Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 75

Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 75>__ FRÉTTIR Fyrirlestur um erfðavísindi á nýrri öld EVELYN Fox Keller flytur opin- beran fyrirlestur laugardaginn 27. maí kl. 14 á vegum Mannfræði- stofnunar Háskóla íslands. Fyrir- lesturinn nefnist „Erfðavísindin á nýrri öld“ og verður haldinn í hátíða- sal aðalbyggingar Háskóla íslands. Evelyn Fox Keller er prófessor í sögu og vísindaheimspeki við Massa- chusetts Institute of Technology í Boston. Hún er heimskunn fyrir rit sín um félagslegt baksvið lífvísinda, m.a. erfðafræði, segir í fréttatil- kynningu. Meðal verka hennar eru bækurnar „A Feeling for the Organ- ism“, „Reflections on Gender and Science" og „Refiguring Life“. Fyrirlesturinn er hluti af röð opin- berra fyrirlestra á vegum Mann- fræðistofnunar Háskóla Islands um „Markalínur náttúru og samfélags“. Hinsegin dagar í Reykjavík hafnir HINSEGIN dagar í Reykjavík - Gay Pride 2000 voru settir í íslensku óp- erunni fimmtudaginn 25. maí. með sýning á ástralska leikritinu Go By Night eftir Stephen House. Laugardaginn 27. maí verður há- tíðarsýning á Fullkomnum jafningja eftir Felix Bergsson, en hann er nýkominn með verkið af fjölum Drill Hall í Lundúnum, þar sem það hlaut góðar viðtökur. Þetta verður lokasýn- ing á Fullkomnum jafningja á Islandi. Hátíðin stendur yfir í allt sumar en meginhátíðin fer fram dagana 11.-13. ágúst. í júní fer fram alþjóðlegt mót leðurklúbba í Reykjavík og er búist við um fjórum tugum erlendra gesta á það. Upplýsingar um dagskrá Hins- egin daga í Reykjavík - Gay Pride 2000 er að finna á heimasíðu hátíðar- innar: www.this.is/gaypride EÐALVAGNASÝNING verður haldin hjá B&L helgina 26. og 27. maí þar sem sýndir verða bflar af ýmsum stærðum og gerðum. Meðal annars verður frumsýndur BMW X5-jeppi. í fréttatilkynningu segir m.a.: BMW X5 er búinn 4,4 lítra, 8 strokka vél sem gerir það að verkum að hann kemst frú 0 og upp í 100 km/ klst á 8 sekúndum. Jeppinn er auk þess með gott bremsukerfi sem ger- ir ökumönnum kleift að stöðva hann af jafnmiklu öryggi og þeir taka af stað. Bfllinn hefur DSC-stöðugleika- stýringu á öllum dekkjum, HDC- stýrikerfi sem gerir hann öruggari á fjallvegum og 10 loftpúða." Einnig verða sýndir bflar úr „þrjú-línu“ BMW. Þar er um að ræða 316i Compact, 318LA Saloon og 328LA Saloon, klassíska línu sem við- HALDINN verður reiðhjóladagur Grafarvogs á laugardaginn og hefst hann með hjólaferð frá Gufunesbæ kl. 13:30. Hjólaður veður stuttur hringur um hverfið og komið aftur að Gufunesbæ um klukkustund síð- ar. Hjólaviðgerðarmaður frá reið- hjólaverslunni Hvelli verður á staðn- um frá kl. 14:15 til 16:30 og ætlar að skiptavinir B&L þekkja af gúðu. Fjöldi annarra nýrra bfla verður á sýningunni. Þar má nefha BMW 523LA Saloon, 6 strokka bfl með 170 hestafla vél og 5 þrepa steptronic- skiptingu, en honum má breyta í beinskiptan bfl með einu handtaki. Þá verður sýndur í fyrsta sinn hér á landi BMW 530D Saloon en hann er með nýju þriggja lítra díselvélina frá BMW. Áhugamenn um sportbfla fá einnig sinn skerf á sýningunni en þar verða til sýnis BMW Z3, hefð- bundinn, opinn, tveggja sæta sport- bfll með tveggja lítra vél, og BMW Z3 M - coupé sem sumir vilja kalla alvörusportbfll enda er hann með 321 hestaflavél. Ennfremur verða bflar úr Land- rover-fjölskyldunni til sýnis, þ.m.t. Range Rover, bæði með bensín- og díselvél. veita fólki aðstoð og kennslu í hjóla- viðgerðum s.s. skipta um dekk, laga slitna keðju og fleira. Hann verður með helstu varahluti meðferðis þannig að fólki gefst kostur á að kaupa það sem til þarf til að koma hjólinu í stand fyrir sumarið. Lög- reglan mætir einnig og verður með reiðhjólaskoðun. Boðið verður upp á kaffiveitingar í Gufunesbæ. Yfirlýsing frá ísfugli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ísfugli: „Vegna frétta um aukna campylobactermengun í kjúkl- ingum undanfamar vikur vill Isfugl ehf. koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Sláturhús ísfugls í Mosfells- bæ hefur um langt árabil sinnt kröfum heilbrigðisyfirvalda af fremsta megni. Strangar reglur eru um að framleiðendur taki sýni úr eldissíum og niður- stöður úr þeim liggi fyrir þegar slátrað er. Eftirliti í sláturhúsi er þannig háttað að héraðsdýra- læknirinn kemur í sláturhúsið á hverjum degi, fylgist með slátr- un og tekur sýni. Stórauknum kröfum um þrif og sótthreinsun er fylgt eftir samkvæmt innra eftirliti fyrirtækisins. Þessi vinnubrögð hafa leitt til þess að ísfuglskjúklingar, undir vörumerkinu Kjúlli, hafa komið vel út í sýnatökum heilbrigðis- yfirvalda. í umræðunni um campylo- bactersýkingar hefur verið mikið rætt um ábyrgð framleið- enda, yfirdýralæknis og heil- brigðisyfirvalda, en hver er ábyrgð verslunarinnar? Stað- reyndin er sú að fæstir stór- markaðanna hafa séð ástæðu til að bjóða viðskiptavinum sínum ísfuglskjúklinga samhliða öðr- um vörumerkjum. Stefna ísfugls er að gera áfram það sem í mannlegu valdi stendur til að framleiða hreina kjúklinga sem við vonum að rati á borð kröfuharðra neytenda sem eiga það besta skilið.“ Reiðhjóladagur í Grafarvogi Fréttir á Netinu vg>mbl.i$ ALLT*\/= E/TTH\SA£> /MTTT ISLENSKU TRÖLLIN ERU KOMIN! Brian Pilkington hefur hlásið nýju lífi í furðuveröld tröllanna á fyndinn og frumlegan hátt. Bókin Allt um tröll kom út á íslensku og ensku fyrir síðustu jól og nú hefur bæst við bráðskemmtilegt úrval gjafavöru og minjagripa. Vcentarilegt í stcerri bóka- og ferðamannaverslanir um land allt. Mál og menning www.malogmenning.is BOLIR- SEÓULMYNPIR- BÓKAMERKI - KÖNNUR - BRÚPUR - ÞÓSTKORT- LYKLAKIPPUR - VEC6MYND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.