Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 10
298
Trú og sannanir.
Kristur á að hafa birzt eftir andlátið, gera upprisu hans
að þungamiðjunni í kenningu sinni. Sannfæringin urn það,
að þeir hafi séð meistara sinn eftir andlát hans, gerir þá
að nýjum mönnum, og fyrir þá sannfæring eru þeir þess
albúnir að leggja alla tímanlega velferð og líf sitt í söl-
urnar. Og Páll postuli nafngreinir, rúmum 20 árum eftir
að atburðurinn á að hafa gerst, marga menn, sem hafi
séð hann upprisinn, og tekur það jafnframt fram, að meir
■en 500 menn hafi séð hann í einu, og að flestir þeirra séu
á lífi, þegar hann ritar þetta. Síðast allra segir Páll, að
hann hafi birzt sér. Það nær alls engri átt að hugsa sér,
að postularnir hafi farið með vísvitandi ósannindi um þetta
stórmál. Og líklegt er það ekki heldur, að hér sé ein-
göngu um skynvillur og hviksögur að tefla. Hvers vegna
taka menn þetta þá ekki trúanlegt?
Svarið mun verða eitthvað í þessa átt hjá öllum þorra
þeirra manna, sem annaðhvort efast um upprisu Krists
eða hafna henni algjörlega: Upprisa Krists er ekki neinn
algengur viðburður, og hún samsvarar ekki Ireldur nein-
um öðrum viðburðum mannkynssögunnar. Hún er ger-
samlega einstæður viðburður. Og hún er ekki eingöngu
einstæð. Hún fer líka í öfuga átt við alla aðra reynslu
mannkynsins. Fyrir því þurfum vér miklu ríkari sann-
anir fyrir henni en öðrum viðburðum, sem oss er ætlað
að leggja trúnað á Og nú vill svo slysalega til, að frá-
sagnir Nýja testamentisins um þennan einstæða merkisvið-
burð eru mjög varhugaverðar. Ætla mætti, að kapp væri
á það lagt að segja nákvæmlega rétt frá því, er menn
vissu um annan eins viðburð, sem ætlað var að gjörbreyta
lifsskoðun mannkynsins og verða hyrningarsteinn undir
alira-æðstu og dýrmætustu vonum mannanna. En einu
rithöfundarnir, sem frá þessu stórmáli skýra — langmesta
viðburði mannkynssögunnar, svo framarlega sem hann
hefir i raun og veru gerst — hafa ekki hugmynd um neina
sögulega nákvæmni og því síður um neinar vísindalegar
athuganir. Enginn þeirra skýrir eins frá þeirri vitneskju,
<;r menn hafi fengið um viðburðinn.