Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 71

Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 1 11 ii . .i i—i ....SÚrm* FRÉTTIR Vinningshafar í ljóða- og smásagnasamkeppni ásamt umsjónarmönnum sýningarinnar, Guðlaugu Björgvinsdóttur og Katrínu Þorvaldsdóttur. Listasýning barna í Grafarvogi Það var mikið um að vera í Rima- skóla nýlega þegar listræn börn úr í Grafarvogi héldu þar sýningu á verkum sínum. Þetta var sölusýn- >ng og allur ágóði rann til sjóðs fyr- ir kirkjuklukkur í Grafarvogs- kirkju. Sýningin var unnin í tengslum við 1.000 ára afmæli kristnitöku á íslandi og þátttakend- ur voru bæði úr leikskólum og grunnskólum. Listamennirnir á þessari sýningu skiptu hundruðum. Meðal þess sem var sýnt og selt var: Fermingar-, brúðkaups- og skírnarkort, klippimyndir af kirkjuklukkum, kirkjum, krossum og prestum, englar gerðir úr leir, krossar úr alls kyns efnum, graffití- uiynd um kristnitökuna og myndir leikskólabarna af Guði og Jesú. Mesta athygli vöktu líklega leir- englarnir sem voru allir listilega gerðir af nemendum í Rimaskóla og höfðu hver sinn svip og sérkenni. Á sýningunni voru kynntar nið- urstöður úr ljóða- og smásagna- samkeppni kirkjunnar um þemað >,kirkjuklukkur“. Verðlaunahafar voru Hildur Ýr Þráinsdóttir, Est- her Viktoría Ragnarsdóttir og Sig- fús Örn Sigurðsson úr Rimaskóla; Sigrún E. Jónsdóttir og Sandra Salvör Kjartansdóttir úr Folda- skóla og Bjarndís Hrönn Hönnu- dóttir úr Húsaskóla. Kaffíhús var á staðnum og rann ágóði af sölu veitinga og listaverka til kaupa á kirkjuklukkum í Grafar- vogskirkju sem verður vígð 18. júní nk. Hugmyndasmíðir að þessari sýn- ingu voru Guðlaug Björgvinsdóttir, kennari í Foldaskóla og Katrín Þor- valdsdóttir, kennari í Rimaskóla ásamt sr. Sigurði A. Rúnarssyni presti í Grafarvogi. Nýtt pípuorgel í Arbæjar- kirkju BISKUP íslands, hr. Karl Sigur- hjörnsson, helgar nýtt pípuorgel í Arbæjarkirkju sunnudaginn 26. mars kl. 11 í byrjun fyrstu ferming- ar vorsins. Orgelið, sem er 22 radda, er smiðað af Björgvini Tóm- assyni orgelsmið og hannað af hon- um í samstarfí við Manfreð Vil- hjálmsson, arkitekt kirkjunnar. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni á síðasta ári, er söngloft var tekið niður og kirkjuskipi breytt til að koma mætti fyrir org- eli og kór á gólfi kirkjunnar. Þá var jafnframt sett upp altarisverkið Sólstafir eftir Iistakonuna Rúri. Með því að taka hið nýja orgel í notkun er að fullu lokið endur- bótum og breytingum á kirkjunni. í tilefni þessara tímamóta verður efnt til tónleika í kirkjunni fimmtu- daginn 30. mars nk. kl. 20. Þar mun organleikari kirkjunnar, dr. Pavel Smid, leika á hið nýja orgel og kór kirkjunnar ásamt einsöngvurum og Nýja pípuorgelið í Árbæjar- kirkju verður vígt á sunnudag. einleikurum flytja tónverk eftir ýmsa höfunda, Ilándel, Mozart og Mendelssohn, svo einhverjir séu nefndir. Að tónleikum loknum verða veit- ingar í boði sóknarinnar. ft } Gunnar Bernhard ehf. Vatnagöróum 24 ■ s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. M\ PEUGEOT Tegund Peugeot406 Vélarstærð Hestöfl 1800 16v 112 ABS já já já já já Loftpúðar 2 4 4 2 4 1600 16v 1600 16v 1600 16v 1600 8v 107 110 101 101 þQlir^smafíburð í auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. mars sl., eru bornir saman eiginleikar og verð bíla í sama verðflokki. Þau leiðu mistök virðast hafa orðið að Peugeot 406 er sleppt I samanburðinum. Það leiðréttist hér með og við bætum við lengd og breidd bílanna. Hnakkapúðar CD Fjarstýrð hljómtæki Hátalarar Þokuljós Lengd Breidd 5 nei nei 4 nei 4,60 m 1,77 m 5 já já 6 já 4,51 m 1,75 m 5 nei nei 4 nei 4,49 m 1,71 m 5 nei nei 6 nei 4,49 m 1,71 m 5 nei nei 4 nei 4,67 m 1,74 m Verö f rá 1.695.000 kr. 1.678.000 kr. 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. Laguna Avensis Vectra Passat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.