Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 18

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 18
Trú og sannanir. 30ti er meira en 30 ár, síðan er í'vrst var farið að fullyrða þetta. Og það er meira en 30 ár, síðan er fyrsti vísinda- maðurinn tók sér fyrir hendur að rannsaka þetta. Og“ hann sagði, að væri alveg satt. Maðurinn er prófessor William Crookes í Lundúnum. Hann var þá þegar einn af frægustu éðlisfræðingum og- efnafræðingum Norðurálfunnar. Og honum var síðar veitt aðalstign fyrir vísindastörf sín og gerður að forseta hins konunglega brezka vísindafélags, eins af vandfýsnustu félögum heimsins. Hann tók á heimili sitt 15 ára skóla- stúlku, Florence Cook að nafni, sem sagt vai-, að væri þeim eiginleik búin, að andar framliðinna manna gætu tekið á sig mannlegan líkama í návist hennar. Hún hafði ekki annað meðferðis heim til hans en ofurlitinn fata- böggul, sem hann skoðaði vandlega. Hún var á heimili hans tímuin saman, og hennar var stöðugt nákvæmlega gætt. Hann er ekki einn til frásagnar um það, er fyrir hann bar, því að hann bauð fjölda manns að vera við- stöddum kvöld eftir kvöld, og sumir þeirra eru nafnkendir vísindamenn. Þeir sögðu allir sömu söguna. Hann tjald- aði milli tveggja herbergja í húsi sínu og lét stúlkuna liggja eina á gólfinu í annari stofunni, meðan á tilraun- unum stóð. Hún leið í ómegin, og þegar hún hafði mist meðvitundina, kom, kvöld eftir kvöld, út undan tjaldinu, fram í stofuna, kvenvera, sem nefndi sig Katie King og kvaðst hafa verið hér í lífi á Englandi á 17. öld. í fyrstu gat hún ekki látið sjá sig nema í daufu ljósi, af því að skært ljós hefði truflandi og sundurleysandi áhrif. En henni fór það fram, að hún gat staðist bjart rafljós. Hún gekk innan um stofuna og talaði við þá, sem viðstaddir voru. Einu sinni tók hún í höndina á einum þeirra. Hann fann, að engin bein voru í hendinni og hafði orð á því við hana, Hún brosti og tók í hendurnar á öllum hinum. Þá rétti hún þeim manni höndina, sem á þetta hafði minst. Beinin voru þá komin. Hún klipti hvað eftir annað stór göt á kjólinn sinn, hristi hann svo, og þá var hann jafn- góður. Hvin lét klippa af sér hárið og það óx aftur sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.