Skírnir - 01.01.1856, Side 26
28
FRÉTTIR.
Danmörk.
upptekt fjár þeirra, ef slikt fyndist, og hótafei embættismönnum afe
reka þá af embættum, ef þeir hlýddu ekki þessu bofei og fylgdu
því stranglega fram. Einnig hefir ráfegjafinn gengizt fyrir því, ab
konúngur hefir vikib tveim dómendum og forseta úr æbsta dómi
Holseta í Kíl, án dóms og laga, og sett til umráfea fyrir háskól-
ann í Kíl þann mann, sem hefir alla stund verib hermabur. þetta
og annab fleira gebjabist Holsetum illa. Scheel rábgjafi þeirra er
litt virtur af landsmönnum þar; hefir þeim þótt hann ágengur og
hviklyndur og aka seglunum eptir vebri. A þínginu stakk einn úr
riddaraflokknum, Blome ab nafni, upp á því, ab bera sig upp vib
konúng undan abgjörbum Scheels, og lýsa yfir mistrausti manna á
á honum fyrir ýmsar tiltektir hans. Nefnd var sett í málib; hún
samþykkti uppástúnguna, og bætti því vib, ab rábgjafanum skyldi
stefnt og höfbub sök á hendur honum fyrir abgjörbir hans. Bábar
uppástúngur þessar voru samþykktar á þínginu, önnur meb 40 atkv.
gegn 7, hin meb 41 gegn 6. þegar konúngsfulltrúi bar þab mál
upp, ab þíngmenn skyldu kjósa til alríkisþíngs, þá kom og einn
af riddurum Holseta, Beventlow-Jersbeck ab nafni, fram meb eins
konar umkvörtun yfir óréttindum þeim, er honum þótti Holsetar
verba fyrir eptir alríkisskránni, og kvartabi helzt um, ab þeir ættu
þar of fáa menn á þínginu; hann bar þab og fyrir sig, ab konúngur
hefbi ákvebib í bréfi 28. janúar 1848, ab Holsetar mætti ná ríflegu
atkvæbi á samþíngum meb Dönum, en nú hefbi Holsetar ab eins
litinn hluta atkvæba í ríkisrábinu eptir alríkislögunum, og væri mál-
um landsins illa borgib meb slíku; því rébi hann þínginu frá ab
kjósa menn til alríkisþíngs. Konúngsfulltrúi brást vib öndverbur,
og vildi banna allt umtal um alríkisskrána, en forseti sagbi, ab sér
sýndist hverjum manni heimilt ab vitna til hennar til þess ab færa
sönnur á sitt mál, og í öbru lagi ætlabi hann, ab menn mættu bera
upp fyrir konúng þarfir sínar þó þær ættu eitthvab skylt vib al-
ríkisskrána. Konúngsfulltrúi kvabst þá verba ab ganga af þíngi, og
forseti kvabst ekki geta bannab honum þab. Gekk hann síban af
þínginu; en þó var hann á fundum, þegar önnur mál voru rædd.
Málinu var nú haldib fram, og var skipub nefnd í þab. Litlu síbar
kom sá úrskurbur frá stjórninni, ab hún mundi halda þær umræbur
allar markleysu eina og ab engu hafa, sem um alríkismál væri hafbar