Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 34
322 William .Tames. En þá er að meta, hvers virði þessir ávextir trúar- lífsins eru, þvi af ávöxtunum verður trúin að dæmastr annar áreiðanlegur mælikvarði er ekki til í þeim efnum. Séu ávextirnir góðir, þá eru skoðanirnar, sem þeir spretta af, að svo miklu leyti góðar og virðingarverðar. Trúar- brögðin annast fullnægingu ákveðinna andlegra þarfa;: þegar þau brjóta mjög í bága við aðrar andlegar þarflr eða önnur trúarbrögð k'oma upp, sem fullnægja þörfunum betur, þá verða hin að þoka. En hér verður vel að greina á milli trúarinnar eins og hún kemur fram sem lifandi afl í sáluin einstaklinganna, og hins sem lialdið er í föstum skorðum kirkjufélaganna. öll trúarbrögð hafa byrjað í sál einhvers einstaklings, sem þá stóð einn og oftast var ofsóttur. Skoðun hans er þá talin trúarvilla, en fái hann áhangendur og vaxi hreyfingunni fiskur um hrygg, verður hún sjálf að nýjum rétttrúnaði, sem svo berst aftur á móti nýjum hreyfingum — koll af kolli. Inn í þetta blandast svo ýmisleg önnur markmið; kirkjurnar berjast um yfirráð, völd og auðæfi, og margar verstu hvatir manna skáka þá í skjóli trúarinnar, eins og saga trúar- ofsóknanna sýnir. En ekki er það sjálfri trúnni að kenna, þó ýmislegt ilt og ófullkomið sláist i förina, er það sér sér færi. Hinu verður þó ekki neitað, að trúartilfinn- ingarnar sjálfar leiða oft, út í öfgar. öfgarnar sýna oss hve langt má komast í hverja stefny um sig, en hvetja ekki ávalt til eítirbreytni, því hóf er bezt í hverjum hlut. Einlægni í trúarefnum getur orðið að ofstæki. Trúin getur líka gagntekið menn svo, að þeir geti um ekkert annað hugsað og verði ófærir til að inna af hendi skyldur sínar. Sálarhreinleikinn getur neytt menn til að draga sig út úr mannlegu félagi. Þá eru mannkærleikinn og ástúðin. »Þar er heilagleikamim borið á brj'n, að hann varðveiti það sem óhæft sé til lífsins og ali npp sníkjugesti og betlara. »Rísið ekki gegn meingjörðamanninum.« »Elskið óvini yðar,« þessar helgu megin- reglur veitir þessa heims mönnum erfitt að minnast á með þolin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.