Morgunblaðið - 28.10.2000, Page 25

Morgunblaðið - 28.10.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 25 Breytingar hjá Pharmaco deCODE fyrirmynd Norðmanna ósló.Morgnnblaðið. STJÓRN Pharmaco hf. hefur ákveðið á fundi sínum að ráða Sindra Sindra- son sem forstjóra Pharmaco hf. og Balkanpharma í Búlgaríu. A sama fundi var ákveðið að ráða Guð- björgu Alfreðs- dóttur sem fram- kvæmdastjóra Pharmaco hf. á Islandi. Sindri Sindra- son er viðskipta- fræðingur að mennt og hefur verið fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. síð- an 1981. Guðbjörg er lyfjafræðingur að mennt og hefur starfað hjá Phar- maco hf. síðan í ágúst 1977 og hef- ur undanfarin ár verið markaðs- stjóri AstraZeneca hjá Pharmaco hf. Samkvæmt rekstraráætlun sem Pharmaco hefur birt fyrir Balkan- pharma fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir 22,5% veltuaukningu og að hagnaður fyrir afskriftir og íjár- magnsliði (EBIDTA) muni nema ná- lægt 1.800 milljónum króna. Er það 148% aukning frá því í fyrra. Gert er ráð fyrir að framlegðin tvöfaldist og fer úr 10% í 20%. Hagnaður eftir skatta er áætlaður 800 milljónir ki’óna að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta samanborið við um 100 milljóna króna hagnað í fyrra. NORSKUR fjármálamaður vill nú stofna líftæknifyrirtæki í Noregi með hið íslenskættaða deCode Genetics sem fyrirmynd, að því er grcint er frá í norska við- skiptablaðinu Dagens Næringsliv. Erik Must hjá fjármálafyrirtæk- inu Fondsfinans, telur að í Noregi séu ákjósanlegar aðstæður fyrir líftæknifyrirtæki og hefur ritað viðskipta- og heilbrigðisráðherr- um bréf þar sem hann leggur til að stofnað verði stórfyrirtæki á sviði liftækni þar sem norska rík- ið verði helmingseigandi. Hugmynd Must er að til verði fyrirtæki þar sem fram fari rann- sóknir á sviði erfða- og læknavís- inda. Markmiðið er að þróa og selja niðurstöður til alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. Og Must segir að ef Noregur ætli sér stað á ört vax- andi líftæknimarkaðnum, verði stjórnvöld að láta til skarar skríða nú. Ef fyrirtækið verður stofnað, leggur Must áherslu á að eitt af því fyrsta sem takast þarf á við séu siðferðileg og lögfræðileg málefni, sem reynst hafa pólitískt viðkvæm. Að mati Must er mikil- vægt að fyrirtækið verði í eigu ríkisins og einkaaðila. Þannig verði best tekist á við siðferðileg vandamál og nægt fjármagn tryggt. Must segir gen Norð- manna fremur einsleit, þjóðin sé fremur fámenn, heilbrigðiskerfi gott og skráning gagna einnig. Þetta geti gefið norsku líftækni- fyrirtæki forskot á önnur lff- tæknifyrirtæki, líkt og þær ákjós- anlegu aðstæður sem eru á Islandi, gefi deCode Genetics for- skot. I grein Dagens Næringsliv er saga deCode sögð í stuttu máli. Greint frá samstarfssamningnum við Roche, skráningunni á Nasdaq og sveiflum á gengi hlutabréf- anna eftir það. Sindri Sindrason Guðbjörg Alfreðsdóttir Breytingar hja OLIS TVEIR framkvæmdastjórar hjá OL- IS eru að hætta störfum, samkvæmt upplýsingum Einars Benediktsson- ar, forstjóra OLÍS. Árni Pétur Jóns- son viðskiptafræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá OLÍS, markaðssviði heildsölu, hættir og fer til starfa hjá Baugi hf. Þá hefur Kristján B. Ólafsson við- skiptafræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs, óskað eftir starfslokum og hefur ver- ið fallist á það Einar Marínósson viðskiptafræð- ingur, sem starfað hefur hjá OLÍS frá árinu 1993, hefur verið ráðinn fjármálastjóri og Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri stórnotendasviðs, mun einnig verða framkvæmdastjóri markaðssviðs heildsölu. ------------------ Lakari afkoma hjá Telenor Ósló. Morgunblaðið. HAGNAÐUR Telenor fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 2 milljörðum norskra króna eða um 18 milljörðum íslenskra. Þetta er 12% lakari afkoma en á sama tíma í fyrra, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Blaðið greinir einnig frá því að norska viðskiptaráðuneytið hafi í gær samþykkt að hlutafjárútboð Telenor fari fram fyrir jól og markmiðið sé að skrá bréf félagsins í kauphöllunum í Osló og New York 4. desember nk. í sama blaði er þó haft eftir tals- manni viðskiptaráðuneytisins að sá möguleiki sé enn fyrir hendi að út- boðinu verði frestað fram yfir ára- mót. Formlegrar ákvörðunar ráðu- neytisins sé að vænta innan skamms. -------♦-♦-♦------ Velta með er- lend bréf eykst VELTA innlendra aðila með erlend verðbréf í september nam 19,6 millj- örðum króna og er sú mesta sem ver- ið hefur frá upphafi, að því er fram kemur í Morgunpunktum Kaup- þings í gær. Alls námu kaupin 13 milljörðum og sala 6,6 milljörðum króna. Viðskipti með erlend hluta- bréf hafa aukist mikið frá því í júní á þessu ári. Þær tölur sem þar hafa hækkað mest eru tölur um viðskipti með hlutdeildarskírteini í erlendum verðbréfasjóðum, en hluta af aukn- ingunni má rekja til stofnunar nor- ræna hlutabréfasjóðsins Nordic Growth Fund í eigu Kaupþings. Tatung tölvur eru hágæða framleiðsla og þekktar fyrir gæði og endingu. Allar Tatung tölvur sem seldar eru í Griffli eru framleiddar og að fullu samsettar í verksmiðjum í Hollandi samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og eru með 3ja ára ábyrgð Þessa dagana er sérstakt tilboð á Tatung tölvum. Við bjóðum tölvurnar á frábæru verði og Tkaupbæti geturðu valið einn af þessum þremur gripum: cLitaprentari frá Hewlett Packard Geislaskrifari 8x4x32x frá Hewlett Packard ■ Stækkun í 19" skjá TATUNG 550 MHz «• AMD K6 550 MHz m/512 KB Cache örgjörvi «* 17’ hágæða 100 Hz skjár með áhangandi hátölurum ** 15 GB Ultra-DMA harður diskur <* 50x geisladrif «• 64 MB SDRAM vinnsluminni ATI 8 MB skjákort AGP, TV OUT «• Creative SoundBlaster 64 bita hljóðkort «• 56 K faxmódem •* Tvö USB tengi •* Frf internetáskrift •* Windows lyklaborð og mús ** Windows 98 SE uppsett og á geisladiski <* 3ja ára ábyrgð á varahlutum og vinnu TATUNG 800 MHz «* Intel Pentium III 800 MHz Coppermine örgjörvi. «* 17’ hágæða 100 Hz skjár með áhangandi hátölurum ** 30 GB Ultra-DMA harður diskur frá IBM •* 12x DVD drif frá Hitatchi ■* 128 MB SDRAM 100 MHz vinnsluminni •* D.V.M.T. skjákort allt að 32 MB «* Creative SoundBlaster compatible 64 bita hljóðkort «• 56 K faxmódem * Tvð USB tengi «* Frf internetáskrift «* Vandað Windows lyklaborð með úlnliðsstuðningi og skrunmús <* Windows 98 SE uppsett og á geisladiski «* 3ja ára ábyrgð á varahlutum og vinnu 109« 900,,- stgr. m/vsk mmilr stgf- m/vsk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.