Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 70

Skírnir - 01.12.1905, Page 70
358 Meðalæfi íslendinga á síðari hluta 19. aldar. börn; þá yrði fólksfjöldinu á landinu eptir 50 ár nákvæmlega 100000 manns, en úr því yxi hann hvorki nje minnkaði, því að þá mundi á hverju ári fæðast jafnmargir og þeir sem dæju, og fólksmagnið yrði stöðugt eins. Eptir réikningunum væri þá meðalæfin íooooo-f-*000"2000 2000 = 50 ár eins og rjett er. Hugsum oss nú að þessu hjeldi áfram fram yfir árið 2000, að árinu 1950 undanteknu; setjum svo að það ár fæddust 10% fleiri börn en annars, eða 2200; þá yrði fólksfjöldinn eptir það 100200 fram yfir næstu aldamót. En meðalæfin væri sú sama eptir sem áður, því allir lifa í 50 ár, hvort sem færri eða fleiri fæðast. Ef einhver fyndi nú npp á , . . 100200-1- ^000-2?00. því að reikna út meðalæfina árið 2000, mundi hann fá_______1_____* 2200 = 45% ár í stað 50 ára. Af þessu er auðsjeð, að ekki má mikið út af bera, til þess að glundroði komi á reikningana, þegar reikn- að er eptir þessari aðferð. Auk þess segir hún of lítið; hún gefur enga hugmynd ttm, á hvaða aldri flestir deyja, heldur aðeins fljót- legt yfirlit yfir manndauðann í heild sinni. Líftaflan er reiknuð á þann hátt, sem hjer segir: Fyrst er reiknað, eptir manntals- og dánarskyrslum, hversu mörg börn af hverju hundraði sem fæðast, deyja á 1. árinu, síðan hversu mörg af þeim sem komin eru á annað ár deyja áður en þau eru tveggja ára o. s. frv. Setjum svo að á 1. árinu deyi 5. hvert barn, á 2. árinu 16. hvert, á 3. árinu 25. hvert, á 4. árinu 36. hvert o. s. frv. Þá yrði byrjunin á líftöflunni þannig: Af 10000 börnum, fæddurn samtímis, lifa eptir 0 ár 10000 eptir 1 ár 8000 eptir 2 ár 7500 eptir 3 ár 7200 eptir 4 ár 7000 Til þess að finna meðalæfina, þarf nú að finna árafjöldann, sem þessi 10000 börn lifa til samans, og deila honutn með 10000 til þess að sjá hve mörg ár koma á hvert nyfætt barn. Til þess að finna árafjöldann, sem öll börnin lifa til samans, þarf aðeins að leggjasaman allar tölurnar sem í líftöflunni standa á eptir 10000,því að í eitt ár lifa 8000 í eitt ár til lifa 7500 í eitt ár til lifa 7200 Á sama hátt má finna, hversu Iengi menn eigi eptir að lifa að meðaltali, á hvaða aldri sem þeir eru; vilji jeg t. d. vita hversu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.