Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 58

Skírnir - 01.12.1905, Page 58
346 Einar Benediktsson. Grúfir yfir öllum öndum aldakreddu molnað kerfi. Alt eru þetta myndir úr marmlífinu. Þegar síðasta bylt- ingin yarð, þegar hraunið rann og storknaði, þá tók það á sig þessar kynlegu myndir. Og skáldið spyr, hyort .annar eldsær muni rísa og jafna alt saman eða hvort hraunið eigi smátt og smátt að gróa upp, síðan ófædd æska ganga út til leiks um gróna dranga, hlæjandi með opnum augum yfir blindra manna haugum? En hann fær ekki svar: Alög hylja, fella í fjötra, fáleit grös í holum nötra. Andi haustsins hraunið næðir. Hundrað raddir þögnin klæðir. Frumhugsun kvæðisins virðist þá vera þessi: Eins ■og hraunið með öllum þess kynjamyndum er orðið til við umbrot náttúruaflanna, þannig er menningin með öllum hennar kynstrum storknaður straumur, sem öfl ástriðanna hafa leitt yfir löndin. Mun nú nýr »eldsær« mynda nýtt hraun ofan á þetta, eða á það að gróa upp? Þarf nýja byltingu til þess að framieiða nýjar og æðri myndir menn- ingarinnar, eða munu gróðrarmögn mannlífsins einfær um það? Þessi hugmynd er stórgáfuleg og frumleg, en auðsætt •er að alsanna mynd af uppruna, vexti og viðgangi menn- ingarinnar gefur hún ekki. Það er t. d. meiri munur á þeim náttúruöflum, sem mynda hraun, og hinum, sem græða upp hraunið, heldur en á þeim öflum mannlífsins, ■er valda snöggum byltingum menningarinnar, og hinum, sem breyta henni smámsaman. Ekki verður því neitað, að kvæði þetta er ógreiðfært yflrferðar við fyrsta lestur, en hraun eru líka ógreiðfær yflrferðar og eiga að vera það — liggur mér við að segja.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.