Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 20

Skírnir - 01.12.1905, Page 20
308 Trú og sannanir. leikið á Crookes og gesti hans, alt af komist inn í stof- urnar, líklegast inn um gluggana, nákvæmlega á þeim tímum, er Crookes þóknaðist að fást við tilraunir sínar. Aðrir segja, að þá hafi að minsta kosti fleiri en ein vin- stúlkan hlotið að vera þarna á ferðinni, l'yrst aðkomukonan reyndist misjafnlega há. Og að þær stallsystur hafi þá hlotið að vera óvenjulega slungnar, eða Crookes og gestir hans óvenjulega miklir aular. Enn gera sumir sér í hug- arlund, að þetta stúlkubarn hafi verið sá fyrirtaks-dáleið- ari, að hún hafi meðvitundarlaus getað látið Crookes og gesti hans alla dreyma sama drauminn vakandi. Aftur segja aðrir, að vísindin þekki ekki slikt dáleiðslumagn. Og enn siður sé mönnum kunnugt um hæfileika til að dá- leiða ljósmyndaplötur. Þá eru enn til þeir menn, sem hyggja, að Katie King hafi verið einhver hluti af persónu Florence Cook, hafi getað orðið viðskila við hinn hlutann, talað við menn og gert öll þau kynjaverk, sem Crookes og gestir hans sáu. En þá eru aðrir, sem líta svo á, að þegar ágizkanirnar séu komnar svo langt, þá fari þær ekki að verða neitt sennilegri en hitt, að Katie King hafi í raun og veru verið sú, sem hún sagðist vera. Og að öllu athuguðu verði einmitt það sennilegasta tilgátan. Hvernig sem menn nú líta á þessar skoðanir og get- gátur, virðist mér, að engum skynsömum manni, sem at- hugar málið vandlega, geti dulist það, að hér er um mikið að tefla fyrir kristna kirkju. Reynist fyrirbrigði spíritism- ans, með allri þeirri vandlegu athugun, sem fram fer á þeim nú á tímum, ekki annað en blekking og tál, þá fer, svo að vér ekki tökum djúpt í árinni, að verða til nokk- uð mikils mælst, að menn leggi trúnað á ónákvæmar og lauslegar frásagnir um alveg sams konar fyrirbrigði, sem eiga að hafa gerst fyrir nær því 20 öldum. Eða verði sú niðurstaðan eftir allar rannsóknirnar, að þessi nútíðar- fyrirbrigði stafi eingöngu frá dularöflum með lifandi mönn- um, hverja trygging, eða réttara sagt hver líkindi hafa þá skynsamir menn fyrir því, að fyrirbrigðum Nýja testa- mentisins hafi ekki verið eins háttað? En verði sú raun-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.