Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 9
Trú og sannanir.
297
færður um, að allur þorri manna, líka allur þorri krist-
inna manna, gerir alt of litið úr þeim sönnunum. Eg geng
að því vísu, að þar sé um óendanlega mikilvægan og
dýrmætan sanninda-auð að tefla, hvenær sem það djúp
verður verulega kannað. Og þar hefi eg á mínu máli
ágætustu sálarfræðinga nútímans. En auk þess, sem það
er nokkurum vafa bundið, hvort verulegar hugrænar
kristindómssannanir geta náð til allra manna, þó að hvorki
viljinn né ályktanir skynseminnar séu því til fyrirstöðu,
þá liggur það i hlutarins eðli, að þær gilda ekki andspænis
þeim mönnum, sem eru fráhverflr kristinni trú. Eg á
þess engan kost að grannskoða það, sem hvergi fer fram
nema í sál einhvers annars manns. En því síður er þess
nokkur kostur að færa mér órækar sannanir fyrir því, að
það, sem þar hefir gerst, og hvergi annarstaðar, sé ger-
samlega andstætt öllum þeim liugmyndum, sem eg geri
mér um tilveruna. Fullyrði maður, sem eg annars tek
trúanlegan, að eitthvað það hafi gerst í sál sinni, sem eg
kannast við og samrýmist hugmyndum mínum um tilver-
una, þá getur reynsla hans verið mikilsverð fyrir mig.
Annars ekki. Mig vantar þá öll skilyrði til að gera mér
grein fyrir henni.
Fyrir þvi verður kristin kirkja að taka til alt annarra
sannana, þegar hún snýr sér að þeim mönnum, sem eru
trúarbrögðunum fráhverfir. Hún verður að leggja alt aðra
undirstöðu. Og sú undirstaða er sögulegs eðlis. Kirkjan
verður að sanna, að viðburðir hafi gerst, sem beri þess
vitni, að trúarhrögðin séu alt annað en heilaspuni. Eg
geng að því vísu, að menn verði mér sammála um, að
þungamiðja þeirra sannana sé upprisa Jesú Krists frá
dauðum. »Sé Kristur ekki upprisinn, er trú yðar ónýt«,.
sagði Páll postuli. Og hið sama segir kristin kirkja yfir-
leitt enn í dag.
Þvi verður nú naumast neitað, að væri upprisa Krists
einhver algengur viðburður eða samsvaraði hún öðrum
stórviðburðum mannkynssögunnar, þá mundu sannanirnar
fyrir henni teknar , gildar. Postularnir, mennirnir, sem