Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 10

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 10
298 Trú og sannanir. Kristur á að hafa birzt eftir andlátið, gera upprisu hans að þungamiðjunni í kenningu sinni. Sannfæringin urn það, að þeir hafi séð meistara sinn eftir andlát hans, gerir þá að nýjum mönnum, og fyrir þá sannfæring eru þeir þess albúnir að leggja alla tímanlega velferð og líf sitt í söl- urnar. Og Páll postuli nafngreinir, rúmum 20 árum eftir að atburðurinn á að hafa gerst, marga menn, sem hafi séð hann upprisinn, og tekur það jafnframt fram, að meir ■en 500 menn hafi séð hann í einu, og að flestir þeirra séu á lífi, þegar hann ritar þetta. Síðast allra segir Páll, að hann hafi birzt sér. Það nær alls engri átt að hugsa sér, að postularnir hafi farið með vísvitandi ósannindi um þetta stórmál. Og líklegt er það ekki heldur, að hér sé ein- göngu um skynvillur og hviksögur að tefla. Hvers vegna taka menn þetta þá ekki trúanlegt? Svarið mun verða eitthvað í þessa átt hjá öllum þorra þeirra manna, sem annaðhvort efast um upprisu Krists eða hafna henni algjörlega: Upprisa Krists er ekki neinn algengur viðburður, og hún samsvarar ekki Ireldur nein- um öðrum viðburðum mannkynssögunnar. Hún er ger- samlega einstæður viðburður. Og hún er ekki eingöngu einstæð. Hún fer líka í öfuga átt við alla aðra reynslu mannkynsins. Fyrir því þurfum vér miklu ríkari sann- anir fyrir henni en öðrum viðburðum, sem oss er ætlað að leggja trúnað á Og nú vill svo slysalega til, að frá- sagnir Nýja testamentisins um þennan einstæða merkisvið- burð eru mjög varhugaverðar. Ætla mætti, að kapp væri á það lagt að segja nákvæmlega rétt frá því, er menn vissu um annan eins viðburð, sem ætlað var að gjörbreyta lifsskoðun mannkynsins og verða hyrningarsteinn undir alira-æðstu og dýrmætustu vonum mannanna. En einu rithöfundarnir, sem frá þessu stórmáli skýra — langmesta viðburði mannkynssögunnar, svo framarlega sem hann hefir i raun og veru gerst — hafa ekki hugmynd um neina sögulega nákvæmni og því síður um neinar vísindalegar athuganir. Enginn þeirra skýrir eins frá þeirri vitneskju, <;r menn hafi fengið um viðburðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.