Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 92

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 92
HOMEBLEST GoTT BAtxJM MEGIM/ Maestro MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉFS691161, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Borgarstjórinn í Reykjavík Hafnar þátttöku í hlutafélagi um Kára- hnúka ik 0 ft Morgunblaðið/Jónas Erlendsson TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór af jöklinum með hina slösuðu skömmu fyrir kl. 16 og lenti í Reykjavík um þremur stundarfjórðungum síðar. Slasaðist í vélsleðaslysi á Mýrdalsjökli ERLEND kona slasaðist í vélsleðaslysi á Mýr- dalsjökli í gær og var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Konan reyndist ekki alvarlega slösuð að sögn vakthafandi læknis á slysadeild, en hún meiddist í baki. Konan var ásamt fámennum hópi fólks í vélsleðaferð undir leiðsögn þegar slysið varð en tildrög þess voru þau að konan ók á eftir leiðsögumanni sínum fram af brött- um snjóbakka en réð ekki við aðstæður. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út um klukkan 14 og hlúði læknir í björgunarsveitinni að konunni áður en hún var flutt til Reykjavíkur. 15-30% verðlækkun í Bandaríkjunum á þorski frá vesturströndinni og Kína Yfír 3% lækkun á frystum þorskflökum frá Islandi INGIBJÓRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að borgaryfirvöld hafi ekki áhuga á að taka þátt í stofn- un hlutafélags um byggingu og rekstur Kárahnúkavirkjunar, en á vegum Landsvirkjunar er sá kostur í . 4|fc»ikoðun að stofna slíkt félag. Reykja- víkurborg á tæpan helming í Landsvirkjun á móti ríkinu og Akur- eyrarbæ. „Reykjavíkurborg hlýtur að ein- beita sér að því svæði sem liggur næst borginni og við höfum ekki áhuga á að fjárfesta frekar í virkjun- um. Við höfum fremur áhuga á að losa um fjármuni sem eru bundnir í Landsvirkjun þannig að við getum notað þá í uppbyggingu sem við telj- um mikilvæga í atvinnulegu tilliti á þessu svæði. Mér finnst það ekki ____yera í verkahring Orkuveitu Reykja- víkur að hlutast til um málefni Aust- urlands. Ég mun því ekki leggja til að Reykjavíkurborg gerist aðili að slíku hlutafélagi,“ sagði borgarstjóri. Hlutafélag um Landsvirkjun Aformað er að skipa nefnd eignar- aðila Landsvirkjunar til að ræða þessi mál og sagði Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, að gengið yrði frá skipun nefndarinnar fljótlega. Hún sagðist telja líklegt að gerðar yrðu breyting- ar á skipulagi Landsvirkjunar sem m.a. leiddu til þess að fyrirtækinu yrði breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag. y Valgerður sagði að meðal þess "^em nefndin ætti að skoða væri af- staða eigenda Landsvirkjunar til hugmyndarinnar um stofnun sér- staks dótturfélags sem sæi um að byggja og reka Kárahnúkavirkjun. Borgarstjóri hefur ítrekað lýst því yfir að hún vflji minnka hlut Reykja- víkurborgar í Landsvirkjun og m.a. varpað því fram að til greina komi að það gerist á þann hátt að borgin eignist Sogsvirkjanirnar. Ingibjörg Sólrún sagðist telja óhjákvæmilegt að skipta Lands- virkjun upp. „Ef það er markmið stjórnvalda að innleiða samkeppni á raforkumarkaði, en það er sú leið sem menn eru að vissu leyti byrjaðir að feta, verður sú samkeppni aldrei virk með Landsvirkjun í óbreyttu formi. Landsvirkjun ber höfuð og herðar yfir aðra á markaðnum," sagði Ingibjörg Sólrún. ■ Telur líklegt/10 UM 3 til 3,5% verðlækkun hefur orð- ið að meðaltali á frystum þorskafurð- um frá íslandi að undanförnu í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur orðið 15 til 30% verðlækkun á þorski frá vesturströnd Bandaríkjanna og tvífrystum þorski frá Kína. Astæðu lækkunarinnar má rekja til meira framboðs en eftirspumar, meðal annars vegna aukinnar samkeppni á matvælamarkaðnum. í fyrra voru flutt út um 27.400 tonn af frystum bolfiskafurðum héðan til Bandaríkjanna og var útflutnings- verðmætið um 11,6 milljarðar. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru flutt út til Bandarílqanna um 9 þús- und tonn að verðmæti rúmlega 3,72 milljarðar króna en um 6.800 tonn að verðmæti um 3 milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Mun meiri verð- lækkun hjá öðrum Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp., segir að framboð á íslenskum bolfiski í Bandaríkjunum sé í raun meira en eftirspurnin. Því eigi verðlækkun ekki að koma á óvart en hann leggur áherslu á að íslendingar hafi komið vel út úr verðbreytingum. „Ýsan frá íslandi hefur haldið sínu verði, þorskurinn hefur lækkað lítil- lega eða um nokkur prós.ent en til samanburðar hefur þorskur frá vest- urströnd Bandaríkjanna lækkað um 15% og tvífrystur þorskur, sem kem- ur aðallega frá Kína og var ódýrari en annar þorskur, hefur lækkað um 20 til 30%,“ segir Magnús. „Ef litið er á alaskaufsann hefur hann lækkað um 15 og 30% milli ára eftir því hvort um er að ræða blokkir eða flök. Framboð hefur verið meira en eftir- spum, bæði vegna sterkari stöðu dollars og ekki síður vegna sölu- tregðu á þessum vörum í Evrópu." Gæðaímyndin lykilatriði Jóhannes Már Jóhannesson, fram- kyæmdastjóri innkaupa- og sölusviðs SÍF hf., segir að lækkunin segi ekki alla söguna því verðið hafi stöðugt hækkað árin 1998 og 1999 og mark- aðurinn sé fljótandi auk þess sem dollarinn hafi styrkst. „Lækkunin er mismikil eftir vinnsluformi og stærð en hún er sennilega um 3 til 3,5% að meðaltali á frystum þorskafurðum," segir hann. „Hins vegar er mjög óvarlegt að segja að nákvæmlega núna sé fastur viðmiðunarpunktur og því hafi orðið verðmætalækkun upp á hundruð milljóna, einfaldlega vegna þess að verðsveiflan er eðlileg. Hafa ber í huga að framboð á þorski í Banda- ríkjunum er mjög takmarkað; núna er lítið framboð frá íslandi, kvóti Rússa í Barentshafi er langt kominn og sömu sögu er að segja af Noregs- kvótanum. Þvi er ég nokkuð vongóð- ur um að við þurfum ekki að hreyfa verðið mikið meira og með fyrr- nefnda hækkun í huga tel ég mjög vel sloppið ef við þurfum ekki að lækka verðið meira á árinu.“ Jóhannes Már bendir einnig á að fram hafi komið að fiskiprótein hafi hækkað um rúm 50% að meðaltali í Bandaríkjunum undanfarin fimmtán ár en önnur prótein, eins og nauta- kjöt, svínakjöt og kalkúnn, hafi lækk- að um 11 til 23 % á sama tímabili. „Þetta sýnir að sumu leyti hvernig staðan er en ég tel þetta ekkert sér- stakt áhyggjuefni. Við treystum því að við höldum áfram þessari sterku stöðu sem íslenski fiskurinn hefur á þessum mörkuðum og að menn séu tilbúnir að borga vel fyrir gæðavöru. Það er okkar styrkur. Markaðurinn fyrir þessa gæða- vöru er ekki gífurlega stór en fram- boðið takmarkað. Almennt erum við í samkeppni við mun ódýrari vöru eins og til dæmis alaskaufsa og ýmsar ræktaðar tegundir, en lykilatriði íyr- ir okkur er að íslenski fiskurinn haldi þessari gæðaímynd." ■ Sölutregða í Evrópu/32 ----------------- Atta mánaða fangelsi fyrir rán HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúm- lega tvítugan pilt í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í ráni í söluturni í Ofanleiti í Reykja- vík í júlí á síðasta ári. Verslunar- stjóri sölutumsins varð þá fyrir árás þriggja pilta sem rændu tösku af honum með 40-60 þúsund krónum í. Með broti sínu rauf ákærði skil- orð samkvæmt tveimur héraðsdóm- um þar sem hann hafði verið dæmd- ur í sextíu daga fangelsi fyrir þrjú þjófnaðarbrot. Héraðsdómur hafði dæmt ákærða í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, en Hæsti- réttur mildaði refsinguna með því að skilorðsbinda hana í heild, m.a. vegna þess að ákærði hafði gengist undir áfengismeðferð. ÍSLENSKUR FETA ER FRÁBÆR í SALATIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.