Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 31
Ymsar tegundir trúarreynslunnar.
31ÍV
Heilagleiki kallast ávextir trúarimiar í lunderni
mannsins, þegar þeir hafa náð fullum þroska. James segir
að einkenni heilagleikans séu í aðalatriðunum söm við sig
í hvaða trúarbrögðum sem er. Hann segir enn fremuiy
að beztu ávextir trúarhfsins séu hið bezta, er sagan hafi
að sýna:
»Aldrei hefnr maunkærleikiuu, einlægnin, trúnaðartraustiðr
þolgæðið og hugrekkið svifið hærra á vængjum manneðlisins, heldur
en þegar þeim var beitit í þjónustu trúarhugsjónanna«.
En einkenni heilagleikans telur hann þessi:
1. Tilfinning þess að maður lifi lífi, sem er víðtækara en svor
að það sé eingöngu bundið við smámunalega eiginhagsmuni þessa
heims, og sannfæring um það, að æðra afl só til, sannfæring, sem
ekki er aðeius á skilningi bygð, heldur á eins konar skynjun.
Helgir menn hjá kristnum þjóðum telja ætíð þetta æðra afl sama
sem guð sjálfan, eu dremi eru til hins, að mömiúm fiunist siðgæðis-
hugsjónir, framtíðardraumar um skipulag mannfólagsins eða hug
s/nir þess sem heilagt er og rétt vera sannir drotnar og frelsarar
lífs vors.
2. Tilfinning þess, að þetta æðra vald standi í vingjarnlegu
sambandi við li'f vort, og ljúf undirgefni undir handleiðslu þess.
3. Rík hugarlyfting og frjálsræði um leið og takmörkun
eigingirninnar hverfur.
4. Þungamiðja tilfinningalífsins flyzt í áttina til kærleika og
samúðar, til »já, já« frá »nei«, þegar um kröfur annara er að tefla.
Þessi grundvallareinkenm hins andlega lífs hafa í íör
með sér einkennilegar afleiðingar, en þær eru þessar:
a. M e i n 1 æ t i. — Sjálfsuppgjöfin getur orðið svo áköf, að
hún snúist í sjálfsfórn. Hún getur þá fengið svo mikið vald yfir
venjulegum hvötum holdsins, að hinn helgi maður hafi sanna nautu
af að fórna sér og meinlæta sig, af því að það er mælikvarði og vott-
ur undirgefni hans undir æðra vald.
b. Sálarþróttur. — Tilfinuing þess, að lífið er orðið
víðtækara en áður, getur vakið svo mikinn guðmóð, að persónu-
legar hvatir og andhvatir, sem venjulega eru einvaldar, verði of
lítilfjörlegar til þess, að þeim sé gaumnr gefinn, og nyr heimur
þolgæðis og hugpryði opnist. Otti og angist hverfa og sælufult