Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Launastefna félaganna í ASI er vörn launafólksins LAUNAFÓLK á al- mennum vinnumarkaði hefur mátt sitja undir skömmum undanfama daga. Af ummælum for- ystumanna ýmissa samtaka opinberra starfsmanna má helst ráða að það sé launafólk innan ASÍ og stéttarfé- lög þess sem beri ábyrgð á því hvemig þessum félögum okkar gengur við gerð eigin kjarasamninga. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeim komi sú launastefna sem mörkuð var af launafólki á al- menna vinnumarkaðnum ekkert við, af því þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum. Hér er á ferðinni ákveðinn misskilningm- sem rétt er að leiðrétta því hann getur verið skaðlegur fyrir hagsmuni ahs launafólks og samtök þess. Markmið samninga ASI-félaganna Félög og sambönd innan ASÍ fóm fram í síðustu kjarasamningum hvert fyrir sig en engu að síður voru ákveð- in grundvaliaratriði sameiginleg. Þau snem ekki hvað síst að þeim áhersl- um sem ASI-félögin höfðu varðandi launahækkanir. Allir gerðu sér Ijósa grein fyrir því að verið var að ganga til samninga á þenslutímum og að efnahagsástandið var að nálgast suð- umark. Ljóst var að svigrúm til mik- illa hækkana var ekki fyrir hendi og því ef til vill mikilvægast af öllu að treysta grundvöllinn undir kaup- mætti launafólks og helst að reyna að bæta í án þess þó að ógna stöðugleik- anum. Til að tryggja enn frekar þetta markmið var það sett inn sem ein af forsendum samninganna að verð- bólga fari minnkandi enda myndi verðbólguholskefla valda gn'ðarlegri kjararýmun alls launafólks. Með þessu vora félög og sambönd innan ASI ekki aðeins að semja um hag eig- in félagsmanna heldur alls launafólks í landinu. Sátt um forgang lægstu launa Mjög víðtæk sátt náðist um það milli félaga innan ASÍ að í öllum samningum skyldi það svigrúm sem til staðar væri til launahækkana fyrst og fremst notað til þess að hækka lægstu launataxtana sérstaklega. ít- arleg viðhorfskönnun, sem ASI hafði látið gera í aðdraganda kjarasamn- inganna, sýndi líka að þessi áhersla naut mikils stuðnings meðal lands- manna eða nærri níu af hverjum tíu. Þótt stuðningurinn við þetta sjónar- mið jafnaðar væri heldur minna með- al félagsmanna annarra sambanda launafólks en ASÍ var hann engu að síður afgerandi eða 80%. Það er svo einmitt þetta sjónarmið jafnaðar sem varð kjaminn í þeirri launastefnu sem félög og sambönd innan ASÍ bám fram í síðustu kjara- samningum. Þetta er sú launastefna sem launafólk á almennum vinnu- markaði og félög þess, má sæta sérstökum ákúmm fyrir. Þetta er sú launastefna sem for- ystumenn úr systur- samtökum okkar sam- einuðust um að fordæma á nýafstaðinni setningarhátíð BSRB þings. Opinberir „bundnir“? Svo virðist sem for- ystusveit opinberra starfsmanna mislíki svör viðsemjenda sinna og láti gremjuna bitna á almennu launafólki. Þeir hafa jafnvel sagt að félög og sambönd innan ASI séu að reyna að „binda“ sig við launa- stefnu sem þeir hafi hvergi komið nærri. Því er til að svara að þessir for- ystumenn em vitaskuld ekki bundn- ari þeirri launastefnu að hækkun lægstu launa skuli njóta forgangs, en samviska þeirra og lífssýn býður þeim. Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir gmndvelli þeirra tryggingarákvæða sem era í samn- ingum flests launafólks á almennum vinnumarkaði. Þeir sem til þekkja vita að félög og sambönd innan ASÍ em að gera kjarasamninga við fram- leiðslugreinamar í landinu, útflutn- ingsatvinnuvegina og samkeppnis- greinarnar. Gengi atvinnuveganna í landinu markar það svigrúm sem er til staðar í efnahagslífinu, jafnt til launahækkana sem annarra þátta. Við gerð kjarasamninga launafólks á almennum vinnumarkaði var leitast við að meta það svigrúm sem þá var til launahækkana og skipta því svo þannig að þeir sem minnst hefðu fyrir bæra mest úr býtum. A gmndvelli biturrar reynslu frá næstsíðustu kjarasamningum, þar sem tekjulægstu hóparnir máttu horfa á aðra taka mun meiri launa- hækkanir en þeir fengu án þess að fá að gert, var þess einnig krafist að tryggingarákvæði gagnvart launa- hækkunum annarra hópa yrði hluti af samningunum. Tilgangurinn með því var auðvitað ekki að binda neinn held- ur fyrst og fremst að tryggja eigin fé- lagsmenn gagnvart atvinnurekend- um og launaþróun annarra. Tryggingarákvæðið þýðir einfald- lega að hafi matið á greiðslugetu at- vinnuveganna verið rangt og að svigrúmið til launahækkana reynist vera mun meira en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum þá gerist annað af tvennu: Launafólkið fær eðlilega leiðréttingu eða að samningamir verða uppsegjanlegir. Er svigrúmið meira en samið var um? Komi í ]jós að svigrúm efnahags- lífsins til launahækkana reynist um- talsvert meira en gert var ráð fyrir í samningum almenns launafólks er eðlilegt að það fólk sem hefur lagt gmndvöllinn að stöðugleika undan- farinna ára fái leiðréttingu í samræmi við það. Ég trúi vart öðm en tals- Kjaramál Tryggingarálwge ðið þýðir einfaldlega, segir Ari Skúlason, að launa- fólkið fær eðlilega leið- réttingu eða að samn- ingarnir verða uppsegjanlegir. menn samtaka opinberra starfs- manna séu sammála því. Og varla mæla þeir á móti því að mat stjóm- valda á þessu svigrúmi efnahagskerf- isins mun birtast með hvað áþreifan- legustum hætti í þeim samningum sem framundan em þar sem ríkis- stjórn og sveitarfélög em annar samningsaðila. Ég reikna hinsvegar ekki með því að talsmenn samtaka opinberra starfsmanna telji sína kjarasamninga með einhverjum hætti haftia yfir mat á því svigrúmi sem efnahagslífið býð- ur upp á hverju sinni. í samningum þeirra, rétt eins og kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, kann vissulega að vera talsvert svigrúm til hagræðingar og framleiðniaukningar en beinar launakostnaðarhækkanir umfram almennt svigrúm verða auð- vitað alltaf greiddar sameiginlega af öllum landsmönnum, hvort sem það verður með þjónustuskerðingu á öðr- um sviðum, skattahækkunum eða þjónustugjöldum. Samráð stundum og um sumt Tryggingarákvæðið í samningum launafólks á almennum vinnumarkaði er fullkomlega eðlileg trygging fyrir fólkið sem fær laun samkvæmt þeim samningum. Það er því vandséð hvemig hægt er að agnúast út í þessi ákvæði. En yfirlýsingum um þörf á auknu samráði ber auðvitað að fagna og sú samráðsskylda sem menn hafa rætt svo fjálglega um á undanfömum ámm á vitaskuld að ná yfir víðtækara svið. Þar á til dæmis ekki að undan- skilja réttindi launafólks á vinnu- markaði, en við höfum lengi búið við tvískiptan vinnumarkað þar sem hluti launafólks nýtur allt annarra og rýmri réttinda en aðrir. Oft er um að ræða fólk sem vinnur hlið við hlið, sambærileg störf hjá sama atvinnu- rekanda. Það er löngu tímabært að samræma réttindi fólks á vinnumark- aði og þá vinnu verðum við að hefja. Við voram nýlega að fá fregnir af samningum um réttindamál launa- fólks innan raða samtaka opinberra starfsmanna. Þrátt fyrir að þama sé augljóslega verið að setja fordæmi sem mun hafa áhrif á allan vinnumarkaðinn virðist sem einhverj- um hafi láðst að hafa um það samráð við félög og sambönd launafólks á al- mennum vinnumarkaði. Umræða síð- ustu daga gefur hins vegar tilefni til að ætla að úr því verði bætt fljótlega. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Ari Skúlason Jólakortasala MS-félags ís- lands hafin JÓLAKORT MS-félags íslands em komin út og er það að þessu sinni helgimynd sem prýðir kortin. Mynd- in er gerð af listakonunni Guðfinnu Onnu Hjálmai-sdóttur. Einnig er bryddað upp á þeirri nýbreytni á 1000 ára afmæli kristnitöku að gefa út jóla- merki. „Sala jólakorta hefur verið mjög stór hluti af tekjuöflun félagsins. Að þessu sinni rennur ágóðinn í að koma upp íbúð fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á læknisaðstoð, rannsókn- um og hvíld að halda. Aðstaðan gæti einnig nýst sem hvíldaraðstaða fyrir fólk af höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir muna eftir hjólaði Sigurður Tryggvi Tryggvason frá Akureyri til Reykjavíkur og safnaði áheitum í þessu skyni sl. sumar. Tókst söfnunin vel og er það von okk- ar að svo verði áfram. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem stóðu við bakið á okkur í þeirri söfnun. Við vonum að fólk taki okkur vel og styrki okkur um leið og send er falleg jólakveðja,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá MS-félaginu. Verð á jólakortum 5. stk. saman í pakka 500 kr., jólamerki 12 stk. sam- an 250 kr. Hægt er að koma á skrif- stofu félagsins á Sléttuvegi 5 og kaupa kort eða merki. Einnig em kortin til sölu í Galleríi Reykjavíkur á Skólavörðustíg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.