Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 65*>í
Trúnaðarlæknar trygginga-
félaga á Landspítala-háskóla
sjúkrahúsi og stjórnsýslan
Bryndís
Þorvaldsdóttir
Súsanna
Davíðsdúttir
Margrét
Pálsdúttir
Láttu bara
taka það
SJÚKRAHÚS Reykjavíkur og
Ríkisspítalar hafa nú verið samein-
uð í Landspítala-háskólasjúkrahús
til að bæta ímynd yfirstjórnar
SHR. Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráð-
herra segir þessa sam-
einingu eitt mesta
framfaraspor sem hægt
væri að taka í skipu-
lagningu heilsugæslu
framtíðarinnar. Er hluti
af þessari skipulagn-
ingu sá að gefa trúnað-
arlæknum tryggingafé-
laga fullan aðgang að
sjúkraskrám Land-
spítalans, eins og þeir
hafa haft að sjúkra-
skrám Sjúkrahúss
Reykjavíkur með fullu
og ótakmörkuðu leyfi
yfirstjórnar þar?
Hverjir eru trúnaðar-
læknar tryggingafélagana hjá
sjúkrahúsum? Er Jóhannes M.
Gunnarsson lækningaforstjóri
trúnaðarlæknir tryggingafélags?
Er það þess vegna sem trygginga-
félögin fá sjúkraskrár slasaðra án
þess að biðja um þær skriflega og
þurfa ekki að kvitta fyrir þær? Eða
er það bara tryggingafélagið VÍS
sem fær svona góða þjónustu hjá
honum? Af hverju er því haldið
svona vel leyndu hverjir trúnaðar-
læknar tryggingafélagana eru? Er
það til þess að þeir geti læknað
sjúklinga með vinstri hendi og síð-
an unnið í sjúkraskrá þeirra með
hægri hendi fyrir tryggingafélagið
og verið á sama tíma á fullum laun-
um hjá sjúkrastofnuninni? Jóhann-
es M. Gunnarsson, lækningafor-
stjóri SHR og stjórnarmaður í hinu
nýja háskólasjúkrahúsi, sagði í
svarbréfi til mín að það væri laga-
skylda hans að afhenda örorku-
nefnd allar sjúkraskrár mínar sem
til voru hjá SHR. Þetta er ekki rétt
og sorglegt þegar yfirmaður
sjúkrahúss er ber fulla ábyrgð á
sjúkraskrám hefur ekki meira vit á
lögum. Örorkunefndin fær frjálsar
hendur hjá honum til að stela öllum
sjúkraskrám mínum og annarra og
það án þess að biðja um þær skrif-
lega og eða kvitta fyrir þær. Hver
hefur þá hugmynd um hvaða
sjúkraskrár þeir tóku eða er öllum
sama um þessi lögbrot?
í ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins 27. ágúst 1998 er vitnað í ræðu
Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra, þar gerði hann m.a. að um-
talsefni varðveislu sjúkraskráa og
sagði meðal annars: Því miður höf-
um við Islendingar ekki gætt nægi-
lega vel að því fram að þessu, að
sjúkrasaga tiltekinna einstaklinga
komist ekki að hluta til eða öllu
leyti í rangar hendur. Síðar í sömu
grein er vitnað í Ólaf Ólafsson
landlækni og þar segir hann að
þegar sjúkraskrár eru fullunnar
eru þær fluttar í skjalageymslu,
þar sem mjög strangar reglur gilda
um afhendingu og
menn verða að gera
nákvæma grein fyrir
sér og erindinu. Er
þetta brandari hjá
landlækni, hann fór
ekki eftir þessu
sjálfur í kærumáli
mínu til hans.
Mannvernd segir í
Morgunblaðinu 1.
apríl 1999: Sjúkra-
skýrsla er trúnaðar-
mál sjúklings og
læknis hans og með
afhendingu hennar
til þriðja aðila, án
skriflegs samþykkis
viðkomandi einstak-
lings, er höggvið að
friðhelgi einkalífs sem varið er af
stjórnaskrá og mannréttindasátt-
málum. Hvernig stendur á því að
trúnaðarlæknar tryggingafélaga og
örorkunefnd á vegum dómsmála-
ráðherra geta farið á skítugum
Sjúkraskrár
Ég gaf ekki örorkunefnd
skriflegt leyfí til að af-
rita sjúkraskrár mínar,
segir Guðmundur Ingi
Kristinsson, enda er
ekkert í lögum eða
reglum sem leyfír henni
að fara fram á það.
skónum um sjúkraskrárgeymslur
Sjúkrahúss Reykjavíkur og tekið
þær sjúkraskrár er þá langar í?
Þetta gera þeir ólöglega með fullu
samþykki forstöðumanns og ekki
athugar hann hvað þeir taka eða
hvað verður um þessi afrit af
sjúkraskrám.
Landlæknir bullaði eins og hon-
um einum er lagið vegna kæru
minnar til hans um þjófnaðinn á
sjúkraskrám mínum og fölsun á
einni þeirra. Heilbrigðisráðherra
staðfesti bullið í landlækni og vitn-
aði í reglugerð er segir: í hvert
sinn sem afrit sjúkraskrár er af-
hent skal það skráð í sjúkraskrána
þannig að fram komi dagsetning og
nafn þess sem fékk afritið. Enginn
fór fram á það skriflega eða kvitt-
aði fyrir sjúkraskrám minum hjá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og ekki fór
ráðuneytið eftir þessari reglugerð
sinni og kórónaði síðan vitleysuna
með því að segja að ég hafi verið í
læknismeðferð hjá örorkunefnd-
inni. Er heilbrigðisráðherra farinn
að gefa lögmanni lækningaleyfi
vegna lögfræðistarfa og eftir hvaða
lögum er það leyfi veitt? Tölvu-
nefnd var sama um það þótt ör-
orkunefndin gæfi henni rangar
upplýsingar enda eini læknirinn
hjá henni starfsmaður Sjúkrahúss
Reykjavíkur og landlæknisembætt-
isins og því vanhæfur til meðferðar
kæru minnar á yfirmenn hans hjá
SHR og landlækni. Ég gaf ekki ör-
orkunefnd skriflegt leyfi til að af-
rita sjúkraskrár mínar, enda er
ekkert í lögum eða reglum sem
leyfir henni að fara fram á það. En
tölvunefnd segir að með undirritun
minni á umboð lögmanns míns þar
sem hann hefur fullt og ótakmark-
að leyfi mitt til þess að gæta hags-
muna minna og semja við Scandia
hf. um bætur vegna umferðarslyss
1993 hafi lögmaður minn með und-
irskrift sinni á ólöglega beiðni VIS
í nóv. 1996 til örorkunefndar heim-
ilað örorkunefnd fullan aðgang að
sjúkraskrám mínum? Er það ekki
hámark fáránleikans hjá tölvu-
nefnd að kenna lögmanni mínum
um eigið getuleysi? Ef það er hægt
að láta sjúkling skrifa upp á umboð
þar sem sjúkraskrá er ekki nefnd
og það á að leyfa þriðja aðila að-
gang að sjúkraskrám mínum og
annarra og hvaða hagsmuni mína á
þetta að tryggja? Og síðan var
beiðni tryggingafélagsins VÍS í
þokkabót ólögleg. Þessir aðilar
eiga svo að bera ábyrgð á sjúkra-
skrá þeirra er ekki vilja fara í
gagnagrunn? Er maður þá ekki
mun betur kominn dulkóðaður hjá
íslenskri erfðagreiningu eða til
hvers yfir höfuð að vera að dulkóða
sjúkraskrár?
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítala-háskólasjúkrahúss,
segir samstarf einkafyrirtækja og
spítalans einkar áhugavert en óráð-
ið og þar sem hagsmunir liggja
saman, þar tökum við saman hönd-
um. Á hann þarna við trygginga-
félögin og áframhaldandi aðgang
þeirra að sjúkraskrám. Getur nýi
forstjórinn svarað mér því hvað
verður um afritin af þeim sjúkra-
skrám er tryggingalæknar fá hjá
hinu sameiginlegu sjúkrahúsum?
Eru tryggingafélögin að setja upp
gagnabanka með þeim og gömlu
sjúkraskránum sem þau hafa feng-
ið hjá SHR. Ég hef áður skrifað um
þetta sama mál til yfirstjórnar
sjúkrahúsanna og engin svör fengið
og ef það sama verður nú, hjá hinni
nýju yfirstjóm háskólasjúkrahús
mun ég taka þögn sem samþykki
og að lögbrot á sjúkraskrám mín-
um og annarra muni halda áfram.
Höfundur er öryrki.
BROTTNÁM á legi er ein al-
gengasta kvensjúkdómaaðgerð
sem framkvæmd er. Það lætur
nærri að ein af hverjum 200 kon-
um á íslandi fari í legtöku á ári
hverju.
Margar rannsóknir hafa verið
framkvæmdar erlendis þar sem
leitast er við að varpa ljósi á líðan
kvenna fyrir og eftir legtöku og
reynslu þeirra af þessari aðgerð.
Hins vegar hafa ekki verið fram-
kvæmdar neinar rannsóknir á
þessu sviði hérlendis.
Á Alþjóðlegu hjúkrunarráðstefn-
unni, WENR, sem haldin verður í
Háskólabíói dagana 25.-27. maí
næstkomandi, verður kynnt rann-
sókn um upplifun og líðan ís-
lenskra kvenna eftir legtöku sem
gerð var í kviðarholsaðgerð. Svæf-
ingahjúkrunarfræðingarnir Bryn-
dís Þorvaldsdóttir, Margrét Páls-
dóttir og Súsanna Davíðsdóttir
unnu rannsóknina árið 1999. Rann-
sókn þeirra nefnist „Láttu bara
taka það“, upplifun og líðan ís-
lenskra kvenna eftir legtöku.
Bætt líðan
eftir legtöku
Svokölluð eigindleg rannsóknar-
aðferð varð fyrir valinu. Hún
byggist á því að tekin eru viðtöl
við þátttakendur, þau vélrituð upp
og síðan lesin vandlega yfir og
fundnir sameiginlegir þættir sem
einkenna reynslu þátttakenda.
Þessi rannsóknaraðferð hefur
verið talin sérlega hentug til að
auka skilning á reynslu og líðan
einstaklinga og á hún því vaxandi
fylgi að fagna í hjúkrunarrann-
sóknum.
Þátttakendur í rannsókninni
voru sex konur á aldrinum 40^48
ára sem höfðu farið í legtöku á
kvennadeild Landspítalans. í öll-
um tilvikum var legtakan fram-
kvæmd í kviðarholsaðgerð, leg-
hálsinn skilinn eftir og annar eða
báðir eggjastokkarnir.
Niðurstöður sýndu að tímabilið
áður en legtakan var ákveðin var
konunum erfitt. Þær þjáðust af
miklum blæðingum og verkjum.
Þátttakendur litu á legtökuna sem
endapunkt á vanlíðan sem hafði
staðið yfir í lengri tíma og höfðu
einkennin haft áhrif á athafnir
daglegs lífs. Þegar kom að aðgerð
var lausn í sjónmáli. Allir viðmæl-
endurnir voru ánægðir með leg-v -
Rannsóknir
Kvenleika sínum fannst
þeim ekki ógnað með
legtökunni, segja
Bryndís Þorvaldsdóttir,
Margrét Pálsdóttir og
Súsanna Davíðsdóttir, t -
og að mörgu leyti
var kynlíf þeirra
betra en áður.
tökuna. Verkjaupplifun eftir að-
gerð var minni en konurnar áttu
von á en þreyta i kjölfar hennar
meiri. Kvenleika sínum fannst
þeim ekki ógnað með legtökunni
og að mörgu leyti var kynlíf þeirra
betra en áður. Mikil ánægja var
með hjúkrunina og töldu þær hana
vera fagmannlega og fullnægja
þörfum þeirra að flestu leyti.
Helstu ályktanir sem draga má
af þessari rannsókn er að legtaka,«t
þar sem einungis legið er fjarlægt,
virðist bæta líðan mikið. Eru þess-
ar niðurstöður í samræmi við nið-
urstöður annarra rannsókna sem
framkvæmdar hafa verið erlendis.
Rannsakendur telja þó að hér sé
aðeins um vísbendingar að ræða
og mikilvægt sé að gera frekari
rannsóknir.
Höfundar eru svæfingahjúkrunar-
fræðingará svæfingadeild Land-
spítalans í Fossvogi og svæfinga-
deild Landspítalans við Hringbraut.
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Hvort sem þú ætlar í golf, útilegu eða bara
fá þér göngutúr þá er klæðnaðurinn frá Sun
Mountain næstum eins og sérhannaður fyrir
íslenskar aðstæður, 100% vatnsþéttur og
100% vindþéttur.
*
Skeifunni 11 - Sími 588 9890 - Veffang orninn.is Opiö kl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga