Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 53
Einar Benediktsson.
341
Kvæðura Einars Benediktssonar má að nokkru leyti
skifta í tvo fiokka eftir efni þeirra. Annars vegar eru
þau kvæði hans, sem telja má tækifærisljóð og ættjarðar-
kvæði. Hann hefur jafnan. svo sem hann á ætt til, látið
sig landsinál miklu skifta, sérstaklega baráttuna fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar. Af þeim rótum eru mörg kvæði
hans runnin. Hann grípur hörpuna til að brýna fyrir
þjóðinni þau sannindi, sem honum virðast henni mest
þörf að heyra, og kvæði hans verða þá i raun og veru
hugleiðingar um landsmál, um það hvers vér þurfum sem
þjóð — hvataljóð og heimsádeilur. Hugsjónir hans í þess-
um efnum eru góðar og gildar og kvæðin eru snjöll,
mælsk og andrík; þau hrífa á þeirri stundu, sem þau eru
kveðin; þau eru vængjuð orð, sem segja það sem þjóðin
finnur ljóst eða óljóst á líðandi stund, og hafa því sitt
verk að vinna. En ekki eru það þau kvæðin, sem lifa
lengst. Lífskjörin breytast og mennirnir með. Þegar sá
tími kemur, að þjóðin hefur kipt þvi í lag, sem nú er
að, og nýjar kröfur, nýjar hugsjónir vakna, þá geta slík
kvæði ekki lengur verið orðin, »sem leysa bundna þrá«,
farvegurinn, sem tilfinningarnar streyma um að ósi hins
nýja markmiðs. Þau eru of tímabundin til þess. Þegar
t. d. fiskiveiðar vorar verða komnar í æskilegt horf, þá
þarf ekki lengur að segja:
Hve skal letigi
dorga, drettgir,
dáðlaus upp’ við sand?
Hið eina sem getur haldið lífmu i slíkum þjóðmálakvæð-
um er ástríða, eldmóður, er sé svo sterkur, að menn hríf-
ist ósjálfrátt með, gleymi stund og stað og sjái ekki annað
en skáldið sá. »Skynsamlegt vit« í hugleiðingum skáldS-
ins megnar ekki, þegar frá líður, að hrífa menn með sér.
Þar standa orð Ibsens stöðug:
Aldrig svultner der en löftniug
af et regnestykkes dröftniug.