Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 57

Skírnir - 01.12.1905, Page 57
Einar Benediktsson. 345- í skyn andann, sem í þeim býr. En stundum sjást sagar- för efnisins á herðablaðinu. Lítum á »Skútahraun«. Eins og- hreinir örgeltónar hljóma fyrstu erindin: Blikna rindar. Röðli hallar. Bökkvar að um drang og sprungur. Reifast úfið risaklungur rifnum stakki fyrstu mjallar. Skáldið kemur nú inn í hraunið og fer að sjá sýnir. Hann sér bustir á hraunhjöllunum, það hillir undir kot og hallir og hann sér skuggamyndum mannlífsins bregða fyrir — önduS kyn, í andartaki, undir tímans vængjablaki. Hraunkarlarnir fá svip og lif. Hann sér harðstjórann: FeigSardimmur djúps hjá barmi durgur hamra reigir skallann, osfrv. Hann sér skriffinninn: Hreykir sér á hrófatildri hrörleg sköpun mosa orpin eins og visin, vanaskorpin vitran særð af heygðu skr/ni. Líkt er eins og andarvana auga í sjálfs síns tómleik rýni, osfrv. Hann sér auðkýfinginn, drýldinn og traustan í sessi: Alt um kring er kramið, hokið; klettaþý á völtum .beinum beygt er nákyrt undir okið. Loks sér hann hvar kynstra turn af bruna bákni ber við loft — með krossins tákni. Það er hraunkirkjan. Hann er staddur við guðsþjón- ustuna. Þar er alt dautt, kalt og andlaust, hver hugsun myrt í vöggunni:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.