Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 25 Breytingar hjá Pharmaco deCODE fyrirmynd Norðmanna ósló.Morgnnblaðið. STJÓRN Pharmaco hf. hefur ákveðið á fundi sínum að ráða Sindra Sindra- son sem forstjóra Pharmaco hf. og Balkanpharma í Búlgaríu. A sama fundi var ákveðið að ráða Guð- björgu Alfreðs- dóttur sem fram- kvæmdastjóra Pharmaco hf. á Islandi. Sindri Sindra- son er viðskipta- fræðingur að mennt og hefur verið fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. síð- an 1981. Guðbjörg er lyfjafræðingur að mennt og hefur starfað hjá Phar- maco hf. síðan í ágúst 1977 og hef- ur undanfarin ár verið markaðs- stjóri AstraZeneca hjá Pharmaco hf. Samkvæmt rekstraráætlun sem Pharmaco hefur birt fyrir Balkan- pharma fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir 22,5% veltuaukningu og að hagnaður fyrir afskriftir og íjár- magnsliði (EBIDTA) muni nema ná- lægt 1.800 milljónum króna. Er það 148% aukning frá því í fyrra. Gert er ráð fyrir að framlegðin tvöfaldist og fer úr 10% í 20%. Hagnaður eftir skatta er áætlaður 800 milljónir ki’óna að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta samanborið við um 100 milljóna króna hagnað í fyrra. NORSKUR fjármálamaður vill nú stofna líftæknifyrirtæki í Noregi með hið íslenskættaða deCode Genetics sem fyrirmynd, að því er grcint er frá í norska við- skiptablaðinu Dagens Næringsliv. Erik Must hjá fjármálafyrirtæk- inu Fondsfinans, telur að í Noregi séu ákjósanlegar aðstæður fyrir líftæknifyrirtæki og hefur ritað viðskipta- og heilbrigðisráðherr- um bréf þar sem hann leggur til að stofnað verði stórfyrirtæki á sviði liftækni þar sem norska rík- ið verði helmingseigandi. Hugmynd Must er að til verði fyrirtæki þar sem fram fari rann- sóknir á sviði erfða- og læknavís- inda. Markmiðið er að þróa og selja niðurstöður til alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. Og Must segir að ef Noregur ætli sér stað á ört vax- andi líftæknimarkaðnum, verði stjórnvöld að láta til skarar skríða nú. Ef fyrirtækið verður stofnað, leggur Must áherslu á að eitt af því fyrsta sem takast þarf á við séu siðferðileg og lögfræðileg málefni, sem reynst hafa pólitískt viðkvæm. Að mati Must er mikil- vægt að fyrirtækið verði í eigu ríkisins og einkaaðila. Þannig verði best tekist á við siðferðileg vandamál og nægt fjármagn tryggt. Must segir gen Norð- manna fremur einsleit, þjóðin sé fremur fámenn, heilbrigðiskerfi gott og skráning gagna einnig. Þetta geti gefið norsku líftækni- fyrirtæki forskot á önnur lff- tæknifyrirtæki, líkt og þær ákjós- anlegu aðstæður sem eru á Islandi, gefi deCode Genetics for- skot. I grein Dagens Næringsliv er saga deCode sögð í stuttu máli. Greint frá samstarfssamningnum við Roche, skráningunni á Nasdaq og sveiflum á gengi hlutabréf- anna eftir það. Sindri Sindrason Guðbjörg Alfreðsdóttir Breytingar hja OLIS TVEIR framkvæmdastjórar hjá OL- IS eru að hætta störfum, samkvæmt upplýsingum Einars Benediktsson- ar, forstjóra OLÍS. Árni Pétur Jóns- son viðskiptafræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá OLÍS, markaðssviði heildsölu, hættir og fer til starfa hjá Baugi hf. Þá hefur Kristján B. Ólafsson við- skiptafræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs, óskað eftir starfslokum og hefur ver- ið fallist á það Einar Marínósson viðskiptafræð- ingur, sem starfað hefur hjá OLÍS frá árinu 1993, hefur verið ráðinn fjármálastjóri og Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri stórnotendasviðs, mun einnig verða framkvæmdastjóri markaðssviðs heildsölu. ------------------ Lakari afkoma hjá Telenor Ósló. Morgunblaðið. HAGNAÐUR Telenor fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 2 milljörðum norskra króna eða um 18 milljörðum íslenskra. Þetta er 12% lakari afkoma en á sama tíma í fyrra, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Blaðið greinir einnig frá því að norska viðskiptaráðuneytið hafi í gær samþykkt að hlutafjárútboð Telenor fari fram fyrir jól og markmiðið sé að skrá bréf félagsins í kauphöllunum í Osló og New York 4. desember nk. í sama blaði er þó haft eftir tals- manni viðskiptaráðuneytisins að sá möguleiki sé enn fyrir hendi að út- boðinu verði frestað fram yfir ára- mót. Formlegrar ákvörðunar ráðu- neytisins sé að vænta innan skamms. -------♦-♦-♦------ Velta með er- lend bréf eykst VELTA innlendra aðila með erlend verðbréf í september nam 19,6 millj- örðum króna og er sú mesta sem ver- ið hefur frá upphafi, að því er fram kemur í Morgunpunktum Kaup- þings í gær. Alls námu kaupin 13 milljörðum og sala 6,6 milljörðum króna. Viðskipti með erlend hluta- bréf hafa aukist mikið frá því í júní á þessu ári. Þær tölur sem þar hafa hækkað mest eru tölur um viðskipti með hlutdeildarskírteini í erlendum verðbréfasjóðum, en hluta af aukn- ingunni má rekja til stofnunar nor- ræna hlutabréfasjóðsins Nordic Growth Fund í eigu Kaupþings. Tatung tölvur eru hágæða framleiðsla og þekktar fyrir gæði og endingu. Allar Tatung tölvur sem seldar eru í Griffli eru framleiddar og að fullu samsettar í verksmiðjum í Hollandi samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og eru með 3ja ára ábyrgð Þessa dagana er sérstakt tilboð á Tatung tölvum. Við bjóðum tölvurnar á frábæru verði og Tkaupbæti geturðu valið einn af þessum þremur gripum: cLitaprentari frá Hewlett Packard Geislaskrifari 8x4x32x frá Hewlett Packard ■ Stækkun í 19" skjá TATUNG 550 MHz «• AMD K6 550 MHz m/512 KB Cache örgjörvi «* 17’ hágæða 100 Hz skjár með áhangandi hátölurum ** 15 GB Ultra-DMA harður diskur <* 50x geisladrif «• 64 MB SDRAM vinnsluminni ATI 8 MB skjákort AGP, TV OUT «• Creative SoundBlaster 64 bita hljóðkort «• 56 K faxmódem •* Tvö USB tengi •* Frf internetáskrift •* Windows lyklaborð og mús ** Windows 98 SE uppsett og á geisladiski <* 3ja ára ábyrgð á varahlutum og vinnu TATUNG 800 MHz «* Intel Pentium III 800 MHz Coppermine örgjörvi. «* 17’ hágæða 100 Hz skjár með áhangandi hátölurum ** 30 GB Ultra-DMA harður diskur frá IBM •* 12x DVD drif frá Hitatchi ■* 128 MB SDRAM 100 MHz vinnsluminni •* D.V.M.T. skjákort allt að 32 MB «* Creative SoundBlaster compatible 64 bita hljóðkort «• 56 K faxmódem * Tvð USB tengi «* Frf internetáskrift «* Vandað Windows lyklaborð með úlnliðsstuðningi og skrunmús <* Windows 98 SE uppsett og á geisladiski «* 3ja ára ábyrgð á varahlutum og vinnu 109« 900,,- stgr. m/vsk mmilr stgf- m/vsk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.