdir. Hækkun þessara launa er metin á 26%. Þá er sett inn í leiðbeinandi launa- töflu RSÍ og SART ákvæði sem eiga að mati samninganefndar rafiðnaðar- manna að leiða til sérstakrar hækk- unar launa á landsbyggðinni. í grein- argerð RSÍ segir að þetta sé nýjung og í opnu launakerfi sé útilokað að meta hve miklu það skilar. Formaður RSÍ mjög sáttur Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, kvaðst í gær mjög sáttur við nýja samninginn. „Við semjum við SA um eina lágmarkstölu og svo höf- um við leiðbeinandi markaðskerfi sem stýrist að einhverju leyti af því sem er að gerast á vinnumarkaðn- um,“ sagði hann. Guðmundur bendir á að í síðustu samningum hafi RSÍ samið eins og aðrir um 13% hækkun launa á samningstímanum, en því til viðbótar hafi rafiðnaðarmenn náð fram upp undir 40% launaskriði vegna markaðslaunakerfisins. „Það má segja að við höfum náð sambæri- legum þáttum fram nú og við það er- um við sáttir,“ sagði Guðmundur. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði ánægjulegt að náðst hefði samningur sem væri á sömu nótum og nýlegur sámningur við Flóa- bandalagið. „Eg tel að þessi samningur sé í samræmi við það sem við lögðum upp með og kom fram í samningnum við Flóabandalagið," sagði Ari. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað knattspyrnumann af ákæru um líkamsárás gegn mót- herja í innanhússknattspyrnuleik. Dómurinn telur að um hafi verið að ræða líkamstjón vegna tilviks sem leikmenn hafi almennt getað átt von á og ekki verði talið fela í sér refsi- ábyrgð. Að mati dómsins fól hátt- semi þess sem ákærður var ekki í sér beina árás á þann sem slasaðist held- ur rangt mat á hættunni sem af hátt- seminni kynni að stafa. Um var að ræða atvik sem gerðist í leik ÍBV og HK í janúar á síðasta ári. Villy Þór Ólafsson, leikmaður HK, var með knöttinn og lék í átt að marki ÍBV. Gunnar Berg Runólfs- son, markvörður IBV, var einn til vamar og fór hann út á móti Villy Þór. Þegar 2-3 metrar voru milli Gunnars Bergs og Villys Þórs, sem var með knöttinn fyrir framan sig, fór Gunnar Berg í tæklingu, en í sömu andrá lék Villy Þór knettinum til vinstri og stóð í hægri fót er leik- mennimir skullu saman með þeim aíleiðingum að fótleggur Villys Þórs þverbrotnaði. Brot á knattspyrnureglum Dómurinn telur að þrátt fyrir að háttsemi ákærða hafi falið í sér brot á reglum í innanhússknattspymu, þá falli háttsemin utan marka þeirra greina almennra hegningarlaga sem ákæmvaldið taldi brotið gegn. Með hliðsjón af því var Gunnar Berg sýknaður af öllum kröfum ákæru- valdsins í málinu. Fastagjald síma hækk- ar um mánaðamótin Andlát GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON FASTAGJALD síma hækkar vænt- anlega vemlega frá og með næstu mánaðamótum, en samkvæmt nýjum lögum um fjarskipti, sem samþykkt vom fyrir jól og tóku gildi í ársbyrj- un, ber Póst- og fjarskiptastofnun að ákveða fastagjald fyrir síma með hliðsjón af kostnaði og skal ákvörð- unin taka gildi eigi síðar en 1. apríl. Sex mánuðum siðar eða 1. október næstkomandi skal samkvæmt ákvæðum laganna opnaður aðgangur að heimtaugum notenda og verður þar með opnað fyrir samkeppni í tal- símaþjónustu á innanlandsmarkaði. I bráðabirgðaákvæði fjarskipta- laganna segir að rekstrarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild skuli heimilað að færa fastagjöld fyrir talsima til samræmis við kostnað að viðbættri hæfilegri álagningu. Kostn- aðarreikningar fyrir talsímaþjónustu skuli lagðir fyrir Póst- og fjarskipta- stofnun eigi siðar en 1. mars 2000 og skuli stofnunin með hliðsjón af kostn- aði ákveða fastagjald fyrir síma sem taki gildi eigi síðar en 1. apríl. Að- gangur að heimtaug skuli heimilaður sex mánuðum eftir að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi ákvarðað um fastagjöld fyrir talsíma til samræmis við kostnað og hæfilega álagningu. Kostnaðarútreikningar langt komnir Gústav Amar, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði að Lands- síminn hefði lagt fram kostnaðarút- reikninga sína til Póst- og fjarskipta- stofnunar eins og lögin geri ráð fyrir og stofnunin sé langt komin með að yfirfara þá. Niðurstaða muni liggja fyrir á næstunni og verða kynnt í framhaldiafþví. Gústav sagði aðspurður að ljóst væri að fastagjaldið myndi hækka þar sem það hefði hvorki fylgt kostn- aðar- né verðþróun í gegnum árin heldur verið niðurgreitt af öðrum þáttum símþjónustunnar. Sama stað- an í þessum efnum væri uppi nánast í öllum löndum Vestur-Évrópu að langlínusímtöl og millilandasímtöl hefðu verið dýr en fastagjaldið að sama skapi lágt. Evrópusambandið hefði tekið á þessu og mælt fyrir um lagfæringar, þar sem þetta hamlaði samkeppni á þessu sviði. Ríki innan ESB hafi skuldbundið sig til að ljúka þessu fyrir árið 2000. Mörg þeirra hafi lokið því verkefni og fastagjald fyrir síma í þeim löndum hafi hækkað mjög verulega, en að sama skapi hafi gjöld fyrir aðra þætti þjónustunnar lækkað á móti. Viðmiðunin sé sú að í hverju tilviki fyrir sig endurspegli gjaldskráin tilkostnað við þjónust- una. Fastagjald fyrir síma er nú 533 kr. á mánuði fyrir heimilissíma og 1.066 kr. fyrir atvinnusíma. I gjaldinu er innifalin ákveðin notkun sem nú nem- ur 232 kr., þannig að nettófastagjald fyrir heimilissíma nemur 301 krónu á mánuði. EINN elsti starfsmað- ur á ritstjórn Morgun- blaðsins, Guðmundur Halldórsson, lést á líknardeild Landspítal- ans í fyrrinótt. Guðmundur fæddist 20. júní 1941 á Akur- eyri. Hann hóf blaða- mennskuferil sinn á Al- þýðublaðinu árið 1960, en réðst til starfa á Morgunblaðinu 1967. Guðmundur starfaði alla tíð að erlendum fréttaskrifum og var í röð þeirra fréttamanna hérlendra sem fróðastir eru um þau efni. Lengst af var Guðmundur því starfsmaður erlendu fréttadeildar- innar en hin síðustu ár annaðist hann skrif á erlendum viðskiptafréttum. Guðmundur var margfróður um er- lend málefni, en sérstakt áhugamál hans var sagnfræði og sérstaklega saga heimsstyijaldanna sem telja mátti sérsvið hans. Síðustu greinar Guðmundar í Morgun- blaðið voru enda yfir- litsgreinar um fyrri heimsstyi'jöldina og hina seinni og birtust í sérútgáfu Morgun- blaðsins 3. janúar sl. þar sem horft var yfir öldina sem er að líða, eins og atburðirnir og umræða líðandi stund- ar höfðu birst á síðum Morgunblaðsins. Starfsfólk Morgunblaðsins saknar góðs samstarfsmanns sem var með afbrigðum ljúfur og þægilegur í um- gengni og sendir föður hans og systkinum innilegar samúðarkveðj- ur um leið og það þakkar samstarfið á liðnum áratugum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.