Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 92
HOMEBLEST
GoTT BAtxJM MEGIM/
Maestro
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉFS691161, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Borgarstjórinn
í Reykjavík
Hafnar
þátttöku í
hlutafélagi
um Kára-
hnúka
ik 0 ft
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór af jöklinum með hina slösuðu skömmu fyrir kl. 16 og lenti í Reykjavík um þremur stundarfjórðungum síðar.
Slasaðist í vélsleðaslysi á Mýrdalsjökli
ERLEND kona slasaðist í vélsleðaslysi á Mýr-
dalsjökli í gær og var flutt með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.
Konan reyndist ekki alvarlega slösuð að sögn
vakthafandi læknis á slysadeild, en hún
meiddist í baki. Konan var ásamt fámennum
hópi fólks í vélsleðaferð undir leiðsögn þegar
slysið varð en tildrög þess voru þau að konan
ók á eftir leiðsögumanni sínum fram af brött-
um snjóbakka en réð ekki við aðstæður.
Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal
var kölluð út um klukkan 14 og hlúði læknir í
björgunarsveitinni að konunni áður en hún
var flutt til Reykjavíkur.
15-30% verðlækkun í Bandaríkjunum á þorski frá vesturströndinni og Kína
Yfír 3% lækkun á frystum
þorskflökum frá Islandi
INGIBJÓRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að borgaryfirvöld
hafi ekki áhuga á að taka þátt í stofn-
un hlutafélags um byggingu og
rekstur Kárahnúkavirkjunar, en á
vegum Landsvirkjunar er sá kostur í
. 4|fc»ikoðun að stofna slíkt félag. Reykja-
víkurborg á tæpan helming í
Landsvirkjun á móti ríkinu og Akur-
eyrarbæ.
„Reykjavíkurborg hlýtur að ein-
beita sér að því svæði sem liggur
næst borginni og við höfum ekki
áhuga á að fjárfesta frekar í virkjun-
um. Við höfum fremur áhuga á að
losa um fjármuni sem eru bundnir í
Landsvirkjun þannig að við getum
notað þá í uppbyggingu sem við telj-
um mikilvæga í atvinnulegu tilliti á
þessu svæði. Mér finnst það ekki
____yera í verkahring Orkuveitu Reykja-
víkur að hlutast til um málefni Aust-
urlands. Ég mun því ekki leggja til
að Reykjavíkurborg gerist aðili að
slíku hlutafélagi,“ sagði borgarstjóri.
Hlutafélag um Landsvirkjun
Aformað er að skipa nefnd eignar-
aðila Landsvirkjunar til að ræða
þessi mál og sagði Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, að gengið yrði frá skipun
nefndarinnar fljótlega. Hún sagðist
telja líklegt að gerðar yrðu breyting-
ar á skipulagi Landsvirkjunar sem
m.a. leiddu til þess að fyrirtækinu
yrði breytt úr sameignarfélagi í
hlutafélag.
y Valgerður sagði að meðal þess
"^em nefndin ætti að skoða væri af-
staða eigenda Landsvirkjunar til
hugmyndarinnar um stofnun sér-
staks dótturfélags sem sæi um að
byggja og reka Kárahnúkavirkjun.
Borgarstjóri hefur ítrekað lýst því
yfir að hún vflji minnka hlut Reykja-
víkurborgar í Landsvirkjun og m.a.
varpað því fram að til greina komi að
það gerist á þann hátt að borgin
eignist Sogsvirkjanirnar.
Ingibjörg Sólrún sagðist telja
óhjákvæmilegt að skipta Lands-
virkjun upp. „Ef það er markmið
stjórnvalda að innleiða samkeppni á
raforkumarkaði, en það er sú leið
sem menn eru að vissu leyti byrjaðir
að feta, verður sú samkeppni aldrei
virk með Landsvirkjun í óbreyttu
formi. Landsvirkjun ber höfuð og
herðar yfir aðra á markaðnum,"
sagði Ingibjörg Sólrún.
■ Telur líklegt/10
UM 3 til 3,5% verðlækkun hefur orð-
ið að meðaltali á frystum þorskafurð-
um frá íslandi að undanförnu í
Bandaríkjunum. Hins vegar hefur
orðið 15 til 30% verðlækkun á þorski
frá vesturströnd Bandaríkjanna og
tvífrystum þorski frá Kína. Astæðu
lækkunarinnar má rekja til meira
framboðs en eftirspumar, meðal
annars vegna aukinnar samkeppni á
matvælamarkaðnum.
í fyrra voru flutt út um 27.400 tonn
af frystum bolfiskafurðum héðan til
Bandaríkjanna og var útflutnings-
verðmætið um 11,6 milljarðar.
Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru
flutt út til Bandarílqanna um 9 þús-
und tonn að verðmæti rúmlega 3,72
milljarðar króna en um 6.800 tonn að
verðmæti um 3 milljarðar króna
fyrstu þrjá mánuði þessa árs.
Mun meiri verð-
lækkun hjá öðrum
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater Seafood Corp., segir að
framboð á íslenskum bolfiski í
Bandaríkjunum sé í raun meira en
eftirspurnin. Því eigi verðlækkun
ekki að koma á óvart en hann leggur
áherslu á að íslendingar hafi komið
vel út úr verðbreytingum.
„Ýsan frá íslandi hefur haldið sínu
verði, þorskurinn hefur lækkað lítil-
lega eða um nokkur prós.ent en til
samanburðar hefur þorskur frá vest-
urströnd Bandaríkjanna lækkað um
15% og tvífrystur þorskur, sem kem-
ur aðallega frá Kína og var ódýrari
en annar þorskur, hefur lækkað um
20 til 30%,“ segir Magnús. „Ef litið er
á alaskaufsann hefur hann lækkað
um 15 og 30% milli ára eftir því hvort
um er að ræða blokkir eða flök.
Framboð hefur verið meira en eftir-
spum, bæði vegna sterkari stöðu
dollars og ekki síður vegna sölu-
tregðu á þessum vörum í Evrópu."
Gæðaímyndin lykilatriði
Jóhannes Már Jóhannesson, fram-
kyæmdastjóri innkaupa- og sölusviðs
SÍF hf., segir að lækkunin segi ekki
alla söguna því verðið hafi stöðugt
hækkað árin 1998 og 1999 og mark-
aðurinn sé fljótandi auk þess sem
dollarinn hafi styrkst. „Lækkunin er
mismikil eftir vinnsluformi og stærð
en hún er sennilega um 3 til 3,5% að
meðaltali á frystum þorskafurðum,"
segir hann.
„Hins vegar er mjög óvarlegt að
segja að nákvæmlega núna sé fastur
viðmiðunarpunktur og því hafi orðið
verðmætalækkun upp á hundruð
milljóna, einfaldlega vegna þess að
verðsveiflan er eðlileg. Hafa ber í
huga að framboð á þorski í Banda-
ríkjunum er mjög takmarkað; núna
er lítið framboð frá íslandi, kvóti
Rússa í Barentshafi er langt kominn
og sömu sögu er að segja af Noregs-
kvótanum. Þvi er ég nokkuð vongóð-
ur um að við þurfum ekki að hreyfa
verðið mikið meira og með fyrr-
nefnda hækkun í huga tel ég mjög
vel sloppið ef við þurfum ekki að
lækka verðið meira á árinu.“
Jóhannes Már bendir einnig á að
fram hafi komið að fiskiprótein hafi
hækkað um rúm 50% að meðaltali í
Bandaríkjunum undanfarin fimmtán
ár en önnur prótein, eins og nauta-
kjöt, svínakjöt og kalkúnn, hafi lækk-
að um 11 til 23 % á sama tímabili.
„Þetta sýnir að sumu leyti hvernig
staðan er en ég tel þetta ekkert sér-
stakt áhyggjuefni. Við treystum því
að við höldum áfram þessari sterku
stöðu sem íslenski fiskurinn hefur á
þessum mörkuðum og að menn séu
tilbúnir að borga vel fyrir gæðavöru.
Það er okkar styrkur.
Markaðurinn fyrir þessa gæða-
vöru er ekki gífurlega stór en fram-
boðið takmarkað. Almennt erum við í
samkeppni við mun ódýrari vöru eins
og til dæmis alaskaufsa og ýmsar
ræktaðar tegundir, en lykilatriði íyr-
ir okkur er að íslenski fiskurinn haldi
þessari gæðaímynd."
■ Sölutregða í Evrópu/32
-----------------
Atta mánaða
fangelsi
fyrir rán
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúm-
lega tvítugan pilt í átta mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í
ráni í söluturni í Ofanleiti í Reykja-
vík í júlí á síðasta ári. Verslunar-
stjóri sölutumsins varð þá fyrir árás
þriggja pilta sem rændu tösku af
honum með 40-60 þúsund krónum í.
Með broti sínu rauf ákærði skil-
orð samkvæmt tveimur héraðsdóm-
um þar sem hann hafði verið dæmd-
ur í sextíu daga fangelsi fyrir þrjú
þjófnaðarbrot.
Héraðsdómur hafði dæmt ákærða
í átta mánaða fangelsi, þar af sex
mánuði skilorðsbundið, en Hæsti-
réttur mildaði refsinguna með því
að skilorðsbinda hana í heild, m.a.
vegna þess að ákærði hafði gengist
undir áfengismeðferð.
ÍSLENSKUR FETA ER FRÁBÆR í SALATIÐ