Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 90

Skírnir - 01.12.1905, Side 90
378 Útlendar fréttir. landi viðvíkjandi. AuðvitaS hafði slíkt engin áhrif, var ekki einu sinni virt svars. En avarpið átti að syna keisara, hvernig vitrir menn og vel metnir í hinum mentaða heimi litu á þessar gjörðir hans. Aunað en lotningarfult ávarp gat ekki komið til mála; eng- um gat komið til hugar að ógna þeim manni þá. Og hver mundi hafa trúað því þá, að eftir örfá ár gæti uppreisn í Fmnlandi, sem ekki kostaði einn blóðdropa, haft þau áhrif, að keisarinu afturkall- uði allar tilskipanir sínar? Þegar svona stendur á, er ekki úr vegi að minnast stuttlega á Finnland og samband þess við Rússneska ríkið. Lögum samkvæmt hefir Finnland haft sórstaka stöðu í ríkinu. Löndin eru óaðskiljanlega sameinuð í persónu æðsta stjórnandans, þannig, að Rússakeisari er jafnframt stórfursti yfir Finnlandi. En Finnland hafði sórstaka stjórnarskrá og eftir henui var löggjaf- arvaldið hjá stórfurstanum og finska þinginu. En þiugið er með gamaldags sniði; þar er farið eftir stéttaskiftingu og kjósa fjórar stóttir landsins, hvet fyrir sig. fulltrúa til þitigs. Regluleg þing eru að eins haldin með nokkurra (3—5) ára millibili. Einnig vant- aði þing Finna jafnan atkvæðisrétt um ýnts mál, sem antiars eru talin heyra undir valdsvið þinganna, þar sem þingbundin stjórn er. En í öllum hinum mest varðandi löggjafarmálunt voru þó réttindi þess sem löggefandi þings opinberlega viðurkend, og engin lög öðl- uðust gildi þar í landi án samþykkis þess. Með auglýsiugu, sem Rússakeisari gaf út 15. febr. 1899, var í þessum efnum sú breyting gerð, að vald þingsins var takmarkað og því að eitts gefið ráðgef- andi atkvæði í vissutn málum, en úrskurðarvaldið lagt í hendur ríkisráðsins rússneska, eftir samráði við landsstjórann yfir Finnlandi og nokkra þar til nefttda menn úr öldungaráði Finna. Þegar þing Finna var sett árið 1900 var látið í veðri vaka í boðskap keisarans, að þingið yrði afuumið. Með þessu var stjóruarskrá Finna brotin, og síðan hafa verið gefnar út af Rússakeisara margar tilskipanir, sem námu frá Finnum hin fyrri sjálfstæðisréttindi. Finnar undu þessu mjög illa, en voru máttvana gegti hervaldinu. I stórhópum hafa þeir flúið laud sitt á síðustu árurn. Ett Fintilaud átti frá fyrstu, eftir að það komst í samband við Rússland, óvenjulega góðum kjörum að mæta, þegar litið er til þess, að það var tekið með hervaldi. Það gekk inn í sambandið sem sjálfstætt ríki, að ytra útliti sem undirget'ið ríki, en í reynd- inni með ýmsum forróttindum. Einvaldur Rússa lét sér í Finnlandi nægja hálft vald móti þinginu. Finnland fékk stjórn sína út af

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.