Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 38

Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 38
 Sálfræði Víðáttufælni er ein tegund kvíða 38 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 Astmi Sýrumagn orsök eða afleiðing? Börn Vaxandi áhyggjur vegna Rítalíns MORGUNBLAÐIÐ Meðganga Verðandi breskar mæður í genapróf? Associated Press Marc Merger (t.h.) ræðir við Philippe Busquin, sem á sæti í fram- kvæmdastjórn ESB, fyrir blaðamannafund í Brussel fyrr í vikunni. Lamaður gekk með aðstoð tölvu Brussel. AP. TÍU árum eftir að hafa lamast fyrir neðan mitti í bílslysi gat Mark Merg- er staðið á fætur og tekið nokkur skref með aðstoð ígrædds tölvu- kubbs. Hann var fyrstur manna til að gangast undir ígræðsluaðgerðina sem þróuð var af samstarfshópi evrópskra vísindamanna. í desember sl. voru 15 elektróður græddar við taugar og vöðva í fótleggjum Mergers og tengdar við tölvukubb sem komið var fyrir í kviði hans. Endurtaka þurfti aðgerðina í síðasta mánuði vegna vandamála sem upp komu. I byrjun mars tókst Merger að standa á fætur af sjálfs- dáðum og fyrir nokkrum dögum tók hann fyrstu skrefin. Pierre Rabischong, prófessor við Montpellierháskóla í Frakklandi, stýrði starfshópnum sem þróaði tæknina. Hann sagði að ígræddi kubburinn gerði Merger gei-vivöðva- hreyfingar mögulegar. „Við erum að reyna að endurskapa það sem gerist í heilanum ... með elektróðum við taugar og vöðva. Við erum ekki að vinna kraftaverk." Hann sagði að mun meiri þróunarvinnu væri þörf til að bæta umrædda tækni. Vísindamenn vona að er fram líða stundir geti sjúklingar stýrt hreyf- ingum sínum með því að þrýsta á hnappa á göngugrind sem verið er að þróa og á að virka líkt og fjarstýr- ing. Enn sem komið er þurfa vís- indamennirnir að senda boð til ígrædda kubbsins með aðstoð tölvu. Boðin eru send til elektróðanna í fót- leggjum sjúklingsins og skapa vöðvahreyfingar. Rabischong sagði að í Evrópu væru yfir 300 þúsund manns lamaðir fyrir neðan mitti, og meðalaldur þeirra væri 31 ár. Unnið hefur verið að þróun tækninnar síðan 1996 á vegum Evrópusambandsins og ríkis- stjórna Frakklands, Hollands, Þýskalands, Danmerkur, Ítalíu og Bretlands. Astmaköst tengd sýrumagni í lungum FPS Aukin tíðni astmatilfella lijá börnum þykir víða uggvænleg þróun á Vesturlöndum. Mcdical PressCorps News Service. VÍSINDAMENN hafa komist að því, að fólk sem fær alvarleg astmaköst hefur óvenjumikið sýrumagn í lungum. Er þetta mikilvæg uppgötvun sem auð- veldað gæti meðferð slíkra kasta og auk þess opnað nýjar leiðir í rannsóknum á sjúkdómnum. „Við vitum ekki fyllilega hvort hátt sýrustig er afleiðing kastanna eða orsök þeirra,“ sagði dr. Benjamin Gaston, að- stoðarprófessor í barnalækning- um við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er aðal- höfundur ritgerðar um upp- götvunina er birtist í vísindari- tinu American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine 13. mars. Sagði Gaston að auk þess sem þetta gæti orðið til þess að læknar gætu tiltölulega auð- veldlega meðhöndlað alvarleg astmaköst kynnu sjúklingarnir sjálfir að geta brugðist við ef þeir teldu kast yfirvofandi. Gaston tók þó fram, að niður- stöðurnar væru til bráðabirgða, og að endurtaka þyrfti rann- sóknirnar til að renna frekari stoðum undir niðurstöðurnar. Dr. Jonathan Stamler, lækna- prófessor við Dukeháskóla í Bandaríkjunum, var aftur á móti ekki eins varkár og sagði að sjaldgæft væri að niðurstöður rannsókna lofuðu svona góðu. Rannsóknir á dvergvexti meðal Amish-fólks F æðingargalli rakinn til arfbera Associated Press Associated Press. VÍSINDAMENN hafa fund- ið arfberann sem talinn er tengjast tiltekinni gerð af dvergvexti og fæðingargöll- um, honum tengdum, sem eru algengastir meðal Am- ish-fólks, sértrúarhreyfingar í Bandaríkjunum. Komust vísindamennirnir að því, að stökkbreyting á arfberanum veldur svonefndum Ellis-Van Creveld-heilkennum, sem leiða til beinagrindaraflögun- ar snemma á fósturskeiði. Uppgötvunin var gerð af vísindamönnum í Bandaríkjunum og Evrópu og eru niðurstöðurnar birtar í marshefti tímaritsins Nat- ure Genetics. Aukin samvinna hef- ur verið á milli vísindamanna og Amish-fólksins í Lancastersýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, og hafa 50 tilfelli Ellis-Van Creveld- heilkenna verið rakin til hjóna sem settust að í Aust- ur-Pennsylvaníu 1744. Börn sem fæðast með sjúkdóminn hafa einkenni á borð við dvergvöxt, stutta útlimi, aukafingur og -tær og aflagaðan munn. Að minnsta kosti helmingur þeirra þjáist einnig af hjar- tagalla. Hægt er að lagfæra mörg einkennanna með skurðaðgerð, en ekki er til nein lækning við sjúkdómn- um. Vísindamenn segja að uppgötvun arfberans, og skilningur á því hvernig hann stökkbreytist, muni auka þekkingu á grundvallar- atriðum þroska og hreyfinga. Þungaðar konur gang- ist undir genapróf The Daily Telegraph. VERIÐ er að gera áætlun um að allar þung- aðar konur í Bretlandi gangist undir gena- próf og getur þetta orðið til þess, að öll þjóðin gangist undir slíkt próf. Hafa heilbrigðisyfir- völd fengið leiðbeiningar um að bjóða þung- uðum konum, sem kunna að hafa arfgenga kvilla, fjölda genaprófa. Þá er heilbrigðisyfir- völdum gert að veita ráð um fóstureyðingar ef fóstur reynist vera óeðlilegt. Ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar um genaprófanir hefur samið leiðbeiningarnar og er í þeim lagt til að fjöldi þeirra kvenna sem gangist undir próf verði aukinn til muna. I skýrslu nefndarinnar segir að allir, sem eru af ættum þar sem sjúkdómar eru algengir, og fólk af kynþáttum sem eru veikari fyrir tilteknum sjúkdómum, ættu að gangast undir próf. Umdeildari eru þó þau tilmæli nefndarinn- ar, að til greina komi „að rannsaka allar þungaðar konur og stóran undirhóp, sem er allur í lítilli hættu, í því augnamiði að finna þá sem eru í mestri hættu til þess að hægt verði að bjóða upp á nákvæmari prófanir". Hingað til hafa genarannsóknir einungis verið skipulagðar á landshlutavísu og beinst að þröngt skilgreindum hópum. Hafa stjórn- völd ekki viljað ráðast í allsherjar rannsókn- aráætlun vegna þess að ráðherrar hafa óttast að verða sakaðir um að standa að kynþátta- stefnu. Engu að síður hefur heilbrigðismálaráðu- neytið tekið undir niðurstöður skýrslunnar, en í niðurlagi hennar segir að nauðsynlegt sé að marka stefnu fyrir allt landið til þess að halda í við vísindalegar framfarir. Þá segir að þunguðum konum ætti að bjóðast fóstureyð- ing ef rannsókn leiðir í Ijós erfðagalla í fóstr- inu. „Þær sem gangast undir fósturskoðun vilja helst af öllu eignast heilbrigt barn. Komi því í ljós að fóstrið hefur óeðlilega erfðavísa eða óeðlilegan vöxt kunna sumar að kjósa að binda enda á þungunina." Andstæðingar fóstureyðinga hafa sakað stjórnvöld um að hvetja foreldra til að eign- ast „sérhönnuð börn“ og ýta undir þann hugsunarhátt að börn skuli vera fullkomin og að það sé hlutverk heilbrigðisþjónustunnar að útrýma þeim sem eru ekki fullkomin. Slíkt sé gróf móðgun við allt fatlað fólk. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði að heilbrigðis- yfir-völd alls staðar ættu að hafa sömu viðmið, til þess að allir foreldrar nytu sanngirni og jafnaðar þegar þeir gengjust undir þessi próf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.