Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 89
Ftlendar fréttir.
377
irkomulagi. En hætt er við, að þetta só nú um seinan og að
byltiuga aldan verði ekki stöðvuð með neinu móti, endiritin verði
líkur og í stjórnarbyltingunni miklu á Frakklandi. Af s/ðustu
fréttum er svo að sjá sem Witte og stjórnin hafi alveg mist taum-
haldið og ráði nú ekki við neitt.
Japau. Rósturnar þar, sent risu út af óánægju með friðar-
gerðina við Rússa, urðu ekki langvinnar og hafa síðau hjaðnað nið-
ur með öllu. Þó Rússum væri ekki gert að greiða neinn herkostn-
að, þá bera Japansraenn ekki lítið úr bytum, þar sem þeir halda
öllu herfangi, er þeir tóku af Rússum, herskipura mörgum og stór-
urn, skotvopnum o fl.
Japansmenn og Bretar hafa nú endurnýjað bandalag sitt og
trygt það betur en áður var. Eru nú hvorir um sig skjldirtilað
veita hinum, ef önnurhvor þjóðin lendir f ófriði, hver svo sem í
móti er. Þeir stofna eitinig fyrirtæki í sameiningu þar eystra, t.
d. stórt gufuskipafélag, er taka á að sór samgöngur um öll austur-
höfin. Þegar ófriðurinn var úti, heimsótti Kyrrahafsfloti Breta Jap-
an, kom inn til Tokíó og var tekið þar með miklum fögnuði.
Togó aðmtráll hélt flota sfnum itin á höfn í Tokíó 22. októ-
ber, alkominn heim úr stríðiuu. Tveimur dögum síðar hélt hann
hátíðlega innreið sína í borgina og var, eins og nærri ntá geta,
tekið með miklutn fögnttði. Þá lágu 308 herskip á höfninni í Tokíó.
Voru þar, auk flota Japans, herskip frá Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Um kvöldið voru skipin skrautlýst og þótti það mjög mikil-
fengleg sjón.
Kórea og Japan hafa gert samnittg sín í milli urn að utanrík-
ismálastjórti Kóreu flytjist til Tokíó og hafi Japans-stjórn hana á
hendi í umboði Kóreu-keisara, en Japansmenn skipa landstjóra yfir
Kórett, er stjórnar þar í hafni Kóreu keisara. En heitið hafa Jap-
ansmenn, að fá Kóreu fult sjálfsforræði þegar þjóðin só því vaxitt
að stjórna sér sjálf.
Finnland. Hér á ttndan er þess stuttlega getið, að Finn-
land hafi aftur fetigið sarna sjálfstæði innan rússneska ríkisins og
það hafði fram að 1899. I vestnrlöndum Norðurálfuttnar kom al-
ment fram mikill samhugur með Fittnum, þegar Nikulás keisari
tók að traðka frelsi Iandsins. Menn sömdu ávörp til keisarans,.
sem tnargir af ágætustu mönntim nútímatis skrifuðtt nöfn sítt und-
ir, og báðu hann lotningarfylst að breyta ráðstöfunum sínum Finn-