Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 30

Skírnir - 01.12.1905, Side 30
318 William James. sálum þeirra, sem »snúast« til nýs lít's og nýrrar trúar. Venjulega er aðdragandi afturhvartsins sá, að andstæð öfl berjast um völdin í sál mannsins: »Holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu. Hið góða sem eg vil gjöri eg ekki, en hið vonda sem eg vil ekki, það gjöri eg o. s. frv.« Þessi barátta getur verið langvinn eða skanimvinn, og vilji mannsins átt mikinn eða lítinn þátt í henni, það er svo mismimandi, eftir því hver maðurinn er. Sumir verða að komast á fremsta stig örvæntingar- innar, áður en hin æðri öflin í sál þeirra sigra, þeir verða að vera lémagna af þreytu og gefast upp, örvænta um sjálfs sín mátt, þá kemur hjálpin. »Þegar neyðin er stærst,. þá er hjálpin næst«. Þeim flnst þá sem æðra lít' og kraftur streymi inn í sál þeirra, eins og náðargjöf, og hreki burt allan ótta og kvíða, og þeir líta nú nýjum augum á tilveruna. En stundum snúast menn skyndilega án þess að þeir sjálflr né aðrir viti um aðdragandann til þess. Það eru þeírmenn, sem undirvitundin er ríkust hjá — sá þáttur sálarlífsins, sem ekki kemur fram í vökunni, en er eins og djúpið, sem ber uppi meðvitundarlífið, vökuvitund mannsins. Þaðan eru dýpstu hvatir mannsins runnar. Hjá sumum mönnum getur breyting á lunderninu búið um sig smámsaman og þróast fyrir neðan takmörk meðvitundar- innar og komið svo skyndilega í ljós eins og opinberun. Oft flnst þeim er slíkt reyna, að einhver æðri kraftur komi alt í einu yfir þá og gjörbreyti sálarástandi þeirra, og stundum eru þessu samfara vitranir, menn sjá sýnir, heyra raddir o. s. frv., og oft er breytingunni samfara ósegjanlegur unaður og sæla. En með hverjum hætti sem menn snúast, þá er þetta aðalatriðið, að tilfinningalíf og vilji mannsins breytist frá rótum. Angistin hverfur og friður færist yflr hugann. Nýr vilji til lífsins vaknar, ný sannindi renna upp og útlit tilverunnar breytist, heimurinn fær fegri og heiðari svip en áður: »Hið gamla er afmáð, sjá alt er orðið nýtt«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.