Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 75>__ FRÉTTIR Fyrirlestur um erfðavísindi á nýrri öld EVELYN Fox Keller flytur opin- beran fyrirlestur laugardaginn 27. maí kl. 14 á vegum Mannfræði- stofnunar Háskóla íslands. Fyrir- lesturinn nefnist „Erfðavísindin á nýrri öld“ og verður haldinn í hátíða- sal aðalbyggingar Háskóla íslands. Evelyn Fox Keller er prófessor í sögu og vísindaheimspeki við Massa- chusetts Institute of Technology í Boston. Hún er heimskunn fyrir rit sín um félagslegt baksvið lífvísinda, m.a. erfðafræði, segir í fréttatil- kynningu. Meðal verka hennar eru bækurnar „A Feeling for the Organ- ism“, „Reflections on Gender and Science" og „Refiguring Life“. Fyrirlesturinn er hluti af röð opin- berra fyrirlestra á vegum Mann- fræðistofnunar Háskóla Islands um „Markalínur náttúru og samfélags“. Hinsegin dagar í Reykjavík hafnir HINSEGIN dagar í Reykjavík - Gay Pride 2000 voru settir í íslensku óp- erunni fimmtudaginn 25. maí. með sýning á ástralska leikritinu Go By Night eftir Stephen House. Laugardaginn 27. maí verður há- tíðarsýning á Fullkomnum jafningja eftir Felix Bergsson, en hann er nýkominn með verkið af fjölum Drill Hall í Lundúnum, þar sem það hlaut góðar viðtökur. Þetta verður lokasýn- ing á Fullkomnum jafningja á Islandi. Hátíðin stendur yfir í allt sumar en meginhátíðin fer fram dagana 11.-13. ágúst. í júní fer fram alþjóðlegt mót leðurklúbba í Reykjavík og er búist við um fjórum tugum erlendra gesta á það. Upplýsingar um dagskrá Hins- egin daga í Reykjavík - Gay Pride 2000 er að finna á heimasíðu hátíðar- innar: www.this.is/gaypride EÐALVAGNASÝNING verður haldin hjá B&L helgina 26. og 27. maí þar sem sýndir verða bflar af ýmsum stærðum og gerðum. Meðal annars verður frumsýndur BMW X5-jeppi. í fréttatilkynningu segir m.a.: BMW X5 er búinn 4,4 lítra, 8 strokka vél sem gerir það að verkum að hann kemst frú 0 og upp í 100 km/ klst á 8 sekúndum. Jeppinn er auk þess með gott bremsukerfi sem ger- ir ökumönnum kleift að stöðva hann af jafnmiklu öryggi og þeir taka af stað. Bfllinn hefur DSC-stöðugleika- stýringu á öllum dekkjum, HDC- stýrikerfi sem gerir hann öruggari á fjallvegum og 10 loftpúða." Einnig verða sýndir bflar úr „þrjú-línu“ BMW. Þar er um að ræða 316i Compact, 318LA Saloon og 328LA Saloon, klassíska línu sem við- HALDINN verður reiðhjóladagur Grafarvogs á laugardaginn og hefst hann með hjólaferð frá Gufunesbæ kl. 13:30. Hjólaður veður stuttur hringur um hverfið og komið aftur að Gufunesbæ um klukkustund síð- ar. Hjólaviðgerðarmaður frá reið- hjólaverslunni Hvelli verður á staðn- um frá kl. 14:15 til 16:30 og ætlar að skiptavinir B&L þekkja af gúðu. Fjöldi annarra nýrra bfla verður á sýningunni. Þar má nefha BMW 523LA Saloon, 6 strokka bfl með 170 hestafla vél og 5 þrepa steptronic- skiptingu, en honum má breyta í beinskiptan bfl með einu handtaki. Þá verður sýndur í fyrsta sinn hér á landi BMW 530D Saloon en hann er með nýju þriggja lítra díselvélina frá BMW. Áhugamenn um sportbfla fá einnig sinn skerf á sýningunni en þar verða til sýnis BMW Z3, hefð- bundinn, opinn, tveggja sæta sport- bfll með tveggja lítra vél, og BMW Z3 M - coupé sem sumir vilja kalla alvörusportbfll enda er hann með 321 hestaflavél. Ennfremur verða bflar úr Land- rover-fjölskyldunni til sýnis, þ.m.t. Range Rover, bæði með bensín- og díselvél. veita fólki aðstoð og kennslu í hjóla- viðgerðum s.s. skipta um dekk, laga slitna keðju og fleira. Hann verður með helstu varahluti meðferðis þannig að fólki gefst kostur á að kaupa það sem til þarf til að koma hjólinu í stand fyrir sumarið. Lög- reglan mætir einnig og verður með reiðhjólaskoðun. Boðið verður upp á kaffiveitingar í Gufunesbæ. Yfirlýsing frá ísfugli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ísfugli: „Vegna frétta um aukna campylobactermengun í kjúkl- ingum undanfamar vikur vill Isfugl ehf. koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Sláturhús ísfugls í Mosfells- bæ hefur um langt árabil sinnt kröfum heilbrigðisyfirvalda af fremsta megni. Strangar reglur eru um að framleiðendur taki sýni úr eldissíum og niður- stöður úr þeim liggi fyrir þegar slátrað er. Eftirliti í sláturhúsi er þannig háttað að héraðsdýra- læknirinn kemur í sláturhúsið á hverjum degi, fylgist með slátr- un og tekur sýni. Stórauknum kröfum um þrif og sótthreinsun er fylgt eftir samkvæmt innra eftirliti fyrirtækisins. Þessi vinnubrögð hafa leitt til þess að ísfuglskjúklingar, undir vörumerkinu Kjúlli, hafa komið vel út í sýnatökum heilbrigðis- yfirvalda. í umræðunni um campylo- bactersýkingar hefur verið mikið rætt um ábyrgð framleið- enda, yfirdýralæknis og heil- brigðisyfirvalda, en hver er ábyrgð verslunarinnar? Stað- reyndin er sú að fæstir stór- markaðanna hafa séð ástæðu til að bjóða viðskiptavinum sínum ísfuglskjúklinga samhliða öðr- um vörumerkjum. Stefna ísfugls er að gera áfram það sem í mannlegu valdi stendur til að framleiða hreina kjúklinga sem við vonum að rati á borð kröfuharðra neytenda sem eiga það besta skilið.“ Reiðhjóladagur í Grafarvogi Fréttir á Netinu vg>mbl.i$ ALLT*\/= E/TTH\SA£> /MTTT ISLENSKU TRÖLLIN ERU KOMIN! Brian Pilkington hefur hlásið nýju lífi í furðuveröld tröllanna á fyndinn og frumlegan hátt. Bókin Allt um tröll kom út á íslensku og ensku fyrir síðustu jól og nú hefur bæst við bráðskemmtilegt úrval gjafavöru og minjagripa. Vcentarilegt í stcerri bóka- og ferðamannaverslanir um land allt. Mál og menning www.malogmenning.is BOLIR- SEÓULMYNPIR- BÓKAMERKI - KÖNNUR - BRÚPUR - ÞÓSTKORT- LYKLAKIPPUR - VEC6MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.