Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 2

Skírnir - 01.12.1905, Page 2
290 Kvöld í Róm. Neisti af heipt í ösku þrælaóttans, ormstönn dauðabeygs í gerfi þóttans, vígð til falls og hels í bræðrabyltu bera af sjer fræ í nýjar sálir. Upp af brunarúst og vígi villtu vex hið unga, og háborðssalinn tjaldar, þar sem dróttir drottni og þýi aldar drekka saman tímans banaskálir. Frægðarþjóðin frelsið af sjer kúgar, fórnast sjálf við altar nýrrar trúar; glatar eigin heiðri í hörgaspilling, hrapar sjálf til dauðs í goðsins falli. Ellisturluð bernska í blindni og trylling blóði þjóða sjer til ólífs hellir. Milli tveggja siða í fálmi fellir fjöregg sinnar eigin gæfu af stalli. — — Dómsins lúður hærra, liærra drynur, hauður undir fióttasveitum stynur. Orpnir gröfum undir rós og baðmi armlög tengja fjandmaður og vinur. -----Skuggamyndir sökkva í fljótsins faðmi, fer um staðinn hrollur dauðakaldur. Lækkar, dökknar loptsins blái faldur. Lýsist kvöldsins rauða skikkja— og hrynur. Caesars borg! Skal stríð þitt, dáð og draumur drukkna í geimsins sjó sem hljóðlaus straumur? Skulu verk þín afgrunns unnum vafin, æfispor þín heims af brautum skafinV Eða er líking þín til hæða hafin, hærri steinsins rún og köldu myndum, grafir þínar taldar lífs hjá lindum, ljós þíns anda í himins spegla grafin?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.